Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 24
með málfarsleiðbeiningum (Málfars- bankinn) og gefin út viðamikil opinber stafsetningarorðabók 2006. Frá 2006 hefur starfsemin verið undir merkjum Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Þar er Ari Páll rannsóknarprófessor og stofustjóri málræktarsviðs. Eftir hann liggja fjöldamargar greinar og bókarkaflar. Hann hefur einnig áfram sinnt stundakennslu við HÍ, og hefur dvalið við erlenda háskóla sem gesta- fræðimaður. Árið 2017 gaf Ari Páll út fræðslu- bókina Málheima. „Ég hef lagt mig sérstaklega eftir að skoða íslenska málrækt og málstefnu frá fræðilegu sjónarhorni og einkum hugað að sam- anburði við önnur málsamfélög. Við- tökurnar við Málheimum hafa stað- fest að þörf var á slíku riti.“ Ari Páll hefur lagt sitt af mörkum til að styrkja íslenska tungu og verið formaður Íslenska málfræðifélagsins, setið í Íslenskri málnefnd, ritstýrt lenskum framburði handa erlendum nemum sem var notuð í 30 ár. Einnig kenndi hann einn vetur í MS og MR, og síðar við Framhaldsskólann á Laugum. Haustið 1990 hóf hann störf hjá Ís- lenskri málstöð við málfarsráðgjöf og útgáfustörf, ásamt stundakennslu við HÍ. Árin 1993-1996 var hann málfars- ráðunautur RÚV. „Litlar rannsóknir höfðu verið gerðar á íslensku útvarpsmáli og ég taldi að málfarsleiðbeiningar yrðu vandaðri ef þær stæðu á styrkari fræðilegum grunni. Ég fór að safna efni og kynna mér erlend skrif um málnotkun í fjölmiðlum og gaf síðan út Handbók um málfar í talmiðlum, og lauk doktorsprófi í íslenskri málfræði með ritgerð um málnotkun í útvarpi.“ Ari Páll var settur forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar 1996-1999 og skipaður forstöðumaður 2000-2006. Á þeim árum var opnaður íðorðabanki 1997, settur á fót gagnabanki 2002 A ri Páll Kristinsson fædd- ist í Stóru-Sandvík í Flóa 28. september 1960. Fyrsta aldursárið var hann á Laugarvatni þar sem faðir hans kenndi íslensku í menntaskólanum. „Síðan fluttum við til Reykjavíkur og ég ólst upp í Norðurmýri til tíu ára aldurs og gekk í Austurbæjarskólann. Pabbi kenndi íslensku í MR og víðar og mamma sá um heimilið. Mamma er tónelsk og sendi mig einnig í Barnamúsíkskólann á efstu hæð Iðn- skólans. Við systkinin vorum í sveit hjá ættingjum okkar í Stóru-Sandvík öll sumur sem börn og unglingar. Þar var fjórbýlt og fjölmennt á þeim ár- um. Auk algengra sveitastarfa fékk ég að aðstoða við stórfellda rófna- og kartöflurækt, laxveiði, að steypa ein- angrunarplötur úr Hekluvikri o.fl.“ Ari Páll fluttist að Laugarvatni öðru sinni 1970 þegar faðir hans gerð- ist skólameistari ML. „Pabbi var far- sæll skólameistari en einnig frábær kennari og ég lærði hjá honum Eglu, hljóðfræði og málsögu. Það var eig- inlega kennarinn Kristinn fremur en pabbinn Kristinn sem kom mér á bragðið í íslenskri málfræði.“ Ari Páll lauk stúdentsprófi frá ML 1979, BA-prófi í íslensku og almenn- um málvísindum frá HÍ 1982, og cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði 1987, ásamt kennsluréttindum. Með- fram háskólanum var hann í píanó- námi og í Háskólakórnum. „Ég hafði alltaf gaman af að spila á bassa og núna er kontrabassinn mitt eftirlæt- ishljóðfæri. Ég hef um árabil sungið með Kammerkór Seltjarnarneskirkju og í nokkur ár með Kammerkór Suð- urlands. Tónlistaráhuginn kemur frá mömmu og móðurætt hennar, þykist ég vita. En gönguferðir um fjöll og firnindi hafa einnig lengi verið sér- stök ástríða sem ég tók í arf frá pabba sem var mikill göngugarpur. Á seinni árum höfum við hjónin verið iðin að skoða heiminn og ferðast m.a. til Kína, Indlands og Georgíu. Og sum- arið 2018 átti ég erindi á ráðstefnu á Nýja-Sjálandi og við nýttum tækifær- ið til að fara í hnattreisu.“ Ari Páll var stundakennari með námi, í íslensku fyrir erlenda stúd- enta við HÍ, og samdi kennslubók í ís- Tungutaki RÚV, Málfregnum og Orði og tungu, verið formaður Örnefna- nefndar og sinnt ýmsu alþjóðlegu tungumálasamstarfi af Íslands hálfu. Fjölskylda Eiginkona Ara Páls er Sigrún Þor- geirsdóttir cand. mag., ritstjóri Hug- takasafns utanríkisráðuneytisins, f. 21.11. 1958. Foreldrar hennar voru Elín Ingólfsdóttir kennari, f. 17.4. 1928, d. 18.5. 2014, og Þorgeir K. Þor- geirsson, framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma, f. 17.6. 1931, d. 22.3. 2002. Börn, tengdabörn og barnabörn Ara Páls og Sigrúnar eru: 1. Þorgeir, f. 17.8. 1983, sóknarprestur í Egils- staðaprestakalli. Eiginkona Hlín Stef- ánsdóttir félagsráðgjafi. Börn þeirra: Bára María, f. 2011, Ísak Ari, f. 2014, Sigrún, f. 2016. 2. Kristrún, f. 30.5. 1989, sérnámslæknir í lyflækningum og doktorsnemi, búsett í Garðabæ. Sambýlismaður Héðinn Eiríksson tölvunarfræðingur. Dóttir þeirra: Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor – 60 ára Ferðalög Ari Páll og Sigrún í eftirminnilegu ferðalagi á Indlandi. Rannsakar málrækt og málstefnu 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is NJÖRVI & NJÖRVI+ Öflug árekstrarvörn Njörvi er öflugur stólpi til að verja mannvirki og gangandi fólk. Hentar líka vel til skyndilokana vega og til að afmarka akstursleiðir og bílaplön. Alexander Maximilian Wilhelm Olbrich fæddist 28.9. 1950 í Neuburg an der Donau í Bayern í Þýskalandi. Eft- ir stúdentspróf nam hann lífefnafræði við Ludwig- Maximilian-háskólann í München og lauk doktorsprófi 1979. Hann fékk styrk (JSPS) til að vinna við rannsókn- arstörf við ríkisháskólann í Kyoto, Japan 1979- 81. Alexander hóf störf hjá þýska utanríkiráðuneytinu í Bonn 1981 og árið 1983 var hann sendur til Tókýo þar sem hann var blaðamannafulltrúi þýska sendiráðsins til 1997. Þaðan lá leiðin aftur til Bonn þar sem hann vann í menningarmáladeildinni 1987-90. Næsti póstur var í Aþenu og þar vann Alexander sem viðskiptafulltrúi við þýska sendiráðið. Alexander var sendiráðunautur og staðgengill sendiherra í sendiráði Þýska- lands í Reykjavík frá 1992-97. Alexander leið vel á Íslandi, lærði íslensku og hafði gaman af að ferðast um landið. Hann fór í fjallgöngur og var hrifinn af jarðhitaböðum og heitum pottum sundlauganna. Eftir Ísland fór hann til Bonn en við sameiningu Austur- og Vestur-Þýska- lands 1990 varð Berlín aftur höfuðborg Þýskalands og þangað fluttust flest ráðuneytin. Alexander starfaði í deild þýska utanríkisráðuneytisins sem hefur með friðsama notkun kjarnorku að gera. Árið 2001 var Alexander sendur til Hollands en þar vann hann á vegum þýska utanríkisráðuneytisins hjá OPCW. Frá 2005-9 starfaði Alexander í Berlín áður en hann var sendur sem aðalræðis- maður til Osaka-Kobe, Japan. Japan er í miklu uppáhaldi hjá Alexander og hann er hrifinn af hinni sérstöku japönsku menningu. Seinasti pósturinn var Quito, Ekvador, þar sem Alexander var sendiherra Þýskalands frá 2013-16. Þetta var sérstaklega spennandi staður að starfa á og þarna var margt að sjá og uppgötva. Það hefur komið sér vel á starfsævi Alexanders að vera mikill tungumálamaður, en hann talar fjölmörg tungumál reiprennandi. Eiginkona Alexanders er Rebekka Magnúsdóttir, f. 2.2. 1950, þýskukennn- ari og þýðandi. Synir Alexanders og Rebekku eru: 1) Wilhelm Magnús Alex- andersson Olbrich, f. 29.9. 1982 í Bonn, d. 4.9. 2004; 2) Gunnar Alexandersson Olbrich, f. 9.12. 1985 í Tókíó, fornleifafræðingur og doktorsnemi við háskólann í Tübingen, sambýliskona hans er Marta Styszen, f. 8.8. 1985 í Póllandi. For- eldrar Alexanders voru Ilse Ottilie Ludmilla Olbrich, kaupmaður, f. 23.12. 1913 í Kastner (nú Pólland), d. 28.9. 1987, og Wilhelm Paul Franz Olbrich, f. 31.1. 1914 í Glatz, Slesíu, d. 19.6. 1970, píanósmiður og síðan kaupmaður. Dr. Alexander Olbrich fyrrverandi sendiherra 70 ára Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmáli með vini. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú ferðu að uppskera árangur erfiðis þíns, bæði í einkalífi og starfi. Drífðu í því taka til í geymslunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ýttu frá þér öllum efasemdum um eigið ágæti. Ef þú þráir eitthvað nógu heitt þá færðu það. Þú færð óvænt sím- tal. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt aldrei eftir að sjá eftir því að styðja einhvern sem þarf á aðstoð að halda. Sjálfstætt val er alltaf best. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst sem þú nálgist mark- miðið sem þú settir þér í upphafi árs. Ekki gefast upp á síðustu metrunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er nauðsynlegt að eiga ein- hvern til þess að deila með gleði og sorg því það er engum hollt að byrgja allt inni. Vertu opin/n fyrir nýjum tækifærum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Nálgastu viðfangsefni af léttleika og gleði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu þig fram um að sýna þínar bestu hliðar svo að þér takist að vinna aðra til fylgis við málstað þinn. Leyfðu lífsgleði þinni að njóta sín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Á meðan þú umbreytir þínum ytri heimi þá verða einnig breytingar á þínum innri heimi. Hugsaðu áður en þú talar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu ekki allt bókstaflega sem þú heyrir heldur sannreyndu það sjálf/ur. Hikaðu ekki við að koma hug- myndum þínum á framfæri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sambönd eru vinna sem þarf ekki að vera íþyngjandi. Ræddu framtíðardrauma þína við aðra og vittu hvað þeim finnst. Teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til að átta sig á hvar þú ert staddur/stödd í lífinu. Dagurinn í dag gæti orðið einn af þeim erfiðari. Ekki örvænta, það er bjart fram- undan. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.