Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is Ný sending af vinsælu drögtunum Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook Verð 64.900 – 69.900 kr. SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS DÁSAMLEGAR DÚNÚLPUR OG KÁPUR Gæðavottaðar • 2 síddir St. 36-48 • Margir litir Þetta tekur til: ■ sundlauga frá 4. til 18. maí, ■ skemmtistaða, kráa, spilasala og líkamsræktarstöðva frá 4. til 25. maí Allar nánari upplýsingar eru á skatturinn.is Viðbótarlokunarstykir Þeir rekstraraðilar sem gert var að stöðva starfsemi sína frá 4. maí sl. til annars vegar 18. maí og hins vegar 25. maí 2020 vegna sóttvarnaraðgerða geta nú sótt um viðbótarlokunarstyrki. Umsóknarfrestur er til og með 1. október n.k. skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skipulagt hefur verið nýtt hverfi norðan núverandi byggðar á Hvols- velli. Þar verða 119 íbúðir, í ein- býlishúsum, parhúsum og rað- húsum. Unnið er að gatnagerð fyrsta áfanga hverfisins en þar verða 23 lóðir, aðallega fyrir ein- býlishús. Stefnt er að því að auglýsa lóðirnar undir lok ársins. Með öðr- um skipulagsverkefnum verða lóðir fyrir alls 150 íbúðir tilbúnar til út- hlutunar á næstu árum. Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra, segir að vant- að hafi lóðir fyrir einbýlishús og hafi nokkur eftirspurn verið eftir þeim. Verið sé að svara því kalli. Hverfið heitir Norðurbyggð og nýlega auglýsti sveitarfélagið eftir nöfnum á göturnar þrjár sem þar verða. Guðmundur segir að nokkr- ar tillögur hafi borist. Margar göt- ur á Hvolsvelli eru nefndar eftir hetjum úr Njálssögu, svo sem Gunnari og Njáli. Segir Guð- mundur að nú virðist áhugi á að heiðra konurnar í sögunni og nefna götur í höfuðið á Bergþóru og Hall- gerði, svo dæmi séu tekin. Við gatnagerðarframkvæmd- irnar í Norðurbyggð eru jafnframt útbúnar lóðir fyrir fjölbýlishús og raðhús með alls 9 íbúðum sem til- heyra eldra hverfi. Fjölbýlishús í miðbæ Skipulag á miðbæjarreit Hvols- vallar er nú á lokastigi. Markmiðið þar er að svara eftirspurn eftir lóð- um fyrir verslun og þjónustu en jafnframt að gera miðbænum hærra undir höfði. Á miðbæjar- skipulaginu er gert ráð fyrir fjöl- býlishúsum með alls 22 íbúðum. Guðmundur segir að ágæt sala sé í húsum á Hvolsvelli og virðist vanta nýjar íbúðir á markaðinn. Með þessum verkefnum sé verið að svara þeirri eftirspurn. Mikið fjölgaði í Rangárþingi eystra í ferðamannasprengingunni fyrir þremur árum. Nú er óvissa um íbúðaþróun vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvolsvöllur Norðurbyggð verður norðan við núverandi þéttbýli. Skipulagðar lóðir fyrir 150 íbúðir  Bjóða einbýlishúsalóðir á Hvolsvelli Ákæra hefur verið gefin út á hendur manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp sam- kvæmt 211. grein almennra hegn- ingarlaga og fyrir íkveikju sam- kvæmt 164. grein hegningarlaga. Maðurinn hefur sömuleiðis verið úrskurðaður í fjögurra vikna áfram- haldandi gæsluvarðhald en hann hefur setið í varðhaldi síðan í júní. Lög hefðu ekki heimilað að halda manninum lengur í varðhaldi ef ákæra í málinu hefði ekki legið fyrir í dag. Refsing við 211. grein almennra hegningarlaga er fangelsisvist allt að ævilangt og eigi skemur en fimm ár. Við þeirri 164. varðar refsingin fang- elsisvist eigi skemur en sex mánuði. Þrennt lést í brunanum, allt pólsk- ir ríkisborgarar, og vakti málið mikla reiði meðal margra sem kröfð- ust úrbóta í málefnum erlends verkafólks hér á landi. Morgunblaðið/Eggert Bræðraborgarstígur Þrír létu lífið. Ákærður fyrir manndráp og íkveikju Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.