Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 36

Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 36
Ég kynntist Kol- brúnu Sævarsdóttur fyrst sumarið 1994 á Ísafirði, þegar ég var að leysa af sem læknanemi þar og hún var í heimsókn hjá Sonju vin- konu sinni úr lagadeild. Svo liðu mörg ár og ég fór að hugsa til baka til þessarar glæsilegu konu, sem ég hafði dansað við á Djúpinu á Ísa- firði þetta sumarkvöld. Ég var þá búsettur í Kaupmannahöfn við sér- nám, en ég gat ekki hætt að hugsa um hana og ákvað að skrifa henni. Ég gerði alls ekki ráð fyrir að hún myndi eftir mér, og hvað þá að hún mundi svara mér, hefði alveg nóg af mikilvægari hlutum að gera. En hún svaraði. Við hittumst svo á Ís- landi síðar sama sumar á okkar fyrsta stefnumóti. Þá hófst sam- band okkar sem aldrei bar skugga á þann tíma sem það varði og ást- fangin vorum við. Kolbrún var mjög falleg og geðþekk kona. Hún hafði góða kímnigáfu, og hún stríddi mér oft með að læknar væru háskólamenntaðir þrælar. Hún var greind og skarpskyggn, dugleg, klár og vinnusöm og rækt- arsöm við sitt fólk. Hún var einlæg, jarðbundin, góðhjörtuð, og stoð og stytta allra þeirra sem hún stóð næst. Hún hafði mikla útgeislun sem lét engan ósnortinn. Systkini hennar í móðurætt og föðurætt voru heilsteypt fólk út í gegn. Kol- brún var elst og þau dáðu hana og virtu. Við Kolbrún áttum það sam- eiginlegt að mæður okkar létust fyrir aldur fram úr krabbameini. Það er sárara en tárum taki að Kol- brún skyldi einnig á unga aldrei greinast með krabbamein. Ég vissi að hún væri veik og við töluðum Kolbrún Sævarsdóttir ✝ Kolbrún Sæv-arsdóttir fædd- ist 7. ágúst 1964. Hún lést 9. sept- ember 2020. Útför Kolbrúnar fór fram 18. sept- ember 2020. nokkrum sinnum saman. Það kom samt sem algert reið- arslag að fá þær fregnir að hún væri látin. Góðu minning- arnar lifa. Við hitt- umst oft, bæði á Ís- landi á sérstaklega fallegu heimili Kol- brúnar þar, og í Dan- mörku. Við ferðuð- umst til Berlínar, London og Vínarborgar og fórum út að borða og á tónleika og söfn saman. Kolbrún flutti svo út til mín til Kaupmannahafnar og hóf fram- haldsnám í mannréttindalögfræði við lagadeild Lundarháskóla og lauk náminu með glæsibrag. Við fórum í ótal veitingahúsa- og kaffi- húsaferðir í miðborg Kaupmanna- hafnar og ferðalög og rómantíkin blómstraði. Við fórum hvort í sína áttina eft- ir tæplega þriggja ára samband, en hún sá fyrir sér framtíð á Íslandi, og hóf aftur störf hjá ríkissaksókn- ara en ég varð eftir erlendis til að fylgja eftir starfsframadraumum. Á ögurstundu verður þó ljóst að það mikilvægasta hér í lífinu er sennilega ekki starfsframi heldur að maður eyði tíma í að vera með þeim sem maður elskar. Ég sá allt- af eftir Kolbrúnu. En það eina sem hægt er að gera er að reyna að læra af mistökum sínum og glöt- uðum tækifærum. Það er stundum sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Það gæti einfaldlega verið svo að sumir fái svo miklu áorkað og leitt af sér svo mikið gott og mikinn kærleik á stuttri ævi að það sé fyrr þörf fyrir krafta þeirra á öðrum stað og sé því boðað þang- að fyrr. Ég veit að hún er núna á fallegum stað, laus við sjúkdóm, verki og þjáningar. Ég votta systkinum Kolbrúnar og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Minningin um góða og glæsilega konu lifir. Arnar Ástráðsson. 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Það var alltaf mjög skemmti- legt að hitta hana Nunnu. Hún fékk mann til að hlæja, jafnvel þó að umræðuefnið væri ekkert endi- lega fyndið. Tilsvörin hennar voru einhvern veginn á þá leið. Ýmislegt rifjast upp þegar við kveðjum hana í hinsta sinn. Við höfum þekkt Nunnu frá því við vorum litlar stelpur í sveitinni á Kastalabrekku. Jón frændi og Nunna dvöldu þar gjarnan um nokkurra daga skeið og oft var Guðrún Jóna frænka okkar með í för. Við munum eftir fjörugum samræðum þar sem Nunna lá nú heldur betur ekki á skoðunum sín- um. Eitt sinn, þegar verið var að drekka miðdagskaffið, vildi svo til að mús uppgötvaðist í eldhúsinu. Hafði hún smyglað sér á óvenju- legan hátt inn. Það fór ekki fram hjá neinum að mýs voru ekki í uppáhaldi hjá Nunnu – sem jafn- framt gildir nú um okkur - en við gleymum atburðarásinni seint sem þessi litla mús kom af stað og Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 19. mars 1925. Hún lést 5. september 2020. Útför Guðrúnar fór fram 17. sept- ember 2020. Þau leiðu mistök urðu að eftirfarandi grein birtist með greinum um Guð- rúnu Ingibjörgu Jónsdóttur sem var jarðsungin sama dag. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum. getum alltaf hlegið þegar við rifjum þennan atburð upp. Okkur blöskruðu viðbrögðin, en það þurfti nú töluvert til. Við tókum líka eftir því sveitastelp- urnar, hvað Nunna var mikil skvísa. Hún var alltaf vel til- höfð með langar og lakkaðar neglur. Ávallt smart í tauinu. Þegar við vorum í heimsókn í borginni minnumst við skemmti- legra sundferða með Jóni og Nunnu. Jón og Nunna tengdu okkur einnig við menningu sem var ekki svo aðgengileg í sveitinni, til dæmis fór Nunna með okkur systurnar og Guðrúnu Jónu á óperusýningu, 12-13 ára gamlar, þetta var meiriháttar upplifun fyr- ir okkur. Nunna var mjög frændrækin og hafði afar gaman af því að koma í veislur. Hún kom síðast í ferm- ingu Arnbjörns Óskars fyrir ári. Þá naut hún sín að hitta fólkið og spá og spekúlera í hver væri hvers og hvað allir væru að gera. Ætíð voru Nunna og Jón rausn- arleg í gjöfum, en ekki síður þótti okkur vænt um hve mikla hlýju og virðingu þau sýndu okkur og áhuga á því sem við vorum að gera hverju sinni Elsku Tóta og Steini, Guðrún Jóna, Ester, Ástþór og fjölskyld- ur! Vottum ykkur innilega samúð. Minningin um hina stórbrotnu og skemmtilegu Nunnu lifir. Hjördís og Jóna Sigurðardætur. ✝ Viktor Þór Úr-aníusson fædd- ist í Vest- mannaeyjum 27. janúar 1942. Hann lést 27. ágúst 2020 á hjúkrunarheimilinu Grund. Blóðforeldrar Viktors voru Jór- unn Lilja Magn- úsdóttir, f. 5.12. 1919, d. 14.2. 2008, og Úranus Guðmundsson, f. 28.12. 1914, d. 17.6. 1968. For- eldrar Viktors frá 8 mánaða aldri voru Erlendur Jónsson, f. 9.10. 1908, d. 23.2. 1984, og Ólafía Bjarnadóttir, f. 3.12. 1909, d. 1.6. 1994. Systkini Viktors: 1) Bjarney Erlendsdóttir, f. 20.2. 1932. Eig- inmaður hennar var Gísli Gríms- son, f. 16.1. 1931, d. 29.3. 2016, 2) Pálína Úranusdóttir, f. 5.9. 1950, 3) Jón Trausti Úranusson, f. 19.6. 1952, d. 28.6. 1993, 4) Gylfi Þór Úranusson, f. 10.11. 1953, d. 20.9. 2012, 5) Skúli Úranusson, f. 30.10. 1956, og 6) Oddgeir Úran- usson, f. 30.10. 1958. dóttir, f. 5.3. 1978. Þeirra börn eru Karen Sif Viktorsdóttir, f. 11.9. 1991, sambýlismaður hennar er Guðmundur Birgir Ægisson, f. 5.4. 1990, og þeirra börn eru Katla Guðmunds- dóttir, f. 6.4. 2018, og Gauti Guðmundsson, f. 19.12. 2019. Ísak Viktorsson, f. 22.10. 1998, sambýliskona hans er María Ösp Ómarsdóttir, f. 19.8. 1999. Mia Viktorsdóttir, f. 21.7. 2001, Tera Viktorsdóttir, f. 25.1. 2007, og Lúkas Viktorsson, f. 19.2. 2009. Viktor fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst upp hjá blóðfor- eldrum til 8 mánaða aldurs. Þá fluttist hann að Ólafshúsum og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um þeim Ella og Ólu, og systur sinni Baddý. Viktor gekk í barnaskólann í Vestmanna- eyjum og fór þaðan til náms við Iðnskólann í Vestmannaeyjum þar sem hann lærði húsasmíði. Að námi loknu fór hann að vinna sem húsasmiður hjá Smið, en á veturna fór hann á vertíð. Árið 1962 hófu Viktor og Hulda búskap í Vestmannaeyjum, en í gosinu 1973 fluttust þau upp á land og byggðu sér heimili í Mosfellsbæ þar sem Viktor vann sem smiður og síðar meir sem húsvörður á Reykjalundi. Útför Viktors fór fram 7. september 2020. Viktor kvæntist Huldu Jensdóttur, f. 2.7. 1938, þann 28. maí 1966. For- eldrar hennar voru Jens Pétur Sveins- son, f. 17.10. 1905, d. 13.4. 1974, og Laufey Líndal, f. 22.10. 1909, d. 21.6. 1979. Börn Viktors og Huldu eru: Laufey Jóhannsdóttir, f. 28.5. 1960, maki Ingvar Hreinsson, f. 1.4. 1957. Synir þeirra eru Jens Ingvarsson, f. 8.5. 1983, sam- býliskona hans er Thelma Arn- grímsdóttir, f. 19.12. 1986, og þeirra börn eru Iðunn Emilía Hjaltadóttir, f. 24.11. 2011, og Birta Karen Jensdóttir, f. 3.4. 2018. Hrafn Ingvarsson, f. 14.3. 1985, sambýliskona hans er Hrefna Óðinsdóttir, f. 15.7. 1989, þeirra synir eru Hjörtur Ingi Hrafnsson, f. 18.8. 2012, og Haukur Erik Hrafnsson, f. 6.9. 2019. Viktor Björn Viktorsson, f. 23.11. 1967, maki Erla Edvards- Elsku tengdapabbi kvaddi þennan heim 27. ágúst eftir erfið veikindi. Fyrsta minning mín um Lilla var innilegt faðmlag og koss. Hann kyssti og faðmaði sitt fólk þegar hann hitti það og kvaddi. Ég man að mér þótti það pínu skrítið til að byrja með, enda ekki vön svona miklu knúsi, en mér fór fljótt að þykja þetta góður siður og börnin okkar eru miklir knús- arar eins og afi þeirra var. Lilli reyndist okkur alla tíð al- veg einstaklega vel. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur, hvort sem það var að byggja hús eða sumarbústað, skipta um eld- húsinnréttingu, passa krakkana, skutla og sækja, alltaf sagði hann já. Ég man hvað það var yndislegt að fá þau, tengdaforeldra mína, til okkar þegar við bjuggum í Englandi. Þau voru alltaf tilbúin að fara með okkur hingað og þangað að skoða nýjar slóðir og krakkarnir nutu þess að hafa ömmu og afa hjá sér sem dekruðu við þau. Lilli var líka svo einstaklega handlag- inn og mikill hugsuður. Þegar þau sneru aftur til Ís- lands eftir heimsóknin var iðu- lega búið að laga og græja hina ýmsu hluti á heimilinu sem ekki höfðu verið í lagi eða virkuðu ekki alveg nógu vel. Þegar við fluttum aftur til Ís- lands hélt þetta áfram og skipti engu hvert vandamálið var, alltaf fann Lilli lausn á málinu, ekkert var gert í flýti, allt útpælt og teiknað upp. Á okkar heimili hefur „ömmu- og afadagurinn“ verið vinsælasti dagur vikunnar. Afi var látinn spila fótbolta í garðinum í Klapparhlíð svo tím- unum skipti, en með mörgum hálfleikjum því á boðstólum voru „afa-samlokur, þær bestu í heimi“ og kex sem amma passaði upp á á meðan hún fylgdist með leiknum. Það þurfti heldur ekki mikið til að fá afa til að samþykja KFC- dag fyrsta hvers mánaðar. Þess- ar stundir eru börnunum okkar svo afar dýrmætar. Lilli var hvers manns hugljúfi og alltaf stutt í hláturinn, glensið og grínið. Jafnvel þegar hugurinn var farinn að bregðast honum gat hann hlegið að „ruglinu í sjálfum sér“ eins og hann sagði. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, elsku tengdapabbi, og takk fyrir að vera börnunum mínum besti afi í heimi. Ég mun sakna þín öllum stundum, alveg þar til við hittumst aftur. Þín tengdadóttir, Erla. Elsku afi. Þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér. Þú munt alltaf lifa í mínu hjarta og minni. Það var alltaf hægt að tala við þig því þú varst bestur. Kveðja, Þín Tera. Elsku afi. Þú varst svo góður smiður og kenndir mér að gera bát. Þú varst líka svo fyndinn og skemmtilegur. Manstu eftir dýragarðinum og kisunni? Ég ætla að muna eftir öllu sem þú kenndir mér. Þinn Lúkas. Viktor Þór Úraníusson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát ástkærs föður, tengdaföður og afa okkar, ÁRNA JÚLÍUSSONAR símaverkstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ. Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir Ingvar Örn Árnason Sonya Pritchett Árnason og barnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, JÓN GUÐMUNDSSON arkitekt, lést í faðmi fjölskyldu sinnar sunnudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. september klukkan 13. Ragnheiður Björk Hreinsdóttir Sigurrós Jónsdóttir Brynjar Þór Björnsson Guðmundur Hjalti Jónsson Lísa Mikaela Gunnarsdóttir Ingunn Ívarsdóttir Bjartmar og Sólmar Ástkær faðir okkar, EYSTEINN ÞORVALDSSON, prófessor emeritus, lést þriðjudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september klukkan 13 í nærveru ættingja og vina. Útförinni verður streymt á www.sonik.is/eysteinn. Drífa, Ástráður, Heiður, Oddgeir, Björg og Úlfhildur Eysteinsbörn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og sonur, BJARNI SVERRISSON, Hnjúkaseli 4, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 15. september. Útför hans mun fara fram frá Seljakirkju föstudaginn 25. september klukkan 15. Útförinni verður streymt á https://www.facebook.com/minningarsidabjarnasverrissonar. Hanna María Oddsteinsdóttir Linda Björk Bjarnadóttir Bragi Hilmarsson Guðný Sigríður Bjarnadóttir Kristinn Snær Agnarsson Lára Jóhannesdóttir Sverrir Geirdal Lilja Jóhannesdóttir Reynir Björnsson Steinunn Árnadóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.