Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
Páll Vilhjálmsson blaðamaður ogkennari ritar á blog.is: „Ef Ís-
lendingur telur sér ekki vært á
Fróni, tekur sig upp og flyst til
framandi lands þá
skapar hann sér
óvissu. Taki hann
fjölskylduna með
sér eykst óvissan.
Ef pappírarnir eru
ekki í lagi og óvíst
með landvist og ný
heimkynni er við-
komandi að leggja á tæpasta vað.
Ef þessi ímyndaði Íslendingur er
öfgamaður og aðhyllist pólitík um
guðs ríki á jörðu, þar sem dauða-
refsing liggur við að afneita trúnni
og helmingur mannkyns, kven-
kynið, er settur skör lægra en karl-
ar, tja, þá er um sérstaklega ósvíf-
inn einstakling að ræða ef hann
heimtar mannúð og landvist í ríki
sem er andstæða við trú hans.
Egyptinn sem kom hingað meðfjölskyldu sína lýsir stoltur
yfir því að hann tilheyri Bræðra-
lagi múslima. Samtökin eru við-
urkennd öfgasamtök, áhöld eru um
hvort þau séu hryðjuverkasamtök.
Egyptinn uppfyllir ekki skilyrði
til að fá landvist hér á landi. Sé
honum veitt landvist bitnar það á
öðrum, sem eru verðugri.“
Eðlilegt er að fólk hafi samúðmeð börnum sem ferðast
þurfa á milli landa og njóta ekki
fyllsta öryggis en eins og Páll
bendir á hangir fleira á spýtunni.
Staðreyndin er þó sú að enginfjölskylda og ekkert barn kem-
ur beint frá ófriðarsvæði eða óör-
uggu landi til Íslands. Þeir sem
hingað koma og segjast á flótta
koma frá meginlandi Evrópu og
reglur kveða á um að þangað eigi
þeir að hverfa á ný. Afar mikilvægt
er að þeim reglum verði fylgt og
að það verði gert mun hraðar en
nú er.
Páll Vilhjálmsson
Á Bræðralagið
að njóta forgangs?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Unnið er að dýpkun Sandgerðishafn-
ar með nýjum og óvenjulegum hætti.
Fyrst var grjóti og möl sturtað í sjó-
inn og grafa notuð til að búa til at-
hafnasvæði. Eru nú tvær öflugar vél-
ar við vinnu á svæðinu. Önnur rífur
efnið upp og hin mokar því til.
Verið er að dýpka höfnina framan
við löndunarkrana við Norðurgarð.
Dýptin við efstu löndunarkranana
verður 2,5 metrar en alls eru 6 lönd-
unarkranar á bryggjunni og flot-
bryggjur fyrir 70 litla báta. Svæðið
sem unnið er á er um 23 metrar að
breidd.
Stór vörubíll tekur við efninu og
flytur á urðunarstað. Ellert Skúla-
son ehf. er verktaki við dýpkunar-
framkvæmdirnar. Stefnt er að því að
verkinu ljúki í nóvember.
Dýpkað við löndunarkranana
Útbúið var athafnasvæði fyrir tækin
úti í sjó Verklok áætluð í nóvember
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tímamót verða í samgöngumálum höf-
uðborgarsvæðisins í dag þegar fram-
kvæmdir hefjast við breikkun Vest-
urlandsvegar á Kjalarnesi. Á þessum
kafla hringvegarins hafa orðið alvarleg
slys og lengi hefur verið kallað eftir
vegabótum þarna til að auka umferð-
aröryggi.
Breikkun hringvegar á Kjalarnesi,
frá Varmhólum í Kollafirði að Vallá,
var boðin út í sumar. Tilboð voru opn-
uð 11. ágúst sl. og átti Ístak hf. í Mos-
fellsbæ lægsta tilboðið, rúma 2,3 millj-
arða króna.
Vegagerðin og Ístak undirrituðu
samninga um verkið sl. fimmtudag.
Karl Andreassen, framkvæmdastjóri
Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, for-
stöðumaður framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar, skrifuðu undirsamn-
inginn. Starfsmenn Ístaks munu svo
hefjast handa við verkið strax í dag,
mánudag. Byrjað verður að setja upp
vegmerkingar nálægt Varmhólum í
dag og jarðvinna mun svo hefjast á
morgun.
Um er að ræða breikkun á 4,13 km
löngum kafla hringvegar. Breikka á
núverandi tveggja akreina veg í 2+1-
veg með aðskildum akbrautum. Í verk-
inu eru hringtorg, tvenn undirgöng úr
stálplötum, áningarstaður, hliðarvegir
og stígar. Fergja á vegstæði og fram-
tíðarstæði stíga meðfram hliðarvegum.
Verkinu tilheyra ræsi, regnvatnslagnir,
veglýsing, lagnir fyrir upplýsingakerfi
Vegagerðarinnar og breytingar á lögn-
um veitufyrirtækja. Verkinu skal að
fullu lokið fyrir júní 2023.
Verkið í heild felur í sér breikkun
Vesturlandsvegar á um níu kílómetra
kafla milli Varmhóla í Kollafirði og
vegamóta Hvalfjarðarvegar. Seinni
áfanginn, Vallá-Hvalfjörður, verður
boðinn út í haust en verklok eru einnig
áætluð 2023. Vallá er skammt fyrir
sunnan Grundarhverfið á Kjalarnesi.
Byrja að breikka
veg um Kjalarnes
Verki verði lokið um sumarið 2023
Morgunblaðið/sisi
Kollafjörður Starfsmenn Ístaks
hefjast handa við verkið strax í dag.