Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Í vor leit afskaplega vel út með frjóvgun á birki víða um land vegna þess að mikill fjöldi karlrekla var þá sýnilegur á birkitrjám. Karlreklarnir verða til á trjánum ári áður en þeir gagnast kvenblóm- unum. Þegar voraði dafnaði mikill fjöldi kvenrekla á birkinu. Samspil hagstæðra skilyrða í sumar og í fyrra hefur orðið til þess að útlit er fyrir fádæma góða fræuppskeru á birki á landinu í haust. Þetta er fagnaðarefni og gerist þrátt fyrir að ýmsir skaðvaldar áður land- lægir og nýir herji á birkitrén. Má nefna birkifeta, birkiþélu, birki- kembu og birkiryðsvepp. En einnig tígulvefara, haustfeta og birkivefara. Mikil vakning í loftslagsmálum er um þessar mundir bæði hjá almenn- ingi og stjórnvöldum sem hafa sett fram aðgerðaáætlun sem unnið skal eftir til ársins 2030. Í áætluninni er kveðið á um átak um endurheimt raskaðra vistkerfa og endurheimt birkiskóga. Fjármagn hefur verið veitt til þessa verkefnis sem lofar góðu. Víða um lönd er unnið að vernd- un og endurheimt náttúruskóga sem sumir eiga sannarlega undir högg að sækja. Það er ánægjuefni að Íslend- ingar ætli sér að leggja hönd á þann plóg að endurheimta náttúruskóga sína. Varðveisla og endurheimt náttúru- skóga skiptir gríðarmiklu fyrir við- hald og framleiðni vistkerfa, sjálf- bærni og kolefnisbindingu. Samfélagslegt gildi birkiskóga er mikið og samtengt bæði sögu og menningu þjóð- arinnar. Birki hefur orð á sér fyrir að vera til margra hluta nytsam- legt. Meðal annars til smíða, til litunar, vín- gerðar og sem lækn- ingaplanta. Mælingar benda til að kolefn- isbinding birkis sem ræktað er til land- græðslu skipti miklu máli og nemi á bilinu 1-5 tonn af CO2 á hektara á ári. Rök má færa fyrir því að við kjör- aðstæður sé kolefnisbinding birkis enn meiri. Íslenska birkið hefur víða um land verið í meðbyr undanfarna tvo ára- tugi eða svo. Dregið hefur verulega úr sauðfjárbeit og náttúrlegir birki- skógar hafa breiðst út, vaxið, dafnað og aukið jarðvegsbindingu. Á Skeið- arársandi höfum við undur náttúr- unnar fyrir augum. Þar hefur sjálfsáð birki úr Bæjarstaðaskógi breiðst út með undraverðum hraða. Á sand- inum er nú að vaxa upp eitt víðfeðm- asta birkiskóglendi landsins sem gæti breiðst yfir um 35 ferkílómetra svæði. Við getum lagt náttúrunni lið við endurheimt birkiskóga með því að safna birkifræi og sá því út í náttúr- una við hagfelld skilyrði. Heppilegur tími til að safna birkifræi er frá því í lok ágúst og fram eftir hausti, eða svo lengi sem reklarnir tolla saman. Stór- ir, heilbrigðir og vel þroskaðir reklar eru bestir. Þeir mega vera fölgrænir að utan en fræið á milli fræhlífanna inni í reklinum þarf að sýna brúnan lit og það er að öllu jöfnu þroskamerki. Landgræðslan og Skógræktin standa um þessar mundir fyrir lands- söfnun á birkifræi í samstarfi við nokkur fyrirtæki. Hægt verður að fá söfnunarbox fyrir birkifræið á starfs- stöðvum Landgræðslunnar og Skóg- ræktarinnar og víðar. Það getur verið ánægjulegt fyrir fjölskyldur og vini að safna birkifræi í fögru haustveðri og láta gott af sér leiða til endurheimtar landgæða. Hentugt er að hengja söfnunarílát um hálsinn til að hafa báðar hendur frjálsar. Fræið þarf að þurrka strax eftir tínslu svo það skemmist ekki og koma því á söfnunarstöðvar. Vilji fólk sjálft spreyta sig á að rækta birkið má líka geyma fræið í bréfpoka í kæliskáp í fáein ár og sá úti eða inni að hausti eða vori. Nokkur verkefni við endurheimt náttúruskóga á Íslandi hafa staðið yf- ir árum saman, s.s. endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði með skagfirsku birki og Hekluskógaverk- efnið. Söfnun birkifræs er frábært verk- efni til að leggja sitt lóð á vogarskálar kolefnisjöfnunar og endurheimtar landgæða. Leiðbeiningar um fræsöfnun má finna á youtube.com ef slegið er inn í leitarstrenginn „Sáning birkifræs – Endurheimt landgæða“. Upplýsingar um landssöfnun á birkifræi er á heimasíðunni https://birkiskogur.is/. Íslenska birkið fær meðbyr Eftir Stein Kárason » Við getum lagt nátt- úrunni lið við endur- heimt birkiskóga með því að safna birkifræi og sá því út í náttúruna. Steinn Kárason Höfundur er garðyrkjufræðingur og M.Sc. í umhverfisfræðum. Um þessar mundir minnumst við þriggja alda ártíðar Skál- holtsbiskupsins Jóns Þorkelssonar Vídalín (1666-1720). Þekkt- astur er hann fyrir postilluna sem við hann er kennd en hún var fyrst gefin út í tvennu lagi á ár- unum 1718 og 20. Ritið hefur, eins og aðrar postillur, að geyma predik- anir fyrir helgidaga kirkjuársins og voru ætlaðað til húslestrar þeg- ar fólk átti ekki heiman gengt í messu. Vídalínspostilla hefur kom- ið út alls fimmtán sinnum og voru vinsældir verksins ljósar allt frá fyrstu útgáfunni. Samanburður við Gíslapostillu Það var fjarri því sjálfgefið að verk af þessum toga nytu slíkrar hylli. Önnur sambærileg rit höfðu ekki fallið í kramið og er nærtækt að nefna postillu Gísla biskups Þorlákssonar (1631-1684) sem kom út í nokkrum hlutum um miðja 17. öld. Segja má að Gíslapostilla hafi gleymst í kjölfar þess að postilla Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raunin. Þar má horfa til þeirrar guð- fræði sem höfundar aðhylltust. Gísli var fulltrúi rétttrúnaðarins þar sem sú hugsun var ríkjandi að kristin trú sé ákveðið kerfi kenni- setninga sem þegnar í tilteknu konungsríki hljóti að aðhyllast. Fyrir Gísla vakti að fræða les- endur/áheyrendur um þessar kenningar. Þetta fól ekki í sér þörf fyrir sannfæringarkraft enda var ætlunin ekki að breyta hegðun fólks. Á námsárunum um aldamótin 1700 kynntist Jón heittrúnaðnum sem átti eftir að móta hann. Að- eins lítill hópur gat sannkristinn. Til þess þurfti að endurfæðast og berjast við ill öfl. Gísli kaus að viðhalda óbreyttu ástandi. Erindi Jóns var að breyta þeim sem á hlýddu. Dæmi um ólíka útleggingu Taka má dæmi úr þessum ritum sem sýna þennan greinarmun. Á fyrsta sunnudegi í aðventu segir frá því þegar Kristur kom inn í borgina helgu sem hefur verið túlkað sem innreið hans í kirkj- una. Gísli leggur út af honum með þessum hætti: „Þar næst kemur þessi vor kon- ungur til vor í þeim heilögu sacra- mentis. Fyrst skírnarinnar í hvörri vér fyrir hans náð og Heil- agan anda kraft verðum end- urfæddir og sverjum honum sem rétt er þegnar sínum kongi trú og hollustu.“ Gísli leitaðist við að tengja stöðu kristins manns við sakra- mentin og líkti trúnni við hollustu þegna við konung sinn. Þarna leit- aði hann í smiðju Lúthers sem lagði mikið upp úr, skírn og alt- arisgöngu auk hlýðni við réttlát yfirvöld. Tónninn hjá Jóni er afar frábrugðinn:‘ „En gæt að því, kristinn maður að þessi konungur dýrðarinnar ríður hvörn dag inn til sinnar borgar, sem er kristileg kirkja og svo sem hann er einn andlegur konungur svo er og hans ríki and- legt því að vopn herfarar vorrar eru ekki líkamleg segir Paulus kraftur Guðs til að niðurbrjóta girðingarnar.“ Jón varar fólk við, að sálinni stafa margvíslegar hættur og hann líkir innreið Krists við prófraun. Öryggið og kyrrstaðan eru ekki til staðar. Svipuð mynd birtist í frásögninni af því þegar Jesús stillir storminn. Báturinn í er gjarnan túlkaður sem kirkjan og öldu- rótið er þá heimurinn. Í Gíslapostillu er þessi mynd dregin upp: „Hér er stýrimað- urinn sem leiðir úr hættu og hvörjum vanda. Það er Drottinn vor Jesús Christus. Hér eru róðramennirnir sem eru trúlyndir, góðir og guðhræddir Guðs orðs þénarar hvörjir kenna eiga veg og götu Drottins til eilífs lífs. En flutningsmennirnir eður pílagrím- arnir sem á þessu herrans skipi sigla vilja eru rétttrúuð Guðs börn.“ Prestarnir róa bátnum en Guðs börnin sitja um borð. Skírnin gef- ur þeim sess innan kirkjunnar og aftur er hann tryggur guðfræði Lúthers sem kenndi að náðin ein réttlætti manninn. Lítið er fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem manna bátinn. Þegar kemur að útleggingu þessa texta í Vídalínspostillu er myndin gerólík: „Mitt á meðal þessarar hrekkvísu kynslóðar verður hinn litli hópur Christí að búa og mæta aðskiljanlegum árás- um og hneykslunum svo að í villu mætti leiðast ef ske kynni, jafnvel útvaldir.“ Að þessu sinni eru dregin skil á milli hinnar sönnu kirkju og þeirr- ar stofnunar þar sem hann gegndi embætti biskups. Heimurinn er fallinn og „kynslóðin er hrekkvís“, jafnvel þótt fólk sé skírt til krist- innar trúar. Innan heittrúnaðarins er talað um ósýnilega kirkju er starfar innan hinnar sýnilegu. Allt miðar að því að því að draga fram sem skörpust skil á milli hinna út- völdu og allra hinna. Kirkjusýn Jóns einkennist af átökum. Þrátt fyrir að í textanum feli í sér hugg- un, vill Jón vara kristna menn við. Að kenna eða hræra Ef predikari vill breyta fólki verður krafan um mælsku þeim mun meiri. Það sést vel á því hvernig Jón Vídalín byggir upp textann. Hann vitnar mjög í klass- ísk rit sem eykur traust á honum (eþos) og ryður brautina fyrir boð- skapinn. Hann höfðar óspart til tilfinninganna (paþos). Hann leitar samstöðu og vísar til þess sem fólkið óttast. Þessar bækur féllu í ólíkan jarð- veg. Gísli vildi kenna játningar lútherskrar kirkju. Jón hrærði í tilfinningum og hvatti til aft- urhvarfs. Sú mynd sem hann dró upp af kristinni manneskju hafði ekkert með stöðu hennar í sam- félaginu að gera. Hún byggði á innri sannfæringu og brennandi trúarhita. Þetta féll í kramið hjá Íslendingum. Af hverju vildu Íslendingar Vída- línspostillu en ekki Gíslapostillu? Eftir Skúla Sigurð Ólafsson Skúli Sigurður Ólafsson » Segja má að Gísla- postilla hafi gleymst í kjölfar þess að postilla Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raunin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. skuli@neskirkja.is Samkvæmt orðabók Websters kom hug- takið „groupthink“ (hóphugsun) fyrst fram á sjötta áratug 19. ald- arinnar. Fyrirbærið á sér langa sögu, þó að það hafi ekki verið tek- ið til athugunar innan fræðasviða fyrr en ný- verið. Það var gert í til dæmis bókinni „Gro- upthink“ (útg. 1982) eftir Irving L. Janis, sem fjallar um hóp- hugsun og hættuna, sem henni fylgir í áætl- anagerð og ákvarðanatöku, og einnig í samnefndri bók (útg. 2020) eftir Christopher Booker, sem tekur á hóphugsun og afleiðingum hennar í samfélagsmálum og stjórnmálum samtímans. Einkenni hóphugsunar Hópur manna deilir skoðun, sem að einhverju byggist á raunveruleika. Meðlimirnir eru að fullu sannfærðir um réttmæti skoðunarinnar, þó að ekki sé í raun unnt að sannprófa hana, en hún er sýn þeirra á heiminn eins og þeir ímynda sér hann og vilja að hann sé. Þannig felast ætíð í skoð- uninni þættir óskhyggju eða draum- sýnar. Þessi sýn eða skoðun er í raun óhlutlæg, en áhangendur hennar telja, að hún liggi svo í augum uppi, að allir hljóti og eigi að samþykkja hana. Þeir, sem það gera, eru „inni“ og hafna öllu því, sem er öndvert henni og einnig þeim, sem ekki sam- þykkja hana. Til þess að efla þá, sem eru „inni“, er allt talið óhæft, sem mælir gegn hinu viðtekna. Hinir sannfærðu verða ófærir til málefnalegrar sam- ræðu eða rökræðu við þá, sem eru ósammála. Þeir virða ekki viðlits þá, sem eru „úti“. Skoðanir þeirra eru taldar fáránlegar og á þá er ráðist með niðurlægjandi orðalagi og þeir þannig afmarkaðir sið- ferðislega. Höfuðeinkenni allrar hóphugsunar er, að hún líður engin andmæli. Nú á dögum Í samtímanum ber mikið á þessu fyrirbæri. Það kemur fram innan skoðanahópa, svo sem í stjórnmálahreyfingum, þar sem menn telja sig boðbera hinna einu réttu skoðana, mark- miða og leiða og telja sig hafa rétt - og jafnvel skyldu - til að vinna við- horfum sinum fram- gang með hvaða aðferð, sem er, svo sem ofbeldisverkum, uppþotum og með því að lita frásagn- ir, fréttir og sögu liðins tíma þeim brag, sem fellur að baráttumálunum. Dæmi um þetta eru mörg, svo sem yfirstandandi óeirðir í Bandaríkj- unum og víðar (BLM, Antifa) og frá liðnum tíma og hér á landi uppþot á Austurvelli og aðgerðir fámennra skoðanahópa til dæmis vegna mál- efna hælisleitenda og ólöglegra inn- flytjenda. Í þessum tilfellum er fram- ganga og málflutningur byggður á einföldunum og tilfinningum, en ekki rökhugsun eða réttmæti. Í nútímaumræðu ber mikið á því, að hóphugsun er komið í kring með einhliða umfjöllun, þar sem andmæli líðast sem næst alls ekki og þar sem umræðan er einungis frá einni hlið og þess vandlega gætt, að ekki komi fram nokkuð það, sem andstætt er hinu viðtekna viðhorfi. Dæmi á þessu sviði eru mýmörg, en hér eru nokkur. Það, sem mest ber á í samtímanum þrátt fyrir COVID-19, er umræðan um loftslagsmál, sem hefur tröllriðið öllu í hinum vestræna heimi í nokkra áratugi. Hér á landi hefur hún verið nálega að öllu á einn veg; þann, að allt sé á hverfandi hveli. Yfir hafa dunið fréttir af endalokum lífs á jörð- inni og þá gjarnan fylgt allnákvæmar tímasetningar þeirra hamfara, sem taldar eru í vændum. Það er þó svo, að minni þeirra, sem hér um fjalla, virðist gjarnan vera bæði stopult og stutt. Í fjölda tilfella hafa hrakfara- spárnar alls ekki ræst og þó að þær hafi ekki gert það og langur tími liðið frá þeim tíma, þegar ósköpin áttu að ríða yfir, er þess aldrei getið, heldur nýjar boðaðar, þær tímasettar og sagðar studdar vísindum. Þessu tengdar eru upphrópanir um útrýmingu dýrategunda, svo sem fréttir, sem fluttar voru í útvarpi fyr- ir ekki löngu, um yfirvofandi endalok ísbjarna. Ekki var nefnt, að sam- kvæmt talningum á þessari dýrateg- und hefur einstaklingum fjölgað og ekki heldur þess getið, að komið hafa bæði hlýinda- og kuldaskeið á þeim árþúsundum, sem ísbirnir hafa ráfað um norðurheimskautssvæðin og þeir lifað þau af. Eins er um innflytjendamálin. Þar eru að jafnaði allir, sem leita frá Austurlöndum eða Afríku, til Vest- urlanda – mest Evrópu – kallaðir „flóttamenn“, þó að vel sé vitað, að í raun er hreinlega um innflytjendur að ræða, en ekki fólk á flótta undan til að mynda stríðsátökum. Þessu tengt er svo sú skoðun, sem iðulega er fram haldið, að allt þetta fólksstreymi sé Vesturlöndum til ein- dreginna hagsbóta, þó að sjá megi af tölulegum gögnum, að bróðurpart- urinn lendir á framfæri skattgreið- enda þeirra landa, sem „flóttamenn- irnir“ leita til. „Pólitísk rétthugsun“ „Pólitísk rétthugsun“ mælir fyrir um það, hvað sé viðurkvæmilegt í orðum, gerðum og skoðunum. Hún er náskyld hóphugsuninni og sprott- in af henni og þeim fjötrum, sem hún leggur á svigrúm manna og frelsi til tjáningar og sjálfstæðrar skoð- anamyndunar. Hún er eitt hið versta, sem fyrir getur komið í samfélagi, sem vill ástunda lýðræðislega stjórn- arhætti, vegna þess að frjáls og óþvinguð hugsun, skoðanaskipti og tjáning verða að vera fyrir hendi eigi lýðræði að þrífast. Hóphugsun Eftir Hauk Ágústsson »Hóphugsun er þjóð- félagsmein. Haukur Ágústsson Höfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.