Morgunblaðið - 19.09.2020, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.09.2020, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 100% ull er heiti sýningar sem verð- ur opnuð í Hönnunarsafninu í dag klukkan 12 til 17. Á sýningunni get- ur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk eru að fást við í dag. Verkin á sýn- ingunni eru ólík en eiga það sameig- inlegt að sýna ullina sem býr yfir óendanlegum möguleikum þó um klassískan og náttúrulegan efnivið sé að ræða. Þátttakendur á sýningunni 100% ull eru vefarinn Ásthildur Magnús- dóttir, fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir, verslunin Kormákur og Skjöldur, hljóðvistarfyrirtækið Kúlan, ullarvinnslufyrirtækið Ístex og samstarfsverkefnið Ró sem fram- leiðir meðal annars dýnur. Teikn- arinn Rán Flygenring annast fram- setningu teikninga og texta á sýningunni. Sýningarstjóri er Signý Þórhallsdóttir. Í tilefni sýningarinnar verða haldnar smiðjur fyrir alla fjölskyld- una og boðið upp á leiðsögn á sunnu- dögum. Þá verður viðamikil dagskrá fyrir skólahópa í boði. Ullarhönnun Kápur úr ull hannaðar af Magneu Einarsdóttur. Vörur úr ull í Hönnunarsafninu Norðrið er heiti samsýningar lista- manna frá Íslandi, Svíþjóð og Finn- landi sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag, laugardag. Á sýningunni eru verk eftir Arngunni Ýri, Ernu Skúladótt- ur, Ulrika Sparre, Pétur Thomsen, Ingibjörgu Friðriksdóttur og Ne- stori Syrjälä. Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Á tímum hnattrænnar hlýnunar og öfgafullra umhverfisbreytinga vinna listamennirnir með spurn- ingar á borð við þá hvort umhverfið eins og við þekkjum það í dag muni aðeins standa eftir sem hverful minning. Fótspor mannsins hefur varanleg áhrif á jörðina, það breyt- ir náttúrulegu umhverfi hennar á grimmdarlegan og óafturkallan- legan hátt, og er það hvergi aug- ljósara en á norðurheimskautinu. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir: „Þar sem áhrif veður- farsbreytinga á Norðurlöndin hafa í för með sér óvissu með framtíð þess landslags sem við þekkjum, setja þessir sex listamenn fram nýja sýn á tilgang og stöðu mannsins, og nýta sér list sína til að komast í sátt við breytingu og endursköpun nátt- úrunnar.“ Breytingar Hluti verks eftir Ernu Skúladóttur á sýningunni. Verður umhverfið hverful minning?  Norðrið í Listasafni Árnesinga Fjarski og nánd. Íslensk samtíma- ljósmyndun nefnist sýning sem opn- uð verður í dag í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og segir í tilkynningu að á henni heyrist raddir ýmissa þeirra sem sett hafa svip sinn á ís- lenska samtímaljósmyndun undan- farna tvo áratugi. Gestum sé boðið að „sjá meira“ og velta fyrir sér hvað gerist þegar lengi er horft á ljós- myndir. Sýningin er unnin í sam- starfi við Félag íslenskra samtíma- ljósmyndara og á henni eru verk eftir 16 listamenn sem vinna með miðiðilinn með ólíkum hætti. Myndirnar á sýningunni voru valdar út frá þeim forsendum að hver einstök mynd tali á sinn sér- staka hátt inn í samtímann, segir í tilkynningunni og að sumar sýni raunveruleikann á beinskeyttan hátt á meðan aðrar rugli fólk í ríminu. Allar veki myndirnar fólk til um- hugsunar um málefni líðandi stund- ar og taki ákveðna afstöðu til lífsins og samfélagsins sem við og þær séu hluti af. Sýningin er sett saman í tengslum við efni bókarinnar Feg- urðin er ekki skraut. Íslensk sam- tímaljósmyndun sem kom út nýverið en ritstjórar hennar eru Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjóns- dóttir. Engin formleg opnun verður á sýningunni en safnið verður opið í dag frá kl. 13 til 17. Rýnt undir yfirborðið Æsa er sýningarstjóri sýning- arinnar og er spurð að því hvað átt sé við með því að gestum sé boðið að sjá meira. „Hugmyndin er í rauninni að fólk staldri dálítið vel við mynd- irnar og reyni að sjá í myndinni eitt- hvað sem er dýpra en það sem er kannski bara á yfirborðinu. Gest- urinn á ekki bara að horfa á það sem er sýnt heldur líka það sem myndin vill segja. Ég er alls ekki að tala um að boðskapur sé í myndunum heldur frekar að styrkur myndarinnar, myndmálsins og ljósmyndarinnar í okkar samfélagi liggi í því að mynd- irnar eru ekki bara að sýna eitthvað heldur líka að segja eitthvað. Þær tala til okkar,“ svarar Æsa. Hún segir að sýningin sé líka hugsuð í tengslum við útgáfu bók- arinnar Fegurðin er ekki skraut en nokkrar myndanna í bókinni eru á sýningunni en líka aðrar sem eru þar ekki. Æsa segir sýningu og bók því tvær sjálfstæðar einingar sem haldist þó í hendur. „Hugmyndin er að sýna hvernig framsetning á ljós- myndum hefur verið síðastliðin tutt- ugu ár, elstu myndirnar eru frá 1998 og það er akkúrat á þeim tímapunkti sem ljósmyndin er að stíga inn í list- samhengið hér á Íslandi og listasöfn- in að opna listrýmið fyrir ljósmyndir og ljósmyndara og líka að kaupa ljósmyndir sem var ekki gert áður fyrr,“ segir Æsa. Stærðin skiptir máli Framsetning verkanna er áhuga- verð og eru líka bókverk á sýning- unni. Æsa segir að sjá megi ýmsar útgáfur af því hvernig ljósmyndir hafa verið settar fram í sýningar- rýminu. „Við erum líka að tala um þessi miklu hvörf sem verða í kring- um 2000 þegar analog-ljósmyndin fer smám saman að detta út, nema hjá einstaka ljósmyndurum sem eru enn og leggja mikla áherslu á að vinna algjörlega analog,“ segir Æsa og nefnir sem dæmi ljósmyndarana Orra, Pétur Thomsen og Báru Krist- insdóttur. Þá megi einnig sjá á sýn- ingunni stór diasec-prent frá ár- unum 2007 og 2008 þar sem ljósmyndir eru blásnar upp í stórar stærðir og eru með mikilli dýpt. „Þar getum við sagt að ljósmyndin hafi farið í einhvers konar sam- keppni við málverkið,“ segir Æsa. Hún nefnir líka ljósmyndara sem vinni með ljósmyndina sem hlut frekar en flöt, til dæmis Claudiu Hausfeld. „Hún er mikið að velta fyrir sér þessum endalausu um- breytingum og margfeldisáhrifum sem eru innbyggð í ljósmyndamiðl- inum. Hún sýnir umbreytta mynd sem hún setur fram eins og kort líkt og við sáum oft í skólastofum hér í gamla daga. Hún umbreytir mynd- inni í hlut,“ segir Æsa um Claudiu. Stærð hefur líka sitt að segja, sumar myndir mjög litlar en aðrar mjög stórar þannig að sýningar- gestir skynja vel áhrifamátt stærð- arinnar, að sögn Æsu. Ljósmyndir teknar á stórar filmur bjóði upp á miklar upplýsingar og dýpt, svo dæmi sé tekið. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Í safninu Æsa Sigurjónsdóttir á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Staldrað við og kafað undir yfirborðið  Fjarski og nánd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Jóna Hlíf Halldórsdóttir, sem verið hefur forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi í þrettán mánuði, hefur sagt starfi sínu lausu. Segir hún ástæðuna hafa verið samskipta- örðugleika við forstöðumann menn- ingarmála hjá Kópavogsbæ. Forveri Jónu Hlífar, Kristín Dag- mar Jóhannessdóttir, lét einnig af störfum áður en ráðningarsamningi hennar lauk og sagði hún í samtali við Stundina að ástæðan hefði verið sam- skipta- og samvinnuörðugleikar við forstöðumann menningarmála. Ráð- gjafarnefnd Gerðarsafns hefur einnig sagt af sér og lýst yfir stuðningi við Jónu Hlíf. Þá hef- ur myndlistarráð sent frá sér yfir- lýsingu þar sem staða mála við Gerðarsafn er hörmuð og hvetur ráðið „bæjar- yfirvöld í Kópa- vogi til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að sambærileg staða komi aftur upp í listasafni bæjarins“. Forstöðumaður Gerðarsafns sagði upp Jóna Hlíf Halldórsdóttir Samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza færir hlustendum K100 fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.