Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020  Viktor Gísli Hallgrímsson lands- liðsmarkvörður í handknattleik varð í gær danskur bikarmeistari þegar lið hans GOG vann Tvis Holstebro 30:28 í úrslitaleik sem fram fór í Holstebro. Viktor varði 13 skot og þar á meðal frá Óðni Þór Ríkharðssyni á mik- ilvægu augnabliki undir lok leiksins.  Tvö kvennalið í körfuknattleik, KR og Keflavík, eru komin í sóttkví þar sem kórónuveirusmit hefur komið upp hjá öðru liðanna en þau mættust í fyrstu umferð Dominos-deildar kvenna síðasta miðvikudag. KR átti að mæta Val annað kvöld og Keflavík átti að leika við Skallagrím á miðviku- daginn en báðum leikjum hefur verið frestað.  Körfuknattleiksmaðurinn Þorleifur Ólafsson leikur á ný með Grindavík á komandi keppnistímabili en hann hef- ur tekið fram skóna eftir þriggja ára hlé. Þorleifur er 35 ára og á að baki 18 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur að undanförnu verið aðstoð- arþjálfari Grindavíkurliðsins, og mun gegna því hlutverki áfram.  Aron Jóhannsson skoraði tvö marka Hammarby sem vann Falken- berg 3:1 á útivelli í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær.  Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eitt marka Vålerenga sem burstaði Klepp 7:0 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Vålerenga er með þriggja stiga forystu á toppnum.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Le Havre sem gerði jafntefli, 1:1, við París FC í franska fótboltanum á laugardaginn.  Luis Suárez lék í gær sinn fyrsta leik með Atlético Madrid eftir að hann kom þangað frá Barcelona. Suárez lék síðustu 20 mínúturnar gegn Granada og náði að leggja upp eitt mark og skora tvö á þeim tíma, í 6:1-sigri í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.  Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík, 106:86, í Meistarakeppni karla í körfuknattleik í Garðabæ í gærkvöld. Mirza Sarajlija skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Hlynur Bær- ingsson 15 en Dagur Kár Jónsson skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga. Eitt ogannað KR – FYLKIR 1:2 0:1 Orri Hrafn Kjartansson 32. 1:1 Óskar Örn Hauksson 48. 1:1 Sam Hewson 90.(v) MM Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Stefán Árni Geirsson (KR) M Kristinn Jónsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Aron Snær Friðriksson (Fylki) Sam Hewson (Fylki) Daði Ólafsson (Fylki) Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylki) Arnór Borg Guðjohnsen (Fylki) Rautt spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki) 58., Beitir Ólafsson (KR) 90. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7. Áhorfendur: Ekki gefið upp. VALUR – BREIÐABLIK 1:1 0:1 Róbert Orri Þorkelsson 76. 1:1 Birkir Már Sævarsson 90. M Hannes Þór Halldórsson (Val) Birkir Már Sævarsson (Val) Eiður Aron Sigurbjörnsson (Val) Rasmus Christiansen (Val) Aron Bjarnason (Val) Anton Ari Einarsson (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Róbert Orri Þorkelsson (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) Rautt spjald: Davíð Ingvarsson (Breiða- bliki) 60., Valgeir Lunddal Friðriksson (Val) 62. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: 504. HK – STJARNAN 2:3 0:1 Jósef Kristinn Jósefsson 39. 0:2 Guðjón Pétur Lýðsson 41. 1:2 Hörður Árnason 52. 2:2 Guðmundur Þór Júlíusson 73. 2:3 Hilmar Árni Halldórsson 85. MM Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) M Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Birnir Snær Ingason (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Hörður Árnason (HK) Jósef Kristinn Jósefsson (Stjörnunni) Guðjón Pétur Lýðsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Elís Rafn Björnsson (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörnunni) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 5. Áhorfendur: Um 100. GRÓTTA – KA 2:4 0:1 Hallgrímur Mar Bergmann 26. 0:2 Hallgrímur Mar Bergmann 45. 1:2 Karl Friðleifur Gunnarsson 69.(v). 1:3 Steinþór Freyr Þorsteinsson 75. 1:4 Hallgrímur Mar Bergmann 90.(v) 2:4 Kieran McGrath 90. MM Hallgrímur Mar Bergmann (KA) M Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Kristófer Melsted (Gróttu) Ólafur Karel Eiríksson (Gróttu) Andri Fannar Stefánsson (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA) Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Dómari: Guðmundur Á. Guðmundss. – 6. Áhorfendur: Ekki gefið upp. ÍA – VÍKINGUR R. 2:2 1:0 Tryggvi Hrafn Haraldsson 51. 1:1 Ágúst Eðvald Hlynsson 53. 1:2 Halldór J. S. Þórðarson 56. 2:2 Tryggvi Hrafn Haraldsson 65.(v) M Árni Snær Ólafsson (ÍA) Jón Gísli Eyland (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Marcus Johansson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Ingvar Jónsson (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Adam Ægir Pálsson (Víkingi) Halldór J.S. Þórðarson (Víkingi) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8. Áhorfendur: Um 70. FH – FJÖLNIR 1:0 1:0 Morten Beck Guldsmed 82. M Jónatan Ingi Jónsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Logi Hrafn Róbertsson (FH) Logi Tómasson (FH) Jeffrey Monakana (Fjölni) Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni) Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölni) Grétar Snær Gunnarsson (Fjölni) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7. Áhorfendur: 325.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Birkir Már Sævarsson var enn og aftur í aðalhlutverki hjá Vals- mönnum í gærkvöld en þá kom hann í veg fyrir að þeir töpuðu í fyrsta skipti síðan í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla. Birkir jafnaði metin fyrir Val gegn Breiðabliki, 1:1, á 90. mínútu í spennuleik liðanna á Hlíðarenda þar sem allt stefndi í að Blikar næðu að knýja fram sigur eftir að Róbert Orri Þorkelsson kom þeim yfir með sínu fyrsta marki í efstu deild. Birkir hef- ur nú skorað fjögur mörk í þremur síðustu leikjum Vals. Þótt Valsmenn misstu þarna tvö stig að lokinni tíu leikja sigurhrinu er staða þeirra áfram afar vænleg á toppnum. Níu stiga forskot á FH- inga sem reyndar eiga leik til góða. „Ef til vill hefur 4:1-sigurinn gegn FH í Kaplakrika kallað fram ein- hvers konar spennufall hjá Vals- mönnum. Forskot liðsins í deildinni er orðið mjög myndarlegt og þá get- ur verið erfitt að halda einbeitingu. Valsmenn geta verið ánægðir með stigið úr því sem komið var. Jafntefli á heimavelli gegn öflugu liði Breiða- bliks setur ekki mikið strik í reikn- inginn hjá meistaraefnunum,“ skrif- aði Kristján Jónsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is. Hilmar bjargaði Stjörnunni Hilmar Árni Halldórsson styrkti stöðu Stjörnunnar á ný í Evrópubar- áttunni þegar hann skoraði sigur- markið gegn HK í Kórnum, 3:2, í gærkvöld, rétt fyrir leikslok. Hilmar lagði einnig upp tvö fyrri mörk Garðabæjarliðsins sem komst í 2:0 í fyrri hálfleik. „Svekkelsi HK-inga í leikslok var gríðarlegt, enda búnir að leggja mik- ið á sig til að jafna leikinn. Þeir geta hins vegar sjálfum sér um kennt því ef þú leyfir Hilmari Árna Halldórs- syni að fá frítt skot rétt utan teigs, þá refsar hann oftar en ekki,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Guðmundur Þór Júlíusson skor- aði 100. mark HK í efstu deild, og jafnframt sitt fyrsta, þegar hann jafnaði metin í 2:2 í seinni hálf- leiknum. Evrópusæti raunhæft hjá Fylki Fylkismenn eru komnir af alvöru í baráttuna um Evrópusæti eftir ótrú- lega atburðarás í uppbótartímanum gegn KR á Meistaravöllum í gær. Sam Hewson skoraði þá sigurmark þeirra úr vítaspyrnu, 2:1, eftir að Beitir Ólafsson markvörður KR kastaði boltanum frá marki sínu en rak síðan olnbogann í andlit Ólafs Inga Skúlasonar. Beitir var rekinn af velli og verður þar með í banni þegar KR sækir Vík- ing heim næsta fimmtudagskvöld. „KR-ingar geta nagað sig ræki- lega í handarbökin fyrir að hafa ekki getað nýtt sér liðsmuninn 11 gegn 10, annan leikinn í röð á heimavelli. Fylkismenn unnu hins vegar vel til baka í þeirri stöðu og náðu að halda KR-ingum í skefjum allt þar til sig- urmarkið féll þeim í skaut í blálokin,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Ragnar Bragi Sveinsson fyr- irliði Fylkis er kominn í tveggja leikja bann en hann fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu á 58. mín- útu. Hann missir af leikjunum mik- ilvægu við Breiðablik og Val.  KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason lék sinn 200. leik í efstu deild hér á landi í gær en hann hefur samtals spilað 427 deildaleiki á Ís- landi og í Noregi.  Óskar Örn Hauksson skoraði mark KR og fór þar með upp fyrir Skagamanninn Ríkharð Jónsson og í 14. sætið yfir markahæstu menn deildarinnar frá upphafi með 79 mörk. Langþráð en mikilvægt mark Danski framherjinn Morten Beck Guldsmed skoraði loks sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar FH vann nauman sigur á botnliði Fjölnis í Kaplakrika, 1:0, eftir hornspyrnu Loga Tómassonar. Þeir komu báðir inn á sem varamenn hjá FH. „FH hefur oft spilað betur en í dag. Liðið skapaði sér sárafá færi gegn sig- urlausum Fjölnismönnum og hafði Atli Gunnar Guðmundsson lítið að gera í marki gestanna. Sjálfstraustið er lítið sem ekkert hjá Fjölnismönnum og það kom sennilega fáum á óvart að FH hafi skorað sigurmarkið að lokum. Þetta hefur verið þannig sumar fyrir Fjölni,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH lék sinn 250. deildaleik á ferlinum, samanlagt á Íslandi, í Noregi og Dan- mörku. Tvenna þriðja leikinn í röð Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Skagamenn, þriðja leik- inn í röð, þegar þeir gerðu jafntefli við Víkinga, 2:2, í líflegum leik á Akranesi. Víkingar þurfa að bíða enn lengur eftir fjórða sigurleiknum á tímabilinu en þeir hafa ekki unnið í síðustu níu leikjum sínum í deildinni. „Bæði lið geta verið sátt við fína hluti. Skagamenn voru þó sterkari í vörn en vantaði bitið í sóknina og Víkingar áttu margar góðar sóknir,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um leikinn á mbl.is. Þrenna í 100. sigurleik KA Hallgrímur Mar Bergmann skor- aði þrennu fyrir KA í öruggum sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi, 4:2. Þar með er KA komið á lygnan sjó og möguleikar Gróttu á að halda sér uppi aðeins tölfræðilegir, rétt eins og hjá Fjölni. Þetta er önnur þrenna Hallgríms fyrir KA í deildinni en hin kom gegn ÍBV árið 2017. KA fagnaði aðeins sínum þriðja sigri á tímabilinu en um leið sögu- legum því þetta var 100. sigurleikur félagsins í deildinni frá upphafi.  Andri Fannar Stefánsson KA- maður lék sinn 200. deildaleik á ferl- inum gegn Gróttu. Þar af eru 133 leikir í efstu deild. Birkir Már forðaði Val frá ósigri Morgunblaðið/Íris Hlíðarendi Kristinn Freyr Sigurðsson og Viktor Karl Einarsson í baráttu á miðjunni í jafnteflisleik Vals og Breiðabliks í gærkvöld.  Fjórða markið í þremur leikjum  Umdeilt í lokin þegar Fylkir vann KR KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Víkingsv.: Víkingur R. – Keflavík ....... 19.15 Varmá: Afturelding – Augnablik ........ 19.15 Akraneshöll: ÍA – Fjölnir ......................... 20 Í KVÖLD! Spánn Zaragoza – Gran Canaria................... 88:71  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 16 stig fyrir Zaragoza, tók 6 fráköst og átti eina stoðsendingu. Hann lék í 30 mínútur. Manresa – Valencia............................. 74:82  Martin Hermannsson skoraði 7 stig fyrir Valencia, átti 3 stoðsendingar og tók 2 frá- köst. hann lék í 14 mínútur. Andorra – Málaga ............................... 78:81  Haukur Helgi Pálsson skoraði 13 stig fyrir Andorra, gaf 5 stoðsendingar og tók eitt frákast. Hann lék í 17 mínútur. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: LA Lakers – Denver ........................ 117:107  Lakers vann 4:1 og mætir Miami eða Boston í úrslitum. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.