Morgunblaðið - 19.09.2020, Síða 1
Lífið ermaraþon
Safn umberkla
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur um
þessar mundir í Ráðherranum og er í tök
kvikmynd. En Þorvaldhan
20. SEPTEMBER 2020SUNNUDAGUR
Í gegnum linsuna
Persónu-miðað
námKristrún Lind Birgisdóttir vill sjá breytingar í
menntamálum og segir aðeins vanta herslumuninn. 14 Á sýningu World Press Photo eru
myndir frá öllum heimshornum. 8
Leikkonan MaríaPálsdóttir opnaðisafn og kaffihús íEyjafirði. 22
L A U G A R D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 221. tölublað 108. árgangur
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
Hann er kominn!
Nýr 100% rafmagnaður Volkswagen ID.3
Komdu í reynsluakstur
#NúGeturÞú
AÐSTÆÐUR SEM
KALLA Á FUM-
LAUSA VINNU STALDRI VIÐ MYNDIRNAR
FJARSKI OG NÁND 42BIFRÖST 16
Endurbætur á framhúsi Þjóðleikhússins ásamt nýrri utanhússlýsingu eru á
lokametrunum, en fyrsta frumsýning vetrarins á Stóra sviðinu verður eftir
viku. „Mesta hólið í okkar huga er ef leikhúsgestir sem hingað koma spyrja
sig hvort þetta hafi ekki alltaf verið svona,“ segir Þórður Orri Pétursson
lýsingarhönnuður, sem ásamt Hálfdani Lárusi Pedersen innanhússhönnuði
hefur hannað og haft umsjón með endurbótunum, sem kosta um 155 millj-
ónir króna. Miðasalan er komin aftur á sinn stað og panellinn fyrir ofan
lúguna var áður afgreiðsluborð gömlu miðasölunnar. »44
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
155 milljóna endurbætur
Þjóðleikhúsið gengur í endurnýjun lífdaga
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stóru fasteignafélögin, Reitir, Reg-
inn og Eik, hafa bókfært tekjutap
vegna tekjufalls hjá hótelum í
kórónuveirufaraldrinum. Er útlit fyr-
ir að samanlagt tap þeirra af þessum
sökum muni hlaupa á milljörðum.
Má í því samhengi nefna að
lífeyrissjóðirnir eru áberandi í hlut-
hafahópum félaganna þriggja.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita,
áætlar að tjón félagsins af faraldr-
inum verði um tveir milljarðar.
Tekjur félagsins af hótelum í fyrra
voru um 1.900 milljónir, sem sam-
svaraði um 16% af heildartekjum.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri
Regins, segir félagið hafa um 430
leigutaka og að 7-8% af tekjum komi
frá hótelum. Rekstrartekjur félags-
ins voru um 9,8 milljarðar í fyrra og
samsvarar 8% hlutfall hótelanna því
tæpum 800 milljónum.
Spá nú minni hagnaði
Garðar H. Friðjónsson, forstjóri
Eikar, segir hlutfall hótela í tekjum
félagsins ekki hafa verið gefið upp.
Hins vegar hafi félagið uppfært spá
um hagnað fyrir fjármagnsliði, af-
skriftir og skatta (EBITDA) úr 5,7
milljörðum í 4,85-5,1 milljarð króna.
Rætt var um leiðir út úr krepp-
unni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins.
Árni Sigurjónsson, formaður Sam-
taka iðnaðarins, sagði í setningar-
ræðu að verkalýðsforystan tæki ekki
mið af breyttu efnahagsumhverfi.
„Atvinnurekendur hafa gert
verkalýðsforystunni skilmerkilega
grein fyrir því að ekki sé innstæða
fyrir launahækkunum um þessar
mundir … Talað er fyrir daufum eyr-
um en verkalýðsforystan kýs að
standa vörð um samningsbundnar
hækkanir frekar en að standa vörð
um störf umbjóðenda sinna,“ sagði
Árni í ræðu sinni.
Afskrifa millj-
arða tekjur
Fasteignafélög tapa á lokun hótela
SI segja kaupmáttinn á niðurleið
MSamdráttur » 6 og 24
Flestum hafnað
» Fram kom á Iðnþingi að
aðeins 128 af 883 verkefnum
hefðu hlotið brautargengi hjá
Tækniþróunarsjóði.
» Samtímis fái margir
atvinnuleysisbætur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Borg Reitir eiga húsið.
Spurn eftir bréfum í nýafstöðnu
hlutafjárútboði Icelandair var 85%
meiri en framboðið. Fyrir útboðið
voru fjórir íslenskir lífeyrissjóðir
meðal fimm stærstu hluthafa. Heim-
ildir Morgunblaðsins herma að einn
þeirra, Gildi lífeyrissjóður, hafi tek-
ið þátt í útboðinu, en ekki fékkst
staðfest að hve miklu leyti. Staðfest
er að Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins skráði sig fyrir tveimur
milljörðum króna í útboðinu. Birta
og Lífeyrissjóður verslunarmanna
tóku hins vegar ekki þátt í því.
Nýr hluthafalisti hefur ekki feng-
ist uppgefinn, en heimildarmenn
blaðsins telja líklegt að í ljós muni
koma mjög breiður eigendahópur úr
öllum áttum.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra segir niðurstöðu útboðsins
draga úr líkum þess að félagið þurfi
að sækja í lánalínur ríkisbankanna
tveggja. »4
Tveir juku við sig
af fimm stærstu
Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði
flugfélagsins lauk kl. 16 á fimmtudag.
Frá 19. ágúst
síðastliðnum
hafa komur flug-
véla til Keflavík-
ur verið að með-
altali 12 á dag,
sem er 40%
fækkun frá því
sem hafði verið
dagana á undan í
ágústmánuði.
Sléttur mán-
uður er nú liðinn frá því að reglur
um tvöfalda skimun komufarþega
tóku gildi í Leifsstöð. Síðan þá hef-
ur sigið á ógæfuhliðina í millilanda-
flugi og flugferðum fækkað jafnt
og þétt. Til marks um það má nefna
að fyrstu þrjá dagana í ágúst voru
111 komur auglýstar til Keflavíkur
en 46 þeirra var aflýst. Icelandair á
yfir 90% af aflýstum ferðum sem
birtast á vef Isavia. Þar birtast þó
ekki alltaf aflýstar ferðir. »10
Aflýstum ferðum
snarfjölgar í Keflavík
Tómlegt um að lit-
ast í Leifsstöð.
Metfjöldi kórónuveirusýna var
tekinn í fyrradag. Alls voru 3.019
sýni tekin innanlands og 905 til við-
bótar við landamæraskimun. Tutt-
ugu og eitt smit greindist innanlands
og hafa ekki fleiri greinst á einum
degi frá 9. apríl. Um 800 manns sæta
nú sóttkví og hefur þeim fjölgað
hratt undanfarna daga. Smit hafa
meðal annars komið upp í Lista-
háskóla Íslands, hjá tölvuleikjafram-
leiðandanum CCP og meðal starfs-
fólks Isavia. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir segir sífellt koma
betur í ljós að þungamiðja þess far-
aldurs sem nú geisar sé í kringum
skemmtistaði og krár. Heilbrigðis-
ráðherra undirritaði í fyrradag
reglugerð að tillögu sóttvarnalæknis
um að skemmtistaðir og krár á
höfuðborgarsvæðinu yrðu lokuð
fram yfir helgi. Þórólfur segir að
ekki þurfi „endilega“ að framlengja
þann tíma. Veitingahúsaeftirlit
verður í sérstökum forgangi hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu, að
sögn yfirlögregluþjóns. Um tvö
hundruð slíkir staðir eru á höfuð-
borgarsvæðinu en þar af falla um 60
undir skilgreiningu lokunarinnar.
Metfjöldi sýna tekinn og mörg veirusmit