Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þórsmörk er paradís,“ segir Sig- rún Ingunn Pálsdóttir, skálavörð- ur Ferðafélags Íslands í Langadal í Þórsmörk. „Í sumar voru Íslend- ingar í meirihluta þess fólks sem hingað lagði leið sína. Margt af því hafði á orði að hingað hefðu þeir ekki komið í áratugi. Þó fór ekki milli mála að fólkið átti yf- irleitt góðar minningar úr Þórs- mörk, margir höfðu verið hér í útilegum með söng og gleði eða höfðu upplifað hér eitthvað eft- irminnilegt. Hér er náttúran líka stórbrotin; skógurinn, fjöllin og Eyjafjallajökull sem blasir við. Fólk virðist sækjast í að koma hingað aftur.“ Líðandi sumar er hið tíunda með hléum sem Sigrún sinnir skálavörslu fyrir Ferðafélag Ís- lands. Þar af er þetta fjórða sum- ar Sigrúnar í Langadal í Mörk- inni, en hún hefur einnig verið á vaktinni í Hvanngili og í Botnum á Emstrum. Endurbætur og orkuskipti „Ég byrjaði ung að fara með foreldrum mínum í leiðangra upp um fjöll og firnindi. Fannst slíkt kannski ekkert æðislegt sem krakki, en ég lærði að meta landið okkar og vil helst hvergi ann- arsstaðar vera en á fjöllum. Ég var frekar ung þegar ég byrjaði að vinna fyrir FÍ, en starf skála- varða er fjölbreytt og lifandi. Það er alltaf eitthvað sem togar í mig að koma aftur. Maður býr í raun í vinnunni. Því er viðveran mikil og sinna þarf hinum ýmsu málum sem til okkar koma. Nú er rúm vika liðin af september og fólki sem kemur hingað farið að fækka, en alltaf er nóg af öðrum verkefnum sem þarf að sinna,“ segir Sigrún Ingunn þegar Morg- unblaðið hitti hana í Þórsmörk í sl. viku. Fyrir nokkru var jarð- strengur fyrir rafmagn og ljós- leiðara lagður í Langadal á Þórs- mörk, en áður var slíkt samband komið í Húsadal með tengingu úr Fljótshlíð. Þessi orkuskipti og betra fjarskiptasamband segir Sigrún munu tvímælalaust breyta miklu fyrir starfsemi FÍ á staðn- um. Raunar eru uppi nú marg- víslegar hugmyndir um fjölgun gistirýma í dalnum og miklar end- urbætur á hinum svipsterka og reisulega Skagfjörðsskála. Sú bygging er frá árinu 1954 og hef- ur allt frá fyrstu tíð verið meðal helstu kennimarka FÍ. Stundum hefur verið brydd- að upp á þeirri hugmynd að bæta samgöngur við Þórsmörk með ak- brúm yfir árnar á leiðinni, það er yfir Jökulkvísl, Steinholtsá, Hvanná og Krossá, sem er beint andpænis skálanum í Langadal. Hugmyndir þessar hafa þó aldrei náð neinu flugi né verið ræddar í alvöru, enda er margra viðhorf að slark yfir árnar sé einmitt nokkuð sem gefi ferðunum gildi. „Vissulega hafa orðið hræði- leg slys á þessari leið og best að hafa einhverja þekkingu á straumvötnum og jökulám þegar keyra á inneftir og að vera á vel búnum bílum er mikilvægt. Alltaf er ákveðin áskorun í því að aka yfir árnar, og ávallt verður að bera virðingu fyrir þeim. Það er aldrei of varlega farið, sama hversu oft ekið er yfir árnar. Hér í Langadal er traktor sem við not- um þegar fólk þarf á aðstoð að halda í ánum sem gerist stundum, en yfirleitt komast ökumenn þetta alveg klakklaust.“ Hausttöfrarnir engu líkir Opið verður hjá Ferðafélagi Íslands í Langadal fram til 5. október. Fram undan er góður tími í Þórsmörk og tilvalið að legga upp í leiðangur þangað nú, enda eru jökulárnar gjarnan vatnslitlar þegar sólin er skemur á lofti. Óvíða eru hausttöfrarnir líka meiri en í Þórsmörk – þegar gróður skiptir litum svo engu lagi er líkt. „Já, ég hef farið víða um í Þórsmörk og hér er endalaust af áhugaverðum og fallegum stöð- um. Tindafjöllin sem eru hér skammt frá Langadalnum eru virkilega fallegt svæði og það er eiginlega sama hvert farið er, allt er heillandi á sinn hátt og ómögu- legt að verða leiður á þessu fal- lega landslagi.“ Mörkin er mögnuð og endurbygging á Skagfjörðsskála stendur fyrir dyrum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skálavörður Fór ekki á milli mála að fólk átti góðar minningar úr Þórsmörk, segir Sigrún Ingunn Pálsdóttir. Ég verð aldrei leið á landslagi í Þórsmörk  Sigrún Ingunn Pálsdóttir er fædd árið 1994, er uppalin á Hvolsvelli og á stóran ættboga í Rangárþingi eystra. Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suður- lands, sjúkraliði að mennt og hefur starfað sem slík á Land- spítalanum og fleiri heilbrigð- isstofnunum. Hver er hún? Jeppaferð Keyrt yfir Krossána. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Litið yfir Langadalinn. Birkið er áberandi í Þórsmörk en rétt öld er nú liðin síðan Skógræktin tók svæðið yfir og friðaði. „Við höfum í gegnum þetta ferli lýst yfir áhyggjum okkar af minni sveigj- anleika með hve lengi leikskólarnir eru opnir. Einnig höfum við gagn- rýnt skort á samráði við foreldra,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá foreldrasamtök- unum Heimili og skóli. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu ákvað Reykjavíkurborg að framlengja þann tíma sem leik- skólar borgarinnar eru starfandi hálftíma skemur á daginn. Til loka október verða þeir opnir til kl. 16.30 á virku dögunum í stað 17 áður. Verður þá tekin ákvörðun hvort haldið verði áfram með styttri starfstíma leikskólanna. Hrefna bendir einnig á að jafn- réttismat hafi nú sýnt fram á að þessi ráðstöfun hafi ekki góð áhrif á jafnrétti og stöðu foreldra af erlend- um uppruna. „Einnig getur það reynst erfitt fyrir foreldra með lítið bakland, eins og einstæða foreldra sem hafa minna svigrúm. Mikilvægt er að taka þau gögn til greina og að svona breyting sé þá byggð á góðum gögnum. Einn- ig hefði mátt skoða að framkvæma þetta í skrefum,“ segir Hrefna og telur að það hefði verið æskilegt að prófa styttri starfstíma með til- raunaskóla til að byrja með. Og meta þá kostina og gallana í framhaldinu. „Leikskólar í Reykjavíkurborg hafa líka þá sérstöðu að foreldrar sem nýta þeirra þjónustu starfa víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og það getur tekið talsverðan tíma að kom- ast á milli staða,“ segir Hrefna. Snertir 400 fjölskyldur Í umsögn sem Heimili og skóli sendu Reykjavíkurborg sl. vor, um- beðin, um styttri starfstíma leikskól- anna segir m.a. að ákvörðun borg- arinnar hafi verið tekin án samráðs við foreldra barna á leikskólum og komið mörgum í opna skjöldu. Vitn- að er til skýrslu stýrihóps um um- bætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þar komi fram að stytt- ingin muni snerta um 400 fjöl- skyldur, sem þurfi þá að finna aðrar leiðir til að leysa málin vegna vinnu. Gagnrýna skort á samráði  Heimili og skóli hafa áhyggjur af styttri starfstíma leikskóla í borginni Morgunblaðið/Eggert Leikskólar Verða áfram opnir hálf- tíma skemur á daginn en áður. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Alice 28.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.