Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær fregnirbárust fyrirhelgina að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefði lagt til að Rússar og Banda- ríkjamenn gerðu með sér nokk- urs konar „griðasamning“, þar sem báðir aðilar hétu því að skipta sér ekki af innri mál- efnum hins ríkisins, og þá sér- staklega í kosningum. Auðvelt er að sjá Pútín fyrir sér brosandi í kampinn þegar honum datt þetta innlegg í kosningabaráttuna vestanhafs í hug, þar sem afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016, og meint tengsl þeirra við máttar- stólpa sem komu að framboði Donalds Trumps Bandaríkja- forseta hafa nú í nærri því fjög- ur ár sett allt á annan endann í Washington-borg, sér í lagi meðal demókrata, sem töldu sig hafa fundið stóra sannleik fyrir því hvers vegna frambjóðandi þeirra, einn óvinsælasti stjórn- málamaður í sögu Bandaríkj- anna, skyldi ekki hafa náð að vinna Trump þrátt fyrir að hafa haft öll spil á hendi. Talið er að tölvuþrjótar á vegum Rússa hafi sett af stað árið 2016 áróðursherferð á sam- félagsmiðlum, sem átti að styðja við bakið á Trump, og Christopher Wray, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, varaði við því í þarsíðustu viku að slíkt væri aftur upp á teningnum nú, í formi ófræg- ingarherferðar gegn Joe Biden, forsetaefni demókrata. Ekkert bendir þó til að þetta hafi verið þannig að umfangi eða árangri að það hafi nokkru skilað og bent hefur verið á að erfitt sé að sjá hvers vegna Rússar ættu að vilja hafa Trump áfram á for- setastóli. Er þá meðal annars vísað til vopnasendinga stjórn- ar Trumps til Úkraínu og harðrar andstöðu Trumps við Nord Stream 2-gasleiðsluna. Þá var í leiðara The Wall Street Journal um helgina bent á að nú, fjórum árum eftir að ásakanirnar um samráð Trumps og Rússa komu fram, sé loks búið að upplýsa, það sem FBI hafi vitað, að stofnunin hafi byggt á „upplýsingum“ frá manni sem um árabil hafði verið grunaður um að hafa verið rúss- neskur njósnari. WSJ segir að nýjar upplýsingar, ásamt því sem þegar var komið fram, und- irstriki að stóra hneykslið tengt forsetakosningunum árið 2016 hafi ekki verið samráð við Rússa, heldur misnotkun á helstu löggæslustofnun Banda- ríkjanna gegn forsetaframboði og að sú misnotkun hafi byggst á rússneskum falsupplýsingum og verið fjármögnuð af fram- boði Hillary Clinton. Í ljósi þess að Rússar og Pút- ín sjálfur hafa jafnan hafnað þeim ásökunum að þeir hafi staðið í herferðum fyrir kosningarnar, og gerðu það enn og aftur á föstudag- inn, má að ein- hverju leyti skilja tillögu Pútíns sem svo að hann sé óbeint að játa á sig „prakkaraskapinn“, en bjóð- ist til að láta af honum gegn því að Vesturveldin samþykki og skjalfesti að hann sé sá sem hafi hið endanlega vald í Rússlandi. Sé það raunin má eflaust að einhverju leyti rekja það til ný- legra atburða í Hvíta-Rúss- landi, þar sem tilraun Alexand- ers Lúkasjenkós til þess að fá sig gúmmístimplaðan enn eitt kjörtímabilið endaði að þessu sinni með mótmælum og inn- setningarathöfn sem fór fram „í kyrrþey“. Lúkasjenkó hefur rakið mótmælin gegn sér til „vestrænna áhrifa“, og sömu- leiðis varað við því að það sem gerist í Hvíta-Rússlandi 2020 geti hæglega gerst í Rússlandi sjálfu árið 2024, þegar Pútín þarf næst að sækja til kjósenda þar. Ef til vill óttast Pútín að netið verði notað gegn honum þá. En hvað sem þeim vangavelt- um líður er tillaga Pútíns einnig athyglisverð fyrir þær sakir, að hún náði ekki bara til meintra kosningaherferða í erlendum ríkjum, heldur lagði hann einn- ig til, að Bandaríkin og Rúss- land settu á fót nokkurs konar samráðsnefnd til að koma í veg fyrir að „atvik“ í netheimum leiddu af sér frekari átök. Líkti Pútín því við sáttmála frá árinu 1972 sem Bandaríkin og Sovétríkin gerðu með sér til þess að draga úr líkunum á því að atvik á úthöfum gætu ýtt undir stórátök á milli risaveld- anna. Ef til vill gæti slíkur sátt- máli átt rétt á sér, þar sem vitað er að Bandaríkjamenn, Rússar og jafnvel fleiri þjóðir hafa ver- ið að nýta sér netheima til þess að stunda alls kyns bellibrögð gegn öðrum ríkjum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar hafa boðið nokkurs konar „afvopnunarsáttmála“ í netheimum, en fyrri boðum hafa jafnan fylgt skilyrði um aukna eftirlitsgetu á netinu, sem eru líklega óaðgengileg öll- um sem vilja búa í frjálsu sam- félagi. Þá er ljóst að mjög mikið vantraust ríkir í garð Rússa og hegðunar þeirra í netheimum, það mikið að öllum tilboðum um grið verður að taka með varúð. Engu að síður er ljóst, að til mikils gæti verið að vinna, ef helstu ríki heims gætu náð sam- an um að huga betur að net- öryggismálum. Það breytir því þó ekki að áhyggjur Banda- ríkjamanna ættu fremur að vera af misnotkun á helstu stofnunum landsins í tengslum við kosningar en af mögulegum tilraunum erlendra ríkja til að hafa áhrif á þær. Í lok síðustu viku fékk FBI enn einn skellinn og Pútín spilaði út nettilboði} Netheimar og njósnir E rtu að yfirgefa landið þitt í leit að betri lífskjörum? Ertu að yfir- gefa landið þitt í leit að vinnu? Þetta eru ekki löglegar ástæður fyrir því að fá alþjóðlega vernd í Noregi. Þér verður vísað til baka.“ Þetta er texti úr auglýsingu sem norsk stjórnvöld birta á helstu netmiðlum. Auk þess er því komið á framfæri í auglýsingunni að reglur hafi verið hertar í Noregi. Danir hafa birt áþekkar aug- lýsingar. Árið 2004 var 48 tíma reglan við af- greiðslu umsókna tekin upp í Noregi til að draga úr tilefnislausum umsóknum og gera kerfið skilvirkara. Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku ræðir að ekki verði tekið við hælisleitendum á danskri grundu heldur í móttökustöð í Norð- ur-Afríku til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Fyrir fáeinum árum komu 6.000 hælisleitendur að landa- mærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum. Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda um- sókna á fáeinum vikum? Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi nú í vor um breytingu á lögum um útlendinga. Frumvarpinu er ætlað að gera stjórnvöldum kleift að afgreiða skjótt og örugglega umsóknir sem leiða ekki til veitingar alþjóð- legrar verndar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga vegna ósættis í ríkisstjórninni. Brýnt er að einfalda og hraða málsmeðferð umsókna svo að auka megi skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma. Á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleit- endamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórn- sýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári kostar hann skattgreiðendur fjóra milljarða og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Samkvæmt tölum flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA er fyrir kostnað af hverjum hælisleitenda sem kemur til Vesturlanda hægt að hjálpa a.m.k. 10-12 manns í heimalandi. Okkur ber að aðstoða nauðstadda eftir föngum að teknu tilliti til fámennis þjóð- arinnar. Koma ber í veg fyrir að móttökukerfi hælisleit- enda sé misnotað með röngum upplýsingum og til- hæfulausum umsóknum. Ísland hefur ekki farið að fordæmi Dana og Norð- manna og auglýst strangt regluverk í útlendingamálum vegna þess að á Íslandi eru útlendingamálin í ólestri m.a. vegna stefnuleysis, ófullnægjandi stjórnsýslu og laga- þrætna á kostnað skattgreiðenda. Á vettvangi stjórnmál- anna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarrík- isins af ótta við háværan minnihluta. birgirth@althingi.is Birgir Þórarinsson Pistill Hælisleitendamál í ólestri Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Athyglisverð sjónarmið varað finna í norska blaðinuFiskaren/Fiskeribladet íbyrjun mánaðarins um málstað Noregs í viðræðum um stjórnun makrílveiða á NA- Atlantshafi. Meðal annars var fjallað um þá staðreynd að stór hluti makr- ílsins sem norsk skip hafa komið með að landi síðustu ár hefur fengist utan norskrar lögsögu. Þeirri spurningu er velt upp í blaðinu hvort Norðmenn taki áhættu með réttindi sín til makrílveiða með því að veiða ekki fiskinn meðan hann er í norskri lögsögu. – Já, er svar Einars Meløysund, sem gerir út nótabátinn Einar Erlend sem veiðir makríl við Noregsstrendur. Gagnkvæmur aðgangur Ekkert heildarsamkomulag er í gildi um makrílveiðar í NA- Atlantshafi, frekar en aðrar upp- sjávartegundir. Hins vegar gerðu Noregur, Færeyjar og Evrópu- sambandið samning sín á milli fyrir nokkrum árum um veiðar á makríl, þar á meðal um gagnkvæman að- gang að lögsögum. Þó svo að mikið hafi verið af makríl í norskri lögsögu síðustu ár hafa Norðmenn í talsverðum mæli veitt kvóta sinn í lögsögu Evrópu- sambandins, m.a. við Hjaltlands- eyjar, og fengið þar stóran og góðan fisk. Þegar líður á haustið aukast gæði makríls eftir sumarbeit á norð- urslóðum og oft hefur lítil áta verið í fiskinum á þessum slóðum, þannig að um gott hráefni hefur verið að ræða. Brexit handan við hornið Þennan aðgang hafa Norðmenn nýtt sér, en haft er eftir Einari Mel- øysund að þetta geti veikt samnings- stöðu Norðmanna. Bent er á að brexit sé handan við hornið og þá verði Bretar sjálfstæður viðsemj- andi í viðræðum um makrílinn. Ein- ar segir að hæglega hefði mátt byrja makrílveiðar fyrr í haust og þá í norskri lögsögu. Í fyrra veiddu Norðmenn um 20% af makrílafla sínum í norskri lögsögu, samkvæmt löndunartölum sem þjóðirnar senda til Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins, NEAFC, og um 15% árið 2018. Hlut- deild makrílafla úr norskri lögsögu minnkaði hratt þessi ár. Færeyingar veiddu um 60% afla síns í færeyskri lögsögu í fyrra og um helming tvö ár þar á undan. Þetta er athyglisvert í ljósi gagnrýni sem komið hefur fram á makrílveiðar íslenska uppsjávarflot- ans. Í fyrra veiddu Íslendingar um helming aflans á heimamiðum, en hinn helminginn á alþjóðlegu haf- svæði, Síldarsmugunni, djúpt austur af landinu. Hefur aflinn af heima- miðum minnkað síðustu ár, en hlut- fallið var vel yfir 90% árin 2009-2014 og síðan yfir 80% tvö næstu árin þar á eftir. Á þessu ári hafa íslensk skip veitt tæp 150 þúsund tonn af makríl, þar af 106 þúsund eða tæp 70% á al- þjóðlega hafsvæðinu. Dró hratt úr afla Íslensku skipin voru við makríl- veiðar í Síldarsmugunni þar til um vika var liðin af september. Þá dró hratt úr afla og skipin hófu af krafti veiðar á norsk-íslenskri síld í ís- lenskri lögsögu. Í Síldarsmugunni voru í sumar einnig rússnesk og grænlensk skip, auk skipa frá fleiri þjóðum. Norsk og færeysk skip hafa ekki veitt mikið af makríl upp á síð- kastið. Á heimasíðu Norges Silde- salgslag í vikunni kemur fram að uppsjávarskip hafi víða leitað að makríl í Norska hafinu og í Norð- ursjó. Fundist hafi makríll austur af Hjaltlandseyjum, en of mikil áta hafi verið í honum til að fiskurinn væri góður til vinnslu. Sömu sögu er að segja af færeysku skipunum sem fundu ekki makríl í færeyskri lög- sögu og stunda síldveiðar í íslenskri lögsögu. Norðmenn munu eiga eftir að veiða um 200 þúsund tonn af makríl í ár og Færeyingar tæplega 100 þús- und tonn. Veiða stóran hluta makríls í lögsögu ESB Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason Á miðunum Að makrílveiðum á alþjóðlegu hafsvæði djúpt austur af Íslandi, sem gjarnan er nefnt Síldarsmugan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.