Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÞórarinnHjaltason,umferð- arverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræð- ingur í Kópavogi, ritaði athyglisverða grein hér í blaðið um helgina um borgarlínuna svokölluðu og reynsluna af „borgarlínum“ er- lendis. Þórarinn, sem hefur kynnt sér þessi mál erlendis mjög vel, bendir á að Reykjavík sé trúlega mesta bílaborg Evr- ópu miðað við höfðatölu, en það segi ekki mikið þar sem lítið sé um bílaborgir af svipaðri stærð í Evrópu. Þetta rekur hann til þess að borgir í Evrópu hafi byggst upp áður en bíllinn kom til sögunnar og þar séu götur því þröngar og byggð þétt. Öðru máli gegni um Bandarík- in, Kanada, Ástralíu og Nýja- Sjáland. Þórarinn tekur dæmi af til- teknu borgarsvæði í Bandaríkj- unum sem er álíka stórt og höf- uðborgarsvæðið og þar sem nýlega var lokið við gerð borgarlínu. Ferðum með strætó til vinnu fækkaði við þetta um 10% þrátt fyrir 6% fjölgun íbúa. Ferðum til vinnu með fólksbíl fjölgaði umtalsvert. Hann segir að í Bandaríkj- unum, Kanada og Ástralíu sé búið að byggja upp nokkrar borgarlínur í meðalstórum og stórum bílaborgum og reynslan sé misjöfn. Farþegafjöldi hafi yfirleitt aukist umtalsvert en tiltölulega lítill hluti aukning- arinnar komi frá þeim sem áður óku sjálfir í vinnuna. Þetta skiptir vitaskuld miklu því að tæpast er ætlun þeirra sem beita sér fyrir borgarlínu að færa þá, sem annars eru far- þegar í bíl, ganga eða hjóla, inn í strætisvagna, stóra eða smáa. Það væri enginn árangur, aðeins það að færa ökumenn inn í al- menningsvagna gæti talist árangur, jafnvel út frá und- arlegum forsendum borgarlínu- manna. Ályktunin sem umferð- arverkfræðingurinn dregur af reynslu annarra af borgarlínu er að hún gefi „ekki tilefni til bjartsýni um að markmiðið um 12% hlut almenningssam- gangna af ferðum á höfuðborg- arsvæðinu náist.“ Óhætt er að segja að þetta séu mjög var- færin varúðarorð. Hlutfallið er nú 4% og hefur ekki breyst síð- asta áratuginn þrátt fyrir að stórfé hafi verið sett í almenn- ingssamgöngur á kostnað gatnagerðar sem hefur setið á hakanum, nema helst þegar kemur að því að þrengja götur. Það þarf fjörugt ímyndunarafl í bland við verulegan skort á raunsæi til að trúa því að borg- arlínan muni umbylta sam- göngum á höfuðborgarsvæðinu eins og áætlanir gera ráð fyrir. Allar líkur eru á, verði borg- arlínuverkefnið ekki stöðvað, að sá hluti borgarlínunnar sem tekst að leggja verði ekkert annað en minnisvarði um rang- hugmyndir, þvermóðsku og yf- irgengilega sóun á almannafé. Slík sóun kann að hafa hljómað vel í einhverjum eyrum fyrir nokkrum misserum þegar ein- hverjir töldu ef til vill að góð- ærið mundi vara að eilífu. Nú, þegar við vitum betur, er sjálf- sagt að staldra við og láta af stórkarlalegum og óraunsæjum áformum. Ætli stuðningsmenn borgarlínu staldri við þegar umferðar- verkfræðingur stingur niður penna?} Hvorki reynsla né rök mæla með borgarlínu Baráttan umBretland, án vopna að þessu sinni sem betur fer, stendur nú sem hæst. Frelsi Breta undan reglum Evr- ópusambandsins, þeir hafa þeg- ar losnað úr félagsskapnum, er innan seilingar, en Brussel- valdið gerir allt sem það getur til að koma í veg fyrir að Brexit verði í raun að veruleika. Dagblaðið The Telegraph hvatti um helgina þingmenn til að láta ekki slá sig út af laginu og samþykkja frumvarp ríkis- stjórnarinnar um innri mark- aðinn og Norður-Írland. Blaðið gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem fram hefur komið á frumvarpið og bendir á að ESB hafi allar götur frá samþykkt útgöngu Bretlands reynt að hindra að vilji kjósenda næði fram að ganga. Og staðreyndin er sú að ESB hefur reynt og reynir enn að nota Norður-Írland til að koma í veg fyrir að Bretland sleppi út úr regluverki sambandsins þó að landið sé komið út úr sambandinu. Þá spyrja Bretar, meðal ann- ars forsætisráðherrann, hvers vegna þeir geti ekki fengið sams konar samning við ESB og til dæmis Kanada. Við því getur ESB ekki gefið neitt gott svar, því að ástæðan er sú að ESB vill gera Bretlandi útgönguna eins erfiða og frekast er unnt. Það er ekki aðeins til að refsa Bretlandi fyrir að fara, heldur fyrst og fremst til að fleiri ríki láti ekki verða af því að yfirgefa klúbb- inn. Enn er reynt að koma í veg fyrir að vilji kjósenda nái fram að ganga} Baráttan um Bretland S l. miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna „réttlátu“ sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð til þess að knýja fram þjóðfélagsbreytingar. Ég tek undir það sjón- armið sem Óli Björn fjallar um, slík stjórnmál eru vissulega til og eru varhugaverð. Þar með sé ekki öll sagan sögð því Óli Björn vill greini- lega ekki kannast við réttlátu reiðina sem ligg- ur þar að baki. Það er skiljanlegt að fólk bregðist að lokum við með reiði þegar búið er að valta yfir það aft- ur og aftur. Þegar vanda þess er mætt með skilningsleysi og hroka hverfur þolinmæðin og málefnalega umræðan. Þegar valdi er ítrekað beitt í þágu fárra en ekki allra verður ósann- girnin augljósari og alvarlegri. Það er skilj- anlegt að sumir leiti í reiðina því þau sjá ekki málefnalega umræðu skila neinum árangri. Því þegar valdhafar sjá al- menna reiði, þá hljóti þau að skilja alvarleika málsins. Vandamálið ágerist hins vegar þegar reiðinni er svarað með hroka. Þegar eðlilegar kröfur um að valdhafar sýni niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu tilhlýðilega virðingu eru hunsaðar ofbýður mörgum. Þegar ráðherra felur skýrslu um skattaundanskot ofbýður mörgum. Þegar ráð- herra skipar flokksgæðinga í stöður ofbýður mörgum. Þegar láglaunafólki er ítrekað ýtt til hliðar svo aðrir geti grætt ofbýður mörgum. Þegar sjálftaka kjörinna fulltrúa er opinberuð ofbýður mörgum. Þegar börnum er ítrekað hafnað ofbýður mörgum. Það er hægt að tína til margt og þótt sumt ofbjóði fáum á meðan annað ofbýður mörgum þá safnast þegar sam- an kemur. Í andrúmslofti réttlátrar reiði í garð stjórn- valda er svo tækifæri fyrir lýðskrumara að nýta sér pólitíska reiðibylgju og úr geta orðið þau stjórnmál óttans sem Óli Björn varar við. Þar þarf að varast eftirlíkingar því að utanfrá getur verið erfitt að greina á milli þeirra sem vilja bara komast til valda og þeirra sem vilja raunverulega gera góðar og nauðsynlegar breytingar. Ég hef nokkrum sinnum orðið reiður á undanförnum árum en hef reynt að verða ekki reiðinni að bráð. Þrátt fyrir það legg ég mig fram við að setja fram vel ígrund- aða gagnrýni. Auðvitað tekst það ekki alltaf, ég er ekki fullkominn frekar en nokkur annar. Óli Björn óttast að vakna einn daginn í hlekkjum „rétt- látrar ógnunar“. Ég held hins vegar að hann ætti að líta í spegil og reyna að skilja að það er einmitt hans meðvirka sérhagsmunapólitík sem heldur fjölmörgum í slíkum hlekkjum nú þegar. Í hlekkjum sinnuleysis, hlekkjum ósvífni og hlekkjum valdahrokans sem ber ekki ábyrgð á eigin mistökum heldur verður enn hrokafyllri og ósvífnari. Í þannig hlekkjum er reiðin réttlætanleg og valdhafar ættu að sýna þeirri reiði virðingu og skilning því annars getur reiðin vissulega þróast út í ógn. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Réttlát reiði Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen neytis, auk þess sem hluti fyrstu hæðar verði endurinnréttaður sem almenn rými fyrir ráðuneytin fjög- ur sem verði í húsinu framvegis. Úr verði nútímalegt og hagkvæmt skrifstofuhúsnæði sem hannað verður í anda verkefnamiðaðs vinnuumhverfis. Þar verður lögð áhersla á að húsnæðið henti fjöl- breyttri starfsemi og nútímalegum vinnubrögðum. Verkefnastjóri fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar er Guðmundur Möller. Á árinu 2019 fór fram útboð á hönnunarvinnu og urðu Yrki arki- tektar hlutskarpastir í útboðinu. Ætlunin er að húsnæðið verði tilbú- ið til innflutnings í lok árs 2021. Kostnaður við verkefnið er áætl- aður um 850 milljónir króna. Húsið Skúlagata 4 var reist á sjötta áratug síðustu aldar og var arkitekt Halldór H. Jónsson. Rík- issjóður Íslands er eigandi hússins. Þar var aðsetur rannsóknastofnana hafs og fiskvinnslu. Þá var Rík- isútvarpið þar til húsa um árabil, eða frá 1959 til 1987. Uppgefin stærð Skúlagötu 4 er tæpir 4.000 fermetrar. Aðalbygg- ingin er fimm hæðir og síðan er við- bygging til suðurs. Áform hafa ver- ið uppi um að byggja tvær hæðir ofan á hana. Alþingi samþykkti í október 2016 ályktun í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018 um að fela ríkisstjórn að efna til samkeppni um skipulag Stjórn- arráðsreits. Óskað var eftir hug- myndum um hvernig öllum ráðu- neytum, að forsætisráðuneyti frátöldu, dómstólum og tilteknum stofnunum ríkisins verði fyrir kom- ið á Stjórnarráðsreit. Hæstiréttur er staðsettur við reitinn og horft er til þess að Landsréttur og Héraðs- dómur Reykjavíkur flytji þangað. Úrslit voru tilkynnt í byrjun desember 2018. Átta tillögur bárust í samkeppninni. 1. verðlaun hlaut tillaga T.ark arkitekta ehf. og SP (R)INT Studio. Tillagan verður lögð til grundvallar við stefnumörk- un um framtíðarfyrirkomulag og uppbyggingu reitsins og gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. Tvö ráðuneyti flytja í Sjávarútvegshúsið Morgunblaðið/sisi Sjávarútvegshúsið Nú þegar Hafró hefur flutt starfsemi sína í Hafnarfjörð er verið að undirbúa flutning heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyta þangað.  Áformað að öll ráðuneytin verði á Stjórnarráðsreit BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is U ndirbúningur að flutn- ingi ráðuneyta heil- brigðis- og fé- lagasmála í Sjávar- útvegshúsið að Skúla- götu 4 í Reykjavík er í fullum gangi. Heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neyti hafa verið í bráðabirgða- húsnæði í Skógarhlíð 6 frá árs- byrjun 2017, eftir að mygla hafði uppgötvast í húsnæði ráðuneytanna í Hafnarhúsinu. Það húsnæði er í eigu Faxaflóahafna og stendur enn autt. Frá þeim tíma hefur legið fyr- ir að ráðuneytin myndu flytja í Skúlagötu 4 að afloknum flutn- ingum Hafrannsóknastofnunar úr Skúlagötu í Hafnarfjörð, að sögn Karls Péturs Jónssonar, upplýs- ingafulltrúa Framkvæmdasýslu rík- isins. Hafró flutti starfsemi sína í Hafnarfjörð í sumarbyrjun 2020. Á árinu 2017 var unnin af hálfu Framkvæmdasýslunnar frum- athugun á því hvort fýsilegt væri að flytja ráðuneyti félagsmála og heil- brigðismála í húsnæði Hafrann- sóknastofnunar við Skúlagötu 4. Í byggingunni eru fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti. Talsverð samlegðaráhrif eru af sambýli ráðuneyta í einu og sama húsinu, segir Karl Pétur. Húsnæðið talið henta vel Niðurstaða frumathugunar var að húsnæðið við Skúlagötu myndi henta vel, auk þess sem flutningur í húsið myndi ríma vel við áform um að byggja húsnæði fyrir önnur ráðuneyti á svokölluðum Stjórn- arráðsreit, sem nær frá Lindargötu í suðri að Skúlagötu í norðri, Ing- ólfsstræti í vestri að Klapparstíg í austri. Fyrir á reitnum eru nú þeg- ar nokkur ráðuneyti. Undirbúningur framkvæmda fór af stað að lokinni frumathugun. Lauk áætlunargerð með samþykki samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir í júlí 2019. Ætlunin er að breyta og endurbæta skrif- stofuhúsnæði á 2. og 3. hæð hússins fyrir not félags- og heilbrigðisráðu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.