Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég var í sagnfræðinámi við Háskóla
Íslands. Hugurinn leitaði til æsku-
stöðvanna á Tálknafirði þegar ég var
að leita að efni fyrir ritgerð í ein-
hverjum áfanganum,“ segir Pétur
Bjarnason, fyrrverandi fræðslustjóri
Vestfjarða, um til-
drög þess að hann
fór að kynna sér
athafnasögu Suð-
ureyrar við
Tálknafjörð.
Hann ólst upp á
Sveinseyri, norð-
an Tálknafjarðar,
og þaðan blasa
rústir hvalveiði-
stöðvarinnar á
Suðureyri við augum.
Við vinnu sína við ritgerðina komst
Pétur í samband við Bolla A. Ólafs-
son, barnabarn og uppeldisson Pét-
urs A. Ólafssonar, konsúls á Patreks-
firði, sem gerði út skip til selveiða í
Grænlandsísnum og starfrækti hval-
veiðistöðina á Suðureyri. Hjá Bolla
fékk hann aðgang að ýmsum skjölum
úr dánarbúi afa hans.
Pétur skilaði ritgerð sinni og birti
síðar í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga.
Nú hefur Pétur gert efninu ítarlegri
skil og gefið út á bók.
Saga selveiða Íslendinga
Norðmenn byggðu hvalveiðistöð á
Suðureyri og starfræktu á árunum
1893 til 1911. Pétur A. Ólafsson hóf
aftur rekstur hvalstöðvar á árinu
1935 og rak hana í fimm ár. Áður
hafði hann gert þaðan út selveiði-
skipið Kóp til veiða í Grænlands-
ísnum. Pétur gerir selveiðisögunni
skil og öðrum selveiðitilraunum Ís-
lendinga enda segir hann að það hafi
ekki verið gert áður með heillegum
hætti.
Í bókinni er ágrip af sögu þéttbýlis-
ins á Tálknafirði og býlisins Suður-
eyrar sem í nokkra áratugi varð vett-
vangur mikillar athafnasemi.
Hvalveiðarnar lögðust af í upphafi
seinni heimsstyrjaldarinnar því
markaðir fyrir afurðirnar lokuðust og
hvalbátarnir komust ekki frá Noregi.
Þá hefur Pétur heimildir fyrir því að
óeining hafi verið komin í hluthafa-
hópinn sem endaði með því að Pétur
sagði sig úr stjórn. Suðureyri lagðist
síðan í eyði upp úr 1960.
Slæmur vegur er út hlíðina við
sunnanverðan Tálknafjörð. Þangað
leggja þó margir ferðamenn leið sína
til að skoða rústir stöðvarinnar. Þar
er hlaðinn skorsteinn mest áberandi,
byggður af Norðmönnum við upphaf
hvalveiða. Einnig sjást múrsteins-
hleðslur annarra mannvirkja. Þá eru
á Suðureyri sumarbústaðir afkom-
enda síðustu ábúenda jarðarinnar.
Hálfrar aldar athafnasaga
Pétur Bjarnason gefur út bók um sögu Suðureyrar við Tálknafjörð Á býlinu voru starfræktar
hvalveiðistöðvar og selveiðistöð Hann hafði hlaðna skorsteininn fyrir augum í æsku
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Suðureyri Þótt tímans tönn hafi unnið á mannvirkjum gömlu hvalstöðvarinnar á Suðureyri við Tálknafjörð má þar
enn sjá stórbrotnar minjar um forna atvinnuhætti. Þar ber hlaðinn skorstein Katlahússins hæst.
Úr myndasafni Péturs A. Ólafssonar
Athafnasemi Haug I er við bryggju með tvo hvali og starfsemin í hvalveiðistöðinni á Suðureyri í fullum gangi.
Vegna hvalveiðistöðvarinnar og
útgerðar frá Suðureyri var meiri
athafnasemi og atvinna vestan
Tálknafjarðar en norðan yfir
sumartímann. Því má velta því
fyrir sér hvers vegna þéttbýlið
byggðist upp norðan fjarðarins.
„Þetta var talið erfitt svæði, lítil
og hömrum gyrt eyri. Til þess
að komast þangað þurfti að fara
um grýtta hlíð og vegur var ekki
lagður þar um fyrr en eftir
miðja síðustu öld,“ segir Pétur.
Þegar frystihús var byggt árið
1946 var því valinn staður í
Tunguþorpi og byggðist þorpið í
kringum það. Telur Pétur að það
hafi haft áhrif að byggðin innan
til í firðinum var fjölmennari og
því auðveldara að manna
vinnslu þar. Þar hafi og verið
komið kaupfélag, skóli, sam-
komuhús og sundlaug. Síðast
en ekki síst sé lífhöfn í öllum
veðrum í Hópinu.
Þorpið norð-
an fjarðar
TÁLKNAFJÖRÐUR
Pétur Bjarnason
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
FULL BÚÐ
AF NÝJUM OG
FALLEGUM
VÖRUM
24.990 kr.
Úlpur
Stærðir 38-56
Orsök strands Lágeyjar ÞH 265 í
Þistilfirði í lok nóvember í fyrra er
rakin til þess að stjórnandi bátsins
var sofandi og hafði ekki tryggt
örugga vakt meðan báturinn var lát-
inn reka. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í áliti siglingasviðs rann-
sóknanefndar samgönguslysa, sem
lauk afgreiðslu málsins síðastliðinn
föstudag. Mannbjörg varð, en fjórir
skipverjar voru um borð.
Lágey fór frá Raufarhöfn milli kl.
20 og 21 hinn 28. nóvember til veiða á
Þistilfirði og eftir að hafa lagt línuna
var látið reka. Báturinn var á reki frá
því upp úr miðnætti til um klukkan
4:30 þegar hann strandaði norður af
Krossavík.
Óskað var eftir aðstoð á vaktstöð
siglinga og voru björgunarsveitir
kallaðar út ásamt þyrlu Landhelg-
isgæslunnar. Björgunarskipin Gunn-
björg frá Raufarhöfn og Jón Kr. frá
Þórshöfn voru komin á strandstað
um kl. 06:30 ásamt fiskibátnum Degi
ÞH 110.
Þyrlan kom á staðinn um sjöleytið
um morguninn og bjargaði áhöfninni.
Björgunaraðilum tókst að ná Lágey á
flot um kl. 9:30 og dró Gunnbjörg bát-
inn til Raufarhafnar.
Í skýrslu rannsóknanefndar eru
málsatvik rakin og þar kemur fram
að skipstjóri kvaðst hafa farið að sofa
á eftir öðrum skipverjum upp úr mið-
nætti eftir að hafa talið bátinn örugg-
an. Venja væri að láta reka ef veð-
urspá og staðsetning virtust í lagi.
Í skýrslunni kemur fram sam-
kvæmt upplýsingum frá útgerð báts-
ins að sú vinnuregla gilti um borð í
smærri bátum þeirra að maður væri
alltaf á vakt í stýrishúsi og viðvör-
unarbúnaður siglingatækja notaður.
Þessari vinnureglu hefði ekki verið
fylgt í þessu tilviki.
Ekki örugg vakt á
meðan látið var reka
Rannsóknanefnd
skilar lokaskýrslu
um strand Lágeyjar
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Strand Mynd tekin úr þyrlu Gæsl-
unnar sem kom á vettvang.