Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 ✝ Halldóra HelgaÓladóttir fædd- ist á Raufarhöfn þann 5. júlí 1931. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi þann 30. ágúst 2020. Hún var dóttir hjónanna Óla Jón- assonar 1896-1936 og Sigríðar Að- albjargar Guð- mundsdóttur 1910-1936. Þau áttu tvö börn. a) Guðmundur Ólason, 1928- 1962. Hann giftist Ragnheiði Lín- dal Hinriksdóttur 1936 - 1961 og áttu þau soninn Óla G. Guð- mundsson, f. 7.10. 1961. Kona Óla er Kristjana Björnsdóttir, f. 8.12. 1962. Börn þeirra eru Ragnheiður Lilja Óladóttir, f. 21.7. 1985, Hulda Óladóttir, f. 2.4. 1987, og Júlía Óladóttir, f. 21.2. 2000. b) Halldóra Helga Óladóttir f. 5.7. 1931. Eftir fráfall foreldra Halldóru fór hún til Rannveigar Laxdal Lund 1890 - 1961 sem gekk henni í móðurstað og Maríusar Jó- hanns Lund 1880 - 1935. Þar ólst hún upp með fimm börnum Valberg, f. 1977. Synir þeirra eru Alexander Þór Valberg, f. 25.6. 2009, og Gabríel Leó Valberg, f. 24.7. 2014. Sambýlismaður Hönnu er Bjarki Freyr Gunn- laugsson, f. 16.8. 1980. Synir hans eru Elvar Ægir, f. 2007, Daníel Óðinn, f. 2009, og Héðinn Vili, f. 2012. 2) Oddný Gunnarsdóttir, f. 25.9. 1956. Fyrrum eiginmaður hennar er Hörður Ernst Sverr- isson, f. 1954. Börn þeirra eru 2a) Gunnar Sverrir Harðarson, f. 8.4. 1978. Fyrrum eiginkona hans er Lilja Björk Ketilsdóttir, f. 1978. Dætur þeirra eru Sandra Nótt Gunnarsdóttir, f. 23.7. 2000, og Viktoría Mist Gunnarsdóttir, f. 4.12. 2004. Sambýliskona Gunnars Sverris er Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, f. 29.1. 1971. Dætur hennar eru Steinunn Mar- grét, f. 1999, og Erna María, f. 2002. 2b) Helga Kristín Harð- ardóttir, f. 31.07.1987. Sambýlis- maður hennar er Páll Orri Pét- ursson, f. 12.04.1987. Synir þeirra eru Gunnar Máni Pálsson, f. 16.9. 2017, og Pétur Elí Páls- son, f. 15.4. 2020. Sambýlismaður Oddnýjar er Egill Daníel Sigurðsson, f. 7.4. 1962. Börn hans eru Ástdís, f. 1997, Sigurður Daníel, f. 20.10. 1997, d. 11.11. 1997, og Stefán Halldór, f. 1999. Útför Halldóru fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 14. sept- ember 2020, klukkan 13. þeirra, Sveinbjörgu Lúðvíku Lund 1910 - 1977, Grími Lax- dal Lund 1914 - 1992, Þorbjörgu Andreu Lund 1916 - 1960, Kristjáni Árna Pétri Lund 1919 - 2002 og Mar- íu Önnu Lund 1927 - 2016. Árið 1951 giftist hún Gunnari Stein- grímssyni, f. 4.12. 1929, d. 4.10. 2002. Dætur þeirra eru 1) Sigríð- ur Oddný Gunnarsdóttir, f. 3.9. 1950. Fyrrum eiginmaður henn- ar er Hrafnkell Óskarsson, f. 1952. Dætur þeirra eru 1a) Hrafnhildur Dóra Hrafnkels- dóttir, f. 18.11. 1977. Fyrrum eig- inmaður hennar er Elvar Ólafs- son, f. 1977. Börn þeirra eru Eyrún Alda Elvarsdóttir, f. 3.9. 2003, Andri Steinn Elvarsson, f. 1.10. 2006, og Freyja Björk Elv- arsdóttir, f. 15.3. 2011. Sambýlis- maður Hrafnhildar er Hólm- steinn Bjarni Birgisson, f. 14.9. 1979. Börn hans eru Bjarni Þór, f. 2003, og Rakel Ósk f. 2008. 1b) Hanna Margrét Hrafnkels- dóttir, f. 17.6. 1981. Fyrrum eig- inmaður hennar er Bjarki Þórir Elsku mamma okkar. Nú ertu búin að kveðja okkur og líklega komin í faðminn hans pabba. Margar minningar streyma til okkar þegar hugsað er til baka. Þú varst alltaf svo stór- glæsileg og hæfileikarík, list- hneigð og góður postulínsmálari. Þú naust þess að hafa fallegt í kringum þig og bar heimili ykkar þess merki. Mamma og pabbi hófu búskap á Laufásvegi 10 og síðar á Loka- stíg 16 en þar bjuggu einnig í sama húsi amma Oddný og afi Steingrímur. Síðar keyptu þau hæð í Rauðagerði 12 en þar nutum við systurnar þess að alast upp í yndislegu umhverfi með skemmti- legum nágrönnum. Skammt frá heimilinu var hænsnabú og á Sogaveginum var bóndi með kind- ur og fylgdumst við systurnar spenntar með sauðburðinum á vorin. Milli Miklubrautar og Suð- urlandsbrautar var rófu- og kart- öflurækt ásamt svínabúi í gamla Rauðagerðinu – sannkölluð sveit í borg. Foreldrar okkar festu kaup á sumarbústaðalóð á Þingvöllum árið 1966 og var það þeirra draumastaður en í sveitinni undi mamma sér vel og hafði gaman af skógræktinni. Mamma hannaði afskaplega fallegan arin í miðjum bústaðnum. Arinninn var þakinn íslenskum steinum, skreyttur rósamynstri, sem mamma og pabbi tíndu á ferðalagi um land- ið. Árið 1978 fluttu þau í Garða- bæinn, að Hæðarbyggð 11. Húsið var tignarlegt með stórum falleg- um garði. Mamma og pabbi vörðu öllum sínum frístundum í garðin- um. Garðurinn var alltaf snyrti- legur og þakinn fallegum sumar- blómum sem hún ræktaði í garðhúsinu sem pabbi smíðaði. Árið 1994 fengu þau svo viður- kenningu frá sveitafélaginu fyrir fegursta garð Garðabæjar. Mamma lærði postulínsmáln- ingu og átti það hug hennar allan. Málaði hún ótrúlegustu listaverk sem hún gaf okkur systrunum og barnabörnum. Vasar, veggmynd- ir, matar- og kaffistell og fleiri fal- legir hlutir komu á færibandi frá mömmu – svo afkastamikil var hún. Á efri árum fluttu þau að Leiðhömrum í Grafarvogi og var heimili þeirra alltaf sérlega glæsi- legt og hlýlegt. Elsku mamma, þú varst ótrú- lega sterk kona og dugleg, glæsi- leg og varst alltaf til staðar fyrir okkur. Eigum yndislegar minn- ingar um þig. Elskum þig elsku mamma. Megi þú hvíla í friði. Oddný og Sigríður (Sigga). Elsku amma. við kveðjum þig nú með sorg í hjarta og yndisleg- um minningum. Við erum þakk- látar fyrir að hafa haft tækifæri til að heimsækja þig nokkrum sinn- um og kvatt eftir að það varð ljóst í hvað stefndi en kærust verður minningin um viðbrögð þín þegar þú heyrðir nöfnin okkar daginn áður en þú fórst. Það var augljóst að það var mikil ást þar að baki þótt erfitt ættirðu með að hreyfa þig og það sýndirðu svo sannar- lega í gegnum árin. Heimsóknir til ykkar afa Gunnars í Hæðar- byggðina voru svo skemmtilegar. Risastór verðlaunagarður með gosbrunni, læk og heitum potti veitti okkur ótal góðar leikstundir og ekki skemmdu borðtennisborð og sána fyrir. Það gat meira að segja verið gaman að sópa bíl- skúrinn! En bestu minningarnar frá þeim tíma voru klárlega jólin. Þið afi voruð svo dugleg að skapa hátíðlega stemningu, m.a. með postulínsdiskunum sem þú málað- ir svo listilega sjálf. Handverk og listir áttu svo vel við þig og eftir standa fjölmargir postulínsdiskar og vasar auk lista- verksins uppi í sumarbústað sem verður alltaf í uppáhaldi. Við eig- um margar góðar minningar frá bústaðnum en ein sú skemmtileg- asta hlýtur að vera þegar 3 ætt- liðir þrömmuðu eftir mjóum veg- inum til að komast í bústaðinn, með 3 metra háa skafla fyrir ofan veg og ískalt vatnið fyrir neðan og þú gerðir þér lítið fyrir og húkk- aðir þér bara far með vélsleða upp í bústað. Þú varst nefnilega alltaf pínu töffari, eins og þegar þú syntir í Þingvallavatni fyrir mörg- um árum. Eftir því sem árin liðu fór heils- unni hrakandi en þú skapaðir þér nýtt og hlýlegt heimili á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni þar sem þú varst umvafin yndislegu starfs- fólki og daglegum heimsóknum frá dætrum þínum. Það skorti ekki gott fólk í þínu lífi sem segir einna mest um þig. Þrátt fyrir allt varstu harðari en flestir og ekkert á því að gefast upp, eftir lungnabólgu varstu t.d. komin í hárlagningu nokkrum dögum seinna eins og ekkert væri eðlilegra. Það var ekki líkams- styrkurinn sem gerði þig að þeirri kraftmiklu konu sem þá varst heldur var það lífsviljinn og þrótt- urinn sem gaf okkur nokkur auka- ár með þér. En líkaminn þurfti á endanum hvíld og eftir sitja frá- bærar minningar. Við erum þakk- látar fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og varst. Minning þín mun lifa lengi. Hrafnhildur Dóra og Hanna Margrét. Þegar ég lauk námi frá Núpasveitarskóla við Kópasker vorið 1962 var hvorki sjálfsagt né einfalt að fá skólavist í framhalds- skóla. Með hjálp góðra ættingja og vina tókst þó að lokum að fá skólavist fyrir mig í Vogaskólan- um í Reykjavík, en þá höfðu þau heiðurshjón Halldóra Óladóttir, fóstursystir föður míns, og Gunn- ar Steingrímsson boðið mér að dvelja á heimili þeirra í Rauða- gerði 12. Sigríður Oddný, eldri dóttir þeirra, hafði þá verið sum- arstúlka heima í Miðtúni. Hún hafði það aðalstarfi að hafa ofanaf fyrir Grími, yngsta bróður mín- um. Mér var tekið opnum örmum af allri fjölskyldunni frá fyrsta degi. Gunnar og Halldóra höfðu búið sér og dætrum sínum, Sigríði og Oddnýju, yndislegt heimili, allt bar merki um smekkvísi þeirra, hvort sem það voru húsgögn, myndir eða munir sem frænka mín hafði keypt eða hannað sjálf. Halldóra var ákaflega listfeng, málaði á postulín m.a. myndir af blómum og fuglum á lampa, vasa, skálar og heilu matarstellin. Hún var einnig mikil hannyrðakona og saumaði sína fallegustu kjóla sjálf. Ég reyndi að gera það sem ég gat til að létta undir með heim- ilisstörfin. Smá spölur var í fisk- búðina, en styttra í mjólkurbúðina og matvöruverslunina og þangað fór ég fyrir frænku mína, svo oft sem þörf var á. Mér var stundum treyst til að ryksuga, en það varð að vera vel gert svo frænka mín væri ánægð með verkið. Á kvöldin var horft á Kanasjónvarpið, t.d. Bonanza-þættina. Oft fór ég með þeim í bíó eða leikhús eða þá í sunnudagsbíltúr eitthvað út fyrir bæjarmörkin, til Hveragerðis, út á Reykjanes eða til Þingvalla en þar byggðu þau sér fallegan sum- arbústað við vatnsbakkann. Oft voru þau Oddný og Steingrímur foreldrar Gunnars, svo og Halldór bróðir Gunnars, með í för á Fíat- inum þeirra, en Gunnar og Hall- dóra áttu sjálf lítinn Daf og komu m.a. á honum alla leið norður í Miðtún í heimsókn til pabba og mömmu og á æskustöðvar Hall- dóru á Raufarhöfn. Halldóra átti einn albróður, Guðmund, eða Mumma, og þótti ákaflega vænt um hann eins og gefur að skilja. Það var henni því mikið áfall er hann fórst þegar síldarbáturinn Stuðlaberg sökk með 11 manna áhöfn 1962. Slysið tók hún svo nærri sér að hún gat helst ekki um það talað. Guð- mundur lét eftir sig eiginkonu og einn son, Óla, og milli hans og fjöl- skyldu Halldóru var náinn frænd- skapur. Faðir minn, Árni Pétur Lund, tók að mestu leyti við búskapnum í Lundshúsinu eftir að faðir hans lést. Þá var pabbi 16 ára gamall. Hann nefndi oft hve dugleg og hjálpfús Halldóra systir hefði ver- ið við að hjálpa honum, m.a. í hey- skap þegar snögglega þurfti að taka saman. Þá var Halldóra mætt – þegar í stað – eitthvað sem pabba líkaði alla tíð. Gunnar lést um aldur fram, á 73. aldursári, og nú er frænka mín einnig farin til betri heima, þreytt eftir nokkuð langa og erfiða sjúkralegu. Að leiðarlokum sendi ég allar mínar bestu hugsanir til þeirra heiðurshjóna Gunnars og Halldóru og dætra þeirra og þakka öll þeirra elskulegheit við Miðtúnsfjölskylduna. Kristinn Lund. Foreldrar Halldóru, Óli Jónas- son og Sigríður Guðmundsdóttir, tóku saman í Leirhöfn á Mel- rakkasléttu og þar fæddist þeim sonurinn Guðmundur 1928. Þau fluttu til Raufarhafnar og byggðu húsið Bakka 1930. Þar fæddist Halldóra og fékk nafn móður- ömmu sinnar. Raufarhöfn var í ör- um vexti; Norðmenn ráku þar síldarverksmiðju, mikil umsvif og atvinnuvon. Þá herjuðu berklar um allt land og 1936 létust úr þeim bæði Óli og Sigríður, hann í febr- úar og hún í september. Eftir stóðu tvö munaðarlaus börn; Guð- mundur eða Mummi og Halldóra, þá 5 ára gömul. Guðmundur fór til Valdimars móðurbróður síns og Kristínar konu hans á Raufar- höfn. Á Raufarhöfn skáru tvö hús sig úr; stóra Búðin sem brann 1956 og Lundshúsið, tveggja hæða timb- urhús þar sem ábúendur Raufar- hafnar bjuggu. Árið 1936 stóð svo á að ábúandinn, Maríus Lund, hafði látist árinu áður og stóra Lundsheimilið í höndum ekkjunn- ar Rannveigar Lund. Þar bjó einnig Jósefína, systir Maríusar, orðlögð gæðamanneskja. Mér var sagt að þær mágkonur, Rannveig og Jósefína, hafi saman ákveðið að taka Halldóru litlu að sér. Yngsta barn Rannveigar, María Anna, var þá 7 ára en önnur börn upp- komin – og þó; Þorbjörg, tvítug dóttir hennar, lá berklaveik á spít- ala og átti þaðan ekki afturkvæmt. Auðvitað hefur það snert strengi í hjarta ömmu minnar að vita af foreldralausu barni af berkla völdum. En hvað um það; í Lunds- húsinu var Halldóru tekið opnum örmum og hjá Rannveigu, nýju mömmu sinni, fékk hún holu til að kúra í og alla þá ást og umhyggju sem amma mín gat veitt – og það var ekki svo lítið þar sem Rann- veig Lund var annars vegar. Á þessum árum sá Árni Pétur faðir minn að miklu leyti um búskap móður sinnar og með komu Hall- dóru eignaðist hann systur sem honum var alla tíð mjög kær; Halldóra systir. Að æskuárum liðnum fór Hall- dóra til náms í Húsmæðraskóla Reykjavíkur; hefur átt að fulln- uma sig í fræðunum en sagt var að það jafnaðist á við húsmæðranám að vera í vist hjá frú Rannveigu Lund. Í Lundshúsinu rak hún með miklum myndarbrag gistihús og greiðasölu í fjöldamörg ár. Í Reykjavík kynntist Halldóra manni sínum, Gunnari H. Stein- grímssyni, og vakti það athygli er hann kom sjálfur fljúgandi til Raufarhafnar að hitta kærustuna sem átti stuttan stans þar heima áður en hún flutti alfarið suður. Gunnar var viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri hjá O. Johnson og Kaaber í 45 ár; glæsimenni og einstakur öðlingur. Saman bjuggu þau sér einkar falleg heimili, síð- ast einbýlishús við Leiðhamra. Gunnar lést 4. október 2002, and- lát hans kom á óvart – hann bar með sér hreysti og fágaða fram- komu til síðasta dags. Í minning- argrein um hann nefndi ég ein- læga væntumþykju þeirra hjóna til foreldra minna og okkar bræðra í Miðtúni. Mikill var miss- ir Halldóru. Hún bjó áfram í Leið- hömrum, málaði myndir og hvert postulínið á fætur öðru sem m.a. prýðir heimili okkar hjóna. Elsku Sigga og Oddný. Þið vor- uð móður ykkar til halds og trausts allt til hins síðasta. Mið- túnsfjölskyldan sendir ykkur öll- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi og varðveiti Hall- dóru frænku mína. Níels Árni Lund. Halldóra Helga Óladóttir Það var vorið ’69, sem ég hitti mann, sem varð tíu árum síðar tengdafaðir minn, það var hlýlegur maður. Ég hafði ráðið mig vinnumann í Ásakot, hafði öll mín bernskuár verið við bústörf eftir því sem hæfði barni og unglingi fyrir vestan. Þar vestra höfðu verið köld vor undanfarin ár, ég heyrði að sunnlensku fólki fannst þetta hart vor. Ég var að líta til kinda, með Eygló systur Ragnars Braga, þegar ég hitti hann. Þarna sá ég Ragnar Bragi Jóhannesson ✝ Ragnar BragiJóhannesson fæddist 30.9. 1926. Hann lést 14.8. 2020. Útför Ragnars Braga fór fram 22.8. 2020. mann sem teymdi við hönd hvítan hest og fór sér hvergi óðslega. Sem Vest- firðingur hafði ég ekki kynnst hestum, hafði þá hugmynd að sunnanlands væri nóg af hestum. Taldi líka víst að þeim væri riðið í sprettum til flestra verka. Þegar ég svo hitti manninn var hann fremur fámáll, fann þó tíð- arfarinu allt til foráttu. Hann taldi betra að rölta með hest í taumi við sauðburðarstússið en þeytast á fullri ferð. Þetta var Bói í Ásakoti sem ég hitti þá í fyrsta sinn. Ég kynntist honum hægt og rólega þetta sumar, hann gat ver- ið glettinn og kátur, en hæglátur flestar stundir. Húsbóndi minn var faðir hans Jóhannes, ekki voru þeir feðgar líkir í lund og háttum, en báðir fjölhæfir, eftir því sem gerðist hjá sveitamönn- um. Bói í Ásakoti var listfengur smiður og vandvirkur við alla hluti svo af bar. Um árabil stundaði hann smíð- ar, hann hafði ungur lært til slíkra hluta austur á Hólmi í Landbroti og um tíma í Reykja- vík. Ekki er ég viss um að launin hafi alltaf verið reiknuð til fulls við þau störf sem hann vann fyrir vini og ættingja. Flestir eða allir hlutir hafa staðist tímans tönn, enda vandað vel til verka. Alveg sama var hvort var fínvinna eða húsasmíði, viðgerðir véla eða hvað annað sem til féll, hann hafði gott lag á öllu. Eins og fleiri ungir Tungnamenn fór hann á fjall, sem kallað var, í fjárleitir á Kili. Nær samfellt fór hann þrjátíu ár í leitir, lengst af í eftirsafn sem Tungnamenn kalla. Þessar ferðir voru honum minnisstæðar, síð- ustu mánuði sem hann lifði minntist hann oft á fjallferðirnar. Hann hafði hjá sér mynd af Þórði Kárasyni frá Litla-Fljóti, enda var sá þekkti hagyrðingur fyrir- liði eftirsafnsmanna um árabil. Á efri árum fór Bói að skera út í tré, var jafnan til þess tekið hvað nákvæmni og vandvirkni einkenndi allt sem hann lagði hönd á. Hagyrðingur var hann snjall, en flíkaði lítt utan fjöl- skyldu og nánustu vina. Það var honum mikið áfall og missir þegar kona hans, Dísa í Ásakoti, féll frá, enda voru þau hjón samhent. Undanfarið síðasta ár hafði hann búið á Sólvöllum á Eyrar- bakka, ekki var honum létt að yf- irgefa æskuheimili sitt. Hann undi þó vel og varð fljótt sáttur og þakklátur fyrir þá umönnun sem til boða stóð. Bói var öllum kær, bæði grönnum sem og sveit- ungum. Hann var söngelskur og lag- viss, hafði mjög fallega rödd og söng tenórinn af mikilli list, hafði á yngri árum tekið þátt í leiklist á vegum ungmennafélagsins. Mörgum kostum var sá maður gæddur þótt ekki væri hann sjálf- ur að hampa sínu. Hlédrægni var hans fylgikona alla tíð. Magnús Halldórsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.