Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Lengjudeild karla Vestri – Þór............................................... 4:1 ÍBV – Leiknir R........................................ 0:2 Magni – Afturelding................................. 3:2 Fram – Víkingur Ó. .................................. 1:1  Leik Þróttar R. og Leiknis F. var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun og leik Keflavíkur og Grindavíkur var frestað. 2. deild karla Fjarðabyggð – Völsungur ....................... 0:1 ÍR – Víðir................................................... 2:1 KF – Dalvík/Reynir ................................. 3:1 Selfoss – Haukar ...................................... 2:1 Staðan: Kórdrengir 13 8 4 1 26:9 28 Selfoss 13 9 1 3 21:13 28 Haukar 13 8 0 5 26:18 24 Njarðvík 13 7 3 3 23:16 24 Þróttur V. 13 6 4 3 20:15 22 KF 13 7 1 5 25:23 22 Fjarðabyggð 13 6 3 4 22:17 21 Kári 13 4 4 5 20:17 16 ÍR 13 4 1 8 22:25 13 Víðir 14 4 0 10 16:35 12 Dalvík/Reynir 13 2 2 9 15:29 8 Völsungur 14 2 1 11 17:36 7 Lengjudeild kvenna Grótta – Víkingur R. ................................ 2:2 Staðan: Tindastóll 10 8 1 1 26:5 25 Keflavík 10 6 3 1 29:11 21 Haukar 10 6 2 2 18:9 20 Grótta 11 5 4 2 15:12 19 Afturelding 10 4 3 3 14:13 15 Augnablik 9 3 3 3 14:19 12 ÍA 10 1 6 3 16:18 9 Víkingur R. 11 2 3 6 13:22 9 Fjölnir 10 1 1 8 4:21 4 Völsungur 9 1 0 8 5:24 3 Slóvakía Bikarkeppni, 2. umferð: Malzenice – Spartak Trnava.................. 0:3  Birkir Valur Jónsson kom inn á hjá Spartak á 55. mínútu.  Danmörk SönderjyskE – Skjern ......................... 33:23  Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir SönderjyskE.  Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern. Horsens – Vendsyssel ......................... 24:19  Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 11 skot í marki liðsins. Noregur Nærbö – Drammen.............................. 30:31  Óskar Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Drammen. Ungverjaland Oroshazi – Pick Szeged ...................... 22:39  Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki með Pick Szeged vegna meiðsla. Sviss Kadetten – Zürich ............................... 27:18  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadet- ten Schaffhausen.   NBA-deildin Austurdeildin: Úrslitakeppnin, 2. umferð: Toronto – Boston................................ 99:102  Staðan er 2:0 fyrir Boston. Vesturdeildin: Úrslitakeppnin, 1. umferð: Denver – Utah ...................................... 80:78  Denver vann 4:3.   KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna: Jáverks-völlurinn: Selfoss – Valur ...........17 Kaplakriki: FH – KR .................................17 Þórsvöllur: Þór/KA – Haukar ...................17 Akraneshöllin: ÍA – Breiðablik .................19 Lengjudeild kvenna: Nettóvöllurinn: Keflavík – Fjölnir ......17:30 Kópavogsv: Augnablik – Tindastóll.....18:15 Í KVÖLD! Leiknismenn úr Reykjavík skelltu sér upp í annað sæti fyrstu deildar karla í knattspyrnu, Lengjudeild- arinnar, er þeir urðu fyrstir til að leggja ÍBV að velli á tímabilinu, unnu 2:0-sigur í leik liðanna í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. Leik ná- grannaliðanna Keflavíkur og Grindavíkur var frestað. Keflvík- ingar eru með 24 stig í 3. sæti og Grindavík í 6. sæti með 20 stig en bæði lið eiga nú leikinn til góða. Topplið Fram kreisti fram jafn- tefli á heimavelli gegn Víkingum úr Ólafsvík er liðin mættust í Safa- mýrinni, lokatölur 1:1. Gonzalo Za- morano kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og stefndi allt í óvæntan sigur Ólafsvíkinga sem hefði verið þeirra fyrsti síðan í lok júlí. Fram- arar dóu þó ekki ráðalausir og fengu sína eigin vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok og úr henni skoraði Alex Freyr Elísson. Fram- arar eru áfram á toppnum, tveimur stigum á undan Leiknismönnum. Ólafsvíkingar eru í 9. sæti með 12 stig. Vestri vann 4:1-stórsigur á Þór á Ísafirði og munar nú aðeins stigi á liðunum, Vestri er með 19 stig í sjö- unda sætinu en Akureyringar sitja sæti ofar. Pétur Bjarnason, Nacho Gil, Friðrik Þórir Hjaltason og Vla- dimir Tufegdzic skoruðu mörk heimamanna en Fannar Daði Gísla- son hafði jafnað metin fyrir gestina í 1:1 í upphafi síðari hálfleiks. Magni, sem hefur bjargað sér ævintýralega frá falli úr deildinni síðustu tvö ár, freistar þess nú að endurtaka leikinn. Liðið vann ekki leik í fyrstu 11. umferðunum og var límt við botnsætið en hefur nú skyndilega unnið tvo í röð, síðast 3:2 á Grenivík gegn Aftureldingu í gær. Louis Wardle, Gauti Gautason og Kristinn Rósbergsson skoruðu mörk heimamanna en Jason Daði Svanþórsson skoraði bæði mörk Mosfellinga.  Umferðinni lauk í gærkvöldi á leik Þróttar úr Reykjavík og Leikn- is frá Fáskrúðsfirði og má lesa um hann á mbl.is/sport. kristoferk@mbl.is Leiknir fyrsta lið sem vinnur ÍBV  Topplið Fram missteig sig á heimavelli  Magni búinn að vinna tvo í röð Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigraðir Jonathan Glenn og félagar í ÍBV biðu loks ósigur gegn Brynjari Hlöðverssyni og félögum í Leikni. Bræðurnir Björgvin og Einar Hólmgeirssynir eru gengnir til liðs við Stjörnuna en Einar verður að- stoðarþjálfari liðsins. Björgvin Þór Hólmgeirsson hef- ur verið einn atkvæðamesti leik- maður Íslandsmótsins um árabil og þekkir vel Patrek Jóhannesson, þjálfara liðsins. Björgvin lék með Patreki hjá Stjörnunni en Björgvin var áður í herbúðum liðsins á ár- unum 2007 til 2009. Einar lék lengi sem atvinnumað- ur í Þýskalandi en spilaði með Stjörnunni 2013 til 2014. Bræðurnir í Stjörnuna Morgunblaðið/Hari Marksækinn Björgvin lætur vaða á mark Aftureldingar í leik með ÍR. SönderjyskE vann 33:23-sigur á Skjern í dönsku efstu deildinni í handknattleik í gærkvöld en Íslend- ingar mættust í leiknum. Línumaðurinn Sveinn Jóhanns- son skoraði tvö mörk fyrir Sönder- jyskE sem hefur tímabilið af krafti en Elvar Örn Jónsson og félagar í Skjern urðu að lúta í lægra haldi, en Elvar skoraði fjögur mörk. Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir hjá Vendsyssel heimsóttu Horsens en töpuðu 24:19. Elín Jóna varði 11 skot í markinu en Steinunn skoraði ekki. Öruggur sigur hjá SönderjyskE Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Sigur Sveinn Jóhannsson er öflugur bæði í vörn og sókn. Karlalandsliðið í knattspyrnu kom saman í gær til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeild UEFA sem fram fer á Laugardals- velli á laugardaginn. Er þetta fyrsta verkefni landsliðsins hér heima síðan Ísland vann An- dorra 2:0 í undankeppni EM 14. október í fyrra. Landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í gær- morgun en á myndinni eru frá vinstri: Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Birkir Bjarnason. sport@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Undirbúningur fyrir leikinn gegn Englandi hafinn Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.