Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 8

Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Páll Vilhjálmssonsér þetta svona:    Ef RÚV væri lýð-veldi yrði það kennt við banana.    RÚV býr til frétt-ir án heimilda, falsar gögn, skipu- leggur herferðir gegn einstaklingum og fyrirtækjum og er með á sínum snærum bloggsveitir til að valda skotmörkum sem mestum miska.    Siðareglur RÚV eru nafnið tómt,áferðarfallegur texti án merk- ingar enda engin siðanefnd til að framfylgja hátíðarloforðum um óhlutdrægni, vönduð vinnubrögð og að heimildir skuli vera fyrir fréttum.    RÚV stundar samsæri með öðr-um opinberum stofnunum um að knésetja fyrirtæki með húsrann- sóknum þar sem einu málsgögnin eru slúður og fölsuð gögn.    Ef fyrirtæki ber hönd fyrir höf-uð sér er fengin fyllibytta frá útlöndum til að bera fram nýjar ásakanir.    RÚV hamrar á tilhæfulausumsöguburði í sjónvarpi, útvarpi og á netinu.    Gildandi verklagslegur: sé lyginendurtekin nógu oft verður hún að sannleika.    Bananalýðveldið á Efstaleiti erskammarlegt fyrirbæri. Drýldinn og ófyrirleitinn ómagi á framfærslu hins opinbera.“ Stefán Eiríksson, Svo fátt sé nefnt STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sveinn Þ. Guðbjarts- son, fyrrverandi for- stjóri Sólvangs, er lát- inn, 82 ára að aldri. Sveinn fæddist í „Kassahúsinu“ við Lækjargötu í Hafnar- firði 28 janúar 1938. Hann lauk prófum í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykja- vík, stundaði nám við Handíða- og mynd- listaskólann í málun og teikningu og sótti nám- skeið hjá ýmsum inn- lendum og erlendum útskurðarmeisturum. Hann stund- aði síðan nám í stjórnun heilbrigðis- stofnana við Nordiska Helsevard- háskólann í Gautaborg og sótti ýmis sérnámskeið við sama skóla. Hann var rafeindavirki með eigið fyrirtæki, Vélar og viðtæki, og hafði þá umboð fyrir ýmsar vörur fjöl- margra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Í 35 ár var hann stjórnandi á heilbrigðissviði, heil- brigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslu Hafnar- fjarðar og forstjóri Sólvangs. Sveinn var varaformaður SUS um skeið, sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði, var stofnfélagi Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, formaður Íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar, lands- forseti JC á Íslandi og stofnandi JC-félaga. Hann var einn af stofnendum Kiwanis á Íslandi og tók þátt í stofnum fleiri Kiw- anisklúbba, var for- maður safnaðar- stjórnar Hafnar- fjarðarkirkju. Sat í stjórn Sálar- rannsóknarfélags Hafnarfjarðar, Heilsu- gæslu Hafnarfjarðar og Heilbrigðisfulltrúa- félags Íslands, Raf- veitu Hafnarfjarðar og fleiri stjórnum á vegum Hafn- arfjarðarbæjar. Hann var varaformaður Lands- sambands sjúkrahúsa, sat í stjórn Félags forstöðumanna sjúkrahúsa, í stjórn Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, og gegndi öðrum trúnaðarstörfum, hérlendis og erlendis, á vegum fé- lagasamtaka. Þá sat hann í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Sveinn var félagi í Frímúrara- reglunni á Íslandi. Sveinn kvæntist 12. febrúar 1959 Svanhildi Ingvarsdóttur, f. 11. októ- ber 1937, d. 4. mars á þessu ári, dóttir þeirra er Katrín, gift Krist- jáni Rúnari Kristjánssyni, dætur þeirra eru Hildur Dís og Svana Lovísa, langafabörnin eru þrjú. Andlát Sveinn Þ. Guðbjartsson „Hækkun á skólamat kom foreldrum algjörlega í opna skjöldu í upphafi skólaárs og þykir okkur með ólík- indum að foreldrum hafi ekki verið tilkynnt fyrir fram um hækkun á gjaldskrá,“ segir í bréfi Foreldra- félags Grunnskóla Seltjarnarness til bæjarstjórnar Seltjarnarness. Í bréfinu er skorað á bæjarstjórn að endurskoða þá ákvörðun að hætta að greiða niður skólamat. Morgunblaðið greindi frá óánægju foreldra með ákvörðun bæjarstjórn- ar á dögunum en ráðist var í útboð á framleiðslu og framreiðslu skóla- matar. Starfsfólki var sagt upp og samfara þessu var hætt að niður- greiða mat skólabarna. Reiknað hef- ur verið út að foreldrar barna í grunnskóla greiði 23% meira fyrir mat í ár en í fyrra og hækkunin nemi 45% hjá börnum á leikskólanum. „Miklar óánægjuraddir [eru] inn- an foreldrasamfélagsins bæði vegna samskiptaleysis sem og hversu gríð- arlegar breytingar þetta eru fyrir fjárhag fjölskyldna. Þess vegna ósk- um við þess að bæjarstjórn taki mál- ið fyrir sem allra fyrst og taka af- stöðu til beiðna okkar um að halda áfram niðurgreiðslu skólamáltíða,“ segir í bréfinu. Verðhækkun kom í opna skjöldu  Skorað á bæjarstjórn Seltjarnarness að niðurgreiða áfram mat í skólum Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes Óánægja með verð á skólamáltíðum eftir mikla hækkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.