Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 44

Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Viðskiptafr. / Lögg. fast. 820 6511 Kristján Viðskiptafr. / Lögg. fast. 691 4252 Halla Viðskiptafr. / Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Lögg. fast. 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Telma Sif Lögfræðingur/ aðstoðarm. fast. 773 7223 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er frægt hús og ástsælt, sem þýðir að allir hafa skoðun á því,“ segir Hálfdan Lárus Ped- ersen, innanhússhönnuður sem ásamt Þórði Orra Péturssyni lýs- ingahönnuði hefur hannað og haft umsjón með þeim endurbótum framhúss Þjóðleikhússins sem nú er verið að leggja lokahönd á. „Þegar Magnús Geir [Þórðarson] þjóðleikhússtjóri hafði samband við okkur hafði hann mjög skýrar hug- myndir um hvað hér þyrfti að gera til að bæta aðstöðuna. Við vorum sammála því þegar við löbbuðum með honum um húsið og skoðuðum. Nálgun okkar í útfærslu þeirra hugmynda er að vera með sem minnst inngrip í arkitektúr Guðjóns Samúelssonar og fremur að bæta við hvar sem þörf var á sem og að fjarlægja valdar síðari tíma við- bætur. Auðvitað þarf að gera ákveðnar breytingar til að húsið geti sem best þjónað hlutverki sínu,“ segir Hálfdan. „Mesta hólið í okkar huga er ef leikhúsgestir sem hingað koma spyrja sig hvort þetta hafi ekki allt- af verið svona,“ segir Þórður Orri. Þeir félagar gengu í liðinni viku með blaðamanni um húsið og ræddu þær breytingar sem gerðar hafa verið. „Eins og sjá má hafa veitingasöl- urnar í báðum göngunum, sín hvor- um megin við Stóra sviðið, verið fjarlægðar og búin til ný veitinga- sala þar sem fatahengið var áður. Fatahengið var fært fram í anddyri þar sem miðasalan var og miðasal- an fer á sinn gamla stað sem Guð- jón ætlaði henni,“ segir Hálfdan og bendir á að í stað gömlu veitinga- salanna sé búið að hanna sófa eftir veggjum endilangt sem nýtast leikhúsgestum fyrir sýningar og í hléi. „Allt sem við höfum gert hér, í samtali við Minjastofnun Íslands, er afturkræft,“ segir Þórður Orri. Bætum við þar sem vantaði Af öðrum breytingum má sem dæmi nefna að sett verða upp ný gluggatjöld í Kristalssal og víðar, ljósakrónur í Kristalssal hafa verið hreinsaðar og skipt um búnað, settur hefur verið upp fjöldi spegla á báðum hæðum, lýsing á listaverk- um í tröppum verður bætt, í and- dyrinu verður komið fyrir hand- riðum í tröppunum til að bæta aðgengið, settir upp bekkir og bókahillur í tengslum við nýja leik- húsbókabúð. Búið er að koma upp átta ljósa- krónum sem keyptar voru að utan og prýddu áður leikhús í Hollandi. „Þetta er sænsk hönnun,“ segir Hálfdan og bendir á að ljósakrón- urnar séu álíka gamlar og Þjóðleik- húsið sjálft. „Við fengum einnig nokkra vegglampa í sama stíl frá sama leikhúsi sem rötuðu upp á Kristalssal,“ segir Þórður Orri og sýnir blaðamanni á snjallsíma sín- um hversu auðveldlega breyta má lýsingunni. „Búið er að skipta um allan bún- aðinn í ljósunum þannig að ljósa- perunum er öllum stýrt gegnum Bluetooth, sem lágmarkaði vinnu við raflagnir í húsinu, sem er auð- vitað kostur í ljósi þess að um frið- að hús er að ræða, auk þess sem það sparar bæði vinnu og kostnað,“ segir Þórður Orri og bendir á að í öllum endurbótunum sé reynt eftir fremsta megni að raska sem minnstu og bora til dæmis ekki í veggi eða upprunalegar flísar ef hjá því verður komist heldur finna aðrar afturkræfar lausnir. „Á sama hátt erum við bundnir af gólfteppinu, veggjalitnum og fleira. Við fjarlægðum ekkert sem var upprunalegt, en bættum við þar sem vantaði,“ segir Hálfdan og bendir sem dæmi á panelinn sem settur hefur verið upp aftan við nýju sófana. „Þar er um að ræða nýjan panel, en fyrirtækið sem útbjó þetta smíðaði nýja tönn eftir upprunalegu tönninni til að fræsa viðinn svo að panellinn sé nákvæm- lega sá sami og Guðjón teiknaði fyrir aðra staði hússins,“ segir Hálfdan. Glóandi gersemi „Í vinnuferlinu öllu hefur verið áberandi hversu mikla virðingu all- ir iðnaðarmenn sem hér starfa bera fyrir húsinu og leggja mikla alúð í alla vinnu sína,“ segir Þórður Orri. „Með sama hætti höfum við fundið fyrir mikilli velvild hjá fyr- irtækjum þegar sérpanta hefur þurft efni og afgreiðslur iðulega fengið flýtimeðferð, enda þykir öll- um vænt um Þjóðleikhúsið,“ segir Hálfdan. „Punkturinn yfir i-ið í endurbót- unum verður stórbætt lýsing á Þjóðleikhúsinu að utanverðu sem leyfir þessu glæsilega húsi að njóta sín sem sú þjóðargersemi sem það er,“ segir Þórður Orri og bendir á að ný handrið með lýsingu muni einnig bæta aðgengi leikhúsgesta að húsinu. „Ásýnd Þjóðleikhússins hefur í raun aldrei notið sín al- mennilega á kvöldin, eins fallegt og húsið nú er. Með nýju lýsingunni fær arkitektúr Guðjóns enn betur notið sín og verður glóandi ger- semi,“ segir Hálfdan. „Markmið lýsingarinnar er að undirstrika mikilfengleika hússins,“ segir Þórð- ur Orri. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðleikhússtjóra er heildarkostn- aður framkvæmdanna á framhúsi Þjóðleikhússins og endurhönnun lýsingarinnar um 155 milljónir króna. Segir hann leikhúsið hafa fengið 70 milljóna króna stofn- framlag frá menntamálaráðuneyt- inu í þetta tiltekna verkefni, en annað sé fjármagnað af hefð- bundnu viðhalds- og fjárfestinga- framlagi. Í samtali við Þórð Orra segir hann að í framkvæmdaferlinu hafi þurft að bregðast við ýmsu og gera við ónýtar lagnir og bæta vatns- skemmdir, sem enginn hafi séð fyr- ir. „Iðnaðarmennirnir sem hér starfa hafa verið ótrúlega flinkir við að hugsa í lausnum og finna leiðir og nú er allt að smella,“ segir Þórður Orri. Allt gert af virðingu við Guðjón  „Mesta hólið í okkar huga er ef leikhúsgestir spyrja sig hvort þetta hafi ekki alltaf verið svona“  Ný utanhússlýsing breytir ásýnd Þjóðleikhússins  Endurbæturnar kosta um 155 milljónir króna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forsalur Þórður Orri Pétursson og Hálfdan Lárus Pedersen í nýjum sófum sem komið hefur verið upp í forsal Þjóð- leikhússins og nýtast munu leikhúsgestum jafnt í hléi og fyrir sýningar, kjósi þeir að panta sér veitingar á staðnum. Færsla Nýja veitingasalan kemur í stað fatahengisins sem staðsett var und- ir áhorfendabekkjum Stóra sviðsins. Fatahengið færist fram í anddyrið þar sem miðasalan var áður og miðasalan snýr aftur á sinn upprunalega stað. Afturhvarf Miðasalan hefur verið færð aftur á upprunalegan stað. Panellinn fyrir ofan afgreiðslulúguna þjónaði áður sem afgreiðsluborð gömlu miðasölunnar. Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum þegar blaðamaður heimsótti leikhúsið í vikunni til að kynna sér endurbæturnar. Allt verður tilbúið þegar leikhúsið verður opnað í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.