Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 45
altengingu Íslands við umheim- inn. Af þessum átta manna hópi eru nú þrír farnir og þótt aldurinn færist yfir er maður alltaf jafn aumur og umkomulaus frammi fyrir dauðanum. Andlát Jóns Birgis kom okkur félögunum á óvart. Um miðjan ágúst þegar við hittumst síðast var hann sjálfum sér líkur og lá ekki á skoðunum sínum, t.d. varð- andi umferðarvanda borgarinnar og önnur brýn málefni líðandi stundar. Eftirlifandi eiginkona Jóns Birgis er Steinunn Kristín Nor- berg og eignuðust þau þrjá syni. Steinunn hefur síðustu árin átt við erfiðan sjúkdóm að stríða og hefur Jón Birgir staðið með henni eins og klettur. Við sendum fjölskyldu Jóns Birgis okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hilmar og Ragnhildur, Jóhann Már og Sigrún, Jónas og Kristín, Ólafur og Gerða, Sigfús og Marta. Kynni okkar Jóns Birgis hófust hjá Skógræktarfélagi Reykjavík- ur hjá valmenninu honum Einari G.E. Sæmundsen í Fossvogi. Ein- hver besti uppalandi sem maður kynntist á þessum árum var hann Einar, síkátur og fræðandi. Saman vorum við Jón Birgir sendir í ýmis verkefni um landið. Við grisjuðum kjarr í Haukadal, plöntuðum víða, aðstoðuðum í unglingavinnu og girtum skóg- ræktargirðingar sem voru einn gaddavír undir, net og tveir strengir ofan á. Galvaniseraðir vinkilstaurar og tveir karbóliner- aðir trétittir á milli þeirra sem vírinn var negldur á með lykkjum. Svo voru sig til að toga girðinguna niður í lautum. Jón Birgir var afskaplega prúður í framgöngu, kankvís og viðræðugóður. Meðalhár, grann- holda og mjög lag- og myndarleg- ur maður sem stúlkurnar tóku vel eftir. Ég minnist þess ekki að hann hafi skipt skapi við mig nokkru sinni þótt næg tilefni gæfust efa- laust af minni hálfu svo hnýflóttur og brokkgengur sem ég var og er. Jón Birgir hafði alltaf lag á mér sem öðrum og voru honum því fljótt falin mannaforráð þar sem hann kom. Ekki spillti að hann fór snemma að smóka sig opinber- lega og maður fékk að taka þátt í því á laun. Hann hafði líka ósjálf- rátt bætandi áhrif á mína fram- göngu svo yfirvegaður sem hann var og háttvís. Svo liðu árin og alltaf var á vís- an að róa með Jón Birgi, alltaf létt yfir viðræðum og samverunni. Hann var samtíma konu minni á Tumastöðum um tíma og víða kom hann við í skógræktarstörf- um. Hann var ári á undan mér í skóla. Eftir stúdentspróf fórum við báðir að læra byggingarverk- fræði, hann í Kaupmannahöfn og ég í Stuttgart. Ég man að ég bar mig eitthvað upp við hann á Kast- rup um hvað þetta væri erfitt og hvort mér tækist yfirleitt að hafa þetta af. Það stóð ekki á því hjá honum að telja í mig kjark og sagði við mig: „Auðvitað klárarðu þetta maður, bara áfram.“ Svo síðar á ævinni hélt Jón Birgir áfram ræktunarstörfum og hafði mikinn vinskap við Hákon föðurbróður minn skógræktar- stjóra. Við hittumst stundum hjá Vegagerðinni þegar hann var þar í trúnaðarstörfum. Aldrei bar skugga á í okkar fundum og alltaf var hann boðinn og búinn að leysa mín mál. Ég man að hann kynnti mig ný- útskrifaðan fyrir pelagrundun sem hann hafði notað undir hús í Silfurtúnsmýri og ég komst upp á lagið með og notaði mikið síðan. Ég man að hann sagði við mig eitt sinn að hann ætlaði að vekja áhuga á varanlegri slitlögum um allt land. Hann sagðist vilja leggja smáspotta hingað og þangað og þá myndu menn fá áhuga á betri slitlögum þegar þeir kæmu beint af þvottabrettinu og myndu þá heimta meiri framkvæmdir af þingmönnum sínum. Ég held bara að þetta hafi orðið með þessum hætti, svo fljótt hefur vegakerfið um allt land batnað frá þessum árdögum okkar. Ég man líka að hann sagðist geta lagt snjólausan veg um Kamba og það varð líka þótt ég tryði því ekki þá sagt var. Svo veri ævilangur vinur minn, Jón Birgir Jónsson verkfræðing- ur og séntilmaður, kvaddur. Hans mun ég gjarnan minnast þegar ég heyri góðs manns getið. Halldór Jónsson. „Det skal klippes ud i pap“ sagði Jón Birgir gjarnan þegar hann vildi að nýjar hugmyndir hlytu brautargengi. Verkfræðing- urinn, ráðuneytisstjórinn, at- hafnamaðurinn. Vinurinn. Hann var allt í senn og vann af ástríðu að öllum málum. Jón Birgir var stór maður sem brann fyrir verkefnum dagsins og horfði til framtíðar. Hann hafði skýra framtíðarsýn. Hann var maðurinn sem trúði í senn á fram- tíð vegagerðar og skógræktar á Íslandi, var bjartsýnn eða jafnvel undarlegur eins og hann sagði oft. Hann var mikill verkmaður, fljót- virkur og gæddur ríkri skipulags- gáfu. Framfarir, vísindi og menntun vöktu hrifningu hans. Og hann hreif okkur með. Við Jón Birgir áttum náið og gott samstarf í samgönguráðu- neytinu um árabil. Hann var ráðuneytisstjóri og ég skrifstofu- stjóri. Þetta var tímabil mikilla breytinga í stjórnsýslunni. Stefnumótun og áætlanagerð fékk „vængi“ samhliða auknum kröfum um meiri formfestu. Hann hafði trú á mér, treysti og hvatti mig áfram. Hann gaf mér svigrúm til að vinna mínum hug- myndum brautargengi. Rétt eins og hann kynnti sínar hugmyndir og hafði trú á þeim. Það var ómet- anlegt samstarf og fyrir það þakka ég af alhug. Hann gerði ríkar kröfur til okkar og skoðanir voru ekki tekn- ar gildar nema þeim fylgdu rök. Það er dýrmæt þjálfun hugans að takast á um leiðina að niðurstöðu. Ástríðan brann enn eftir að formlegu starfi ráðuneytisstjór- ans lauk. Alþjóðlegar brautir upp- lýsingatækninnar tóku við af ís- lenskum brautum og brúm. En framtíðarsýnin var jafnan skýr. Mér þótti vænt um að eiga áfram stundir með honum og sjá hans nýja og merka framlag á nýjum vettvangi. Jón Birgir var góður og skemmtilegur maður. Hann unni fjölskyldu sinni heitt og var stolt- ur af henni. Heilög var vikuleg samvera með systrum hans. Og mikið var hann alltaf ástfanginn af Steinunni. Dætrum mínum gaf hann mikinn gaum og var annt um velferð þeirra. Þær minnast góðs vinar. Ég votta Steinunni, sonum, systrum og fjölskyldu allri ein- læga samúð mína. Ragnhildur Hjaltadóttir. Fyrir skömmu átti ég langt samtal við Jón Birgi Jónsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu. Á þeirri stundu var hann hress og ég fann glöggt hversu sáttur hann var með starfsferil sinn og var með hugann við að sinna sínu fólki og halda tengslum við vini sína. Þegar ég tók við sem sam- gönguráðherra vissi ég vel að hverju ég gekk með samstarf við ráðuneytisstjórann Jón Birgi Jónsson. Hann hafði verið skip- aður í það embætti af forvera mínum árið 1994. Ég hafði haft góð kynni af Jóni Birgi vegna starfa minna sem bæjarstjóri, vegna setu í fjárlaganefnd þar sem ráðuneytisstjórar voru tíðir gestir og vegna setu í Hafnarráði þar sem Jón Birgir var formaður en ég var fulltrúi Hafnasambands sveitarfélaga. Höfðum við því átt samstarf um nánast allt er laut að málefnum hafnanna í landinu og þá ekki síst það er varðaði setn- ingu reglugerða, ákvörðun um gjaldskrá og fjárveitingar ríkisins til hafnarmannvirkja en Jón Birg- ir setti sig einstaklega vel inn í þau málefni sem þeir sem komu að rekstri hafnanna kunnu vel að meta. Samstarf okkar var gott frá fyrsta degi. Áhugamál okkar féllu vel saman og þá einkum það er varðaði áætlanagerð. Ráðuneytið beitti sér á þessum árum fyrir margvíslegum langtímaáætlun- um er vörðuðu mörg svið, svo sem samgönguáætlun, fjarskiptaáætl- un, ferðamálaáætlun, siglinga- verndaráætlun, áætlun um ör- yggismál sjómanna og umferðaröryggisáætlun. Öll slík áætlanagerð féll vel að áhugasviði verkfræðingsins Jóns Birgis sem í áratugi starfaði hjá Vegagerð- inni á þeim tíma sem fram- kvæmdir við vegagerð fóru mjög vaxandi og þekking og reynsla verkfræðinga var gulls ígildi fyrir þá sem færa þurftu rök fyrir um- fangsmiklum útgjöldum við mannvirkjagerð. Við það var Jón Birgir á heimavelli sem ráðuneyt- isstjóri, ekki síst þegar kom að því að standa fyrir stórframkvæmd- um í samgöngumálum og ekki síð- ur byltingu á sviði fjarskiptamála með háhraðavæðingu undir kjör- orðinu „Ísland altengt“ þar sem sæstrengurinn Farice var lagður og bylti flutningsgetu á sviði fjar- skipta til og frá landinu. En Jón Birgir lét ekki staðar numið við framfaraverkefnin þegar hann hætti sem ráðuneytisstjóri. Ég fylgdist með því að hann sinnti ráðgjafastörfum í þágu fjarskipta, upplýsingatæknimála og gagna- vera. Var hann virkur á þeim vett- vangi allt til síðasta dags. Þann tíma sem við störfuðum saman áttum við erindi vítt um völl bæði innanlands og utan. Þau hjónin Jón Birgir og Steinunn voru góðir ferðafélagar. Við Hallgerður kona mín minnumst góðra samveru- stunda með þeim hjónum þar sem við reyndum að nýta tímann sam- an til að skapa okkur skjól í önn- um daganna. Á ferðum og á fund- um vakti það vissulega athygli að Jón Birgir var stöðugt að leita upplýsinga og leita eftir sam- böndum sem mættu nýtast í þeim verkefnum ráðuneytisins sem hann vann að hverju sinni í þjóðar þágu. Um leið og við kveðjum Jón Birgi vottum við Hallgerður Steinunni, sonum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Minningin um einstaklega góðan samstarfs- mann lifir. Sturla Böðvarsson. Það er með blendnum huga að ég skrifa þessa kveðju til kærs vinar Jóns Birgis Jónssonar. Á annan veginn er það með sorg og söknuði sem ég kveð vin og samstarfsmann. Á móti vegur gleði og þakklæti fyrir að leiðir okkar lágu saman og aðdáun á framsýni og atorku þessa unga manns, sem kveður okkur 84 ára. Ég kynntist Jóni Birgi fyrir níu árum þegar við urðum samstarfs- menn m.a. um að leggja nýjan fjarskiptastreng til Íslands. Það liðu nokkrir mánuðir áður en ég áttaði mig á því að Jón Birgir var þá 75 ára. Á þessum níu árum höf- um við saman stofnað nokkur sprotafyrirtæki og farið víða inn- anlands og utan, m.a. til Moskvu, til að vinna þeim brautargengi. Ég hef stundum hugsað um það hvað það er sérstakt fyrir mig að eignast vin sem er eldri en pabbi minn og kominn vel fram yfir eftirlaunaaldur þegar við kynntumst. Margir sem eru jafnvel nær mér í aldri velta sér upp úr því sem að þeirra dómi hefði getað gerst eða átt að gerast og hugsa af íhaldssemi hvort frekari breyt- inga sé nokkuð þörf. Jón Birgir var ekki í þeim hópi. Þvert á móti vann hann fram á síðustu daga þrotlaust að nýjum verkefnum til að byggja upp innviði og framtíð Íslands. Bautasteina um fram- sækni hans og atorkusemi er að finna um allt land. Við funduðum fyrir nokkrum dögum um næstu skref fram á við í uppbygginu inn- viða fyrir gagnaver. Síðasta sumar kom Jón Birgir að máli við mig og hafði hug á því að fara aftur í háskólanám. Mér fannst ljóst að hann kæmi í verk- fræði. Við hlógum dátt þegar hann benti á að það væru um 50 ár síðan hann var síðast í stærð- fræðitíma. Úr varð að hann hóf meistaranám við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir ári og hefði útskrifast næsta vor. Ekki þarf að tíunda að Jón Birgir er elsti nemandi í sögu skólans og hefur sett ný viðmið fyrir mennt- un á öllum æviskeiðum. Er ég kveð þig, kæri vinur, langar mig að takast að herma eftir þér framsýni þína, elju og eldmóð fyrir framtíðinni. Ég vona að ég verði jafn virkur og afkasta- mikill þegar ég næ þínum aldri og vona að samstarf okkar hafi verið jafn ánægjulegt fyrir þig eins og það hefur verið fyrir mig. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Gísli Hjálmtýsson. Mig langar til að senda örfá kveðjuorð í minningu góðs vinar og læriföður, Jóns Birgis. Þegar ég hóf störf hjá Vegagerðinni 1981 var hann einn af þeim fyrstu sem tóku mig undir sinn vernd- arvæng, kynnti mér helstu verk- efnin og á hvað skyldi leggja áherslu. Góð tengsl við starfs- menn stofnunarinnar úti á lands- byggðinni og sveitarstjórnarfólk voru þar ofarlega á blaði. Koma verkefnum í framkvæmd, auðvit- að að undirbúa þau vel en ekki draga ákvarðanir á langinn held- ur drífa hlutina áfram. Drifkraft- ur, framkvæmdagleði, framsýni, það eru einkunnarorð sem mér finnst lýsa Jóni Birgi vel. En hann var líka sá sem fyrstur kynnti mér mikilvægi umhverfis- og náttúru- verndar í störfum stofnunar eins og okkar, Vegagerðarinnar, sem gæti skaðað náttúruna óbætan- lega með sínum framkvæmdum ef ekki væri hugað að lausnum í hönnun og framkvæmd sem horfðu sterkt til að lágmarka um- hverfisáhrifin. Á það lagði Jón Birgir áherslu, enda bæði skóg- ræktar- og landverndarmaður. Jón Birgir hafði haft ábyrgð á jarðgangagerð Vegagerðarinnar á fyrri árum, en henti mér beint í djúpu laugina og setti þau stóru verkefni yfir á mig fljótlega eftir að ég kom til starfa hjá Vegagerð- inni. Því fylgdi traust sem áfram einkenndi okkar samstarf í öðrum óskyldum verkefnum alla tíð. Hann hvatti mig til dáða, hafði trú á mér og gaf mér holl og góð ráð. Þegar Jón Birgir flutti sig yfir til samgönguráðuneytisins breyttust auðvitað dagleg sam- skipti, en áfram unnum við að sameiginlegum markmiðum í vegamálum samfélagsins og höfð- um mikil samskipti. Eins og áður voru þau öll einstaklega ánægju- leg, enda Jón Birgir einstaklega jákvæður og brosmildur maður sem gott var að umgangast. Og áfram var hann fyrst og fremst maður framkvæmda, vildi láta hlutina ganga! Það var ljúft að fylgjast með ástúð Jóns Birgis til Steinunnar konu sinnar alla tíð, en ekki síst á seinni árum þegar hann hélt utan um hana sem aldrei fyrr. Henni og sonunum þremur og barna- börnunum sendi ég samúðar- kveðjur. Hreinn Haraldsson Í dag kveðjum við kæran fjöl- skylduvin, Jón Birgi Jónsson. Faðir hans, Jón Benjamínsson, og afi minn, Oddur Kristjánsson, kölluðust á yfir Eyjafjarðarána sem drengir, lærðu saman smíðar á Akureyri og giftu svo börnin sín Jórunni og Guðmund. Bræður þeirra, Sigurður faðir minn og Jón Birgir, voru samstarfsmenn og nánir vinir alla tíð sem og við Aðalsteinn sonur hans en við gengum saman menntaveginn í fyllstu merkingu þess orðs. Til- viljanir réðu því að við Jón Birgir vorum samstarfsmenn um tíð hjá Vegagerðinni og konan mín, Ólöf Nordal, og hann unnu saman í samgönguráðuneytinu. Ég kynntist því Jóni Birgi við gleði og glaum í faðmi stórfjöl- skyldunnar og vina, sem hlýjum og umhyggjusömum föður vinar míns, afbragðs fagmanni í sínum störfum, og verkstjóra í alls kyns verkefnum sem við strákarnir vorum settir í eins og að gróður- setja tré, bera á palla eða hreinsa mótatimbur. Heilsteyptari og betri maður var vandfundinn. Jón Birgir var afar farsæll í leik og starfi en fjöl- skyldan var samt ávallt í fyrir- rúmi. Þar uppskar hann líka ríku- lega með hana Steinunni fast sér við hlið. Hann hélt utan um sitt fólk með göldróttri blöndu af um- hyggju, skilningi og festu þar sem kröfurnar um að standa sig voru skýrar en um leið skilningur á því að alls konar strákapör gera lífið svo miklu skemmtilegra. Ekki er ólíklegt að hann hafi verið liðtæk- ur í þeirri deildinni á yngri árum. Jóni Birgi féll aldrei verk úr hendi. Þegar hefðbundinni starfs- ævi lauk þá tóku við alveg ný verkefni og nýr ferill. Hann var verkmaður fram í fingurgóma, vann ötullega að bættri tengingu landsins við umheiminn og kom að stofnun gagnavera. Hann var sífellt að sækja sér meiri þekk- ingu og fékk mikið út úr samstarfi við sér yngra fólk. Við ræddum saman reglulega um þessi verk- efni og önnur og hann heimsótti mig síðast hálfum mánuði fyrir andlátið til að ræða hvert stefndi í raforkumálum landsins. Hann hafði sterkar skoðanir á því sem öðru en kom þeim á framfæri af auðmýkt en festu hins skólaða embættismanns. Það er í sjálfu sér einstakt að geta sagt um mann á hans aldri að hann hafi fallið frá í blóma lífsins. En það á svo sannarlega við um Jón Birgi. Hann var fram á síð- asta dag að kynna sér nýja hluti og gera áform um næstu skref. Hann var sannkölluð fyrirmynd í leik og starfi. Fyrir hönd míns fólks votta ég Steinunni, strákunum og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína. Minningin um góðan mann og kæran vin mun lifa. Tómas Már Sigurðsson. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER BJARTMARSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 14. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sólveig Ólafsdóttir Gunnar Már Sigurgeirsson Sigríður Ólafsdóttir Guðmann Magnússon Ólafur Örn Ólafsson Þórunn Margrét Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Systir okkar, SIGFRÍÐUR ERNA HALLSDÓTTIR, lést laugardaginn 29. ágúst á Sólvangi. Útför verður auglýst síðar. Sigríður Herdís Hallsdóttir Anna Júlía Hallsdóttir Margrét Erla Hallsdóttir Elísabet Hildur Hallsdóttir Halldís Hallsdóttir Sveinbjörn Hallsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDGEIR ÍSAKSSON, Hagamel, Grenivík, lést sunnudaginn 30. ágúst á Grenilundi, Grenivík. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Sigríður Jóhannsdóttir Jóhann Oddgeirsson Herdís Anna Friðfinnsdóttir Alma Oddgeirsdóttir Ísak Oddgeirsson Svanhildur Bragadóttir Gísli Gunnar Oddgeirsson Margrét Ósk Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar og frænka, ÁSTA KRISTÍN ÞORLEIFSDÓTTIR frá Naustahvammi í Neskaupstað, Hrafnistu, Hlévangi, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi þriðjudaginn 1. september 2020. Útförin verður auglýst síðar. Stefán Þorleifsson Guðbjörg Þorleifsdóttir Guðrún Þorleifsdóttir Vilhjálmur Norðfjörð Þorleifsson systkinabörn og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.