Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu í listakosningu í VR við kjör fulltrúa félagsins á 44. þing Alþýðusambands Íslands 2020. Kjörnir verða 91 fulltrúar og 30 til vara. Framboðslistar, með fyrirliggjandi samþykki allra sem á listunum eru, ásamt meðmælum 300 fullgildra félagsmanna VR, þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12 á hádegi 21. september næstkomandi. Kjörstjórn VR VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS beygði til vinstri. Það var þó um sein- an því augnabliki síðar brotlenti vél- in. Lendingin var ekki mjög harkaleg því vélin lenti í snjó og rann áfram þar til hún stöðvaðist harkalega í skafli. Annar vængur vélarinnar rifn- aði af og eldur kviknaði í hreyflum. Nokkrir úr áhöfninni þeyttust út um rifur á vélinni þegar hún stöðv- aðist. Einn fór alveg á kaf í snjó en félögum hans tókst að grafa hann upp. Þeir sem voru inni í vélinni kom- ust út. Mennirnir leituðu vars við klett í nágrenninu og áttu illa vist þar en komu sér aftur í vélina þegar eld- urinn hafði slokknað. Ekki tókst að koma neyðarboðum til hersins og mennirnir vissu ekki hvar þeir voru staddir. Tveimur dögum eftir slysið ákváðu þeir að halda til byggða enda hafði einn þeirra séð ljós niðri í daln- um. Þeir komust við illan leik niður af jöklinum og hluti þeirra komst yfir Markarfljót og þegar þeir bönkuðu upp á í bænum kom í ljós að ljósin voru frá bænum Fljótsdal í Fljóts- hlíð. Brátt var öllum bjargað. Nokkrir leiðangrar að flakinu Undir lok sama mánaðar gerðu Bandaríkjamenn tvo leiðangra á jök- ulinn, eins og Árni lýsir í Morg- unblaðsgreininni. Þá var framhluti vélarinnar alveg á kafi í snjó og rétt sást í afturhlutann. Þeir grófu sig inn í vélina og tóku með sér eitthvert lít- ilræði, aðallega persónulega muni áhafnarinnar. Seinni leiðangurinn komst ekki að vélinni. Flugvélin hvarf í jökulinn en hann hefur verið að skila henni til baka. Árið 2001 fór Árni Alfreðsson með félögum sínum til að grafa upp hreyfil og 2004 fjarlægði Landhelg- isgæslan hættulega hluti, meðal ann- ars nokkrar vélbyssur. Ekki var talið að sprengjur væru í vélinni. Jökullinn skilar „fljúgandi virki“  Jökullinn hefur tætt í sundur bandaríska sprengjuflugvél sem brotlenti á honum í seinni heims- styrjöldinni  Brakið dregur að sér áhugafólk  Urðu friðlausir eftir að þeir heyrðu af flakinu „Þetta er nokkuð augljóst í mínum huga, þau eru í verslunarrekstri og með aukinni umferð hefðu komið fleiri gestir og skapað meiri viðskipti, enda studdu þau R-leiðina,“ segir Ingimar Ingi- marsson, vara- oddviti Reykhóla- hrepps. Hann ræðir um ástæður þess að eigendur einu verslunar- innar á Reykhól- um, Hólabúðar- innar, hafa ákveðið að loka verslun og veitingastað. Fram kom í viðtali við eigendur verslunarinnar á mbl.is að reksturinn hafi verið erfiður vegna fólksfækkun- ar og einnig hafi kórónuveiru- faraldurinn og fáir erlendir ferða- menn í sumar spilað inn í ákvörðunina. Ingimar var oddviti hreppsnefndar og barðist fyrir því að nýr Vestfjarða- vegur færi eftir svokallaðri R-leið, yf- ir utanverðan Þorskafjörð og um þorpið á Reykhólum. Taldi að það yrði jákvætt fyrir byggðina. Vega- gerðin taldi svokallaða Teigsskógar- leið betri og að lokum féllst meirihluti sveitarstjórnar á leiðaval Vegagerð- arinnar og Ingimar sagði af sér sem oddviti. Vegamálin eru enn í óvissu því útgáfa hreppsins á framkvæmda- leyfi var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ingimar segir að tillaga um R-leið í gegnum Reykhóla hafi gefið íbúum þar von sem slokknaði þegar henni var hafnað. Það lýsi sér í því að íbúum á Reykhólum hafi fækkað um þriðj- ung frá því ákvörðunin var tekin. „Ég skil það mjög vel að ákveðið vonleysi hafi orðið hjá fólki eftir þetta. Ég sé það líka á sveitarstjórnarfólkinu sem var þvingað í þessa ákvörðun,“ segir Ingimar. Aka 150 km í verslun Ingimar segir að sorglegt sé að horfa upp á lokun verslunarinnar. Næstu verslanir séu á Hólmavík og í Búðardal, í 60 og 75 km fjarlægð. Á báðum stöðum er Krambúð og segir Ingimar að vöruverð sé þar hærra en þó var í litlu búðinni á Reykhólum. Því sé ekki góður kostur að fara þangað til að kaupa í matinn. Næsta lágvöruverðsverslun sé í Borgarnesi en þangað eru rúmir 150 kílómetrar. helgi@mbl.is Fólksfækkun vegna veglínu  Íbúum Reykhóla fækkað um þriðjung Ingimar Ingimarsson Guðmundi fannst aðkoman að slysstaðnum kynngimögnuð, eins og hann lýsir í færslu á Facebook. „Jökullinn var hrein- lega búinn að hakka vélina í sig. Eins og mulningsvél. Þarna liggja fatalufsur, skór og fall- hlífar innan um hreyfla, rafbún- að og brotajárn úr flakinu. Allt í einni kássu. Þetta var svo magnað allt saman að við ætl- uðum aldrei að hafa okkur niður aftur.“ Guðmundur segir við Morgunblaðið að ummerki séu eftir umgang fólks, meðal ann- ars megi sjá sígarettustubba. Leggur hann áherslu á að fólk umgangist staðinn með virð- ingu og vonar að það taki ekki með sér muni úr brakinu. Brakið er allt í einni kássu KYNNGIMÖGNUÐ AÐKOMA Ljósmynd/Guðmundur Gunnarsson Slysstaður Brakið liggur eins og hráviði við jökulröndina. Hér sést ein skrúfan, illa beygluð eftir hramm jökulsins. Félagarnir Daði Gränz, Hrannar Ásgrímsson, Guðmundur Gunnarsson og Bergsveinn Snorrason gengu að flugvélarflakinu um helgina. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brak úr bandarísku sprengjuflugvél- inni sem fórst á Eyjafjallajökli í seinni heimsstyrjöldinni er smám saman að koma í ljós eftir því sem Gígjökull hopar. Jökullinn er búinn að búta flakið niður þótt einstaka hlutir úr henni séu auðþekktir og er svæðið því eins og ruslahaugur yfir að líta. Allir úr 10 manna áhöfn vél- arinnar komust lífs af. „Ég hef lengi verið í fjallgöngum og frá því ég heyrði af þessu flaki í sumar hef ég verið friðlaus. Fannst þetta heillandi saga og þegar ég sagði vinum mínum frá urðu þeir einnig friðlausir,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, sem fór með félögum sín- um að flakinu um helgina í tengslum við Þórsmerkurferð. Þeir skoðuðu staðinn og tóku myndir. Það var ein- mitt í Þórsmörk sem Guðmundur heyrði af flakinu en hann var þar að hjálpa vinum sínum sem reka ferða- þjónustufyrirtæki. Ill vist á jöklinum Sprengiflugvélin brotlenti á Eyja- fjallajökli 16. september 1944. Hún var af gerðinni Boeing B-17, „fljúg- andi virki“ eins og kallað var. Vélin var á leiðinni til Englands til að gera árásir á Þýskaland. Millilenti á Keflavíkurflugvelli til að taka elds- neyti. Leiðindaveður var á Íslandi og áhöfnin hefur villst af leið. Hún lenti í miklu niðurstreymi og brotlenti á jöklinum. Árni Alfreðsson sagði ít- arlega frá aðdraganda slyssins og hvernig áhöfnin komst til byggða í grein í Morgunblaðinu í júní 1996. Þá hafði Bandaríkjaher létt leynd af gögnum varðandi flugslysið og byggði Árni greinina á þeim. Aðstoðarflugmaðurinn sem fylgd- ist með ísingu á hægri væng rak skyndilega upp vein og öskraði til flugstjórans að hann skyldi vara sig á fjöllum til hægri. Fugstjórinn snar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.