Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Áður en Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað var einn ís- lenskur íþróttamaður öruggur um keppnisrétt á leikunum sem til stóð að færu fram frá 24. júlí til 9. ágúst 2020. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee náði lág- markinu örugglega í bringu- sundi. Leikunum var frestað vegna kórónuveirunnar eins og íþrótta- áhugafólk þekkir. Nú er stefnt að því að þeir fari fram 23. júlí til 8. ágúst. Þessum leikjum í Tókýó verður ekki frestað oftar. Gest- gjafarnir hafa fullyrt það enda mótshaldið orðið verulega dýrt spaug. Annaðhvort fara þeir fram næsta sumar eða verður af- lýst. Nú þegar leikunum hefði átt að vera lokið eru tveir íslenskir kastarar skyndilega komnir í þá stöðu að eiga góða möguleika á að komast á leikana. Sleggju- kastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hafa báðir bætt sig mjög nú síðsumars og ruku upp heimslistann í sínum greinum. Eftir frestun leikanna er því orðið útlit fyrir að Ísland geti átt fleiri keppendur á leikunum en ef þeir hefðu farið fram á þessu ári. Ásdís Hjálmsdóttir er reyndar hætt og þeirri ákvörðun hennar virðist ekki verða haggað en hún hefði verið líkleg til að gera at- lögu að lágmarkinu fyrir leikana 2020. Frjálsíþróttakeppnin er viss hápunktur á Ólympíuleikum. Þar kemur saman íþróttafólk sem hleypur hraðast, hoppar hæst og lengst og kastar lengst. Auk þess færast leikarnir þá inn á ólympíuleikvanginn sjálfan. Þar verða Íslendingar að eiga fulltrúa til að gefa keppninni meira gildi. Ekki er verra þegar Sigurbjörn Árni lýsir því sem fyrir augu ber. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Mál hlauparans Caster Semenya er eitt það áhugaverðasta sem komið hefur upp í íþróttaheiminum á síð- ustu árum. En um leið er það eitt hið leiðinlegasta. Á tímum þegar barist hefur verið fyrir því að afreks- íþróttafólk taki ekki lyf sem hafa áhrif á frammistöðu, stendur tvö- faldur ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna frammi fyrir því að þurfa að taka inn lyf til að fá að keppa áfram í greininni. Málið er mjög óvenjulegt en for- sagan er sú að alþjóðasamband í einni íþróttagrein, Alþjóðafrjáls- íþróttasambandið, setti reglu árið 2019 sem reyndist umdeild. Í henni felst að keppendur með of mikið hormónamagn í líkamanum þurfa að taka hormóna til að ná magninu nið- ur til að mega keppa í ákveðnum vegalengdum í hlaupum. Caster Semenya fór í mál til að fá reglunni hnekkt en varð ekki ágengt og á dögunum tapaði hún málinu fyrir hæstarétti í Sviss. Semenya hefur verið illviðráðan- leg á hlaupabrautinni í 800 metra hlaupi enda er hún tvöfaldur ólymp- íumeistari og þrefaldur heimsmeist- ari. Hún er þó ekki heimsmethafi í greininni og er því ekki sú besta sem hefur keppt í 800 metra hlaupi. Hlaupararnir eru margir hverjir grannvaxnir í þeirri grein en þó ekki eins grannir og í lengri vegalengd- um. Semenya er hins vegar vöðva- stælt og augljóslega mjög líkamlega sterk. Að því leyti er hún líkari spretthlaupara. Er það ekki að ástæðulausu því hormónamagnið í líkama hennar er mun meira en gengur og gerist hjá konum. Ástæðurnar fyrir því eru náttúrulegar og um það er ekki deilt. Fyrir vikið hefur hún forskot á keppinauta sína hvað líkamlegt at- gervi varðar. Ef slíkt hormónamagn mældist í íþróttakonu sem tekið hefði lyf á bannlista yrði refsingin margra ára, ef ekki lífstíðarkeppn- isbann frá íþróttinni. Vill vera sú sem hún er Reglan sem Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandið setti nær eingöngu til keppni í hlaupum frá 400 metrum og upp í 1.500 metra. Virkar málið á marga eins og reglan sé sett til höf- uðs Semenya. Hvort sem það er raunin eða ekki hefði málið væntan- lega ekki orðið jafn fyrirferðarmikið í fjölmiðlum ef Semenya hefði tekið aðgerðum sambandsins þegjandi og hljóðalaust. Hún ákvað hins vegar að berjast gegn henni en varð ekki ágengt eins og áður segir. Semenya fór með málið eins langt í dómskerf- inu og hægt er. Fyrst var það dóm- stóll Alþjóðafrjálsíþróttasambands- ins, þá Alþjóðaíþróttadómstóllinn, því næst svissneskt dómstig og loks hæstiréttur í Sviss. Ýmsar siðferðisspurningar vakna þessu tengdar og Semenya sjálf seg- ir að málið snúist um mannréttindi. Þess sé nú krafist að hún taki lyf fyr- ir að vera sú sem hún er. Það er að segja ef hún vill halda áfram keppni í íþrótt þar sem hún hefur komið sér vel fyrir í hinum umtöluðu sögubók- um. Á henni má skilja að hún ætli ekki að fara þá leið að taka lyf til að minnka hormónamagnið og þá má draga þá ályktun að ferli hennar sé lokið en þrátt fyrir marga sigra er Semenya ekki nema 29 ára gömul. Veigamestu rökin fyrir reglunni, og til þeirra virðast dómstólarnir horfa, eru þau að hormónamagn sé ástæða þess að bestu karlarnir eiga betri tíma í hlaupum en bestu kon- urnar. Sanngirnissjónarmiðin séu þau að ósanngjarnt sé fyrir konur með eðlilegt hormónamagn í lík- amanum að keppa gegn konum með hátt hormónamagn. Hormónamagnið skal minnkað  Baráttumál Caster Semenya er afar óvenjulegt  Líkam- legir burðir hennar þykja ósanngjarnir á hlaupabrautinni AFP Sigursæl Caster Semenya á mörg gullverðlaun í safninu. Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson mætti í gær á æf- ingasvæði enska knattspyrnu- félagsins Arsenal til að skrifa undir fimm ára samning við félagið. Mun Arsenal greiða Dijon í Frakklandi 1,6 milljónir punda fyrir Rúnar, en félagið hefur enn ekki staðfest komu Íslendingsins. Rúnar er 25 ára og uppalinn hjá KR. Fór hann ungur til Nordsjælland í Danmörku árið 2014, en hann hefur leikið með Dijon frá 2018. Rúnar hefur leikið fimm A-landsleiki og kom sá síðasti gegn Katar í nóvember 2018. Rúnar Alex í Lundúnum Morgunblaðið/Eggert Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson er við það að semja við Arsenal. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi, hafnaði í 24.- 27. sæti á Amundi Czech Ladies Challenge-mótinu sem lauk í Prag í gær en það er liður í áskorenda- mótaröð Evrópu. Guðrún lauk leik á sjö yfir pari vallarins. Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki út á völl þegar öðrum hring á Opna portúgalska mótinu var frestað vegna veðurs. Haraldur Franklín Magnús náði að leika 15 holur en á litla möguleika á því að komast áfram. Guðmundur er í góðri stöðu á -3. Guðrún hafnaði í 24.-27. sæti Ljósmynd/seth@golf.is Tékkland Guðrún Brá lauk leik á samtals sjö yfir pari í Prag. Valur hafði betur gegn Fram, 28:24, í stórleik í 2. umferð Ol- ísdeildar kvenna í handbolta í gær- kvöld. Hafa Reykjavíkurliðin verið bestu lið landsins síðustu ár. Staðan í hálfleik var 11:11, en Valskonur voru sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum verðskuldaðan sig- ur. Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Val og Þórey Anna Ás- geirsdóttir sex. Ragnheiður Júlíus- dóttir gerði sex fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir fimm. Er Framliðið vængbrotið þar sem Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir eru óléttar og þá er Hafdís Renötudóttir að glíma við höfuðmeiðsli. Er um þrjá gríðar- lega sterka landsliðsmenn að ræða. Án þeirra er ábyrgðin mikil á Ragnheiði Júlíusdóttur og Stein- unni Björnsdóttur en Valskonur eru með fleiri vopn. Þórey Anna Ás- geirsdóttir og Mariam Eradze fara mjög vel af stað með Val og þá átti Saga Sif Gísladóttir stórleik í mark- inu. Það verður erfitt að stoppa Valskonur í vetur. johanningi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflug Lovísa Thompson sækir að vörn Framara á Hlíðarenda í gærkvöld. Valskonur unnu fyrsta stórslaginn Selfoss og KA skildu jöfn, 24:24, í miklum spennuleik er liðin mættust í 2. umferð Olísdeildar karla í hand- bolta í gærkvöld. KA var með fjög- urra marka forskot þegar fjórar mínútur voru til leiksloka, en Sel- foss skoraði fjögur síðustu mörkin. Guðmundur Hólmar Helgason tryggði heimamönnum eitt stig með marki tólf sekúndum fyrir leikslok, en hann hefur farið afar vel af stað hjá Selfossi. Eru bæði lið með þrjú stig eftir fyrstu tvo leik- ina; einn sigur og eitt jafntefli. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að það má aldrei slaka á gegn Selfyss- ingum. Hvað eftir annað hefur liðið klórað sig út úr erfiðri stöðu og náð úrslitum eftir að andstæðingurinn nær forskoti. Hefðu bæði lið vænt- anlega tekið því fyrirfram að vera með þrjú stig eftir tvo leiki, en þau gætu komið á óvart í vetur. Auðvelt hjá Val Flestir spáðu Valsmönnum góðu gengi fyrir mót á meðan flestir voru sammála um að ÍR ætti erf- iðan vetur fram undan. Miðað við yfirburði Valsara gegn ÍR á heima- velli er það ekki fjarri lagi. Urðu lokatölur 43:24. Valsmenn voru með yfirhöndina allan tímann og þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Litlar breytingar eru á sterku liði Vals á milli leiktíða en ÍR-ingar misstu nánast alla sína menn. Valsmenn verða væntanlega að berjast á toppnum en veturinn verður ansi langur og þungur hjá Breiðhyltingum. Agnar Smári Jónsson skoraði tíu mörk fyrir Val, sem er töluvert yfir meðaltalinu hjá honum á síðustu leiktíð. Nái Agnar Smári að sýna hvað í honum býr getur hann orðið algjör lykilmaður hjá Val í vetur. johanningi@mbl.is Selfyssingarnir gefast aldrei upp Morgunblaðið/Eggert Hetjan Guðmundur Hólmar Helga- son tryggði Selfyssingum stig. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – KA .................... L14 1. deild karla, Lengjudeildin: Olísvöllur: Vestri – Leiknir F ................ S14 Grenivíkurv.: Magni – Leiknir R........... S16 2. deild karla: Vodafonev.: Völsungur – Kórdrengir ... L13 Dalvík: Dalvík/Reynir – Fjarðabyggð.. L14 Jáverksvöllur: Selfoss – Þróttur V ....... L14 3. deild karla: Vopnafjarðarvöllur: Einherji – KV.. L13.30 Fagrilundur: Augnablik – Elliði............ L14 Fjölnisvöllur: Vængir J. – Sindri .......... L14 Vilhjálmsvöllur: Höttur/Hug. – Ægir... L14 Samsung-völlur: KFG – Álftanes.......... L14 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Sauðárkróksv.: Tindastóll – ÍA ............. L14 Varmá: Afturelding – Fjölnir ................ L17 2. deild kvenna: Egilshöll: Hamar – ÍR............................ L14 Kórinn: HK – Sindri ............................... L14 Fjarðabyggðarhöll: FHL – Álftanes..... S14 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Stjarnan...... L14.30 Ásvellir: Haukar – FH ...................... L14.45 Kórinn: HK – ÍBV ............................. L16.30 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – ÍBV ..................... L17.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Kórinn: HK – Selfoss U .................... L13.30 Origo-höll: Valur U – Víkingur......... L15.45 Ásvellir: Haukar U – Fjölnir.................. S17 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Grótta – Fram U ............ L13.30 Origo-höll: Valur U – Víkingur......... L18.30 Kórinn: HK U – Selfoss..................... S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Meistarakeppni kvenna: Borgarnes: Skallagrímur – Valur..... S19.15 ÍSHOKKÍ Hertz-deild kvenna: Akureyri: SA – SR............................. L16.45 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.