Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Göngur og réttir gengu vel í Grýtu- bakkahreppi. Sjö til átta þúsund fjár komu í Gljúfurárrétt þar sem réttað var í gær. „Það er með meira móti enda voraði seint hjá okkur og landið er enn þá að gróa, þannig að féð hefur ekki leitað mikið af af- rétti,“ segir Þórarinn Ingi Pét- ursson, bóndi á Grund í Grýtu- bakkahreppi. Hann var í gær ásamt sínu fólki að reka féð heim. Það voru lokin á smalamennsku á af- réttum hreppsins sem hófust á mið- vikudag. Helgin var ein stærsta réttahelgi haustsins. Dregið var í dilka í mörgum fjármörgum réttum um allt land. Réttir voru lokaðar gest- um vegna krafna yfirvalda um sótt- varnir. Eingöngu þeir sem höfðu hlutverki að gegna fengu að mæta og hámarkið var 200 manns. „Þau drógu eins og brjálæðingar allan tímann og það tók ekki nema 3 eða 4 tíma að draga í sundur,“ segir Þórarinn um störfin í Gljúf- urárrétt. Aðeins tafði fyrir að al- menningurinn sprakk einu sinni, en það bjargaðist. Þórarni sýnist að lömb komi ágætlega væn af fjalli. Jafnari en oft áður. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vel gekk að draga þrátt fyrir tak- markanir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Leifur B. Dagfinnsson hjá True North telur að með hærri endur- greiðslu á kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar sé hægt að laða til Íslands stærri verkefni með tilheyrandi atvinnusköpun. Undan- farin ár hefur verið minna um að stór erlend verkefni séu tekin upp hér- lendis en árin þar á undan, vegna dýrtíðar. Fyrir vikið velja erlend framleiðslufyrirtæki fremur að taka eingöngu hluta kvikmynda upp hér á landi í stað þess að heilar kvikmyndir séu myndaðar á Íslandi. „Eurovision- myndin með Will Ferrell var t.d. tek- in að 10% leyti hér á Íslandi þótt 60% af handritinu gerist hér á landi,“ seg- ir Leifur. „Þetta sýnir að Ísland er of dýrt. Þess vegna var valið að mynda frekar í Bretlandi og Skotlandi,“ segir Leifur. Endurgreiðsl- an frá ríkinu nem- ur 25%. Á Írlandi nemur endur- greiðslan hins vegar 35% af framleiðslukostnaði og telur Leifur ríkið eiga að horfa til þess, til að bæta samkeppnisstöðu landsins. Eitt þeirra verkefna sem fékk endurgreiðslu eftir upptökur hér í fyrra var vegna þáttaraðarinnar Foundation. Hún var að litlum hluta tekin upp hér á landi. Leifur segir að Ísland hafi verið til skoðunar sem upptökustaður en framleiðendur hafi ákveðið að velja annan áfangastað fyrir stærstan hluta framleiðslunnar. „Foundation er fullkomið dæmi um það að ef endurgreiðslan væri hærri þá eru góðar líkur á því mynd- in hefði verið tekin upp að stórum eða öllum hluta hér á landi. Þá sætu al- vöruupphæðir eftir í hagkerfinu en ekki bara eitthvert klink,“ segir Leif- ur. „Leikarar og aðrir borga skatt hér meðan á verkefnunum stendur. Það segir sig því sjálft að það er mik- ill munur á því ef fyrirtæki koma hér og verja tíu sinnum meira af pening- um. Eins er þetta peningur sem er inni í hagkerfinu í allt að níu mánuði áður en hann er greiddur út. Þetta skapar störf og hefur margföldunar- áhrif. Ekki síst í ferðaþjónustunni,“ segir Leifur. Gæti verið svo miklu meira Hann bendir á að fjögur erlend verkefni hafi verið tekin upp síðast- liðið haust og að heildarkostnaður verkefnanna hafi verið 3,3 milljarðar króna. „Þar af sat eftir milljarður sem fór beint inn í ferðaþjónustuna. Bílaleig- ur, flug, gisting, leiðsögumenn og fleira. Þetta eru engar smávegis upp- hæðir, en þetta gæti verið svo miklu meira því hér er öruggt að vera og framleiðendur sækja í það. Ekki síst á Covid-tímum. Með því að hækka endurgreiðsluna gæti þetta orðið heilsársiðnaður á Íslandi.“ „Ekki bara eitthvert klink“  Hærri endurgreiðslur geti skapað miklar tekjur fyrir hagkerfið  Tíu prósent Eurovision-myndarinnar voru tekin upp hér á landi en Ísland var 60% af handriti Leifur Dagfinnsson Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri al- mannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra, segir að ekki hafi verið auglýst eftir umsóknum um stöðu Víðis Reyn- issonar yfirlögregluþjóns. Víðir starfi í raun ekki í almannavarnadeild held- ur hafi hann tekið að sér verkefna- stjórn í tengslum við faraldurinn fyrir embættið. „Hann er í raun utan deilda og hef- ur verið það síðan hann kom til okk- ar,“ segir Rögnvaldur í samtali við Morgunblaðið. Í skriflegu svari við fyrirspurn seg- ir Víðir að hann muni ákveða hvort hann hyggist sækja um stöðuna, þeg- ar hann snýr aftur úr veikindaleyfi. Til stendur að fjölga sviðum á veg- um ríkislögreglustjóra og verður eitt hinna nýju sviða almannavarnasvið. Fjórar stöður hafa verið auglýstar; staða yfirlögregluþjóns á almanna- varnasviði, sviðsstjóra þjónustusviðs, yfirlögregluþjóns landamærasviðs og yfirlögregluþjóns alþjóðasviðs. Staða yfirlögregluþjóns á almanna- varnasviði er nýtt starf sem heyrir beint undir ríkislögreglustjóra en svið almannavarna stýrir undirbúningi og samhæfingu almannaviðbúnaðar á Ís- landi, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Spurður hvort sá sem gegni starfi yfirlögregluþjóns á almannavarnasviði muni sinna þeim störfum sem Víðir hefur sinnt hingað til segir Rögnvaldur: „Ég held að það hafi ekki verið tekin nein afstaða til þess en það er ekki ólíklegt. Almanna- varnir verða undir þessu nýja sviði.“ Staða Víðis hafi ekki verið auglýst laus á Starfatorgi  Víðir í tímabundnu verkefni  Almannavarnasvið sett á fót Rögnvaldur Ólafsson Víðir Reynisson Ríkissjóður greiddi 1,52 millj- arða kr. vegna endur- greiðslukerfis kvikmynda á þessu ári. Stærsta verkefnið er kvikmyndin Midnight Sky í leikstjórn George Clooney. Fékk verkefnið 313 m.kr. end- urgreiddar. Þá fékk kvikmynd- in Tomorrow’s War 205 m.kr. endurgreiddar. Af öðrum stórum verkefnum má nefna Brot sem fékk 193 m. kr., þættirnir Foundation 165 m.kr. og Eurovision-myndin 135 m.kr. 1,52 milljarðar endurgreiddir ENDURGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.