Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Fyrirtæki til sölu Glæsileg ísbúð og skyndibitastaður í hjarta Keflavíkur. Rekið í eigin húsnæði og er með alhliða veitingasölu. Staðurinn hefur skilað góðum hagnaði ár eftir ár. Mjög gott tækifæri í atvinnurekstri. Sighvatur Bjarnason Þorsteinn Ásgrímsson Oddur Þórðarson „Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, í samtali við mbl.is eftir að ljóst var að hlutafjárútboð félagsins hefði tekist með miklum ágætum. Þegar útboðinu lauk á fimmudaginn kom í ljós að 85% umframeftirspurn var eftir hlutum í félaginu, en samtals bárust yfir níu þúsund áskriftir að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn félagsins hefur samþykkt að nýta heimildir til stækkunar útboðsins að 30,3 milljörðum. Vegna umfram- eftirspurnar verður hlutfallsleg skerð- ing áskrifta sem nemur 37%, en áskriftir undir 1 milljón króna haldast óskertar. Bogi sagði þetta mikilvæg og sögu- leg tímamót sem gæfu félaginu „sveigjanleika til að takast á við þær aðstæður sem við búum við núna“ og bætti við að félagið yrði tilbúið að fara af stað þegar ferðavilji og eftirspurn „tekur kipp“. Tilboð úr óvæntri átt Mikla athygli vakti þegar út spurð- ist að athafnakonan Michelle Roose- velt Edwards hefði á fimmtudaginn skráð sig fyrir sjö milljörðum í útboð- inu. Í gær kom svo í ljós að Icelandair hafnaði tilboði sem nam sömu upphæð og því sterkar vísbendingar um þar væri að ræða áskrift Edwards. Að- spurður sagðist Bogi „ekki geta tjáð sig um einstaka áskriftir“, en vísar til þess að stjórn Icelandair hefur heimild til að kanna fjármögnun hluta í útboð- inu og það hafi verið gert í „nokkrum tilvikum“ og ástæða fundist til að hafna einni áskrift. Í samtali við Morg- unblaðið sagðist Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Edwards, ekki hafa fengið staðfestingu á því að tilboði hennar hefði verið hafnað og vildi því ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Gildi og LIVE ekki með Öll spjót höfðu staðið að lífeyris- sjóðum landsins og margar vangavelt- ur átt sér stað um sjálfstæði stjórna þeirra gegn ákafri andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar vegna þeirra sárinda sem urðu vegna upp- sagna Icelandair á flugfreyjum í sum- ar. Fyrir útboðið voru fjórir íslenskir lífeyrissjóðir meðal fimm stærstu hlut- hafa. Heimildir blaðsins herma að Gildi lífeyrissjóður hafi tekið þátt í út- boðinu en ekki fékkst staðfest að hve miklu leyti. Um síðustu helgi rituðu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Jóna Sveinsdóttir grein í Morgunblaðið þar sem þær lögðust gegn þátttöku Gildis í útboðinu, en þær eru aðal- og varamenn í full- trúaráði sjóðsins. Staðfest er að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins hafi skráð sig fyrir tveimur milljörðum í útboðinu, en bæði Birta og Lífeyrissjóður versl- unarmanna (LIVE) hafa tilkynnt á heimasíðum sínum að sjóðirnir hafi ekki tekið þátt. Um 1.000 starfsmenn keyptu Æðstu stjórnendur Icelandair tóku þátt í útboði félagsins og skráðu sig fyrir samtals 94 milljónum króna. Þar af keypti Bogi fyrir 17,5 milljónir og sjö aðrir í framkvæmdastjórn fyrir 58,5 milljónir. Þrír stjórnarmenn tóku einnig þátt fyrir samtals 18 milljónir. Eitt þúsund almennir starfsmenn fé- lagsins gripu einnig tækifærið til fjár- festingar. Eftirlaunasjóður Félags íslenskra atvinnuflugmanna skráði sig fyrir 283,5 milljónum en ekkert hefur spurst um önnur stéttarfélög flug- fólks. Nýr og breiður eigendahópur Nýr hluthafalisti fæst ekki uppgef- inn að svo stöddu, en heimildarmenn blaðsins telja líklegt að í ljós muni koma mjög breiður eigendahópur úr ólíkum áttum. Flestir eru á því máli að útboðið hafi verið mjög vel heppnað og ljúka lofsorði á framgöngu stjórnar fé- lagsins og forstjóra þess. Mikill varn- arsigur hafi unnist en framundan sé erfið barátta í miklu óvissuástandi. Slegist um hlutabréf Icelandair  Mikil umframeftirspurn í vel heppnuðu hlutafjárútboði  Sjö milljarða áskrift hafnað af stjórn félagsins Tveir af fimm stærstu hluthöfum auka við sig Forstjórinn fagnar áfangasigri Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Forstjóri Líklegt er að brúnin á Boga Nils Bogasyni lyftist eftir vel heppnað hlutafjárútboð félagsins í liðinni viku. Góð þátttaka » Hlutafjárútboð Icelandair stóð yfir á miðvikudag og fimmtudag. Alls var boðið út hlutafé fyrir 20 milljarða. » Alls bárust áskriftir upp á 37,3 milljarða króna frá yfir 9.000 aðilum. » Stjórn Icelandair samþykkti áskriftir upp á samtals 30,3 milljarða en hafnaði einni að upphæð 7 milljarðar. » Útboðsgengið var 1 króna á hlut auk þess sem 25% áskriftarréttindi fylgja á næstu þremur árum. „Ég trúi því að það hafi verið þáttur í því að framkvæma vel heppnað útboð,“ segir Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra, spurður um áhrif ríkisábyrgðar á hluta- fjárútboð Icelandair. Með því hafi mátt kynna fjár- festum að ríkisábyrgð væri trygging ef illa færi í útboðinu. Bjarni segir að niðurstaða útboðsins dragi úr líkum þess að Icelandair þurfi að sækja í lánalínur eða sölutryggingar ríkisbankanna tveggja: Lands- og Ís- landsbanka. Að öðru leyti segir Bjarni að vel hafi tekist til og telur það jákvætt að umframeftirspurn hafi orðið til þess að félaginu gefist nú tækifæri til að taka til sín aukið hlutafé. Ríkisábyrgð mikilvægur þáttur FJÁRMÁLARÁÐHERRA ÁNÆGÐUR MEÐ ÁRANGUR ÚTBOÐSINS Bjarni Benediktsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við finnum fyrir miklum áhuga á að fjárfesta í blágræna hagkerfinu og teljum tímann vera réttan til að styrkja félagið enn frekar fyrir þau verkefni sem standa fyrir dyrum,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar fiskeldisfyrirtækisins Arn- arlax á Vestfjörðum. Félagið undir- býr skráningu á Merkur-markaðinn í kauphöllinni í Osló sem og útboð á nýju hlutafé. Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 9,5% í gær, eftir til- kynninguna og var verðið komið í 115 norskar krónur á hlut. Arnarlax var fyrir tæpu ári skráð á NOTC-lista kauphallarinnar í Osló fyrir minni fyrirtæki. Kjartan segir að það hafi reynst félaginu og hlut- höfum þess vel. Merkur-markaður- inn geri meiri kröfur til félagsins um upplýsingagjöf og veiti fjárfestum betri umgjörð. Hlutabréf sem þar eru skráð höfði til breiðari hóps fag- fjárfesta. Stærri og þróaðri fjárfest- ar líti meira til þess markaðar, ekki síst í vaxtarfyrirtækjum í blágræna hagkerfinu. Að sögn Kjartans verð- ur hugað að því á næsta ári að skrá hlutabréfin á aðallista kauphallar- innar. Fyrirtækið hefur samið við DNB, stærsta fjármálafyrirtæki Noregs, um undirbúning skráningarinnar og útboðs sem fram fer samhliða. Enn sem komið er hefur ekki verið upp- lýst um fjárhæð útboðsins eða verð á hvern hlut. Norska fiskeldisfyrir- tækið SalMar sem á tæplega 60% hlutafjár í Arnarlaxi hefur lýst því yfir að það muni halda sínum hlut, eða eiga áfram að minnsta kosti 50% hlutafjár. Kjartan segir mikilvægt að SalMar styðji félagið áfram. Skráningu og útgáfu nýrra hluta á að ljúka fyrir áramót. Áframhaldandi uppbygging Aukið hlutafé verður notað til að byggja áfram upp seiðaframleiðslu fyrirtækisins og sjókvíaeldi. Fyrir- tækið hefur sótt um heimildir til frekari framleiðslu. Það hefur heim- ildir til liðlega 25 þúsund tonna fram- leiðslu og sótt um 14.500 tonn til við- bótar. Áætlað er að framleiða 12 þúsund tonn af laxi í ár, 14 þúsund tonn á næsta ári og stefnt að 30 þús- und tonna framleiðslu árið 2024. „Fiskeldið er í uppbyggingu. Við teljum rétt að nýta þann mikla áhuga sem er á fjárfestingu í fyrirtækinu til að treysta grundvöll þess og styrkja efnahaginn,“ segir Kjartan og lætur þess getið að innlendir fjárfestar hafi sýnt áhuga á að fjárfesta í Arnarlaxi. Arnarlax undirbýr útboð á nýju hlutafé  Íslenskir fjárfestar eru sagðir sýna félaginu áhuga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Unnið við slátrun og pökkun á laxi í sláturhúsi Arnarlax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.