Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 „Það er þó nokkuð mikið af fyrstu útgáfum af ljóðabókum, það eru yfirleitt góð eintök. Þarna eru bækur eftir Jóhannes úr Kötlum, Sigfús Daðason og Snorra Hjart- arson og svo eru ansi margar bækur sem bókbandsmeistarar hafa bundið inn,“ segir Ari Gísli Bragason bóksali um vefuppboð á fágætum bókum sem nú stendur yfir á vef Gallerís Foldar á slóð- inni uppbod.is og lýkur 20. sept- ember. Bækurnar á uppboðinu voru sérvaldar af Ara og marga gersemina er þar að finna fyrir bókasafnara og aðra bóka- áhugamenn. Verðmætar matreiðslubækur Ari nefnir að nokkrar af gömlu matreiðslubókunum hennar Helgu Sigurðardóttur séu á uppboði, m.a. hin landsþekkta Matur og drykkur bundin inn í skrautband og Hráir grænmetisréttir. Ari nefnir líka bók nr. 49 á uppboðinu, Skýringar Páls lögmanns Jóns- sonar Vídalíns yfir Fornyrði Lög- bókar er Jónsbók kallast sem prentuð var af Helga Helgasyni árið 1849 í Reykjavík. Ari segir bókina mikið fágæti. „Hún er með kápunum og í fallegu skinnbandi,“ segir hann. Fyrsta útgáfa af ljóðabók Dav- íðs Stefánssonar, Svartar fjaðrir, er einnig á uppboðinu og Galdra- skræða Skugga. „Það er rúnabók með skýringum, fjöldi galdra sem hann tekur saman með rúnaletri,“ segir Ari en sá sem kallaði sig Skugga hét réttu nafni Jochum M. Eggertsson. Einnig eru fyrstu ljóðabækur Jónasar Svafár, áritaðar af skáld- inu, á uppboðinu, bundnar inn af Sigurþóri Sigurðssyni bókbands- meistara og fyrstu bækur Þor- steins frá Hamri, Í svörtum kufli og Tannfé handa nýjum heimi og er sú síðarnefnda með myndum og kápumynd eftir Ástu Sigurðar- dóttur. Hæsta verðmatið, 120.000 krón- ur, er á fyrstu þremur árgöng- unum af Fjölni sem eru mikið til fyrstu útgáfur og falleg eintök, að sögn Ara. „Árs-Rit handa íslend- ingum. Samið, kostað og gefið út af Brynjólfi Péturssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Konráði Gíslasyni, Tómasi Sæmundssyni. Hér eru saman í bandi fyrstu þrjú árin af Fjölni. Ágæt eintök en hefur að sjálfsögðu verið flett,“ segir á vefnum en árgangarnir eru frá 1835-7. Ari segir fjölbreytt úrval bóka á uppboðinu og að allar séu þær til sýnis í Galleríi Fold. Af fleiri bókum í bandi eftir bókbands- meistara má nefna Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson og Sálminn um blómið, bæði verk í fyrstu út- gáfum og bundin í skinnband af Ragnari Einarssyni. Lítil Varn- ingsbók Jóns forseta er einnig á uppboðinu sem Ari segir afar fal- legt eintak með kápu. Þá má líka nefna fyrstu bók Einars Bene- diktssonar, Sögur og ljóð, í fyrstu útgáfu frá 1897. Vaxandi áhugi Ari er spurður að því hvort þeir séu margir sem kaupi fágæt- ar bækur á vefuppboðum. Hann svarar því til að bókasafnarar og áhugamenn um sjaldgæfar bækur séu þó nokkuð stór hópur. Virkir bókasafnarar séu líklega um 50 talsins hér á landi. „Og svona 2- 300 sem eru svona hálfvirkir,“ bætir hann við. Fágæt bók er góð fjárfesting, líkt og önnur fágæt listaverk og Ari er spurður að því hvort ein- hverjar sveiflur hafi orðið í síð- ustu vefuppboðunum nú á tímum heimsfaraldurs. „Nei, ég hef ekki fundið fyrir því. Það er frekar að áhuginn aukist á svona hlutum eins og bókum eða listaverkum, einhverju sem hefur raunverulegt gildi,“ svarar Ari. Hann rekur fornbókabúðina Bókina við Klapparstíg. Hvernig skyldi bóksala þar hafa gengið í kófinu? Ari svarar því til að reksturinn hafi gengið mjög vel. En vantar einhverjar bækur í búðina? „Það vantar alltaf réttu bækurnar,“ svarar Ari sposkur. helgisnaer@mbl.is Fágæt og fjölbreytt verk  Fyrstu bækur Jónasar Svafár áritaðar og fyrstu þrír árgangar Fjölnis eru meðal verðmætra rita á vefuppboði Gallerís Foldar sem nú stendur yfir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bóksalinn Ari Gísli Bragason í verslun sinni Bókinni við Klapparstíg. Verðmæti F.v. Dagbók borgaralegs skálds eftir Jóhann Hjálmarsson, Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson, Klettabelti fjall- konunnar eftir Jónas E. Svafár, Hráir grænmetisréttir eftir Helgu Sigurðardóttur, Skýringar á forn- yrðum íslenzkrar lögbókar eftir Pál Jónsson Vídalín og Í svörtum kufli eftir Þorstein frá Hamri. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Tökur standa nú yfir hér á landi á íslensk-pólsku kvikmyndinni Wolka í leik- stjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Ís- lenskt fyrirtæki og pólskt fram- leiða hana, Saga- film og Film Pro- dukcja, og segir í tilkynningu að tökur séu komnar vel á veg hér á landi og hafi að mestu farið fram í Vestmannaeyjum. Pólland tekur við í byrjun þessa mánaðar. Kvik- myndin fjallar um Önnu sem lokið hefur 16 ára afplánun í pólsku fangelsi. Hun einsetur sér að finna konu sem nefnist Dorota og brýtur við þá leit skilorð og lög þar sem Dorota er að öllum líkindum á Ís- landi. Með hlutverk Önnu fer pólska kvikmyndastjarnan Olga Boladz. Íslensk-pólsk kvikmynd í tökum Olga Boladz Það er (ekki) gigg í kvöld: Sam- stöðufundur um áhrif Covid-19 á tónlistariðnaðinn, var haldinn í há- deginu í gær og mátti fylgjast með honum á netinu. Að fundi loknum sendu hagsmunasamtök í tónlistar- iðnaði frá sér svohljóðandi ályktun: „Tónlistargeirinn hefur nú botn- frosið tvisvar á fimm mánuðum með skelfilegum afleiðingum. Fyrst með samkomubanni í mars og svo aftur í ágúst. Þíðan sem var byrjuð í sumar sýndi skýrt hvað tónlistar- geirinn er fljótur að taka við sér, en hættan er að hluta trésins kali nú í frostinu. Það er ekki bara tónlistarfólkið sjálft sem er í vandræðum heldur allt hagkerfið í kringum það. Til- lögur sem lagðar voru fram í skýrslu um áhrif Covid 19 á tónlist- ariðnaðinn í sumar hafa verið tekn- ar upp á borð ríkisstjórnarinnar og við fögnum því að samtal sé hafið um þær. Fundurinn leggur áherslu á að samtalinu verði haldið áfram og lausnir fundnar sem gagnast iðn- aðinum sem heild.“ Hætta á kali, segir í ályktun fundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.