Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 20

Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 BÆJARLÍF Sigmundur Sigurgeirsson skrifar frá Selfossi Nýtt fjölnota íþróttahús er að fá á sig mynd á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Búið er að reisa þar nánast alla bogana í grind hússins og ætlað er að það verði klárað undir lok næstu viku. Vonast er til að hægt verði að loka húsinu fyrir veturinn. Það er verktaka- fyrirtækið Ístak sem sér um bygg- ingu hússins sem verður alls um 6.500 fermetrar að stærð. Mun það rúma hálfan knattspyrnuvöll, all- mikla frjálsíþróttaaðstöðu sem og göngubraut. Þá verður hægt að nýta húsið undir samkomur þar sem mega koma saman um 3.000 manns. Ætlunin er að taka húsið í notkun í byrjun ágúst á næsta ári þegar Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið hér um verslunar- mannahelgina.    Veiðin í Ölfusá hefur verið nokkuð ámóta og undanfarin ár, og voru í síðustu viku komnir um 120 laxar á land í ánni. Mest er veiðin alla jafna í júlí og fyrri hluta ágúst- mánaðar en nokkrir laxar hafa þó komið á land á síðustu dögum. Tals- vert meira hefur veiðst af sjóbirtingi en verið hefur undanfarinn áratug og eru silungar sem komnir eru á land í sumar nánast jafnmargir löx- unum.    Uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi miðar vel og er allt bygging- arferlið á áætlun. Þessi dægrin er verið að koma fyrir sperrum og þaki á Mjólkurbúinu, sem verður eftir- gerð mjólkurbús MBF sem var reist á Selfossi árið 1929 og rifið 1956. Þá er að hefjast gerð kjallara undir hús- in Ingólf og Höfn og tvö húsanna, Sigtún og Braunshúsið frá Akureyri, eru fullbúin að utan nú þegar. Að sögn Leós Árnasonar, stjórnarfor- manns Sigtúns byggingarfélags um miðbæinn, er áfram stefnt á opnun fyrsta hlutans undir sumarbyrjun á næsta ári.    Sveitarfélagið leitar nú áhuga- samra aðila til að koma að skipu- lagningu um 400 hektara athafna- svæðis í Háeyrarmýri í grennd við Eyrarbakka en ætlunin er að þar verði aðstaða fyrir fyrirtæki í inn- og útflutningi. Er þetta í tengslum við uppbyggingu fraktflutninga í Þor- lákshöfn. Verður svæðið sett inn á aðalskipulag sem nokkurs konar iðn- garðar.    Knattspyrnudeild UMF Sel- foss hefur selt frá sér fjóra leikmenn meistaraflokksliða sinna á fáeinum vikum, tvo úr karlaliðinu og tvo úr kvennaliðinu. Bæði liðin hafa átt ágætu gengi að fagna upp á síðkast- ið, og verður eflaust spennandi að sjá hvernig liðunum mun ganga í kjölfar slíkrar blóðtöku. Að sögn Jóns Steindórs Sveinssonar for- manns deildarinnar munar að sjálf- sögðu um að missa góða leikmenn en það komi ávallt maður í manns stað. Hann segir að viðkvæðið sé að um sé að ræða gott skref fyrir leikmenn- ina, og félagið standi ekki í vegi fyrir þeim í sinni vegferð. Það sé enda eitt af hlutverkum knattspyrnudeild- arinnar að hjálpa leikmönnum að þróast áfram og ná frekari árangri. Það að selja fjóra leikmenn á einu ári sé jákvætt fyrir félagið til lengri tíma og sýnir að félagið sé að gera góða hluti, ekki síst í starfi yngri flokkanna. Karlalið Selfoss tekur á móti Þrótti Vogum í dag kl. 14. Fjölnota íþróttahús að rísa á Selfossi Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Selfoss Taka á í gagnið nýtt fjölnota íþróttahús á landsmóti næsta sumar. Granda. Sú ímynd er þannig að fólk óttast að fá slíkt í sitt nærumhverfi. Íbúaráð óskar eftir að þessari til- lögu að breytingu á aðalskipulagi verði frestað þar til í haust og tím- inn notaður til að kynna hugmynda- fræðina og smáhýsaáform vel fyrir íbúum hverfanna,“ segir í umsögn- inni. Gæði fyrir íbúa verði tryggð Í umsögn Skipulagsstofnunar frá því í sumar er bent á að með breyt- ingunni séu sérstök búsetuúrræði heimil á öllum skilgreindum byggðasvæðum í Reykjavík og á landbúnaðarsvæðum og opnum svæðum. Skipulagsbreytingin veiti mjög opnar heimildir og tilefni gæti verið til að skýra nánar hvaða svæði komi til álita með það fyrir augum að tryggja gæði fyrir þá íbúa sem þar koma til með að búa. „Má þar sérstaklega nefna möguleikana á sértækum búsetuúrræðum á iðnað- ar- og athafnasvæðum, hafnar- svæðum og opnum svæðum þar sem almennt er ekki gert ráð fyrir hús- næði,“ segir í umsögn Skipulags- stofnunar. Í greinargerð með auglýsingu borgarinnar segir að umsögn Skipulagsstofnunar verði tekin til umfjöllunar í samhengi við aðrar framkomnar athugasemdir að lok- inni auglýsingu. Veðurstofureit og í Hlíðunum, en athugasemdir hafa komið fram frá íbúum, íbúasamtökum, fyrirtækj- um og hagsmunaaðilum. Á Köllun- arklettsreit voru slík áform uppi, en úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála felldi úr gildi ákvörðun borgarráðs um breytingu á deili- skipulagi svæðisins. Blendnar skoðanir og óvissa Í kafla um forsendur breytingar- innar segir m.a. í auglýsingu borg- arinnar: „Fyrsti kostur í staðsetn- ingu þessara úrræða ætti því að vera innan íbúðahverfa eða bland- aðrar byggðar. Reynslan sýnir hinsvegar að oft getur reynst erfitt að skapa sátt um staðsetningu mis- munandi búsetuúrræða innan gró- inna hverfa, einkum vegna and- mæla íbúasamfélagsins en einnig vegna þess að land eða hentugt hús- næði liggur ekki á lausu.“ Í umsögn Íbúaráðs Grafarvogs segir að meðlimir í ráðinu hafi skynjað blendnar skoðanir og óvissu hjá íbúum Grafarvogs og Bryggjuhverfis vegna áforma um staðsetningu smáhýsa í hverfinu og nærumhverfi þess. „Ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar uppsetningar smá- hýsa á Gufunessvæðinu. Þessi áform hafa afar lítið verið kynnt íbúum og sú mynd sem fólk hefur af slíku eru smáhýsin við Fiskislóð á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipulagsstofnun hefur auglýst til- lögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Markmið breytingarinnar er m.a. skerpa á landnotkunarheimildum í aðal- skipulagi um hvar megi staðsetja búsetuúrræði innan borgarinnar, auka sveigjanleika og hraða við undirbúning ýmissa húsnæðis- lausna fyrir sértæka hópa. Horft til þarfa heimilislausra Samkvæmt tillögunni geta sér- stök búsetuúrræði verið heimil inn- an svæða sem eru skilgreind fyrir íbúðabyggð, samfélagsþjónustu, verslunar- og þjónustusvæði, mið- svæði, athafnasvæði, hafnarsvæði, iðnaðarsvæði, opin svæði og land- búnaðarsvæði. Sértæk búsetuúr- ræði eru skilgreind sem húsnæðis- lausnir fyrir félagshópa með sérstakar húsnæðis- og/eða þjón- ustuþarfir, til lengri eða skemmri dvalar. Við mótun tillögunnar var, að gefnu tilefni, sérstaklega horft til þarfa heimilislausra. Borgin hefur unnið að því að finna lóðir, undirbúa og reisa 25 smáhýsi fyrir skjólstæðinga vel- ferðarsviðs borgarinnar. Síðustu misseri hafa meðal annars verið áform um slík hús við Stórhöfða, á Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Búsetuúrræði Smáhýsi við Fiskislóð á Grandagarði, en skiptar skoðanir hafa verið um þau. Smáhýsi í borginni leyfð á fleiri svæðum  Breyting á aðalskipulagi auglýst  Mjög opnar heimildirForeldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 25. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfis- götu á afmælisdegi samtakanna sl. fimmtudag, 17. september. Þá fögn- uðu samtökin 28 ára afmæli sínu. Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, ávarp- aði samkomuna og afhenti verðlaun- in en að þessu sinni hlutu Smiðjur í Djúpavogsskóla og nytjamarkaður- inn NOTÓ sjálf foreldraverðlaunin. Einnig var útnefndur Dugnaðar- forkur Heimilis og skóla og veitt voru Hvatningarverðlaun, að því er segir í fréttatilkynningu. Foreldrafélag Djúpavogsskóla fékk haustið 2018 húsnæði hjá Djúpavogshreppi og setti á lagg- irnar nytjamarkaðinn Notó, en eng- inn nytjamarkaður eða móttaka heilla hluta var fyrir á Djúpavogi. Rekstrarformið er þannig að Notó er opið einu sinni í viku og sjá nemendur skólans um að raða, verð- leggja og afgreiða. Einn bekkur sér um hverja opnun undir leiðsögn eins til tveggja foreldra. Innkoma Notó rennur svo beint til barnanna og meðal þess sem fjármagnað hef- ur verið eru útirólur, leikrit, fyrir- lestrar og stutt ferðalög fyrir nem- endur. Dugnaðarforkurinn Dugnaðarforkur Heimilis og skóla er Ragnheiður Davíðsdóttir. Hún hefur unnið að samstarfi heim- ila og skóla í sínu nærsamfélagi í mörg ár og í tilnefningu segir að henni séu félagsmálin hugleikin og hún sé í góðu sambandi við félags- miðstöðina og hverfamiðstöðina í hverfinu. Hún hefur setið í stjórn foreldrafélags Seljaskóla í mörg ár og verið bekkjarfulltrúi í Seljaskóla nær sleitulaust síðan árið 2004, eða þar til hún tók við formennsku í for- eldrafélagi Seljaskóla. Í tilnefningu segir einnig að hún hafi haldið lífi í hverfisrölti foreldra. Hvatning í Breiðholti Hvatningarverðlaunin hlaut verk- efnið Bókabrölt í Breiðholti. For- eldrafélögin fimm í Breiðholti hleyptu af stokkunum samfélags- verkefninu Bókabrölti í Breiðholti. Foreldrafélögin bjuggu hvert um sig til bókaskáp og fóstra hvert sinn bókaskáp sem eru staðsettir á fimm stöðum í Breiðholtinu en þar er hægt að gefa bók og þiggja bók. Í hillurnar má gefa allar tegundir bóka, á öllum tungumálum fyrir all- an aldur. Tengt Bókabröltinu ákváðu for- eldrafélögin í Breiðholti að kaupa bókaviðgerðarvél fyrir skólasöfnin í skólunum fimm. „Þessi vél er ein- stök því með henni er hægt að gera við bækur þar sem blaðsíðurnar hafa losnað frá bókarkjölunum þannig að þær verða aftur sem nýj- ar,“ segir m.a. í tilkynningu Heim- ilis og skóla. Ljósmynd/Motiv-Jón Svavarsson Foreldrar Verðlaunahafar ásamt menntamálaráðherra fyrir utan Þjóð- menningarhúsið þar sem Heimili og skóli afhentu viðurkenningarnar. Heimili og skóli afhentu foreldra- verðlaun í 25. sinn  Aðalverðlaunin fóru til Djúpavogs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.