Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nú hillir undir að gamla Blöndubrúin verði að nýju sett upp og tengi Hrút- ey við land. Brúin var upphaflega vígð árið 1897 og var fyrsta fast- tengda brú landsins og er meðal elstu samgöngumannvirkja á landinu. Hrútey er í miðri jökulánni í útjaðri byggðar á Blönduósi og vinsæl til úti- vistar meðal heimamanna og ferða- fólks. Valdimar Hermannsson sveitar- stjóri segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkur ár. Leyfi Vega- gerðarinnar, sem á brúna, til að nota hana sem göngubrú liggur fyrir og sömuleiðis jákvæð afstaða Umhverf- isstofnunar. Hann segir að verkefnið sé kostn- aðarsamt og áætlar Valdimar að alls kosti framkvæmdin um 80 milljónir króna. Framlög hafa fengist frá Vegagerðinni og framkvæmdasjóði ferðamannastaða og skipta þau sköp- um við verkefnið, sem Blönduósbær fjármagnar að öðru leyti. Valdimar vonast eftir framlagi frá sjóðnum á næsta ári til að hægt sé að ljúka fram- kvæmdinni. Samofin sögu bæjarins Meðal einstakra verkþátta er mal- bikaður stígur að brúarstæðinu, bíla- stæði, viðgerð á gömlu brúnni, stöpl- ar undir hana, stígagerð í Hrútey og aðstöðuhús með salernum. Núver- andi göngubrú út í Hrútey var sett upp árið 1988, og hefur hún orðið fyr- ir álagstjóni og því mikilvægt að skipta henni út. Þá verður nú hægt að komast með léttari tæki út í Hrútey, m.a. til að grisja og fjarlægja tré og grisja og lagfæra göngustíga. Valdimar segir að gamla Blöndu- brúin sé samofin sögu bæjarins og með því að taka hana í notkun á nýjan leik sé verið að sýna sögunni virð- ingu. Um leið batni aðgengi út í Hrút- ey sem sé einstök náttúruparadís. Þar er skógrækt, fjölbreyttur gróður og auðugt fuglalíf þar sem gæsin á m.a. griðland. Hrútey hefur yfirleitt verið lokuð gestum yfir varptímann, en í sumar var gerð tilraun til að hafa eyjuna opna og gekk það vel að sögn Valdimars. Eins og áður sagði var gamla brúin sett upp við Blöndu 1897 og þjónaði sínu hlutverki fram til ársins 1962. Þá var hún flutt inn í Svartárdal og brú- aði Svartá í um 40 ár. Þegar hlutverki hennar þar var lokið var ákveðið að flytja hana aftur á Blönduós og finna henni nýtt hlutverk þar. Hefur hún síðustu ár verið á geymslusvæði við bæinn. Í sumar var hún sandblásin, ryðvarin og máluð. Kauptúnið varð að stórborg Í Þjóðólfi frá því í október 1897 er myndræn lýsing á hátíðisdeginum þegar brúin yfir Blöndu var vígð. Þar er m.a. lýst ræðuhöldum fyrirmenna, söng og miklum gleðskap. Í greininni segir: „Það var auðséð fyrir þann, sem þekkir sveitalífið á Íslandi og heyskaparannirnar, að miðvikudag- urinn 25. ágúst var eitthvað einstakur og þýðingarmikill dagur fyrir Hún- vetninga. Það er ekki siður um há- sláttinn í miðri viku, að byrja daginn með því, að söðla jóinn til að „ríða út“, en þennan morgun gat að líta fólk á reið í stórhópum, nálega hvert sem lítið var, frá því um dagmálaskeið og vel fram um hádegi … Það var og eitt einkennilegt, að all- ir stefndu í sömu átt – til sjáfar – og hafði þó engin sérleg fiskifregn eða hvalsögufrétt flogið um héraðið. – Hvað var það þá, sem dró fleiri hundruð starfandi manna frá atvinnu sinni, fleiri hundruð kvenna frá búr- kistunni og börnunum? Það var fregnin um, að komin væri manngeng brú á Blöndu sem ætti að vígja og opna almenningi í dag. Veðrið var fremur drungalegt, en milt og enginu ánægjuspillir. Kaup- túnið Blönduós varð að stórborg, það úði og grúði af fólki og hestum á göt- unum(!) og allt í kring; þó var auðséð, að eigi stóð markaðurinn yfir, því sölubúðir voru lokaðar. Um kl. 12 voru fánar dregnir á stengur, og um sama skeið þyrptist mannfjöldinn upp að norðurenda Blöndubrúar … Þá tóku menn á rás yfir brúna, töldust það full 600 sálna, er þar voru staddar. Léku menn nú lausum hala um stund hér og þar í kring, sumir sóttu heim brennivínskrá veitinga- mannsins á Blönduós, sem byggt hafði nýlendu allnærri …“ Brúar Blöndu á nýjan leik  Virðing við söguna og bætt aðgengi að Hrútey  Fjölþætt framkvæmd fyrir um 80 milljónir Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson/Blönduósbær Blanda Hrútey þykir einstök útivistarperla í miðri jökulánni og margir leggja þangað leið sína. Með uppsetningu gömlu brúarinnar batnar aðgengi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Víkur Brúin yfir í Hrútey er komin til ára sinna og hefur orðið fyrir tjóni. Í endurnýjun lífdaga Hér má sjá gömlu brúna yfir Blöndu á árum áður. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveginn og er skrautfjöður í hatti Blöndu- ósbæjar, segir m.a. á vef Skógræktarfélags Íslands. Á vef Umhverf- isstofnunar er að finna þessa lýsingu: „Hrútey var friðlýst sem fólk- vangur árið 1975. Gróskumikil eyja og rómuð fyrir fuglalíf. Vinsælt útivistarsvæði.“ Hrútey var aldrei byggð en var nytjuð um aldir til beitar og keypti Blönduóshreppur Hrútey árið 1923. Snemma var farið að ræða um að gera Hrútey að útivistarsvæði og var eyjan friðuð fyrir búfé 1933. Vor- ið 1942 hófst skógrækt í eyjunni og voru fyrstu trén gróðursett af skátafélaginu á Blönduósi. Síðan hafa ýmis félög og félagasamtök komið að gróðursetningu og umhirðu í eyjunni. Hrútey varð Opinn skógur árið 2003, en markmiðið með verkefninu Opinn skógur er m.a. að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir. Fólkvangur frá 1975 HRÚTEY ER SKRAUTFJÖÐUR Í HATTI BLÖNDUÓSBÆJAR Varðveittu minningarnar áður en þær glatast Bergvík ehf - Nethyl 2D - Sími 577 1777 - www.bergvik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.