Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
✝ Árni Halldórs-son fæddist á
Eskifirði 3. október
1933. Hann lést 9.
september 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Halldór
Árnason skipstjóri
og útgerðarmaður á
Eskifirði, f. 11. apríl
1887, d. 16. mars
1953, og Solveig
Þorleifsdóttir frá
Svínhólum í Lóni, f. 13. nóv-
ember 1901, d. 8. mars 1945.
Önnur börn þeirra: Áslaug H.
Remöy, f. 27. ágúst 1923, d. 4.
júní 2017, Arnheiður, f. 15. októ-
ber 1926, d. 31. maí 2012, Rósa
Geirþrúður, f. 14. október 1928,
d. 13. október 2009, Guðný, f. 1.
september 1930, d. 11. mars
1944, Ragnar Þorleifur, f. 1.
mars 1935, Guðrún Aðalbjörg,
6. apríl 1938, og Georg Vilberg,
31. maí 1941.
Árni kvæntist Ragnhildi
Kristjánsdóttur 17. október
1954. Ragnhildur fæddist 24.
mars 1934, dóttir hjónanna Að-
albjargar Guðmundsdóttur, f.
25. nóvember 1908, d. 1. mars
1999, og Óla Kristjáns Guð-
stjórnarnámi árið 1956 og var
stýrimaður hjá Sigurði Magn-
ússyni á Víði SU 175 frá 1955 til
1958. Þá tók við skipstjórn á
bátum Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar til 1968, Hólmanesi SU
120, Vattarnesi SU 220 og
Krossanesi SU 320, sem hann
sótti sum hver til skipasmíða-
stöðva í Noregi og Austur--
Þýskalandi.
Árni og Ragnhildur stofnuðu
1968 og ráku ásamt félögum sín-
um Bjarna Stefánssyni og Báru
Hafsteinsdóttur, Kristni Karls-
syni og Báru Hólm, Unnari
Björgólfssyni og Jónínu Jóns-
dóttur fyrirtækið Friðþjóf hf.
Félagið gerði út fiskiskip, rak
botnfiskvinnslu á Eskifirði um
langt skeið og var umsvifamikið
í vinnslu á síldarafurðum. Árni
var farsæll skipstjóri á skipum
félagsins, Sæljóni SU 103, Frið-
þjófi SU 103 og Sæljóni SU 104,
um áratugaskeið eða allt fram á
tíunda áratuginn, en þá fór hann
til starfa við síldar- og saltfisk-
vinnslufyrirtæki þeirra.
Árni gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum í þágu sjómanna og
útgerðar og sat um skeið í bæj-
arstjórn á Eskifirði fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
Útförin fer fram frá Eski-
fjarðarkirkju í dag, 19. sept-
ember 2020, klukkan 14.
brandssonar skóla-
stjóra, f. 5. apríl
1899, d. 27. júlí
1970. Ragnhildur
lést 21. desember
2018.
Þau hjónin eign-
uðust sex börn,
fyrstan andvana
son 13. júní 1955;
Kristínu Aðal-
björgu, f. 18. mars
1957, börn hennar
eru Arna Hildur, Sigrún, Þórdís
og Kristín Líf; Halldór, f. 20.
apríl 1958, m. Sólveig Magn-
úsdóttir, börn þeirra eru Vaka,
Alda og Árni; Björn, f. 21. maí
1959, m. Gunnhildur Loftsdótt-
ir, börn þeirra eru Ragnhildur
og Páll Ásgeir; Sigrúnu, f. 27.
október 1960, m. Michael
Schulz, barn hennar er Auður;
Guðmund, f. 20. september
1963, m. Sólveig Berg Emils-
dóttir, börn þeirra eru Birna og
Kristján. Auk þess ólst Auður
dótturdóttir þeirra að verulegu
leyti upp hjá afa sínum og
ömmu. Afkomendur Ragnhildar
og Árna eru 29 talsins.
Árni hóf sjómannsferilinn á
unglingsárum. Hann lauk skip-
Það var um jólin 1988 sem ég
hitti Árna og Diddu, tengdafor-
eldra mína, í fyrsta sinn. Unga
parið, ég og Guðmundur sonur
þeirra, var boðið til Eskifjarðar í
jólafríi okkar frá námi erlendis.
Hjá Diddu og Árna opnaðist mér
nýr heimur, mikil reisn var yfir
heimili þeirra og bar merki þess
að þau höfðu farið víða og horft til
ólíkra menningarheima. Bókasafn
þeirra skartaði fjölmörgum bók-
menntaperlum frá öllum heims-
hornum, á ýmsum tungumálum.
Skáldsögur, ævisögur, ferðasögur
og allt þar á milli, og hljómplöt-
urnar voru frá Suður-Afríku og
Rússlandi.
Árni var skipstjóri, ýmsu vanur
eftir langa starfsævi á sjó. Hann
var harðjaxl, en líka umhyggju-
samur og vakandi fyrir velferð
annarra og þá ekki síst starfs-
manna sinna og áhöfn. Hann var
fróðleiksfús, vel að sér og hafði
mikið yndi af Íslendingasögunum
og þá sérstaklega Njálu. Hann var
sjálfur mikill sögumaður, sagði frá
atburðum fyrri tíðar, af barnæsku
sinni, starfi sínu á sjónum, ættar-
tengslum o.s.frv. Hann hafði líka
málefnalegar skoðanir á stjórn-
málum, mönnum og málefnum, en
þoldi illa óheiðarleika og tvískinn-
ung. Hann fór ekki í manngrein-
arálit.
Árni var ríkur af afkomendum,
fimm börn, sterkir einstaklingar,
sem hafa notið góðs af þeirri festu
og umhyggju sem þau hlutu frá
foreldrum sínum. Hann var góður
afi og langafi, sýndi barnabörnum
og barnabarnabörnum gæsku og
hlýleika og þau voru elsk að hon-
um.
Árni og Didda voru eitt, höfðu
verið saman í yfir 60 ár. Þegar
Árni varð ekkill fyrir tæpum
tveimur árum var missirinn sár og
söknuðurinn mikill. Hvernig var
hægt að halda áfram þegar Diddu
vantaði, djúpt skarð var höggvið,
en börn og barnabörn reyndu að
fylla í það með tíðum heimsóknum
austur. Þá voru rifjaðar upp minn-
ingar frá fyrri tíð, gömul bréf lesin
og myndir skoðaðar. Hann kvart-
aði aldrei yfir hlutskipti sínu, það
var ekki í hans anda.
Nú hefur Árni kvatt okkur og
fundið aftur Diddu sína, en við
sem eftir sitjum eigum fallegar
minningar um góðan, sterkan og
hlýjan mann.
Sólveig Berg Emilsdóttir.
Vorið 1985 flutti ég með Bjössa
til sumardvalar á Eskifirði. Við
komum austur laugardaginn fyrir
sjómannadag og á Steinholtsvegi
7 var undirbúningur í fullum
gangi vegna veislu fyrir starfsfólk
Friðþjófs hf. í tilefni dagsins. Þar
hitti ég í fyrsta sinn Árna tengda-
föður minn, þegar hann snaraðist
upp tröppurnar og inn í forstofu.
Okkur samdi vel frá fyrstu kynn-
um. Hann vann langa vinnudaga í
fyrirtæki sínu og átti vísan kaffi-
sopa, brauðmeti og máltíðir hjá
Diddu sinni í hverju hléi dagsins.
Aldrei féll honum verk úr hendi,
það þurfti að slá garðinn, þvo Sa-
abinn, laga til í bílskúrnum og
margt fleira. Að áeggjan Diddu
tók Árni hið meira fiskimannapróf
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1956 og sagði hann oft
frá því að Sigurður Magnússon á
Víði SU 175 hefði sótt fast að fá
hann til sín sem stýrimann áður
en prófskírteinið var í höfn. Hann
fór á sjóinn með Sigurði eftir að
hafa lokið prófum sem hann fékk
að þreyta áður en venjulegur
próftími hófst. Prófskírteinið fékk
Árni svo í hendur þegar færi gafst
í næstu ferð til Reykjavíkur. Árni
var lengi skipstjóri á bátum hjá
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og
tíminn í siglingum til erlendra
hafna var gjarnan nýttur í að
nálgast eitt og annað sem kom
heimilinu til góða. Þannig náði
hann í mótatimbur fyrir húsbygg-
inguna á Steinholtsvegi 7, borð-
stofuhúsgögnin sem enn eru í
notkun þar voru keypt í annarri
ferð. Fjarvistir hans frá heimilinu
vegna vertíða í Vestmannaeyjum
og síldveiða í Norðursjó hafa vafa-
lítið reynst honum þolraun, börnin
orðin fimm talsins og heimilið því
nokkuð stórt. Friðþjóf hf. stofn-
uðu þau hjónin ásamt þrennum
öðrum hjónum árið 1968. Árni var
farsæll skipstjóri, fiskverkandi og
frumkvöðull í síldarvinnslu. Veiði-
slóðir voru m.a. úti fyrir Suður-
landi og sá Árni í þeim túrum
hvernig t.d. Breiðamerkurjökull
hopaði frá sjó með hverju ári.
Sunnlendingnum mér þótti líka
vænt um hve oft hann talaði um
hve Suðurlandið hefði allt verið
fallegt að sjá frá sjó. Enda kom
þar að hann og Didda keyptu sér
sumarbústað á Flúðum og þar
fékk Árni góða útrás fyrir vinnu-
semi sína. Ekki spillti heldur fyrir
að vera ekki svo langt frá sögu-
slóðum Njálu sem var uppáhalds-
saga hans. Fráfall Diddu fyrir
nær tveimur árum reyndist hon-
um erfitt, en börn hans og afkom-
endur sinntu honum vel, ásamt
frændfólki á Eskifirði. Fram-
kvæmdagleði hans hélt þó áfram
og síðasta stóra verk hans, ásamt
einum sona sinna, var að háþrýs-
tiþvo og mála þakið á Steinholts-
vegi 7 í byrjun sumars í ár og hann
fór sko sjálfur upp á þak. Hann
sinnti heimilinu með miklum sóma
og varð ég vör við að hann mátaði
athafnir sínar við Diddu – eitt sinn
á leið á Sjávarútvegssýningu, þeg-
ar við vorum að fara út úr dyrum,
sagði hann: „Ekki myndi Didda
mín vilja að ég færi svona til fara
út,“ dreif sig inn og skipti um bux-
ur. Nú er lokið í bili heimilishaldi á
Steinholtsvegi 7. Handverk Árna
mun lengi sjást í stéttum, stein-
hleðslum í garðinum og fleiru
kringum hús. Börnum Árna, af-
komendunum og ættingjum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Gunnhildur.
Elsku afi minn, Árni Halldórs-
son, er fallinn frá. Það var
skammt stórra högga á milli því
ekki eru liðin tvö ár síðan amma
Didda lést og nú afi eftir skamm-
vinn veikindi. Þar fara mikilvægar
fyrirmyndir og endalaus upp-
spretta fróðleiks og kærleika.
Litlu börnin í fjölskyldunni voru
öll mjög handgengin langafa sín-
um og langömmu og er tengingin
við Eskifjörð og Austfirði sterk og
þá ekki síður við sumarparadísina
á Flúðum. Mér þykir vænt um að
Arna mín, sem nú er fimm ára,
skuli fara inn í framtíðina með
sterkar og hlýjar minningar um
langafa sinn og langömmu.
Síðustu tvö ár hefur afi sýnt og
sannað að hann gat alltaf tekist á
við nýjar áraunir af miklum styrk,
en það var honum samt mjög erf-
itt að vera án ömmu. Við stórfjöl-
skyldan höfum lagt kapp á að hlúa
vel að afa og heimsækja hann
reglulega og á þessum tíma höfum
við afi jafnvel tengst enn meira en
áður.
Við afi höfðum gaman af því að
spjalla saman og áttum mörg
samtöl um forfeður og skyld-
menni, bæði hans og ömmu, en
honum þótti stórmerkilegt að
hægt væri að opna símann og sjá
allt um okkar fólk á Íslendinga-
bók. Hann sagði mér sögur og ég
gat sagt honum hver fæddist hvar
og hvenær, sem og hver voru for-
eldrar, systkini og börn. Þessi
samtöl okkar voru fróðleg og í dag
þykir mér dýrmætt að hafa spurt
afa út í lífið á Eskifirði á síldarár-
unum, lífið á sjónum, árin þeirra
ömmu í Reykjavík á námsárunum
og barnæsku hans.
Í heimsókn okkar til Eskifjarð-
ar í júlí fórum við afi í bíltúr á Sa-
abnum hennar ömmu. Hann
keyrði með mig að Hólmum í
Reyðarfirði, sagði mér stuttlega
söguna af þessum forna kirkju-
stað og sýndi mér sálnahlið sem
amma beitti sér fyrir að yrði reist
þarna. Afi hefur lagt mér til
drjúgt veganesti, meðal þess er
lærdómsríkt hvernig afi hefur um
alla tíð talað af djúpri virðingu og
kærleik um ömmu, Diddu sína,
sem hann hefur nú sameinast aft-
ur í sumarlandinu.
Nú er komið að kveðjustund,
takk fyrir allt elsku afi minn.
Sigrún K. Valsdóttir.
Í minningunni er afi Árni ávallt
rólegur, nánast stóískur. Mikið
sem það var gott að vera í kring-
um hann. Minningarnar af Stein-
holtsveginum eru óteljandi, en þar
var yndislegt að vera sem barn í
frelsinu sem fylgdi því að fara út
fyrir borgina. Gullabúið, kaffi-
tímarnir (sem voru töluvert fleiri
en ég átti að venjast) og í seinni tíð
bíltúrar á Saab-inum eru mér efst
í huga þegar ég hugsa um þær
stundir sem ég hef varið á Eski-
firði.
Hann var duglegur alla tíð,
fram á síðasta dag, og var alltaf
með nóg fyrir stafni. Lífið breytt-
ist þegar hann missti ömmu, óhjá-
kvæmilega. Hann saknaði hennar
og talaði mikið um hana. Hann las
fyrir okkur bréf sem höfðu farið á
milli ömmu og afa á sjötta ára-
tugnum og mér fannst svo merki-
legt að fá innsýn í líf þeirra á þeim
tíma, fjarlægðin á milli þeirra var
mikil en nándin þó meiri.
Þórhildur fjögurra ára dóttir
mín og afi áttu einstaklega fallegt
samband. Hún er mikið rólyndis-
barn og þau áttu vel saman.
Stundum töluðu þau saman í sím-
ann um daginn og veginn og í
hvert skipti hafði hann orð á því
hvað hún væri með fallega og
bjarta rödd. Það var eitthvað við
Þórhildi sem minnti hann á
ömmu, hann sagði að þær væru
með sama göngulagið og að henni
svipaði til langömmu sinnar.
Þótt það sé erfitt að kveðja
yndislegan og hlýjan mann finn ég
huggun í því að vita af honum í
faðmi ömmu á ný.
Hvíl í friði elsku afi.
Þórdís Valsdóttir.
Ég er einstaklega þakklát fyrir
að sumarfríi okkar fjölskyldunnar
á Mallorca hafi verið aflýst og að
við gátum komið til Íslands. Við
áttum nokkra yndislega daga með
afa á Eskifirði í sumar. Eins og
hann sagði sjálfur þá vorum við
„eitthvað svo rosalega hamingju-
söm saman“.
Það var alltaf svo gott að vera
fyrir austan hjá ömmu og afa. Þau
voru bæði svo hlý og yndisleg. Við
systir mín eigum ótal fallegar
minningar frá Eskifirði þar sem
við dvöldum oft á sumrin. Auður
frænka okkar bjó hjá afa og ömmu
og okkur frænkunum kom ein-
staklega vel saman. Við lékum
okkur heima á Steinholtsvegi,
uppi í fjalli, niðri í fjöru eða fórum
í heimsókn til langömmu. Við sváf-
um út og fórum að sofa þegar okk-
ur sýndist. Það var alltaf eitthvað
gott í matinn og heimabakaðar
kökur í kaffinu. Einn af hápunkt-
um hvers dags var kvöldkaffið, en
þá fengum við mjólkurglas og
kökubita á slaginu tíu. Afi bauð
okkur oft með sér í bíltúr sem var
alltaf skemmtilegt. Sérstaklega
þegar hann fór á bensínstöðina að
þvo bílinn sinn. Þá fengum við
veskið hans og máttum kaupa
okkur eins mikið nammi og við
vildum.
Þegar ég var 12 ára fékk ég að
vinna í saltfiski í fyrirtæki sem afi
og amma ráku með vinafólki sínu.
Afi kynnti mig fyrir öllu starfs-
fólkinu og lét mér líða eins og ég
væri mikilvægur starfsmaður í
þessa einu viku sem ég var við
störf. Að vikunni lokinni fékk ég
minn fyrsta launaseðil og umslag
með laununum mínum. Ég hef
sjaldan verið eins stolt.
Afi lét okkur alltaf vita hvað
honum fannst gott að hafa okkur
hjá sér og hvað hann var ánægður
með okkur og okkar fólk. Eftir að
ég flutti til Þýskalands 16 ára
gömul skrifuðumst við amma á og
ég talaði reglulega við hana og afa
í síma. Þegar afi kynntist Nils
manninum mínum fyrir rúmum
tuttugu árum tók hann honum
opnum örmum þó svo að þeir
gætu ekki talað saman. Eftir að
Nils var byrjaður að læra íslensku
var afi hans mesti stuðningsmað-
ur og lofaði hann í hástert við
hvert tækifæri. Í sumar sátu þeir
saman í setustofunni á kvöldin og
lásu Sjómannablaðið og Kompás
og ræddu svo það sem þeir höfðu
lesið.
Dætrum okkar fannst líka allt-
af mjög gott að vera á Eskifirði
hjá langömmu og langafa þó svo
að það hafi oft verið langt á milli
heimsókna. Afi var alltaf svo
ánægður að sjá hvað þeim leið vel
þar. Ég er viss um að þær hafa
fundið fyrir þeirri væntumþykju,
friði og ró sem þar lá alltaf í lofti.
Ég er mjög þakklát fyrir að dætur
mínar hafi fengið að kynnast afa
og ömmu og varið tíma hjá þeim á
Eskifirði.
Afa verður sárt saknað. En ég,
Nils, Belén og Lind eigum margar
fallegar minningar sem ég er
mjög þakklát fyrir.
Vaka Halldórsdóttir.
Elsku afi Árni hefur kvatt okk-
ur.
Missirinn er sár en eftir situr
þakklæti fyrir að hafa verið part-
ur af lífi afa, og í lífi ömmu á Eski-
firði; í hversdagsleikanum, fjör-
unni og fjöllunum.
Afi hafði frá unga aldri, eins og
systkini hans og aðrir af hans kyn-
slóð, upplifað tíma og raunir sem
voru ólíkar því sem þekkist í dag.
Segja má að þessi kynslóð hafi
kynnst öllu litrófi lífsins, gleði og
sorgum. Mesta blessun á lífsleið
afa var að hitta ömmu Diddu, sem
hann elskaði og dáði umfram allt,
en fráfall ömmu var afa afar þung-
bært. Afa tókst, þrátt fyrir sáran
missi, að takast á við þær áskor-
anir sem lífið færir.
Sjómennska var lífsviðurværi
afa og þar leið honum vel, sitjandi
við stýrið og halandi inn afla. Afi
og amma áttu og ráku Friðþjóf
ásamt þrennum öðrum hjónum og
afi sigldi Sæljóninu um árabil, þar
til hann kom í land og var í land-
vinnslu. Ég fékk oft að fara með
afa í vinnuna og man skýrt eftir að
standa ofan á kassa og raða síld í
tunnu og hafa fengið lítið merki
fyrir hverja tunnu sem fyllt var.
Fékk líka sumarvinnu í Friðþjófi
og man eftir lyktinni af pæklinum,
sér í lagi þeim sem var með kan-
elilm.
Minningarnar um afa eru
margar og yndislegar, afi og
amma höfðu bæði góða og hlýja
nærveru. Ég bjó hjá þeim frá átta
ára aldri fram að menntaskóla og
það voru dásamleg ár. Forréttindi
að hafa búið á Eskifirði og um leið
að mynda þessi tengsl við þau og
líka við langömmu. Einnig forrétt-
indi fyrir strákana mína þrjá að
hafa kynnst langafa sínum og
langömmu svo vel og að mynda
þessi sterku tengsl við þau og
Eskifjörðinn.
Mantra sem ég tek með mér frá
ömmu og afa er gleðin og það að
einblína á það góða í lífinu því að
allt fari jú einhvernveginn hvort
eð er. Afkomendur voru minntir á
mikilvægi þess að vera til staðar
hver fyrir annan, gleðjast og
rækta frændskapinn. Þessi skila-
boð voru einlæg og skýr og falleg.
Síðustu árin eftir andlát ömmu
töluðum við afi oft saman og hitt-
umst. Við ræddum um allt milli
himins og jarðar. Afi var fróður og
ótrúlega minnugur á allt sem
hafði á daga hans drifið. Afi rifjaði
upp gamlar minningar, eins og at-
burðirnir hefðu gerst í gær, og
hann var einnig kunnugur á sviði
bókmennta og lífsins. Það voru
notaleg kvöldin þar sem við sátum
í holinu og hlýddum á sögur af
sjónum, sögur af börnum hans og
ömmu og sögur hans af lífinu sem
einu sinni var.
Afa var dýrmætt að heyra
fréttir af afkomendum sínum. Síð-
ustu símtölin okkar í milli snerust
að mestu um hvernig hvernig
strákunum mínum liði og hvað
þeir væru að fást við.
Ég var hjá afa þegar hann
kvaddi þessa jarðvist. Hann var
orðinn lúinn. Ég veit að nú er afi
er kominn til ömmu Diddu sem
hann saknaði svo sárt. Hans tíma
hjá okkur hér var lokið.
Ég finn fyrir söknuði og trega
yfir því sem var og um leið þakk-
læti fyrir ferðalagið. Takk fyrir að
vera kletturinn minn í gegnum líf-
ið, afi.
Auður.
Mér er þungt um hjartarætur
þegar ég nú sest niður og skrifa
minningarorð um hann Árna móð-
urbróður minn.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að alast upp með
mömmu og systkinum hennar á
Hlíðarendanum til sjö ára aldurs.
Þetta voru erfiðir tímar í lífi
þeirra allra, en þarna ríkti vænt-
umþykja og góðmennska og alla
tíð síðan hefur ríkt vinskapur milli
okkar.
Það var honum mikið gæfuspor
þegar hann giftist henni Diddu
sinni og stóðu þau saman eins og
klettar að barnauppeldi og rekstri
útgerðarfyrirtækis þeirra, Frið-
þjófs, sem þau ráku í mörg ár.
Það hafa verið erfiðir tímar hjá
Árna síðan Didda lést 21. des.
2018 en hann á yndisleg börn og
fjölskyldur sem elskuðu hann og
vöktu yfir honum, voru með annan
fótinn hér á Eskifirði ásamt því að
vera í krefjandi störfum í Reykja-
vík.
Hann reyndi alltaf að sjá björtu
hliðarnar og benda okkur hinum á
það hversu dýrmætt það væri að
vera jákvæður, standa saman og
reynast hvert öðru vel.
Árni var góður og orðvar mað-
ur, illmælgi og illt umtal var hon-
um ekki að skapi.
Hann var sterkur persónuleiki,
mikill sjálfstæðismaður og hafði
sterkar skoðanir á því sem var að
gerast í þjóðfélaginu og var trúr
sínum skoðunum.
Hann var fróður, velgefinn og
víðlesinn og held ég að hann hafi
nánast kunnað Íslendingasögurn-
ar utanbókar, enda alla tíð mjög
minnugur.
Við Addi höfum átt ótal
skemmtilegar stundir með þeim
Árna og Diddu í gegnum árin og
fyrir það erum við óendanlega
þakklát.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Elsku Kristín, Halldór, Björn,
Sigrún, Guðmundur, Auður og
fjölskyldur.
Innilegustu samúðarkveðjur og
megi góður guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Þín verður sárt saknað, Árni
minn.
Þín frænka,
Sólveig Halla.
Skyndilegt fráfall frænda míns
Árna Halldórssonar er áminning
um að lífið er fallvalt. Þrátt fyrir
háan aldur var Árni hraustur og
vel á sig kominn og elli kerling
ekki farin að leiða hugann að
glímu við hann.
Árni ólst upp á Eskifirði í fjöl-
mennum systkinahópi og enn fjöl-
mennari frændgarði þar sem vin-
átta, vinnusemi og samhjálp var
sjálfsögð og fólki í blóð borin.
Árni fæddist undir heilla-
stjörnu og var þess meðvitaður.
Um það ber allur hans ferill fag-
urt vitni. Ungur hitti hann Ragn-
hildi Kristjánsdóttur, stóru ástina
í lífi hans. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður. Árni og Didda
ræktuðu með sér samheldni og
gagnkvæmt traust og í sambland
við ást og gáfur sem Guð þeim gaf,
uppskáru þau dugmikinn barna-
hóp sem ber foreldrunum fagurt
vitni hvar sem þau fara.
Árni heillaðist ungur af hafinu
og baráttunni um þau verðmæti
sem það býr yfir. Hann var far-
sæll skipstjóri í áratugi og gjör-
Árni Halldórsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is