Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Dregið Unnið var í gær af dugnaði við sundurdrátt fjár í Gljúfurárrétt í Grýtubakkahreppi. Þorgeir Baldursson Hafa menn leitt hugann að því hversu mjög félög og flokkadrættir eru sterkar frum- forsendur fyrir alls kyns ágreiningi og voðaverkum manna? Hóphyggjan er fyr- irbæri sem rænir menn heilli hugsun og hindrar þá í að taka ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo miklu auðveldara að taka þátt í einhverju sem hópurinn gerir. Félagar í hópnum þurfa ekki að taka persónulega ábyrgð á háttsemi hans. Nóg er að vísa til þess að hópurinn hafi tekið afstöðu og fé- lagarnir í hópnum styðji hana. Þetta er líka stundum nefnt hjarðhegðun, sem er lýsandi orð fyrir svona breytni. Mér er nær að halda að hóphyggjan sé ráðandi háttur í samfélagi mannanna. Menn eru með einum hópi og þá gegn öðrum. Styrjaldir eru t.d. reknar í nafni hópa. Ein þjóð ræðst á aðra og drepur sem mest hún má. Þeir sem drepnir eru hafa fæstir nokkru sinni gert á hluta þeirra sem drepa. Þeir sem tilheyra einni þjóð standa saman og þá eftir atvikum gegn öðrum þjóðum. Persónuleg háttsemi og ábyrgð kemur sjaldnast við sögu. Sama má segja um trúar- hópa, sem reglulega fremja illvirki á fólki úr öðrum hópum. Nú er frá því sagt að mörg- um, jafnvel flestum, almennum borgurum í Þýskalandi Hitlers hafi verið kunnugt um útrýmingu gyðinga en ekki látið málið samt neitt til sín taka. Og innan vébanda þjóðanna byggist mannlífið á hóphyggju. Menn eru síknt og heilagt að leggja málstað lið bara fyrir þá sök að þeir tilheyra hópnum sem færir hann fram. Í félögum er mjög oft kallað eftir sam- stöðu félagsmanna um svonefnd baráttumál þeirra. Þá er verið að biðja félagsmennina um að leggja ekki sjálfstætt mat á það sem um ræðir, heldur einfaldlega styðja það á grundvelli hóphyggjunnar. Og það dugar flestum. Þeir þurfa ekki að finna nein önnur rök fyrir afstöðunni en þau að hópurinn hafi hana. Á vettvangi stjórnmála háttar oftast svo að flokkarnir hafa afstöðu sem fulltrúum á þeirra vegum er talin bera skylda til að fylgja. Allt að einu er skýrt á um það kveðið í stjórnarskrá að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína (48. gr.). Hollustan við hópinn (flokkinn) tekur þessu samt oft- ast fram. Segja má að slík hóp- hyggja sé að hluta til nauðsyn- leg, þar sem mynda þarf hópa til að unnt sé að hafa skikk á landstjórninni. Þetta gengur samt oftast miklu lengra en nauðsyn krefur. Og fjölskipaðir dómstólar eru ofurseldir hóphyggjunni. Þar eru dómar oftast kveðnir upp án þess að einstakir þátttakendur í hópnum geri sér- staklega grein fyrir sinni afstöðu og rökum fyrir henni. Samt eiga þeir aðeins að beita réttarheimildum, eins og þeir skilja þær, við úrlausn málanna. Sumir dómarar hafa meira að segja kveðið upp úr um að samstaða inn- an hópsins sé sérstakt keppikefli. Þessi að- ferðafræði felur það í sér að niðurstaða dómsmála ræðst fremur af samningum inn- an hópsins en af beitingu réttarheimilda. Dómari sem fékk að ráða í síðustu viku skuldar hinum samstöðu í þessari svo ekki hallist á í hópnum. Aðilar dómsmálanna verða fórnarlömb hóphyggjunnar. Þó að fallast megi á að hópar séu að vissu marki nauðsynlegir og gagnlegir, ætti það sem við getum kallað einstaklingshyggju að ráða miklu meiru um hagi okkar og afstöðu. Menn eiga að taka sjálfir afstöðu til málefna í miklu ríkari mæli en nú er og vera tilbúnir til að taka ábyrgð á þeirri afstöðu. Mér er nær að halda að styrjöldum og hern- aðarlegum voðaverkum myndi fækka í heim- inum ef menn tækju upp þennan hugs- unarhátt í miklu ríkari mæli en nú er gert og legðu hóphyggjuna til hliðar sem almenn- an lífsmáta, eins og hún svo sannarlega er nú. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Menn eru síknt og heilagt að leggja málstað lið bara fyrir þá sök að þeir tilheyra hópnum sem færir hann fram. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Hóphyggja Á undanförnum árum hafa ýmsar ytri áskoranir komið upp í rekstri Icelandair Group. Fjár- málahrun, eldgos, kyrrsetning flugvéla, offramboð á sam- keppnismörkuðum og nú síðast Covid-19. Ef farið er lengra aft- ur í tímann og 83 ára saga fé- lagsins skoðuð þá hafa áskor- anir verið mun fleiri. Félagið hefur hins vegar staðið hverja raun af sér með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt hagkerfi og þjóðfélag. Stormurinn sem geisar núna er sá mest krefjandi sem félagið og flugheimurinn hefur nokkru sinni farið í gegnum. Flugfélög allt í kringum okkur hafa þegar fengið sértæka fjárhagsaðstoð frá viðkomandi stjórnvöldum. Það á til dæmis við um SAS, Finnair, Nor- wegian, Air France/KLM, British Airways og flest flugfélög í Bandaríkjunum. Í öllum þessum ríkjum hafa stjórnvöld brugðist við til þess að tryggja samgöngur og þar með grundvallarinnviði þjóðfélaganna og um leið verja störf. Stjórnvöld á Íslandi hafa jafn- framt brugðist við og samþykkt að ábyrgjast lánalínu til þrautarvara gagnvart Icelandair Group. Forsendan fyrir því að lánalínan taki gildi er að félagið safni nýju hlutafé. Á mið- vikudag hefst hlutafjárútboð félagsins þar sem stefnt er að því að safna a.m.k. 20 millj- örðum króna. Tækifæri fyrir Icelandair Group Síðustu sex mánuði hafa starfsmenn fé- lagsins unnið dag og nótt að því að undirbúa hlutafjárútboðið. Samið hefur verið við helstu hagsmunaaðila þar sem tekist hefur að styrkja samkeppnishæfni til framtíðar verulega og aðlaga greiðslubyrði lána og leigusamninga að væntu sjóðstreymi félags- ins næstu misseri. Að mati félagsins felast veruleg tækifæri í viðskiptalíkani Icelandair. Bæði hvað varðar ferðamannamarkaðinn til Íslands og í því að tengja saman Evrópu og N-Ameríku í gegn- um Ísland. Það eru líkur á því að lönd eins og Ísland verði eftirsóknarverður áfanga- staður hjá ferðamönnum þegar óvissan vegna Covid-19 minnkar. Hér er mikið pláss og öryggi sem fólk mun sækja í frekar en að fara í stórborgir. Einnig er líklegt að breyt- ing á eftirspurn eftir flugi muni fækka bein- um flugum á breiðþotum milli Evrópu og N-Ameríku og því verður leiðarkerfi Icelandair í ákveðinni kjör- stöðu með hagkvæmum tengingum milli heimsálf- anna. Engu að síður felur fjárfesting í hlutabréfum alltaf í sér áhættu, ekki síst í flugfélögum á þessum óvissutímum. Mikilvægt að verja störf Af málflutningi ýmissa í þjóðfélaginu að undanförnu má draga þær ályktanir að endurskipulagning og hlutafjárútboð Ice- landair Group snúist að miklu leyti um að bjarga núverandi hluthöfum og stjórnendum félagsins. Að sjálfsögðu höfum við haft hags- muni hluthafa að leiðarljósi við vinnu okkar enda er það lögbundin skylda okkar. Stað- reyndin er samt sem áður sú að ef hlutafjár- útboðið gengur upp þá hafa núverandi hlut- hafar borið verulega skertan hlut frá borði miðað við gengi hlutabréfa félagsins áður en Covid-19 skall á. Það ætti ekki að þurfa að nefna að stjórnendur félagsins eru ekki ráð- andi þáttur í heildarsamhenginu þar sem hægt er að skipta þeim út ef það er vilji til þess. Vinnan undanfarna mánuði hefur fyrst og fremst snúist um að tryggja framtíð Ice- landair Group og verja störf. 300 milljarða framlag til þjóðarbúsins Yfir háannatíma félagsins 2019 voru starfsmenn félagsins um 4.500, án starfs- manna Icelandair Hotels. Vegna þeirra hef- ur félagið greitt, síðasta áratuginn, um 300 milljarða króna beint inn í íslenska hagkerfið að mestu í formi launa og tryggingagjalds og lífeyrissjóðsframlaga hér á Íslandi. Bein já- kvæð áhrif á hagkerfið hafa því verið gríð- arleg svo ekki sé minnst á þau óbeinu. Tugir þúsunda fjölskyldumeðlima starfsmanna Ice- landair Group hafa beina hagsmuni af því að félagið vaxi og dafni og komist með farsælum hætti í gegnum núverandi ástand. Starfsmenn Icelandair Group greiða í ýmis stéttarfélög og lífeyrissjóði. Í júlí 2019 voru félagsmenn eftirfarandi stéttarfélaga fjöl- mennastir meðal starfsmanna Icelandair Group: Flugfreyjufélag Íslands 1.308 VR 1.259 Verkal.- og sjóm.fél. Keflavíkur 714 Fél. ísl. atvinnuflugmanna 600 Mikill meirihluti starfsmanna félagsins er félagsmenn í stéttarfélögum innan ASÍ. Skiptingin hefði verið svipuð í júlí 2020 ef Covid-19 hefði ekki skollið á. Framtíð þúsunda starfsmanna í húfi Ef hlutafjárútboð félagsins gengur vel í vikunni og félaginu tekst að ljúka fjárhags- legri endurskipulagningu með farsælum hætti þá hefur okkur fyrst og fremst tekist að vekja von hjá þúsundum starfsmanna í framangreindum stéttarfélögum um að þeir geti komið aftur til starfa hjá frábæru fyrir- tæki. Icelandair Group verður þá jafnframt tilbúið til að gegna lykilhlutverki í viðspyrn- unni á Íslandi þegar eftirspurn ferðamanna tekur við sér. Það mun verða mjög mikilvægt fyrir þúsundir starfsmanna ferðaþjónustu- fyrirtækja um allt land sem sjá fram á erfiða mánuði fram undan. Þar skiptir hver dagur máli. Um þetta snýst fjárhagsleg endur- skipulagning Icelandair Group. Eftir Boga Nils Bogason, Evu Sóleyju Guðbjörns- dóttur og Elísabetu Helgadóttur » Veruleg tækifæri felast í viðskiptalíkani Icelandair. Bæði hvað varðar ferðamanna- markaðinn til Íslands og í því að tengja saman Evrópu og N- Ameríku í gegnum Ísland. Bogi Nils Bogason Bogi Nils er forstjóri, Eva Sóley er fram- kvæmdastjóri fjármála og Elísabet er fram- kvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair Group. Staðreyndir um fjárhagslega endur- skipulagningu og framtíð Icelandair Group Eva Sóley Guðbjörnsdóttir Elísabet Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.