Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 ára. Ég sá hana fyrst fyrir mörg- um árum í Tónó þar sem hún var alltaf að ljúka æfingum á sama tíma og ég og gekk út með Ár- manni sínum og fleira fólki, alltaf talandi og hlæjandi. Ég man að ég hugsaði hver þessi hressa týpa væri. Þetta var hún Haffí sem átti síðan eftir að vera 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi. Við áttum alltaf gott samstarf og á milli okkar ríkti ávallt virðing, samkennd og vinátta. Hún var mikil hugsjónamanneskja og vildi sjá veg hljómsveitarinnar sem mestan og bestan. Hún hafði sterka sýn og sterkar skoðanir og mér fannst alltaf svo hressandi þegar við vorum yngri hvað hún var ófeimin að segja hug sinn og skoðanir á fundum og í hópum þar sem konur voru af skornum skammti. Hún var mikil kvenrétt- indakona og barðist á sinn hátt fyrir konur, þeirra rétt sem og jafnrétti og veit að hún studdi við bakið á ófáum kvenkyns lista- mönnum sem voru ef til vill hik- andi að stíga sín fyrstu skref í list- inni. Og ég gleymi ekki þegar við vorum ennþá í Háskólabíói og hún var að segja mér frá sögunni sem hún hafði skrifað um litlu músina sem var svo hrifin af tónlist sem mér fannst tær snilld. Og hún safnaði nokkrum okkar inn í stúdíó þar sem við tókum upp stefið sæta um Maxímús. Ævintýrið um Maxa litla fór sigurför um heiminn og ég veit hvað hún naut þess þegar henni gafst tækifæri til þess að heimsækja erlendar hljómsveitir og fylgja Maxa eftir. Hún lék á flautuna sína á mörg- um eftirminnilegum tónleikum með Sinfó með sínum hreina tæra tóni og ég veit hvað það veitti henni mikla ánægju. Hún spilaði með opið hjarta og gaf allt sem hún átti. Hún var eldhugi og var ástríðufull í sambandi við hljóm- sveitina og gæði hennar og var mikill leiðari í einu og öllu. Svona fólk mætir oft mótlæti og tor- tryggni. Eins og sannur listamað- ur bar hún harm sinn í hljóði. Hún var hrein og bein og reyndi ávallt að halda sínu striki og vera í gleðinni. Hún hafði þvílíka lífsorku og útgeislun. Henni hlotnaðist sú gæfa að eiga fjölskylduna sína fallegu, hún hélt skemmtileg partí heima hjá sér þar sem gleðin var við völd. Frá mínum bæjardyrum séð áork- aði hún fleiru á sinni ævi en venju- leg manneskja á þremur manns- ævum. Hún hringdi í mig í vor þar sem hún sagði mér að hún ætlaði að segja upp stöðu sinni hjá Sinfó til þess að við hefðum tíma fyrir okkur að finna einhvern í hennar stað. Svona var Haffí. Og ég minn- ist með hlýju síðustu tónleikaferð- arinnar sem hún kom með okkur í sem var til Japans árið 2018. Í mín- um huga voru þar tveir risar á tón- listarsviðinu með okkur í hinsta sinn. Það voru hr. Askhenasy og Haffí. Með sorg og söknuði kveð ég mína kæru vinkonu og votta Ár- manni, Gunnhildi og Tryggva mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Eðvaldsdóttir. Kveðja frá Íslenska flautukórn- um Komið er að leiðarlokum, skarð hefur verið höggvið í íslenskt tón- listarlíf. Hinn fegursti tónn þagn- aður. Hallfríður Ólafsdóttir, Haffí, er fallin frá langt um aldur fram. Samfylgdin þó talin í áratugum. Margt kemur í huga og margs er að minnast. Erfitt er að sjá á eftir föllnum félaga, en ef maður lokar augum má sjá hana fyrir sér, geisl- andi af gleði og lífsorku með sitt einstaka blik í augum. Haffí hafði ávallt skýra sýn á það sem hún taldi mestu máli skipta og var einbeitt og ósérhlífin í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Alltaf jákvæð og hvetjandi og auð- vitað frábær listamaður og lífs- kúnstner. Haffí var einn af stofn- félögum Íslenska flautukórsins og var þar ötull liðsmaður alla tíð bæði sem flautuleikari og stjórn- andi. Hún var endalaus upp- spretta góðra hugmynda og drif- kraftur til ýmissa verka, en umfram allt var hún góður vinur og félagi. Hennar verður sárt saknað. Við vottum Ármanni, Gunn- hildi, Tryggva og öllum nánum ástvinum innilegrar samúðar og þökkum samfylgd á langri leið. Fyrir hönd Íslenska flautu- kórsins, Kristrún og Karen. Það eru stundum undarlegir smámunir sem geymast í minni manns. Veturinn 1979-80 var ég 13 ára og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Ég þekkti þar fáar stelpur aðrar en þær sem voru í bekk með mér, en þó tók ég eftir einni í eldri bekk í skólastofunni við hliðina á okkar stofu. Ég talaði aldrei við þessa stelpu, en tók eftir henni af því að hún var oft í bol með mynd af hundinum „Snoopy“ úr „Smáfólk- inu“ og ég heyrði að bekkjarsyst- ur hennar kölluðu hana Haffí. Svo liðu 12 ár. Árið 1992 var ég orðin 25 ára og komin í tónlistar- nám til Parísar. Á skemmtun hjá Íslendingum þar í borg gaf ung kona sig á tal við mig og spurði hvort ég hefði ekki verið í Kvennó. Í ljós kom að þetta var stelpan í Snoopy-bolnum sem hét þá eftir allt saman Hallfríður, en var köll- uð Haffí eins og ég hafði heyrt. Kostulegt að ég skyldi muna eftir henni út af myndinni á bolnum hennar, því hinar stelpurnar í bekknum hennar voru mér flestar gleymdar. Hallfríður stundaði nám í flautuleik og við höfðum báðar áhuga á sígildri tónlist. „Ættum við ekki að fara á tónleika saman?“ sagði Haffí og svo fórum við á tón- leika. Leikin var Ítalska sinfónían eftir Mendelssohn og ég man hvernig Haffí ljómaði af gleði eftir tónleikana þegar hún sagði: „Mikið var gaman að heyra þetta!“ Þarna var Haffí lifandi komin, full af gleði og áhuga, ekki síst þegar tónlistin var annars vegar. Svo fórum við á fleiri tónleika, enda nóg úrval í París: Kathleen Battle, Margaret Price, Lynn Harrell … Stundum var Ármann, eiginmaður Haffíar, með, en hann stundaði nám í klarínettleik. Það var ekki heldur lítið í það varið þegar þau heimsóttu mig í litlu íbúðina mína og kenndu mér að elda hið franska „escalope de veau“ á mjög einfaldan hátt, en einfaldar uppskriftir eru mikil- vægar þegar aðeins eru tvær still- ingar á eldavélinni: kveikja og slökkva. Haffí og Ármann urðu mér ómetanlegir vinir meðan á þessari námsdvöl stóð og vináttan hélst eftir að við vorum öll komin aftur heim til Íslands. Þau voru oft ná- læg á mikilvægum stundum í lífi mínu. Þegar faðir minn var jarð- aður haustið 1998 spiluðu þau við jarðarförina og þegar ég gifti mig árið eftir spiluðu þau líka við brúð- kaupið. Við buðum hvert öðru heim og þau voru fastir gestir í af- mælinu mínu. Ég fylgdist svo af aðdáun með árangri þeirra á tón- listarsviðinu. Þó að ég fengi fyrir skömmu að vita að Haffí væri komin með krabbamein lokaði ég augunum fyrir því að það gæti farið á versta veg. Haffí var svo kraftmikil, glöð og jákvæð að mér fannst að hún hlyti að sigrast á sjúkdómnum. Í febrúar á þessu ári stjórnaði hún hljómsveit sem flutti tónlist eftir gleymdar konur fyrri alda. Eins og Haffí var líkt var hún full af eld- móði þegar hún ræddi þetta áhugamál sitt. Ég hugsaði að rannsóknir hennar á þessu sviði væru rétt að byrja. En þetta var í síðasta skiptið sem ég sá Haffí. Um leið og ég kveð hana svona alltof, alltof fljótt segi ég í hug- anum, í anda ummæla hennar um fyrstu tónleikana okkar í París: „Mikið var gaman að ég skyldi kynnast þér.“ Una Margrét Jónsdóttir. „Þið hljómið eins og ein flauta“ sagði tónleikagestur í móttöku eftir vel heppnaða tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Cen- tennial Concert hall í Winnipeg í byrjun október árið 2000. Tón- leikarnir voru þeir fyrstu í tón- leikaferð hljómsveitarinnar um Norður-Ameríku. Ég hefði ekki getað fengið betra hrós. Ég stóð við hlið Hallfríðar og við vorum báðar ruggandi af flugþreytu. Tveimur mánuðum fyrr hafði ég unnið prufuspil um afleysinga- stöðu 2. flautu í hljómsveitinni og var því frekar nýlega sest við hlið Hallfríðar Ólafsdóttur leiðara flautudeildarinnar. Kannski var það enski skólinn eða bara ein- hver andlegur skyldleiki en um leið og ég settist við hlið Hallfríð- ar þá fannst mér svo auðvelt að falla inn í flæðið með henni og stemma við tóninn hennar. Við Haffí áttum margar ógleyman- legar stundir saman á sviðinu enda fátt jafnast á við að vera hluti af samhljómi heillar sinfón- íuhljómsveitar. En Haffí var ekki bara frábær flautuleikari. Hún var kennari af guðs náð og vildi fræða. Eftir að ég tók við stöðu tónleikastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar var fræðslustarf hljómsveitarinnar okkur báðum hugleikið. Saman unnum við að frumflutningi tón- leikasögunnar Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina vorið 2008, sem Hallfríður samdi og Þórarinn Már Baldursson víólu- leikari myndskreytti. Viðtökurn- ar á fyrstu leikskólatónleikunum gáfu strax til kynna að Maxi myndi slá í gegn. Ein Maxaminn- ing er frá tónleikum sem fram fóru á norrænu menningarhátíð- inni Nordic Cool sem haldin var í Kennedy Centre í Washington árið 2013 þegar tæplega 3.000 börn kölluðu Maxa á svið af slíkri ákefð að þakið ætlaði að rifna af! Á einni af síðustu ljósmyndun- um sem ég tók af Haffí stendur hún fyrir framan Walt Disney- tónleikahöllina í Los Angeles í apríl 2017. Á myndinni er hún al- sæl og sæt eftir vel heppnaðan frumflutning á síðustu Maxasög- unni, Maxímús fer á fjöll, með Los Angeles-fílharmóníunni sem hafði ásamt SÍ pantað verkið í tengslum við tónlistarhátíðina Reykjavik 2017. Við vorum ansi kátar þennan dag. Hvoruga okk- ar hefði órað fyrir því þegar við hófum samstarf okkar 17 árum fyrr að við myndum einn dag standa þarna, fyrir utan eitt magnaðasta tónlistarhús heims, í samstarfi við þá allra fremstu í tónlistarheiminum, hún sem höf- undur og ég sem framkvæmda- stjóri SÍ. Nokkrum mánuðum síðar greindist Hallfríður með illkynja krabbamein. Mér datt aldrei annað í hug en að hún myndi sigrast á því eins og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði snúið sér að hljómsveitar- stjórnun og hefði án efa náð langt á þeim vettvangi enda viðhorf hins karllæga sinfóníska heims loksins tekið að breytast. Það er mikill missir fyrir íslenskt tón- listarlíf að hæfileika Hallfríðar njóti ekki lengur við. Mestur er þó missir fjölskyldu hennar, eig- inmanns og barna því þrátt fyrir alla hennar starfsorku og afrek var alltaf ljóst að það var fólkið hennar sem skipti hana mestu máli. Þeim sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Hallfríðar Ólafs- dóttur. Arna Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og flautuleikari. Hallfríður Ólafsdóttir Látinn er góður vinur minn og koll- ega, Oddur Rúnar Hjartarson dýra- læknir. Hann fædd- ist 8. maí árið 1931 í Vatnsholti í Grímsnesi en ólst upp í Reykja- vík. Hann sofnaði burt úr heimi aðfaranótt 4. ágúst 2020 eftir vanheilsu um nokkurt skeið, aldrei kvalinn og hlaut hægt and- lát l.s.g. Oddur Rúnar brautskráðist frá Dýralæknaskólanum í Ósló árið 1959 og var héraðsdýra- læknir á Hvanneyri 1960-1978. Eftir það gerðist hann fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits (Hollustuvernd) ríkisins og gegndi því embætti til 2001. Hann var sífellt að bæta við sig þekkingu, dvaldi erlendis við nám til undirbúnings starfi sínu við heilbrigðis- og hollustueftirlit matvæla í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkj- unum. Hann var stundakennari og prófdómari við Bændaskólann Oddur Rúnar Hjartarson ✝ Oddur Rúnarvar fæddist 8. maí 1931. Hann lést 4. ágúst 2020. Odd- ur Rúnar var jarð- sunginn 19. ágúst 2020 í kyrrþey. á Hvanneyri 1960- 1970 og stunda- kennari í heilbrigð- isfræðum við læknadeild Háskóla Íslands 1984-1994. Auk þess starfaði hann við ýmis verk- efni á sviði mann- heilsu og hollustu- hátta. Oddur Rúnar var keppnisharður íþróttamaður á yngri árum og keppnisgleðinni hélt hann ævina út. Það kom fljótt í ljós, að hann var glöggskyggn, góður og vel látinn dýralæknir, vaskur, vík- ingsduglegur og hjálparhraður. Hann var afburða samviskusam- ur og reglusamur í embættis- færslu sinni sem héraðsdýra- læknir og skilaði ætíð starfsskýrslum sínum reglulega og fljótt. Það mátti ekki á milli sjá hvor af öðrum bar í þeim efn- um, hann eða Karl Kortsson dýralæknir á Hellu með sína þýsku og lofsverðu skyldurækni. Í starfi sínu við heilbrigðis- og hollustuvernd sýndi hann sömu nákvæmni og reglusemi og áður. Hann þoldi ekki losaraleg vinnu- brögð eða kæruleysi í málum sem heyrðu undir hann. Hann tók á og fylgdi eftir því sem gera þurfti þegar nauðsynlegt var með ákveðni, en þó með skiln- ingi. Við Oddur Rúnar þekktumst vel og lengi og vináttan var óbrigðul. Það var gleðistund í hvert sinn er við hittumst. Oddur Rúnar var frábær félagi, fræðari og vinur. Ég kynntist honum og yndislegri fjölskyldu hans þegar ég lauk námi 1968 og tók þá strax við héraðinu, sem var víð- áttumikið með fjölbreyttan og blómlegan búskap. Það var gott að koma til Odds Rúnars og leysa hann af þegar hann fór út til náms. Allt var í röð og reglu og maður gekk inn í starfið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kona hans, Soffía Ágústsdóttir, hugulsöm og myndarleg, lét sig ekki muna um að taka mig inn á heimilið þennan tíma. Ég varð fljótt einn af þeim og hef unað því hlutskipti vel síðan. Ég kynntist börnum þeirra vel gerð- um og vel gefnum: Ágústi, Krist- jáni, Hirti, sem allir luku lækn- isprófi, búsettir hérlendis, og Sóleyju Hildi, sem gerðist kenn- ari búsett erlends, lengi í París. Þau Soffía og Oddur Rúnar urðu fyrir því mikla áfalli að missa tvö yngri börnin sín á besta aldri; Hjört úr hvítblæði og Sóleyju Hildi af slysförum. Djúp og þungbær var sorg okkar allra. Ég samhryggist þessari góðu og samhentu fjölskyldu og sendi hlýjar kveðjur okkar Ólafar Erlu. Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum. Rafnar frændi og Ellý hafa verið samofin æsku- minningum mínum frá því ég var fimm ára gömul en þá lést móðir mín 32 ára gömul frá sjö börnum. Þau hjón tóku Þor- gerði litlu systur þá ársgamla í Rafnar Arndal Sigurðsson ✝ Rafnar ArndalSigurðsson fæddist 28. desem- ber 1935. Hann lést 20. ágúst 2020. Útför hans fór fram frá Áskirkju í kyrrþey að ósk hins látna. fóstur. Ýmislegt er mér óljóst frá þessu tímabili en þó man ég eftir þegar mamma var jörðuð og lítilli stelpu sem skreið á eftir pabba hvert sem hann fór. Við erum þakklát fyrir hversu yndislega foreldra Þorgerð- ur eignaðist. Ég minnist heim- sókna til Reykjavíkur og gist- um við oft hjá þeim og nutum samvista við systur mína. Rafnar, Ellý og Þorgerður komu líka oft til okkar heim á Hellu. Mig langar að þakka Rafnari og Ellý hvað þau voru Þorgerði góð og frábærir foreldrar og áttu sinn þátt í því hvað hún er ljúf og yndisleg og hafa stutt hana vel og dyggilega alla tíð. Þorgerður og fjölskylda er dýr- mætur hlekkur í okkar fjöl- skyldu og einstök vinkona mín og frábær systir. Pabbi Kristján, eins og Þor- gerður kallar pabba okkar, bið- ur fyrir kveðjur og þakkar þeim hjónum Rafnari og Ellý einstakan vinskap, elsku og umhyggju fyrir dóttur sinni. Hvíldu í friði kæri Rafnar. Elsku Ellý, Þorgerður systir, Þorgeir, Elína Dís, Axel Þór og Anney Fjóla, ykkur votta ég mína dýpstu samúð, minningin lifir um góðan mann. Dýrfinna Kristjánsdóttir. „Halló, þetta er Maggi litli, viltu koma út að leika?“ Þessi glað- hlakkalega kveðja hljómar ekki framar. Nú er Maggi litli farinn að gantast við englana í Paradís. Við kynntumst í „Bræðslunni hans pabba“, eins og hann kall- aði Síldarverksmiðjur ríkisins í gríni. Föður hans forstjóranum fannst það hlyti að taka mesta galsann úr stráknum að senda hann á loðnuvertíð austur á Seyðisfjörð. Við urðum fljótt vinir, ég næturvörður og matráður og hann að vinna á vöktum á rann- sóknarstofunni. Þessi ljóshærði skemmtilegi unglingur varð hvers manns hugljúfi og lífgaði upp á eintóna verksmiðjulífið með uppátækjum og glaðværð. Magnús Reynir Jónsson ✝ Magnús ReynirJónsson fædd- ist 22. október 1956. Hann lést 28. ágúst 2020. Útför hans fór fram 10. september 2020. Vetrarvertíðin varð að lífslöngu vin- áttusambandi, ekki bara við mig heldur fjörðinn og fólkið. Þótt hann byggi í Reykjavík fylgd- ist hann af lifandi áhuga með öllu sem gerðist í bæn- um, hringdi nær daglega og spurði frétta eða sagði mér fréttir sem var oftar raun- in. Allir í bænum þekktu Magga litla sem gat fengið alvöru- gefnasta fólk til að brosa út í annað og yfirleitt bæði. Hann fann sjálfur upp á nafnbótinni „litli“, held ég til að standa vörð um barnið í sér og til að minna sig og aðra á að líf- ið er oft skemmtilegra en við höldum. Hversdagslegustu hlut- ir eins og innkaupaferð í Kaup- félagið gátu umbreyst í galsa- fenginn leik þar sem allir viðstaddir urðu sjálfkrafa þátt- takendur. En hann var ekki bara grall- araspói. Maggi var afar fær og list- rænn ljósmyndari. Þess fengum við að njóta hér eystra. Mynda- sería af fjölda Seyðfirðinga er einstakt listaverk og myndirnar sem hann tók í Húsasögu Seyð- isfjarðarkaupstaðar voru ómet- anlegt framlag til þeirrar bók- ar. Hann fékkst líka við auglýs- ingamyndatökur fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þar naut hug- myndaauðgi hans og listfengi sín vel. Það eru mér dýrmætar minningar þegar við félagarnir hjálpuðumst að við að stilla upp sviðsmyndum fyrir þessar myndatökur. Þar voru ekki allt- af fetaðar troðnar slóðir. Listfengi Magga litla birtist líka þegar hann réðst í það að koma þaki yfir höfuð litlu fjöl- skyldunnar í Víðihlíð. Þar vann hann flest verk sjálfur og skap- aði einstaklega fallegt heimili í lit og ljóma. Það var þungbært að fylgjast með erfiðum veikindum tæra þennan glaðværa vin minn upp hægt og bítandi. Þungbærast var það elsku Veigu og börn- unum sem stóðu æðrulaus og sterk með honum allt til enda. Megi góður guð og góðar vættir vera með þeim í sorginni. Það er hreint furðulegt að hugsa sér veröldina án Magga litla. Hann er og verður einhvern veginn alls staðar nálægur. Þóra Bergný Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.