Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 43

Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Eins og ég segi í inngangi,þetta átti að vera skýrsla,ekki pælingagrein. En um- töluð grein kollega míns hjá Rík- isútvarpinu, Davíðs Roach Gunn- arssonar, undir heitinu Andlát: Íslenskt rapp, gerði að verkum að ég ákvað að sveigja aðeins af kúrs. Sé líka, mér til undrunar, að ég skrifaði grein í þetta blað í janúar, þar sem ég er að velta fyrir mér stöðu rapps- ins hérlendis og er tiltölulega slakur þar. En hversu rétt hefur Davíð fyrir sér? Pistill hans er hárbeittur og hálfgerð sprengja í raun þar sem niðurstaðan er sú að þessi önnur bylgja íslensks rapps sé gengin sér til húðar og það fyrir löngu, meira að segja. Hann er þó bjartsýnn á að eitthvað nýtt rappkyns taki við. Inn- tak greinar hans þarf ekki að vera neitt sérstaklega dramatískt heldur, allar senur líða undir lok undir rest, umbreytast, þróast og/eða renna út í sandinn (athugasemd: Davíð talar um þrjár bylgjur en ég er ósammála þeirri greiningu. Ég tel Quarashi og Subterranean vera einslags fyrir- rennara, Rottweiler og co mynduðu svo fyrstu bylgjuna og Gísli Pálmi hóf þessa seinni). Dreggjar rappsins? Þrenna Nýjustu plötur rapparanna Emmsjé Gauta, Hr. Hnetusmörs og JóaPé og Króla. Ég ætla núna að klára uppruna- lega verkefnið: Hr. Hnetusmjör gaf út nýja plötu fyrir stuttu, kallast hún KBE kynnir: Erfingi Krún- unnar. Já, langpoppaðasta efni hans til þessa, grímulausir „bangerar“ og skýlaus Mammonsdýrkun í hverri línu eða svo gott sem. Drengurinn er fylginn sér. Tveir „stórir“ rapp- arar áttu þá plötu í ár líka, Emmsjé Gauti og JóiPé & Króli. Platan hans Gauta er stórgóð, þroskuð og slyng textalega og hipphoppið mun aldrei skilgreina Gauta að fullu. Hann er of hæfileikaríkur til þess. JóiPé & Króli reyndu sig með lífræna spretti á nýjustu plötu sinni og sömuleiðis – ég held að meðlimir þar staldri ekkert endilega við í rappinu of lengi. Þetta er tilfinning. Þannig að í ár erum við með risa- plötur og svo jaðarbundnara fólk eins og Ella Grill, Séra Bjössa og UngiBesti og Milljón, harla óþekkt (utan Ella). Gamlar kempur eru þá í startholum (Afkvæmi guðanna) á meðan stelpurnar sjá um fram- sæknina (Fever Dream, Cyber, Daughters of Reykjavík, Countess Malaise). Ég hef rætt um að rapp er ekki lengur bylgja eða sena sem fer í burtu, rappið er orðið það miðlægt í dægurtónlist samtímans að það er allt eins hægt að tala um að „popp“ eða „klassík“ sé að fara að renna sitt skeið. En þessi önnur bylgja ís- lensks rapps, jú, maður getur alveg tekið undir það með Davíð að það hilli undir endalokin. Annað væri óeðlilegt. Og þetta sést á því að eftir standa bara risar eða litlir spá- menn. Millivigtin er óvenju hljóðlát, listamenn hættir eða ekkert eða lít- ið heyrist í þeim. Stelpurnar eru undantekning en þær hafa heldur aldrei verið hér á sömu forsendum og strákarnir, eins og ég hef reifað í ótal pistlum. Ég held að það sé óhætt að slá því föstu að við erum byrjuð að fikra okkur niður kúrfuna. Og ekk- ert að því. Risarnir sem ég hef nefnt geta stillt upp einhverju pró- grammi og haft eitthvað upp úr þessu út árið en það er ómögulegt fyrir nýgræðinga að teika senu sem mestur vindurinn er úr. Þannig lognast þessir hlutir vanalega út af. Stemningin er farin og stöðnunin ríkjandi. Þriðja bylgja, kom fagn- andi … »En þessi önnurbylgja íslensks rapps, jú, maður getur alveg tekið undir það með Davíð að það hilli undir endalokin. Pistill þessi átti að vera temmilega hefðbundin úttekt á nokkrum nýútkomnum rapptitlum en varð að vangaveltum um hugsanlegt þrot seinni bylgju íslensks rapps. Lesið endilega áfram. Metnaðarfull samsýning með verkum þekktra og virtra norrænna samtíma- listamanna verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Sýningin nefnist Und- irniðri og verkin gera listamennirnir Nathalie Djurberg & Hans Berg (SE), Lene Berg (NO), Paarma Brandt (GL), Adam Christensen (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Emma Helle & Helena Sinervo (FI) og Maria Pasenau (NO). Sýning- arstjóri er Arnbjörg María Danielsen Í lýsingu á sýningunni segir að á Undirniðri sé gestum boðið inn í órætt völundarhús dulinna kennda og áleit- inna spurninga um sjálfið. Að- ferðafræði og efnistök þeirra lista- manna sem eiga verk á sýningunni eru afar fjölbreytt, meðal annars sett fram í formi innsetninga, hreyfi- mynda og skúlptúra. Sameiginlegur nefnari er gáskafull viðleitni til að hrófla við hefðbundnum birting- armyndum kyns og kynverundar í samtímanum. Veikleikar staðal- ímynda eru kannaðir, kafað er í undir- meðvitundina og hið bælda í eðlinu kitlað. Við liggjum á hleri og gægj- umst undir slétt og fellt yfirborð nor- rænnar samfélagsútópíu. Sýningarstjórinn Arnbjörg María segist hafa sett sýninguna sérstaklega saman fyrir Norræna húsið og hafa aðeins tvö verkanna áður verið sýnd, önnur eru ný og unnin sérstaklega fyrir sýninguna. „Ég hef fylgst með mörgum þess- ara listamanna árum saman og hef haft mikinn áhuga á verkum þeirra. Sum þeirra þekki ég ágætlega,“ segir Arnbjörg María. Hún bætir við að hin ófyrirsjáanlega framvinda veirufar- aldursins á árinu hafi haft mikil áhrif á sköpun verkanna fyrir sýninguna og þá um leið hvernig sýningin var unnin. „Þetta hefur verið ótrúlega áhuga- vert ferli. Ég hef verið í nánu samtali við listamennina og aðstæður þeirra eru mjög ólíkar. Þótt þetta séu nor- rænir listamenn þá búa þeir líka í Berlín, London og París, þetta eru al- þjóðlegir listamenn og sumir hafa not- ið þess að vera í einangrun og segjast loksins hafa haft næði, til að mynda Djurberg og Berg sem hafa verið mikið á ferðinni að setja upp stórar sýningar í söfnum. Þau hafa verið mjög afkastamikil á þessum tíma en aðrir segja innilokunina hafa reynt mikið á sálarlífið og mikið hafi gengið á í sköpunarferlinu. Við það hafa verk tekið á sig aðra mynd en ætlunin var í upphafi.“ Arnbjörg María verður með leið- sögn um sýninguna á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Völundarhús dulinna kennda Birt með leyfi listamannanna og Tanya Bonakdar Gallery. Ögrandi Verkið How to slay a demon eftir Nathalie Djurberg & Hans Berg hefur einungis verið sýnt áður í galleríi listamannanna í New York.  Samtímamyndlist í Norræna húsinu Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.