Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  227. tölublað  108. árgangur  BIRKIR MÁR BJARGVÆTTUR VALSMANNA SÚ GAMLA SNÝR AFTUR ARI PÁLL RANN- SÓKNARPRÓFESSOR 60 ÁRA Í DAG NÝRRI BRÚIN SLITIN 10 GÖNGUFERÐIR ÁSTRÍÐA 24ÍÞRÓTTIR 27 Erfitt er að sjá möguleika á 2.650 fermetra atvinnueignum á jarðhæð Grensásvegar 1 en skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur nú heimilað lóðarhafa að breyta fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðir með inngarði. Ekki var einu sinni gert ráð fyrir vörumóttöku frá götum, enda að- koma þröng og hættulegar fráreinar til hinna miklu umferðaræða Grens- ásvegar og Suðurlandsbrautar, að því er fram kemur í ósk lóðarhafa, fasteignafélagsins G1 ehf., um breytinguna. „Minni einingar, 80-160-240 fm max, gætu lifað,“ segir þar. Lóðarhafi myndi leggja í mikla áhættu með slíkri framkvæmd, nú þegar eru mörg auð atvinnurými við Grensásveg, sem þó hafa bílastæði beint fyrir utan. Fyrir íbúa efri hæð- ar sé þetta mjög jákvæð breyting. Garðurinn muni nú tilheyra íbúun- um en ekki eiga á hættu á hávaða frá t.d. veitingastarfsemi á jarðhæð. Íbúðirnar yrðu í suðurhluta hússins en atvinnuhúsnæði yrði áfram í norðurhlutanum. »11 Tölvuteikning/Archus-Ríma arkitektar Framtíðin Svona munu bygging- arnar við Grensásveg 1 líta út. Fengu skipulagi breytt  Úr atvinnu- í íbúðarhúsnæði  Úrskurður gerðardóms frá í fyrra, um raf- orkuverð sem El- kem á Íslandi greiðir vegna verksmiðju sinn- ar á Grundar- tanga, hefur gjörbreytt sam- keppnishæfni fyrirtækisins til hins verra. Fleiri samverkandi þættir ráða því að að ýmsu verður að huga til að tryggja áframhald- andi framtíðarrekstur verksmiðj- unnar. Þetta segir Álfheiður Ágústsdóttir, nýr forstjóri fyrir- tækisins, þar sem umhverfisþætt- irnir eru áherslumál. Stefnt er að kolefnishlutleysi í framleiðslu henn- ar árið 2040, þótt samkeppnisstaðan nú geri miklar og dýrar kröfur í umhverfismálum að áskorun. »6 Orkuverð og um- hverfismál áskorun Álfheiður Ágústsdóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Búast má við að innlögnum sjúklinga á Landspítala muni fjölga á næst- unni vegna þriðju bylgju kórónu- veirufaraldursins að sögn Páls Matt- híassonar forstjóra. Á Covid-19- göngudeild spítalans eru nú 464. Fjórir liggja á spítalanum veikir af kórónuveirunni, þar af er einn í önd- unarvél á gjörgæslu. Páll telur þó að spítalinn sé vel í stakk búinn til þess að takast á við fjölgun sjúklinga og nægur mannafli sé fyrir hendi til þess að sinna þeim. Hann segir að samhliða betri skilningi á veirunni og betri meðhöndlun sé vonast til þess að lægra hlutfall þeirra sem greinast með hana muni þurfa á spít- alainnlögn að halda. „Við vonumst til þess að svo sé því það eru gleggri upplýsingar núna um það hvernig best er að meðhöndla þennan sjúk- dóm,“ segir Páll. 170 starfsmenn spítalans eru í sóttkví auk þess sem 35 eru sýktir. Engu að síður telur hann spít- alann vel í stakk búinn til þess að takast á við verkefnin fram undan. „Já, við teljum svo vera. Sumarleyfi eru að baki. Auðvitað eru áskoranir sem fylgja smitum starfsmanna og sóttkví, en það hefur ekki verið að valda þannig vanda að það trufli við- bragð við Covid-veikindunum,“ segir Páll. Eitt klasasmit tengist skrif- stofu á LSH en ekki hafa greinst smit á milli sjúklinga og heilbrigð- isstarfsfólks. „Fyrst og fremst eru þetta smit sem verða úti í samfélag- inu.“ Hann segir að ein ástæða þess að mannskapur sé tiltækur í þetta verkefni sé að ákveðið hafi verið að draga úr valkvæðum aðgerðum og göngudeildarstarfsemi á öðrum deildum spítalans. »4 Búast við fleiri innlögnum  Forstjóri LSH telur að nægur mannskapur sé tiltækur til þess að takast á við veirufaraldurinn  Vonast til þess að lægra hlutfall þurfi á innlögn að halda klikkuð en þetta er nú aðallega upp á gamnið. Til að fá meiri birtu í skamm- deginu,“ segir Ómar. Hjá garðyrkjufyrirtækjum sem setja upp jólaskreyt- ingar fást þau svör að þróunin sé í þá átt að byrjað sé fyrr að skreyta fyrir hátíðina. Almennt sé fólk einfaldlega að lýsa upp skammdegið og fá birtu í lífið og tilveruna, nú þegar sólargangur styttist með hverjum deginum . Morgunblaðið/Árni Sæberg Lýsa upp skammdegið með jólaljósum Ómar Valdimarsson og Margrét Ýr Ingimarsdóttir eru snemma í því hvað varðar jólaskreytingar en hér má sjá hús þeirra í Garðabæ prýtt jóla- ljósum. Ómar segir að þau hjónin séu yfirleitt búin að setja jólaljósin upp snemma. „Okkur finnst ágætt að fá aðeins meiri birtu í lífið þegar það er byrjað að rökkva. Það er gaman að þessu, fólk heldur að við séum snar- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Könnun sem Maskína lagði fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA dagana 19.-24. ágúst leiddi í ljós að ríflega 90% þeirra telja ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í efnahags- greiningu SA sem kynnt verður fé- lagsmönnum í dag. Eins mun í dag fara fram atkvæðagreiðsla um hvort segja beri upp lífskjarasamn- ingnum. Í kynningunni segir einnig að þess sé vænst að verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. „Lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við núverandi aðstæður,“ segir í kynningu. ASÍ hefur ekki viljað koma að samningaborðinu til þess að ræða nýjar útfærslur á boðuðum launa- hækkunum. „Uppleggið í slíkum samræðum var alltaf að draga úr launakostnaði fyrirtækja með til- heyrandi kjaraskerðingu fyrir launafólk og við segjum að það skynsamlegasta sem hægt er að gera í þessu ástandi sé að láta kjarasamninga gilda og klippa þar með á alla óvissu. Óvissu sem myndi leiða til þess að launafólk héldi að sér höndum í neyslu. Þess vegna lítum við svo á að þetta sé það besta sem hægt er að gera fyr- ir íslenskt efnahagslíf. Að halda launahækkunum til streitu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Þá segir hún kreppuástandið fyrst og fremst tengt ferðaþjónustu. Margir hlutar atvinnulífssins standi vel. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA, telur slíkan mál- flutning ekki standast „Þetta er al- gjör afflutningur málsins. Þau hafa meira að segja hafnað því að ræða sérstakar lausnir tengdar ferða- þjónustu,“ segir Halldór. Telja svigrúm lítið sem ekkert  ASÍ vill halda launahækkunum til streitu „fyrir íslenskt efnahagslíf“  „Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkunum,“ segir í kynningu SA MFerðaþjónustukreppa … »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.