Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Á síðasta fundi borgarráðs voru lagðar fram fundargerðir verkefn- isstjórnar miðborgarmála frá 24. mars og 26. maí 2020. Fyrri fundinn sátu 13 manns og stóð hann yfir í tæpan klukkutíma. Eitt mál var á dagskrá: „Fram fer umræða um helstu verkefni full- trúa og áheyrnarfulltrúa.“ Fund- urinn fór fram í gegnum fjar- fundabúnað. Seinni fundinn sátu 11 manns og stóð hann yfir í tæpan einn og hálf- an klukkutíma. Tvö mál voru á dag- skrá: „Kynning á Sumarborginni 2020 og umræða um helstu verk- efni fulltrúa og áheyrnafulltrúa.“ Fundurinn var að þessu sinni hald- inn í Aðalstræti 2. Af þessu tilefni lögðu borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fram svohljóðandi bókun: Fróð- legt væri að vita hver helstu verkefni fulltrúa og áheyrnarfull- trúa eru í verkefnastjórn miðborg- armála. sisi@mbl.is Funduðu um helstu verkefni sín Morgunblaðið/Jim Smart Aðalstræti 2 Í húsinu héldu full- trúarnir fund um helstu verkefnin. Nýr áfangi hófst á dögunum í sögu Sjómannadagsráðs og uppbygg- ingar svonefnds lífsgæðakjarna við Sléttuveg í Fossvogi þegar fyrsti leigjandinn tók við lyklunum að íbúð sinni úr hendi fulltrúa Nausta- varar, dótturfélags Sjómannaráðs. Naustavör hefur lokið byggingu þrjátíu leiguíbúða við Hrafnistu- heimilið í Fossvogi. Það var Birna Bergsdóttir, sem undirritaði fyrsta leigusamninginn um nýja íbúð hjá Naustavör í lífs- gæðakjarnanum, sem sam- anstendur af leiguíbúðunum, þjón- ustumiðstöðinni Sléttunni og hjúkrunarheimili Hrafnistu. Lífs- gæðakjarninn myndar heildstæða þjónustu við íbúa hverfisins sem njóta mismunandi búsetukosta og þjónustu í samræmi við getu, óskir og þarfir hvers og eins, segir í til- kynningu frá Sjómannadagsráði. Leiguíbúðir Naustavarar eru miðaðar að þörfum og óskum 60 ára og eldri þar sem íbúar hafa greiðan aðgang að fjölbreyttri þjónustu á Sléttunni, svo sem fé- lagsstarfi, heilsurækt og mismun- andi tómstundum sem eru í farvatn- inu. „Nú standa yfir undirritanir leigusamninga um afnot af öllum sextíu íbúðunum sem byggðar hafa verið í fyrri áfanga og er því líf og fjör í fjölbýlinu þar sem íbúar eru óðum að koma sér fyrir þessa dag- ana,“ segir í tilkynningunni. Í síðari áfanga framkvæmdanna í Fossvogi verða byggðar 80 leigu- íbúðir til viðbótar sem teknar verða í notkun á næstu tveimur til þremur árum. sisi@mbl.is Nýjar leiguíbúðir afhentar Ljósmynd/Aðsend Afhending Birna Bergsdóttir tók við lyklunum hjá Sigurði Garðarssyni, framkvæmdastjóra Naustavarar, og Aldísi Einarsdóttur þjónustustjóra.  Sjómannadagsráð byggir 110 íbúðir við Sléttuveg Óskar Reyk- dalsson, forstjóri Heilsugæslu höf- uðborgarsvæð- isins, telur að um hundrað ein- staklingar hafi leitað til heilsu- gæslunnar með eftirköst vegna kórónuveirunnar. Helstu einkennin eru kraftleysi, þreyta og úthaldsleysi. Sumir fá end- urtekin einkenni eins og þeir séu hálflasnir, segir Óskar í samtali við mbl.is. Ekki séu fyrir hendi nákvæm- ar upplýsingar, svo sem aldur eða al- varleiki veikinda þeirra sem glíma við eftirköst. Heilsugæslan óskaði eftir fyrir- spurnum meðal lækna á höfuðborg- arsvæðinu um málið, en Óskar segir að stefnt sé að því að rannsaka eft- irköst nánar. „Ef þú lítur á það þannig að rúm- lega tvö þúsund manns hafi fengið sjúkdóminn, þá er ég ekki viss um að það sé skrýtið að það séu margir sem eru lengi að jafna sig,“ segir Óskar. Hundrað leitað aðstoðar vegna eftirkasta Óskar Reykdalsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.