Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 45

Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Allar leiðir liggja heim er heiti sýn- ingar sem myndlistarkonan Aðal- heiður Daly Þórhallsdóttir opnar eftir kl. 14 í dag í galleríinu Þulu við Hjartatorg neðan við Laugaveg. Aðalheiður býr nú og starfar í Berl- ín en hún útskrifaðist árið 2018 með BA-gráðu í myndlist frá Ont- ario College of Art and Design í Kanada. Í tilkynningu segist hún túlka gegnum málverk sín samband sitt „við umheiminn, heimilið og friðinn sem ég sæki í hreiðrið mitt“. Málverk Aðalheiðar hafa verið á sýningum bæði í Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Hreiðrið Hluti eins málverka Aðalheiðar Daly á sýningunni í galleríinu Þulu. Leiðir heim á sýn- ingu Aðalheiðar Virtur bandarískur djasspíanóleik- ari, Romain Collin, heldur tónleika í Hljóðbergi Hannesarholts í kvöld, laugardag, og hefjast þeir kl. 20. Sætafjöldi er takmarkaður og mið- ar aðeins seldir í forsölu. Collin mun leika allt frá banda- rískum djassstandördum, að frum- sömdum verkum og útgáfum nýrr- ar dægurtónlistar. Collin hefur á undanförnum árum hlotið mikið lof gagnrýnenda vestanhafs en hann hefur til dæmis leikið með Herbie Hancock, Wayne Shorter, Gregoire Maret og Bill Frisel. Píanóhetja Romain Collin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Romain Collin í Hannesarholti Tónleikaröðin „Beethoven í 250 ár“ hefst í Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 16.30. Um er að ræða röð níu tónleika þar sem þrjátíu pí- anóleikarar flytja allar 32 píanó- sónötur Beethovens. Tónleikarnir í dag verða með óhefðbundnu sniði en flutt verður hljóð- og myndupptaka af Kristínu Jónínu Taylor og Bryan Stanley flytja sónötur nr. 2 og 28. Kristín og Stanley eru búsett í Bandaríkjunum og komast ekki til landsins vegna veirufaraldursins. Arnar Jónsson leikari mun á und- an hverri sónötu lesa valda kafla úr bókinni Beethoven – í bréfum og brotum sem Árni Kristjánsson tók saman. Frítt er inn á þessa upphafs- tónleika raðarinnar en gestir þurfa að tryggja sér frímiða á salurinn.is. Takmarkaður sætafjöldi er í boði á tónleikana vegna fjarlægðar- og fjöldatakmarkana en farið er eftir öllum sóttvarnareglum í hvívetna. Flytjandi Kristín Jónína Taylor leikur aðra sónötuna og verður upptaka af því sýnd. Fyrstu sónöturnar verða fluttar í dag Morgunblaðið/Golli Barokkbandið Brák kemur fram á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Hljóðfæraleikararnir leika allir á upprunahljóðfæri og í tilkynningu segir að meðlimir bandsins séu margir hverjir meðal fremstu hljóðfæraleikara í sínu fagi í Evr- ópu í dag. Á tónleikunum munu tveir af stofnendum Brákar, fiðluleikar- arnir Elfa Rún Kristinsdóttir, sem er margverðlaunuð fyrir fiðluleik á erlendri grundu, og Laufey Jens- dóttir sem hlaut nýverið tilnefn- ingu til Íslensku tónlistarverð- launanna, leika saman hinn heimsþekkta konsert J.S. Bach fyr- ir tvær fiðlur og hljómsveit. Þá mun Brák flytja strengjasinfóníur eftir bræðurna Wilhelm Friedemann og Carl Philipp Emmanuel Bach sem og konsert fyrir fjórar fiðlur eftir Georg Philipp Telemann. Brák Sveitin er skipuð úrvalshljóðfæraleik- urum sem leika á upprunahljóðfæri. Brák flytur úrvals- verk síðbarokks Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Einn af dagskrárflokkkum Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík, RIFF, nefnist Ísland í brenni- depli og verða í honum sýndar kvikmyndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið. Við upp- haf og lok hátíðarinnar verða frum- sýndar tvær myndir úr þessum flokki, segir í tilkynningu, í Bíó Paradís og á netinu í gegnum www.riff.is. Kvikmyndin Þriðji Póll- inn verður hins vegar frumsýnd í Háskólabíói við upphaf hátíðar, 24. september. Viðfangsefni myndanna gæti ekki orðið mikið fjölbreyttara en þar má m.a. finna mynd um sirkuslistina, óhefðbunda heimildarmynd um geð- hvörf, húsmæðraskóla og gildi hans í nútímasamfélagi og Eurovision sem pólitískt afl. Kvikmyndirnar eru eftirfarandi: Þriðji Póllinn Opnunarmynd RIFF er áhrifarík heimildarmynd um geðhvörf með söngvum og fílum í leikstjórn Anní Ólafsdóttur og Andra Snæs Magna- sonar. Hér segir af ferðalagi Önnu Töru Edwards og Högna Egilssonar til Nepal en þau hafa bæði glímt við geðhvörf og fær áhorfandinn sýn inn í hugsun og veruleika tveggja ein- staklinga með sjúkdóminn. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, eins og segir í tilkynningu RIFF. Á móti straumum Hátíðinni lýkur með frumsýningu á fyrstu heimildarmynd leikstjórans og lagahöfundarins Óskars Páls Sveinssonar í fullri lengd. Hér er á ferð táknræn mynd um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem siglir á kajak í kringum Ísland rangsælis, eða á móti straumnum, í þrjá mán- uði. Samhliða tekst hún á við sjálfa sig í kynleiðréttingarferlinu og gefur myndin innsýn í innri baráttu Veigu upp á líf og dauða hvort sem er í líf- inu sjálfu eða ein úti á kajak. Sirkusstjórinn/ The Circus Director RIFF og Listahátíð í Reykjavík frumsýna í samstarfi nýjustu kvik- mynd í leikstjórn Helga Felixsonar og Titti Johnson. Áhugaverð mynd um sirkusstjórann Tilde Björfors, stjórnanda Circus Cirkör, sem kom með nútímasirkuslistina til Svíþjóð- ar fyrír tveimur áratugum. Rauði þráður myndarinnar er sá hvað ger- ist ef við hættum að þora að taka áhættu í lífinu og látum hræðsluna stjórna okkur. Humarsúpa/Lobster Soup Mynd sem kemur beint frá San Sebastian-kvikmyndahátíðinni þar sem hún vann til tvennra verðlauna. Myndin er í leikstjórn Pepe Andreu & Rafael Molés en meðal handrits- höfunda er Ólafur Rögnvaldsson. Sögusviðið er veitingahúsið Bryggj- an í Grindavík sem hefur verið skjól fyrir bæjarbúa á síðustu 3.000 fer- metrunum af byggingarlandi á höfn- inni á meðan ferðamenn og hraun- breiður virðast í sívaxandi mæli vera að þrýsta öllu þorpinu á haf út, eins og segir svo skáldlega í tilkynningu. Forvitnileg sýn á Ísland með augum hinna spænsku kvikmyndagerðar- manna sem hafa getið sér gott orð fyrir heimildarmyndir sínar sem þeir hafa mikla ástríðu fyrir. Á milli himins og jarðar Evrópufrumsýning á kvikmynd- inni Á milli himins og jarðar/Be- tween Heaven and Earth verður á RIFF en myndin er tilnefnd til Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem íslensk. Myndin er framleidd í samstarfi hins íslenska framleiðslu- fyrirtækis Oktober production og palestínska framleiðslufyrirtækisins Ustura Films. Á milli himins og jarðar er ástarsaga um skilnað þar sem áhorfandinn fær tækifæri til að fara í bíltúr um Palestínu og Ísrael. Ferðalag hjónanna veitir okkur inn- sýn í hinar ýmsu hliðar þessa sam- félags sem er rifið og tætt af árþús- undagömlum skærum og stríði. Systur: Draumar og Fjölbreyti- leiki/ Sisters: Dreams & Variations Evrópufrumsýning á litríkri mynd sem er allt í senn heimildarmynd, teiknimynd og gjörningur. Leik- stjóri hennar Catherine Legault er margverðlaunaður leikstjóri og klippari en þetta er fyrsta heimildar- myndin í fullri lengd sem hún leik- stýrir. Í myndinni segir af hinum skemmtilegu og listrænu systrum Tyr og Jasa sem eru heillaðar af upptökum langömmu sinnar af ís- lenskum þjóðlögum. Þær ferðast saman til Íslands í fyrsta sinn og vinna saman að listagjörningi sem leiðir saman listköpun þeirra og menningararfleifð. Húsmæðraskólinn Norðurlandafrumsýning á Hús- mæðraskólanum sem er einstök samtímaheimild um Húsmæðraskól- ann í Reykjavík. Myndin fjallar um hinn horfna heim íslensku húsmóð- urinnar og hvernig hlutverk skólans hefur breyst í áranna rás. Gamli tím- inn er endurspeglaður samhliða því sem fylgst er með nemendum við skólann í dag og það skoðað hversu mikil breyting hefur orðið á ímynd skólans. Stefanía Thors hefur unnið að mörgum kvikmyndum og heimild- armyndum en þetta er fyrsta heim- ildarmyndin sem hún leikstýrir. Hatrið/A Song Called Hate Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi. Myndin fjallar um ferða- lag hljómsveitarinnar Hatara um króka og kima Eurovision, Ísraels- ríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurn- ingunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Skuggahverfið/Shadowtown Frumsýning á Skuggahverfinu er fyrsta mynd þeirra Jóns Einars- sonar Gústafssonar og Karolinu Le- wicka í fullri lengd sem þau vinna saman. Aðalleikkona myndarinnar er hin vesturíslenska Brittany Bri- stow en í myndinni leikur einnig hinn heimsþekkti leikari John Rhys- Davies sem er Íslendingum kunn- ugur úr The Lord of the Rings og Indiana Jones-myndunum. Meðal ís- lenskra leikara eru Edda Björgvins- dóttir, Inga María Eyjólfsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Skugga- hverfið er dramatísk mynd með hrollvekjandi ívafi. Morgunblaðið/RAX Róður Veiga Grétarsdóttir reri rangsælis í kringum Ísland og er fjallað um það afrek og kynleiðréttingarferli hennar í Á móti straumnum. Ísland í brennidepli á RIFF  Níu kvikmyndir sem Íslendingar hafa komið að  Húsmæðraskóli, geðhvörf, hringferð um landið á kajak og Eurovision meðal fjölbreyttra viðfangsefna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.