Morgunblaðið - 19.09.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.09.2020, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 AKUREYRARKIRKJA | Upphaf vetrarstarfs- ins. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Al- freð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón: Sonja Kro og Sigríður Hulda Arn- ardóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Félagar úr kirkjukórnum leiða almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna og séra Sigurðar Jónssonar. Brúður, bænir, söng- ur, sögur. Hressing í Ási á eftir. Ástjarnarkirkja | Guðsþjónusta kl. 17. Tón- listarstjóri er Davíð Sigurgeirsson, prestar eru Arnór Bjarki Blomsterberg og Kjartan Jónsson og meðhjálpari er Inga Rut Hlöðversdóttir. Fermingarbörn og aðstandendur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Föndurhorn fyrir börnin. Heit súpa í boði kirkjunnar á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Guðsþjónusta kl. 11. Upphaf fermingarstarfs. Fermingabörn vorsins 2021 og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Sr. Hans Guðberg, Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ástvaldar organista. Á sama tíma er sunnudagaskólinn á sínum stað í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholts- kirkju syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur djákna og Steinunnar Leifsdóttur. Guðsþjónusta Al- þjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju ICB kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur djákna. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11 undir leiðsögn Daníels Ágústs, Sóleyjar Öddu, Jón- asar Þóris og prestanna. Nýtt, myndrænt og fallegt sunnudagaskólaefni samið af Daníel Ágústi og samstarfsfólki. Foreldrar hvattir til þátttöku. Hressing eftir messu. Guðsþjónusta kl. 13. Athugið breyttan messu- tíma. Verður í vetur kl. 13. Jónas Þórir og Kammerkór Bústaðakirkju leiða tónlist. Messuþjónar og sr. Eva Björk þjóna. DIGRANESKIRKJA | Sunnudaginn 20. sept- ember verður guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar og Gunnar Böðvarson flytur ljúfa tóna. Kaffi og meðlæti í kapellu eftir stundina. DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og Dómkór- inn. Æðruleysismessa kl. 20. Séra Díana Ósk, séra Fritz Már og séra Sveinn, Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Æðruleysismessur eru haldn- ar í anda tólf sporanna. Bæn, hugleiðing og tónlist ásamt því að félagi deili reynslu sinni, styrk og von. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Reynir Þormar leikur á saxófón. Kaffisopi eftir stundina. Meðhjálpari er Helga Björg Gunnarsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GLERÁRKIRKJA | Sunnudagur. Útvarps- messa í tilefni af degi umhverfisins kl. 11. Séra Sindri Geir leiðir stundina, organisti er Valmar Väljaots, kór Glerárkirku syngur. Tví- söngur: Petra Björk Pálsdóttir og Margrét Árna- dóttir. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Sig- urður Grétar Helgason þjóna, organisti er Há- kon Leifsson og kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Fermingarbörn og foreldrar/forráða- menn fermingarbarna úr Folda- og Rimaskóla eru sérstaklega boðin velkomin í messu. Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Po- puli leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kvennakórinn Vox Feminae syngur undir stjórn Hrafnhildar Árnadóttur. Organisti er Ásta Har- aldsdóttir. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Þriðjudagur: Kyrrð- arstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitund á kristnum grunni kl. 18.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Haust- guðsþjónusta, Eldriborgararáð og barnastarf. Prestur er Karl V. Matthíasson sem prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jóns- dóttur djákna. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Péturs Ragnhildarsonar í Æskulýðs- herberginu. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds- dóttir. Boðið verður upp á kjötsúpu, kaffi og kökur. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudaga- skóli og fermingarmessa kl. 11 í Vonarhöfn, sal á efri hæð safnaðarheimilisins, umsjón hefur Bylgja Dís. Vegna sóttvarnareglna er fermingarmessan aðeins fyrir fjölskyldur ferm- ingarbarnanna. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf í umsjá Rósu Árnadóttur. Bænastund mánud. kl. 12. Fyrirlestur þriðjud. kl. 12. Lifandi vatn: Sr. Sig- urður Árni Þórðarson. Hádegisguðsþjónusta miðvikud. kl. 12. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. Bænastund föstud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Há- teigskirkju, syngja. Organisti er Guðný Ein- arsdóttir. HVERAGERÐISKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur sjá um tónlistina. Prestur er Ninna Sif Svav- arsdóttir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma kl. 13 með lofgjörð, barnastarfi og fyr- irbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli með hefðbundnu sniði kl. 11. Fé- lagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Jóhanna María, Ingi Þór og Helga leiða sunnudaga- skólastarfið sem byrjar í kirkjuskipinu og held- ur síðan í Kirkjulund. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnu- dagaskólinn verður á sama tíma í safn- aðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa 20. september kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir prestur þjónar, Graduale Futuri syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédik- ar. Kristján Hrannar Pálsson organisti og Söng- hópurinn Norðurljós leiða söng. Íhugunarguðsþjónusta kl. 20. Sr. Hjalti Jón Sverrisson og sr. Henning Emil Magnússon leiða stundina. 21.9. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Kristin íhugun. 23.9. Foreldrasamvera kl. 10-12. 24.9. Opið hús í Áskirkju kl. 12. Helgistund, hádegisverður. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 11 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. Samkoman er í beinni útsendingu á Facebook. Sandgerðiskirkja | Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, biblíusaga, föndur o.fl. Umsjón hefur Bryndís Schram Reed. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Anna Bergljót sjá um stundina. Söngur, saga, líf og fjör. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safn- aðarsönginn. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Uppskeruguðsþjón- usta. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almenn- an safnaðarsöng. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Hinn árlegi grænmet- ismarkaður verður í safnaðarheimilinu eftir at- höfn. Allur ágóði rennur til Hjálparstarfs kirkj- unnar - innanlandsaðstoðar. ÚTSKÁLAKIRKJA | Létt kvöldmessa kl. 20. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Keith Reed. Mikil tónlist. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðs- þjónusta 20. september kl. 11. Kór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdís- ar organista og sr. Sighvatur Karlsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Heitt á könnunni að guðsþjónustu lokinni. »ORÐ DAGSINS: Tíu líkþráir. (Lúk. 17) Morgunblaðið/Sigurður Ægisso Álftaneskirkja á Mýrum. Þegar gluggað er í svargrein Sigurbjargar hjá Reykjavíkurborg við áliti seðla- bankastjóra var efn- islega verið að fjalla um Sundabraut. Hver skyldi hafa sett hug- myndina af stað fyrir margt löngu? Það var gert meðal annars sem loforð til Kjalnesinga um stofnbraut til þess að þeir og aðrir sem þar færu um kæmust beint til borgarinnar. Þetta var aðeins kosn- ingaloforð, allir vita að kosningaloforð eru sett fram til að plata íbúa og aðra sem eru kjörgengir til að trúa fram- bjóðendum með það að markmiði að fávís almenningur treysti þeim. Hann fékk það sem hann kaus: svikin lof- orð. Sigurbjörg er mótfallin Sunda- braut, grein hennar er blaður og rök- leysa. Hún vísar í borgarlínu; liðvagn- astrætó, sem er draumsýn, kostar offjár, sennilega 250 milljarða+ og mun engu skila. Í dag eins og und- anfarin ár er umferðin á álagstímum mikil, bílar stopp í umferðarörtröð, vélin í gangi og mengar þá umhverfið. Bílar á gönguhraða t.d. á Miklubraut; umferð úr austurborginni, Kjalarnesi, Akranesi og Mosfellsbæ. Þar byrjar stíflan við Bauhaus. Kringlumýrar- braut úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi; stíflan byrjar við Arnar- neshæð. Sæbraut troðin af bílum úr austri og af Suðurlandi. Sundabraut myndi létta mikið á þessum stíflum og mengun snarm- innka. Það að senda alla íbúa höfuð- borgarsvæðisins í miðborg Reykja- víkur er eins og að pissa í skóinn sinn. Ef reiknað er með að hver meðalbíll eyði 8-10 l á 100 km í svona örtröð og 8-10 þúsund bílar séu á álagstímum frá 7.30 til 9.00 og aftur frá 16.00- 17.30 getur hver sem er ímyndað sér allt það mengandi efni sem út í loftið fer; skaðlegt heilsu fólks og býður upp á minni lífsgæði. Undirritaður, sem hef starfað alllengi sem atvinnubílstjóri, er í bílaröð frá Bauhaus nið- ur í miðborg sem tekur 35-40 mínútur þegar vel gengur. Hvorki borg- arlína (lengri strætó) né núverandi strætis- vagnar, sem oftast eru illa nýttir, leysa þennan vanda. Íslendingar eru bíla- þjóð, því breytir ekki núverandi borg- arstjórn eða aðrir nema fjölga og breikka stofn- brautir til borgarinnar. Það tekur mörg ár eða áratugi að breyta hugsunarhætti íbúa, tvær til þrjár kynslóðir. Við þurfum að gera um- bætur núna, sem eru: Sundabraut og breikkun Sæbrautar, Reykja- nesbrautar, Hafnarfjarðarvegar, Kringlumýrarbrautar, Miklubraut- ar, Vesturlandsvegar og Suður- landsvegar með tilheyrandi mis- lægum gatnamótum, það minnkar mengun og eykur lífsgæði íbúa. Þessu þurfa stjórnvöld að gera sér grein fyrir. Strax. Það verða sennilega stokka-loforð, sem eiga að taka gildi 2060. Ég hef fylgst með stjórnmálamönnum, alþingis og sveitarstjórna, standa við útidyr og messa loforðin; allt lygi og svik. Halda (kannski með réttu) að Ís- lendingar séu svo heimskir að trúa þeim. Þjóðin fékk það sem hún kaus: heimska stjórnendur. Eftir Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson » Stjórnlaus heima- tilbúin mengun vegna rangra ákvarðana stjórnmálamanna: Nú er lag að hefjast handa með raunhæfum að- gerðum til að leysa þetta strax. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Seaways@simnet.is Umferðarteppur á höfuðborgarsvæðinu Hinn 4.8. birtist í Morgunblaðinu þörf áminning eftir jarð- fræðinginn okkar merka Hjörleif Gutt- ormsson þar sem hann varar við hættu af eld- gosum og tengdri vá í náttúru okkar. Á okkar tímum, þar sem við höldum okkur vita allt með okkar mælitækjum og miklu menntun á því sviði, ber okkur að skoða sögu okkar og hvað hefur á daga þjóðarinnar drifið í aldanna rás. Sögu móðuharðindanna eða Skaft- áreldanna þekkjum við öll sem eitt- hvað viljum kynnast sögu þjóð- arinnar og þeim hörmungum sem þar óðu yfir land okkar og settu heil byggðarlög í rúst. Þar fór eldklerk- urinn séra Jón Steingrímsson í far- arbroddi hins hrjáða fólks þar sem eldurinn ógnaði og notaði hyggjuvit- ið og reyndi að hughreysta og hjálpa fólki, því eðlilega hafði þetta fólk ekki þá tækni eða þekkingu sem við í nútímanum höfum. Þar óttaðist fólk- ið það mjög að fjöllin væru að brenna innan frá og myndu brenna allt fram og undir byggðina. Hugsið ykkur, skelfileg tilhugsun að hafa í raun þá mynd í huga sínum að fjöllin væru að brenna innan frá, hvernig liði okkur á okkar tímum ef við hefðum ekki meiri þekkingu en þá að við álitum í alvöru við eld- gos að kviknað væri í fjöllunum og þau myndu brenna fram og undir húsin okkar? Jón fór þrátt fyrir þekkingarleysi þess tíma og gerði tilraun, hann fór og tók, eins og segir í dagbókum hans sjálfs, einn nátt- úrulegan stein og setti út í glóandi hraunstrauminn og sá þar að „einn náttúrulegur steinn gat ekki brunn- ið“. Hann gat, þrátt fyrir þekking- arleysi þess tíma, sannað og þar með róað heimamenn með því að fjöllin væru ekki að brenna. Við, með alla okkar tækni og þekkingu, skulum því ekki vanmeta varnaðarorð þeirra sem benda okk- ur á það sem kann að vera yfir landi okkar. Eldgosahætta og jarðskjálftar Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Við skulum ekki van- meta varnaðarorð þeirra sem benda okkur á það sem kann að vera yfir landi okkar. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.