Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Magnaður nýr spennuþriller
með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nú liggur fyrir hvaða kvikmyndir
verða sýndar í dagskrárflokknum
Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF,
sem hefst 24. september. Þeirra á
meðal eru nýjustu verk leikstjór-
anna Thomas Vinterberg og Magn-
us von Horn og segir í tilkynningu
frá RIFF að kvikmyndirnar í þess-
um flokki séu meistaraverk sem
hafi vakið athygli, verið tilnefnd og
unnið til verðlauna á stærstu kvik-
myndahátíðum Evrópu. Margar
kvikmyndanna séu einnig á dag-
skrá stóru hausthátíðanna í Fen-
eyjum og Toronto.
„Í ár hefur þessi flokkur líklega
aldrei verið eins spennandi, gam-
anmyndir í bland við drama,“ segir
í tilkynningunni og kvikmyndir
sem snerti á öllum hliðum mann-
lífsins, til að mynda mynd um til-
raun lífsþreyttra félaga við að auka
lífshamingjuna með hóflegri dag-
drykkju, kvikmynd um forræðis-
baráttu móður fyrir börnum sínum
og kvikmynd um grátbroslega leit
að ást og skuggahliðum samfélags-
miðla.
Átta kvikmyndir
Kvikmyndirnar sem sýndar
verða eru eftirfarandi:
Sviti/Sweat
Nýjasta kvikmynd sænska leik-
stjórans Magnus von Horn en kvik-
mynd hans The Here After keppti í
Vitranaflokki RIFF árið 2015 og
hefur verið sýnd á fjölda kvik-
myndahátíða og seld til ótal landa.
Myndin gefur innsýn í líf áhrifa-
valdsins Sylwia Zajac sem hefur
öðlast mikla frægð og frama á sam-
félagsmiðlum en er þó í raun ein í
heiminum.
Annan umgang/Druk
Nýjasta kvikmynd danska leik-
stjórans Thomas Vinterberg sem
var frumsýnd í Cannes og sýnd í
Toronto í vikunni. Mads Mikkelsen
er í aðalhlutverki og segir myndin
af nokkrum lífsþreyttum kennurum
sem ákveða að sannreyna þá kenn-
ingu að það bæti lífið og auki sköp-
unargáfuna að vera alltaf svolítið í
glasi. Tilraunin byrjar ágætlega en
fljótlega fer að halla undan fæti.
Hirðingjaland/Nomadland
Kvikmynd með bandarísku leik-
konunni Frances McDormand í
aðalhlutverki, í leikstjórn Chloé
Zhao. Hún var frumsýnd samtímis
á kvikmyndahátíðunum í Feneyjum
og Toronto. Segir af konu á sjö-
tugsaldri sem hefur misst allt sitt í
fjármálakreppunni og heldur í
ferðalag um ameríska vestrið þar
sem hún dregur fram lífið í sendi-
ferðabíl sem nútímahirðingi.
Dvalarstaður/Charter
Í tilkynningu segir að gagnrýn-
endur hafi kallað þessa mynd eina
bestu mynd ársins en hún var
frumsýnd á Sundance-kvikmynda-
hátíðinni fyrr á árinu. Í þessari
kvikmynd Amöndu Kernell er
fjallað um takmarkalausa móðurást
en eitt aðalhlutverkanna er í hönd-
um Sverris Guðnasonar og hlaut
myndin Europa Cinemas
Label-verðlaunin sem besta evr-
ópska kvikmyndin árið 2016.
Við erum hér/Here we are
Mynd sem frumsýnd var á kvik-
myndahátíðinni í Cannes fyrr á
þessu ári, í leikstjórn Nir Berg-
man. Hér segir af Aharon sem hef-
ur helgað líf sitt því að annast ein-
hverfan son sinn, Uri. Líf þeirra er
í þægilegri rútínu en komið er að
því að Uri flytji að heiman og fari
að lifa eigin lífi. Spurningin er
hvorum reynist það erfiðara, föður
eða syni?
Köttur í veggnum/
Cat in the Wall
Köttur í veggnum var frumsýnd
á Locarno-hátíðinni í Sviss og er í
leikstjórn Vesela Kazakova og
Mina Mileva. Þær Mina og Vensela
hafa valdið nokkru fjaðrafoki í
heimalandi sínu Búlgaríu með
heimildarmyndum sem komið hafa
illa við kaunin á háttsettum mönn-
um þar í landi, að því er segir í til-
kynningu RIFF, enda fjalli þær um
valdatafl og skuggalega fortíð nafn-
togaðra stjórnmálamanna. Í mynd-
inni segir af búlgaskri fjölskyldu í
London sem lendir í miklum erjum
við nágranna sína vegna villikattar
sem fjölskyldan hefur tekið að sér.
Skáldaður farsi með alvarlegum
undirtóni, segir um myndina.
Við stjórnvölinn/A L’abordage
Gamanmynd eftir Guillaume
Brac sem var heimsfrumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Berlín síðasta
vetur þar sem hún hlaut verðlaun
alþjóðlegra samtaka kvikmynda-
gagnrýnenda FIPRESCI. Í henni
segir af Félix nokkrum sem ákveð-
ur að elta sálufélaga sinn yfir þvert
Frakkland en í kjölfarið fer af stað
grátbrosleg atburðarás þar sem
margt úr fer skorðum. Gaman-
mynd um samskipti og ástir unga
fólksins, segir um myndina.
Fröken Marx/Miss Marx
Kvikmynd í leikstjórn Súsönnu
Nicchiarelli sem er meðal þeirra
sem kepptu til aðalverðlauna Kvik-
myndahátíðarinnar í Feneyjum
sem lauk um helgina. Hér segir af
hinni frjálslegu og ástríðufullu
Eleanor Marx, yngstu dóttur Karls
Marx, sem var í hópi þeirra for-
ystukvenna sem fyrst leiddu saman
femínisma og sósíalisma og barðist
fyrir auknum réttindum kvenna og
verkafólks.
Myndirnar á dagskrá RIFF
verða sýndar í Bíó Paradís, einnig í
Norræna húsinu og á netinu á vef
RIFF, riff.is. Hátíðin verður sett
24. september og hefst miðasala nú
í vikunni.
Drykkja Mads Mikkelsen sturtar í sig áfengi í kvikmynd Thomas Vinterberg, Druk, sem sýnd verður á RIFF.
Áfengi, ást og áhrifavaldur
Nýjasta kvikmynd Thomas Vinterberg meðal þeirra sem sýndar verða í flokknum Fyrir opnu hafi
á RIFF Kvikmyndir sem vakið hafa athygli og hlotið mikið lof á virtum kvikmyndahátíðum
Hirðingjaland Nomadland er með Frances McDormand í aðalhlutverki.