Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Lengjudeild karla
Vestri – Þór............................................... 4:1
ÍBV – Leiknir R........................................ 0:2
Magni – Afturelding................................. 3:2
Fram – Víkingur Ó. .................................. 1:1
Leik Þróttar R. og Leiknis F. var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun og leik
Keflavíkur og Grindavíkur var frestað.
2. deild karla
Fjarðabyggð – Völsungur ....................... 0:1
ÍR – Víðir................................................... 2:1
KF – Dalvík/Reynir ................................. 3:1
Selfoss – Haukar ...................................... 2:1
Staðan:
Kórdrengir 13 8 4 1 26:9 28
Selfoss 13 9 1 3 21:13 28
Haukar 13 8 0 5 26:18 24
Njarðvík 13 7 3 3 23:16 24
Þróttur V. 13 6 4 3 20:15 22
KF 13 7 1 5 25:23 22
Fjarðabyggð 13 6 3 4 22:17 21
Kári 13 4 4 5 20:17 16
ÍR 13 4 1 8 22:25 13
Víðir 14 4 0 10 16:35 12
Dalvík/Reynir 13 2 2 9 15:29 8
Völsungur 14 2 1 11 17:36 7
Lengjudeild kvenna
Grótta – Víkingur R. ................................ 2:2
Staðan:
Tindastóll 10 8 1 1 26:5 25
Keflavík 10 6 3 1 29:11 21
Haukar 10 6 2 2 18:9 20
Grótta 11 5 4 2 15:12 19
Afturelding 10 4 3 3 14:13 15
Augnablik 9 3 3 3 14:19 12
ÍA 10 1 6 3 16:18 9
Víkingur R. 11 2 3 6 13:22 9
Fjölnir 10 1 1 8 4:21 4
Völsungur 9 1 0 8 5:24 3
Slóvakía
Bikarkeppni, 2. umferð:
Malzenice – Spartak Trnava.................. 0:3
Birkir Valur Jónsson kom inn á hjá
Spartak á 55. mínútu.
Danmörk
SönderjyskE – Skjern ......................... 33:23
Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir
SönderjyskE.
Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir
Skjern.
Horsens – Vendsyssel ......................... 24:19
Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir
Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir
varði 11 skot í marki liðsins.
Noregur
Nærbö – Drammen.............................. 30:31
Óskar Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir
Drammen.
Ungverjaland
Oroshazi – Pick Szeged ...................... 22:39
Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki
með Pick Szeged vegna meiðsla.
Sviss
Kadetten – Zürich ............................... 27:18
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadet-
ten Schaffhausen.
NBA-deildin
Austurdeildin:
Úrslitakeppnin, 2. umferð:
Toronto – Boston................................ 99:102
Staðan er 2:0 fyrir Boston.
Vesturdeildin:
Úrslitakeppnin, 1. umferð:
Denver – Utah ...................................... 80:78
Denver vann 4:3.
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar kvenna:
Jáverks-völlurinn: Selfoss – Valur ...........17
Kaplakriki: FH – KR .................................17
Þórsvöllur: Þór/KA – Haukar ...................17
Akraneshöllin: ÍA – Breiðablik .................19
Lengjudeild kvenna:
Nettóvöllurinn: Keflavík – Fjölnir ......17:30
Kópavogsv: Augnablik – Tindastóll.....18:15
Í KVÖLD!
Leiknismenn úr Reykjavík skelltu
sér upp í annað sæti fyrstu deildar
karla í knattspyrnu, Lengjudeild-
arinnar, er þeir urðu fyrstir til að
leggja ÍBV að velli á tímabilinu,
unnu 2:0-sigur í leik liðanna í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi. Leik ná-
grannaliðanna Keflavíkur og
Grindavíkur var frestað. Keflvík-
ingar eru með 24 stig í 3. sæti og
Grindavík í 6. sæti með 20 stig en
bæði lið eiga nú leikinn til góða.
Topplið Fram kreisti fram jafn-
tefli á heimavelli gegn Víkingum úr
Ólafsvík er liðin mættust í Safa-
mýrinni, lokatölur 1:1. Gonzalo Za-
morano kom gestunum yfir með
marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari
hálfleiks og stefndi allt í óvæntan
sigur Ólafsvíkinga sem hefði verið
þeirra fyrsti síðan í lok júlí. Fram-
arar dóu þó ekki ráðalausir og
fengu sína eigin vítaspyrnu fimm
mínútum fyrir leikslok og úr henni
skoraði Alex Freyr Elísson. Fram-
arar eru áfram á toppnum, tveimur
stigum á undan Leiknismönnum.
Ólafsvíkingar eru í 9. sæti með 12
stig.
Vestri vann 4:1-stórsigur á Þór á
Ísafirði og munar nú aðeins stigi á
liðunum, Vestri er með 19 stig í sjö-
unda sætinu en Akureyringar sitja
sæti ofar. Pétur Bjarnason, Nacho
Gil, Friðrik Þórir Hjaltason og Vla-
dimir Tufegdzic skoruðu mörk
heimamanna en Fannar Daði Gísla-
son hafði jafnað metin fyrir gestina
í 1:1 í upphafi síðari hálfleiks.
Magni, sem hefur bjargað sér
ævintýralega frá falli úr deildinni
síðustu tvö ár, freistar þess nú að
endurtaka leikinn. Liðið vann ekki
leik í fyrstu 11. umferðunum og var
límt við botnsætið en hefur nú
skyndilega unnið tvo í röð, síðast
3:2 á Grenivík gegn Aftureldingu í
gær. Louis Wardle, Gauti Gautason
og Kristinn Rósbergsson skoruðu
mörk heimamanna en Jason Daði
Svanþórsson skoraði bæði mörk
Mosfellinga.
Umferðinni lauk í gærkvöldi á
leik Þróttar úr Reykjavík og Leikn-
is frá Fáskrúðsfirði og má lesa um
hann á mbl.is/sport.
kristoferk@mbl.is
Leiknir fyrsta lið sem vinnur ÍBV
Topplið Fram missteig sig á heimavelli Magni búinn að vinna tvo í röð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigraðir Jonathan Glenn og félagar í ÍBV biðu loks ósigur gegn Brynjari Hlöðverssyni og félögum í Leikni.
Bræðurnir Björgvin og Einar
Hólmgeirssynir eru gengnir til liðs
við Stjörnuna en Einar verður að-
stoðarþjálfari liðsins.
Björgvin Þór Hólmgeirsson hef-
ur verið einn atkvæðamesti leik-
maður Íslandsmótsins um árabil og
þekkir vel Patrek Jóhannesson,
þjálfara liðsins. Björgvin lék með
Patreki hjá Stjörnunni en Björgvin
var áður í herbúðum liðsins á ár-
unum 2007 til 2009.
Einar lék lengi sem atvinnumað-
ur í Þýskalandi en spilaði með
Stjörnunni 2013 til 2014.
Bræðurnir í
Stjörnuna
Morgunblaðið/Hari
Marksækinn Björgvin lætur vaða á
mark Aftureldingar í leik með ÍR.
SönderjyskE vann 33:23-sigur á
Skjern í dönsku efstu deildinni í
handknattleik í gærkvöld en Íslend-
ingar mættust í leiknum.
Línumaðurinn Sveinn Jóhanns-
son skoraði tvö mörk fyrir Sönder-
jyskE sem hefur tímabilið af krafti
en Elvar Örn Jónsson og félagar í
Skjern urðu að lúta í lægra haldi,
en Elvar skoraði fjögur mörk.
Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna
Þorsteinsdóttir hjá Vendsyssel
heimsóttu Horsens en töpuðu 24:19.
Elín Jóna varði 11 skot í markinu
en Steinunn skoraði ekki.
Öruggur sigur hjá
SönderjyskE
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Sigur Sveinn Jóhannsson er öflugur
bæði í vörn og sókn.
Karlalandsliðið í knattspyrnu kom saman í gær
til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Englandi í
Þjóðadeild UEFA sem fram fer á Laugardals-
velli á laugardaginn. Er þetta fyrsta verkefni
landsliðsins hér heima síðan Ísland vann An-
dorra 2:0 í undankeppni EM 14. október í fyrra.
Landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í gær-
morgun en á myndinni eru frá vinstri: Sverrir
Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon,
Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Jón
Daði Böðvarsson, Guðlaugur Victor Pálsson og
Birkir Bjarnason. sport@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Undirbúningur fyrir leikinn gegn Englandi hafinn
Íþróttir