Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Gunnar Svavarsson, framkvæmda- stjóri Nýs Landspítala, segir að uppbygging nýs húsnæðis við Hringbraut sé á fullri ferð. Stefnt er að því að uppsteypa á meðferð- arkjarnanum, stærsta húsinu, hefjst innan tíðar að sögn Gunnars. „Það gætu verið allt að átta vikur í það þar sem yfirferð er í gangi.“ Á annað hundrað hönnuða og verkefnisstjóra eru við störf á hverjum degi í hönnunar- og und- irbúningsverkefnum, að sögn Gunn- ars, en ÍAV er einnig á lokastigi við frágang lóðaverkefnis og hellulagn- ingu. Fljótlega komi nýr jarð- vinnuverktaki inn á svæðið, til þess að fullvinna frágang vinnubúðareits- ins. „Nú er staðan þannig að það hafa verið í gangi fjölmörg útboð tengd uppbyggingu á svæðinu,“ segir Gunnar. Flest útboðanna hafi verið opnuð í lok ágústmánaðar og í byrj- un septembermánaðar en yfirferð- artími stendur nú yfir og tekur síð- an við kærufrestur. „Á vormánuðum er síðan stefnt að upphafi á jarðvinnu vegna rann- sóknarhússins sem er sunnan megin við þennan grunn meðferðarkjarn- ans, en einnig er núna í loftinu for- val vegna alverks bílastæða- og tæknihúss, og er skilafrestur til 6. október,“ segir hann. Í lok ágúst voru tilboð opnuð fyr- ir uppsteypuverkefni vegna bygg- ingar á meðferðarkjarna Landspít- alans en fimm hæf fyrirtæki höfðu þátttökurétt. Áætlaður kostnaður uppsteypunnar eru 10,5 milljarðar króna en lægsta tilboðið sem barst hljóðaði upp á um 83% af kostn- aðaráætlun. veronika@mbl.is Ljósmynd/Ari Þorleifsson Framkvæmdir Í lok ágústmánaðar voru opnuð tilboð vegna byggingar meðferðarkjarna nýs Landspítala. Vinna að nýjum spítala  Byrja að steypa upp nýjan meðferðarkjarna á næstunni Líklegt er að mistur frá gróðureld- um á vesturströnd Bandaríkjanna færist yfir Ísland á miðvikudag eða fimmtudag, að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur, veðurfræðings á Veður- stofu Íslands. Mistur í þurru lofti getur haft nokkur áhrif á loftgæði. Á laugardag fór að bera á mistri yfir miðríkjum Bandaríkjanna, sem mun berast í átt að Íslandi og gæti borist til suður- strandar landsins með lægð, en lík- legt er að rigning fylgi með mistrinu sem dregur úr áhrifum þess á and- rúmsloftið, segir Elín. „Það myndast lægð við Nýfundna- land úr loftmassanum sem hefur far- ið yfir miðríki Bandaríkjanna, þar sem er mistur núna. Sú lægð kemur hingað á miðvikudag og það er ekki útilkokað að það sé þá mistur í henni. Það fylgir henni svolítil úrkoma svo það er ekki víst að við verðum vör við mistrið sem ryk, en agnirnar gætu þá frekar verið í úrkomunni.“ Mikið af uppsafnaðri ösku Elín gerir ekki ráð fyrir að mistrið muni hafa mikil áhrif á loftgæðin á Íslandi, þar sem mikil rigning fylgir sökum lægðarinnar, en hefði loftið verið þurrt hefði verið unnt að sjá mistur í lofti eða rautt sólsetur. „Mig grunar að það muni rigna úr þessu öllu saman. Í þetta skiptið,“ segir hún. Gróðureldarnir hafa skilið eftir sig mikið af uppsöfnuðu ryki og ösku svo ekki er útilokað að mengun sem þessi muni á ný berast yfir hnöttinn á næstu vikum. „Það er ekki útilokað að mistur berist hingað aftur á næstu vikum, þar sem gróðureldar á þessu svæði eru viðvarandi.“ Líklegt að mistur færist yfir landið  Áhrif frá gróðureldunum í Kaliforníu Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytingar á hegningarlögum þegar þing kemur næst saman. Breytingin felur í sér að bætt verði við refsiákvæði í hegningarlög sem geri umsát- urseinelti refsi- vert. Umsáturs- einelti (e. stalking) felur í sér háttsemi á borð við að „elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu og kvíða“, eins og segir í drögum að frumvarpi ráðherra. Þannig geti hegðun, sem í sjálfu sér er ekki refsi- verð, orðið refsiverð ef hún er síend- urtekin og er til þess fallin að valda öðrum hræðslu eða kvíða. Ráðherra telur að núverandi refsiákvæði um nálgunarbann verndi þolendur umsáturseineltis ekki nægjanlega. Ráðherra segir að bæði hafi lögregla og Kvennaathvarfið kallað eftir skýrari lögum sem séu til þess fallin að vernda þolendur frá áreiti sem geti ekki talist til beinna hótana eða ofbeldis. Sambærileg lög eru til stað- ar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og var horft til laga sem gilda um um- sáturseinelti þar við gerð frum- varpsins. Ráðherra segist hafa mikla trú á því að þingið muni taka vel í til- lögurnar. Áslaug segir í samtali við Morg- unblaðið að háttsemi ofbeldismanna geti gengið mjög langt í garð þol- enda án þess að geta talist til beins ofbeldis eða hótana. „Um leið og ég settist á þing skoð- aði ég löggjöf um nálgunarbann og þótt ég telji það úrræði mikilvægt til þess að vernda þolendur ofbeldis, komst ég að þeirri niðurstöðu að skýrari ákvæði þyrfti um háttsemi sem flokkast gæti sem umsáturs- einelti. Háttsemi eins og að sitja um einhvern, skilja eftir sig ummerki eða setja sig ítrekað í samband við einstakling í gegnum síma eða sam- félagsmiðla getur valdið mikilli van- líðan og kvíða og það er þörf á skýr- ari lagaákvæðum um þessi mál. Bæði lögregla og Kvennaathvarfið hafa kallað efir því að lögum verði breytt til þess að vernda þolendur fyrir svona háttsemi.“ Nýtt ákvæði muni styrkja núgildandi lög Áslaug segir að þingið hafi áður fjallað um umsáturseinelti við breyt- ingu á lagaákvæði um heimilisof- beldi. Telur hún að þessi lagabreyt- ing, sem frumvarp um umsáturs- einelti kveður á um, muni styrkja þá löggjöf enn frekar. Lagt er til að refsingar fyrir háttsemi sem flokk- ast gæti sem umsáturseinelti geti varðað sektum og allt að fjögurra ára fangelsi. Geti varðað 4 ára fangelsi  Segir þurfa skýrari lög um háttsemi sem geti flokkast sem umsáturseinelti Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið Ráðherra mun leggja fram frumvarpið á komandi þingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.