Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 29

Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli. Sjávarútsýni í meirihluta íbúða Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Verð frá kr. 44.900.000 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 SÖLUSÝNING sunnudaginn 20. september kl. 13-14 A-riðill Haustmóts Tafl-félags Reykjavíkur er aðöllum líkindum sá bestskipaði sem um getur í sögu þessa merka móts. Samsetn- ingin er ekki ósvipuð þeirri sem var í landsliðsflokki Skákþings Íslands í Garðabæ á dögunum; af tíu kepp- endum tefldu fimm á Íslandsþing- inu, þ. á m. Íslandsmeistarinn Guð- mundur Kjartansson. Hinir hefðu allir sómt sér vel í því móti. Ein skýringin á góðri þátttöku okkar bestu manna á haustmótinu er vitaskuld sú að Covid-faraldurinn hefur lokað fyrir þátttöku á alþjóða- vettvangi. Töfluröðin gaf þessa niðurstöðu: 1. Sigurbjörn Björns- son. 2. Halldór Grétar Einarsson. 3. Bragi Þorfinnsson. 4. Guðmundur Kjartansson. 5. Helgi Áss Grétars- son. 6. Sigurður Daði Sigfússon. 7. Davíð Kjartansson. 8. Vignir Vatnar Stefánsson. 9. Símon Þórhallsson. 10. Hjörvar Steinn Grétarsson. Þriðja umferð mótsins fór fram í gærkvöldi en Hjörvar Steinn er einn efstur eftir að hafa unnið tvær fyrstu skákir sínar. Guðmundur vann Vigni Vatnar í 2. umferð en skákinni við Davíð Kjartansson úr fyrstu umferð var frestað. Bragi Þorfinnsson var með 1½ vinning. B-flokkurinn er einnig vel skip- aður og þar hefur Lenka Ptacni- kova tekið forystu með tveimur sigrum. Fyrsta opinbera viðureign Kasparovs og Magnúsar Carl- sens síðan í Reykjavík 2004 Af svipnum að dæma var ljóst að Garrí Kasparov taldi sig eiga alls kostar við hinn 13 ára gamla Magn- ús Carlsen fyrir 16 árum þegar þeir mættust í Reykjavík rapid á NASA í Reykjavík í einhverri frægustu skák 21. aldar. Þetta var rifjað upp um daginn er stóra skákhátíðin í Saint Louis, sem öll fer fram á net- inu, hófst með keppni, „Fischer ran- dom-móti“ eða því sem kallað var „Chess9LX“. Þeir tefldu í 2. umferð og nú var fjarlægðin á milli þeirra jafnvel enn meiri en var í Reykjavík forðum því að Kasparov sat í New York en Magnús í Bærum í Noregi. Kasparov slapp með jafntefli í hróksendatafli peði undir og virtist í góðum málum eftir sigur í 1. um- ferð. En hann slakaði á og þegar upp var staðið deildu Magnús og Nakamura sigrinum, hlutu báðir sex vinninga af níu mögulegum en Kasparov hlaut 3½ vinning og varð einn í 8. sæti. Næsti liður á dagskrá var svo skákmót með styttri umhugsunar- tíma, fyrri hlutinn atskák með tíma- mörkunum 25:5 og seinni hlutinn hraðskák, tímamörk 5:3. Keppendur 10 talsins og atskákin hefur meira vægi, fyrir sigur þar eru gefin tvö stig en eitt fyrir sigur í hraðskák- inni. Norðmaðurinn tapaði fyrir Nepomniachtchi snemma móts þeg- ar sambandið rofnaði í jafnteflis- legri stöðu en fastlega má búast við því Nepo skili vinningnum með „sjálfsmarki“ í seinni hluta mótsins. Þrátt fyrir þetta var staða hans ekki slæm þegar fyrri helmingnum lauk á fimmtudagskvöldið. Þá var Wesley So efstur með 13 stig af 18 mögulegum, Magnús kom næstur með 12 stig og Nepomniachtchi og Grischuk í 3.-4. sæti með 10 stig. Eftirfarandi staða kom upp í fimmtu umferð. Síðasti leikur svarts var býsna útsmoginn kóngsleikur, Kh8-h7, og Kúbumaðurinn svaraði með Dd3-e4: Skákhátíðin í St. Louis 2020: Lenier Dominguez – Magnús Carlsen 37. … Hxb2+! 38. Kxb3 d3+ 39. Kc1 Eða 39. Kb1 Db3+ 40. Kc1 Bg5+! 41. Hed2 Dc2 mát! 39. … Dc5+ 40. Kd2 Eða 40. Kb1 Db5+ 41. Db4 dxe2! o.s.frv. 40. … Dc2+ 41. Ke1 Bh4+ – og Dominguez gafst upp. Vel skipað Haustmót TR Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/SÍ Teflt í Viðeyjarstofu Gunnar Erik Guðmundsson (t.v.) sigraði á Meistara- móti Skákskóla Íslands sem haldið var í Viðey dagana 5. og 6. september sl. Hér teflir hann við Adam Omarsson í næstsíðustu umferð. Þar sem starfsfólk bandaríska sendiráðs- ins minntist þeirra með þögn sem týndu lífi í árásunum 11. septem- ber 2001 stóðum við ekki ein. Með okkur í flugskýli 831 á Kefla- víkurflugvelli voru hugprúðir starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Við söfnuðumst saman sem ein heild til að heiðra fórnar- lömb dagsins og til að tryggja að fórn þeirra muni aldrei gleymast. Sem upphaflegir undirritunar- aðilar Atlantshafsbandalagsins hafa Bandaríkin og Ísland verið viðbúin að koma hvort öðru til varnar í yfir 70 ár. Í kjölfar árásanna 11. sept- ember sýndi Ísland tryggan stuðn- ing við bandalagið. Landhelgisgæsl- an fór til Afganistans til að styðja Alþjóðalið Atlantshafsbandalagsins og baráttuna þar. Sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar fóru einnig til Íraks sem hluti af fjöl- þjóðasveitinni. Skuldbinding Land- helgisgæslunnar við að bjarga mannslífum – bæði heima og erlend- is – er vitnisburður um gildi og hug- rekki íslensku þjóðar- innar sem og stöðu hennar sem leiðtogi og sterkur bandamaður í Atlantshafsbandalag- inu og alþjóðasamfé- laginu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hugrökku mönnunum og konunum í Land- helgisgæslunni sem hafa staðið vaktina í nærri 100 ár. Lífið sem við lifum og frelsið sem við njótum heima og erlendis er ekki ókeypis. Gjaldið fyrir þetta frelsi greiðir Landhelgisgæslan á hverjum degi. Takk fyrir, Landhelgisgæslan! Til vina okkar í Landhelgisgæslunni Eftir Jeffrey Ross Gunter »Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hugrökku mönnunum og konunum í Land- helgisgæslunni sem hafa staðið vaktina í nærri 100 ár. Jeffrey Ross Gunter Höfundur er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. LjósmyndKristinn Gilsdorf Virðing Starfsfólk bandaríska sendiráðsins og starfsmenn Landhelgis- gæslunnar minntust þeirra er týndu lífi í árásunum 11. september 2001. Gissur fæddist á Eyrarbakka 16.9. 1920 en ólst upp í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Ingi- björg Gissurardóttir, f. 30.8. 1888, d. 20.11. 1977, og Símon Símonarson, f. 9.4. 1890 , d. 24.8. 1960. Eiginkona Gissurar var Bryndís Guðmundsdóttir, f. 1926, d. 2014, og áttu þau fjögur börn. Gissur lauk meistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1942. Ári síðar stofnaði hann eigið trésmíðaverkstæði við Miklatorg og síðan Glugga- smiðjuna 1960 og rak hana í 35 ár. Gissur var virkur í félags- málum. Á árunum 1962-1989 vann hann ýmis trúnaðarstörf fyrir Landssamband iðnaðar- manna s.s. í framkvæmdastjórn, skipulagsnefnd, fræðslunefnd, stjórn Iðngarða og í stjórn Nor- ræna hússins. Gissur var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmíða og sat þar í stjórn 1962-1972. Gissur var formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 1967-1996 og gerður heiðursfélagi 1996. Árið 1986 varð mikill bruni í baðstofu fé- lagsins við Vonarstræti og Giss- ur stóð fyrir að láta endurbygg- ingu stofunnar. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn, m.a. í byggingarnefnd Reykjavíkurborgar. Gissur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1988. Gissur lést 21.6. 2008. Merkir Íslendingar Gissur Símonarson Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.