Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 40

Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 40
Valskonur verða Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik á komandi keppnistímabili en það kemur í hlut KR-inga að falla úr Dominos-deild kvenna, ef marka má spána fyrir tímabilið sem birt var í gær. Birtar voru tvær spár, önnur frá félögunum en hin frá fjölmiðlunum, og þær reyndust nákvæmlega eins varðandi röð liðanna átta í deildinni. Niðurstaðan var þessi, tölurnar í spá liðanna á undan og spá fjöl- miðlanna innan sviga: 1 Valur 186 (88) 2 Skallagrímur 151 (72) 3 Keflavík 143 (67) 4 Haukar 131 (58) 5 Breiðablik 76 (37) 6 Fjölnir 72 (25) 7 Snæfell 61 (25) 8 KR 44 (24) Þessir hópar voru hins vegar ósammála um niðurstöðuna í 1. deild kvenna. Forsvarsmenn liðanna spá Njarðvík öruggum sigri en fjölmiðl- arnir spá því að Grindavík hafi naumlega betur gegn Njarðvík í toppslagnum. Niðurstaðan er þessi, fjölmiðlarnir í sviga: 1 Njarðvík 234 (64) 2 Grindavík 194 (65) 3 ÍR 183 (58) 4 Tindastóll 174 (47) 5 Hamar/Þór Þ. 118 (29) 6 Stjarnan 97 (39) 7 Vestri 83 (18) 8 Fjölnir-B 80 (18) 9 Ármann 52 (22) Velgengni Valskvenna mun halda áfram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarar? Valskonur urðu Íslandsmeistarar árið 2019. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Lengjudeild kvenna Víkingur R. – Augnablik.......................... 1:3 Grótta – Keflavík...................................... 2:3 Staðan: Tindastóll 13 11 1 1 37:5 34 Keflavík 14 10 3 1 36:14 33 Haukar 13 8 2 3 23:14 26 Grótta 14 5 4 5 18:21 19 Afturelding 13 5 3 5 17:17 18 Augnablik 13 5 3 5 20:27 18 Víkingur R. 14 4 3 7 20:26 15 ÍA 13 2 6 5 19:22 12 Fjölnir 13 2 1 10 7:27 7 Völsungur 12 1 0 11 7:31 3 2. deild karla Njarðvík – ÍR............................................ 2:3 Haukar – KF............................................. 1:2 Staðan: Kórdrengir 16 11 4 1 30:10 37 Selfoss 16 12 1 3 29:15 37 Njarðvík 17 10 3 4 33:22 33 Þróttur V. 16 9 4 3 30:16 31 Haukar 17 10 0 7 33:23 30 KF 17 8 1 8 29:33 25 Fjarðabyggð 16 6 3 7 23:21 21 Kári 16 5 4 7 23:22 19 ÍR 17 5 1 11 28:35 16 Víðir 16 4 1 11 19:41 13 Dalvík/Reynir 16 2 4 10 20:37 10 Völsungur 16 2 2 12 20:42 8 3. deild karla Reynir S. – Tindastóll .............................. 5:5 Staða efstu liða: KV 16 12 1 3 47:22 37 Reynir S. 17 11 3 3 54:34 36 KFG 16 7 4 5 31:27 25 Augnablik 16 7 4 5 34:31 25 Tindastóll 17 6 7 4 36:36 25 Grikkland PAOK – Atromitos .................................. 1:1  Sverrir Ingi Ingason var allan tímann á bekknum hjá PAOK. Olympiacos – Asteras Tripolis............... 3:0  Ögmundur Kristinsson var varamark- vörður Olympiacos í leiknum. Holland Jong PSV – Eindhoven ........................... 1:2  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu hjá Jong PSV. Belgía Molenbeek – Lommel .............................. 0:1  Kolbeinn Þórðarson lék ekki með Lom- mel vegna leikbanns. Þýskaland Bayern München – Schalke..................... 8:0  Olísdeild karla Valur – ÍR.............................................. 43:24 Selfoss – KA.......................................... 24:24 Staðan: Valur 2 2 0 0 76:54 4 Afturelding 2 1 1 0 51:49 3 KA 2 1 1 0 47:45 3 Selfoss 2 1 1 0 51:50 3 ÍBV 1 1 0 0 38:31 2 FH 2 1 0 1 54:52 2 Haukar 1 1 0 0 20:19 2 Fram 2 0 1 1 48:50 1 Stjarnan 2 0 1 1 51:52 1 Grótta 2 0 1 1 44:45 1 Þór Ak. 2 0 0 2 41:48 0 ÍR 2 0 0 2 55:81 0 Olísdeild kvenna Valur – Fram ........................................ 28:24 Grill 66-deild kvenna ÍR – Fjölnir/Fylkir............................... 22:23 Grill 66-deild karla Hörður – Vængir Júpíters................... 23:27 Kría – Fram U ...................................... 30:27 Svíþjóð Kristianstad – Önnered ...................... 33:20  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 1. Alingsås – Hallby................................. 34:33  Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr- ir Alingsås. Danmörk Lemvig – Ribe-Esbjerg....................... 30:33  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 1 en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað. Herning-Ikast – Vendsyssel............... 20:18  Steinunn Hansdóttir skoraði 1 mark fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 14 skot í marki liðsins.   Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Boston – Miami................................. 101:106  Staðan er 2:0 fyrir Miami og þriðji leikur fer fram í nótt kl. 24.30 að íslenskum tíma.   Enska knattspyrnufélagið Liver- pool hefur staðfest kaupin á spænska miðjumanninum Thiago Alcantara frá Bayern München og að hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Kaup- verðið er talið vera 20 milljónir punda en það geti hækkað í 27 milljónir með öllum skilyrðum upp- fylltum. Þá eru Englandsmeistararnir ná- lægt því að ganga frá kaupum á portúgalska sóknarmanninum Diogo Jota frá Wolves á 35 milljónir punda. Liverpool stað- festi Thiago Ljósmynd/Liverpool Anfield Spánverjinn Thiago Alcant- ara er orðinn leikmaður Liverpool. Enda þótt aðeins séu þrír leikir í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarsins, verða tveir þeirra sannkallaðir stór- leikir og ljóst að tvö úrvalsdeildarlið munu ekki komast í 16-liða úrslit. Haukar taka á móti Selfyssingum á Ásvöllum og svo mætast Akureyr- arliðin Þór og KA í grannaslag. Þriðji leikurinn er viðureign B-liðs ÍBV og Vængja Júpíters sem eru ný- liðar í 1. deild karla, Grill 66- deildinni. Önnur lið sitja hjá og mæta til leiks í 16-liða úrslitum. Leikirnir fara fram dagana 6.-7. október. Stórleikir í bik- arkeppninni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bikarinn Haukar og Selfoss etja kappi í bikarkeppninni. Fimmtándu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í fyrradag þegar FH sigraði Víking 1:0 með marki Hjartar Loga Valgarðssonar. Þar með er hægt að birta úrvalslið Morgunblaðsins úr umferðinni en hinir leikirnir fóru fram 30. ágúst og 5. september. Þá vann KR sigur á ÍA, 4:1, Valur vann HK 1:0, Grótta tapaði 0:2 fyrir Fylki, Fjölnir tapaði 1:4 fyrir Breiða- bliki og KA og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli. Úrvalsliðið má sjá hér fyrir ofan. Leikur ÍA og Vals í fyrradag tilheyrir 14. umferð sem lýk- ur ekki fyrr en 1. október. Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki er áfram efstur í M-gjöfinni með 13 M en Stefán Teitur Þórðarson, ÍA, og Steven Lennon, FH, eru með 12. 15. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-4-2 Gunnar Nielsen FH Guðmundur Kristjánsson FH Atli Sigurjónsson KR Viktor Karl Einarsson Breiðablik Pablo Punyed KR Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Brynjar Gauti Guðjónsson Stjörnunni Patrick Pedersen Val Thomas Mikkelsen Breiðabliki Brynjar Ingi Bjarnason KA Birkir Már Sævarsson Val 2 2 3 3 3 3 4 4 2 Fimmtándu umferð er lokið Meiðsli Jóhanns Bergs Guðmunds- sonar, landsliðsmanns í knatt- spyrnu, virðast ekki vera eins al- varleg og óttast var á fimmtudags- kvöldið þegar hann var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í deildabikarnum. Sean Dyce, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti á heimasíðu fé- lagsins í gær að liðbönd hefðu skaddast en sagði að útlitið væri aðeins betra en menn hefðu verið hræddir um á fimmtudagskvöldið. Engin tímamörk hefðu þó verið sett á endurkomu Jóhanns enn sem komið væri. Eftir aðeins 15 mínútna leik braut Jack Robinson leikmaður Sheffield United harkalega á Jó- hanni sem var borinn af velli og þurfti súrefni á meðan hann fékk aðhlynningu. Jóhann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en var klár í slaginn fyrir nýtt tíma- bil þar sem Burnley leikur sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á morgun, gegn Leicester. Þá er stutt í umspilsleikinn mik- ilvæga hjá íslenska landsliðinu sem mætir Rúmeníu á Laugardals- vellinum 8. október. Horfurnar með Jóhann fyrir þann leik virðast ekki góðar. Jóhann gaf ekki kost á sér í leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA á dögunum. Voru það fyrstu leikir landsliðsins í langan tíma en til stóð að leika gegn Rúmeníu í mars en leiknum var frestað vegna heimsfaraldurs- ins eins og kunnugt er. Jóhann lék síðast með landsliðinu gegn Frökkum í Laugardalnum 11. október í fyrra en fór þá meiddur af velli. Nær varla leiknum gegn Rúmeníu Morgunblaðið/Eggert Hnémeiðsli Jóhann Berg Guð- mundsson er á sjúkralistanum. Hratt kvarnast nú úr leikmannahópi Selfyssinga í Pepsí Max-deild kvenna í knattspyrnu. Í vikunni var tilkynnt að Hólmfríður Magnús- dóttir hefði tekið tilboði Avaldsnes í Noregi og í gær var greint frá því að miðvörðurinn Anna Björk Kristjáns- dóttir væri á leið til Frakklands. Tveir af reyndustu leikmönnum liðs- ins eru því á förum þegar enn er nokkuð eftir af þessu óvenjulega keppnistímabili hér heima. Sunnlenska.is segir franska liðið Le Havre kaupa Önnu af Selfossi. Ekki er langt síðan Le Havre var í fréttunum hér heima því liðið er einnig búið að næla í Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur frá Breiða- bliki. Fyrir nokkrum mánuðum var engin íslensk kona í efstu deild í Frakklandi en nú eru þær orðnar þrjár en Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sem kunnugt er með Lyon. „Ég er virkilega spennt fyrir að komast í svona sterka deild og tel það algjör forréttindi að fá að keppa á móti nokkrum af bestu liðum og leikmönnum í heimi. Þetta er spenn- andi áskorun og það hefur alltaf ver- ið draumur minn að spila og búa í Frakklandi,“ sagði Anna í samtali við Sunnlenska í gær. Anna og Berglind hafa áður verið liðsfélagar í atvinnumennskunni því þær voru á sama tíma hjá PSV í Hol- landi. Þær hafa því verið tvívegis í sama liði erlendis en hafa ekki leikið saman með félagsliði hérlendis. Selfoss er í 4. sæti deildarinnar með 19 stig og gerir ekki miklar rós- ir á Íslandsmótinu úr þessu. Liðið er 18 stigum á eftir Breiðabliki og 17 á eftir Val. Liðið er hins vegar komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og brotthvarf Hólmfríðar og Önnu minnkar væntanlega möguleikana nokkuð á því að verja bikarinn sem liðið vann í fyrra. kris@mbl.is Þrjár íslenskar konur í frönsku deildinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frakkland Le Havre kaupir Önnu af íslensku bikarmeisturunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.