Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Sumir unglingar eiga í miklum erf- iðleikum með að átta sig á eigin sjálfsmynd og leita lengi að skil- greiningu sem hæfir þeim. Þessi leit getur reynst þeim mjög þung og valdið mikilli vanlíðan. Því fylgir ekki góð tilfinning að passa hvergi inn og að finnast allt vera á einhvern hátt rangt án þess að geta útskýrt það nánar. Margir unglingar sem þannig er ástatt um hafa aldrei hitt aðra í svipuðum hugleiðingum eða eiga sér engar fyr- irmyndir úr hinsegin heim- inum og vita þar af leiðandi ekki alltaf hvaða mögu- leikar standa þeim til boða. Stundum tekur það unglinga langan tíma að átta sig á því hvað þeir eru að upplifa og hvort það tengist kynhneigð, kyn- vitund eða kyntjáningu og um tíma getur þetta allt hringsnúist í huga þeirra og blandast saman. Sumir unglingar koma fyrst út með kynhneigð sína og í einhvern tíma getur það róað þá í leit sinni, en sumir komast fljótlega að því að það er ekki rétta skilgreiningin á kynvitund þeirra og að kyn- hneigðin nái ekki utan um upplifun þeirra. Stundum nægir breytt kyntjáning en sumir gera sér ekki grein fyrir að fólk hefur fullt leyfi til þess að tjá kyn sitt nákvæm- lega eins og það vill, konur geta verið eins „karlmannlegar“ og þær vilja, og öfugt. Aðrir gera sér fljótt grein fyrir því að hvorki kynhneigð né kyntjáning nær utan um upplifun þeirra. Við þessar að- stæður er gott að spyrja sig: „Hvað veit ég um mig?“ í stað þess að týna sér í allri óvissunni. Oft veit unglingur að úthlutað kyn er ekki rétt en áttar sig ekki alveg á því hver hann er eða á hvaða leið hann er. Þessar hugsanir og upplifun valda oft miklum fé- lagslegum kvíða og vanlíðan og því er mikilvægt að styðja börnin og unglingana í gegnum þetta ferli. Eitt af því sem getur hjálpað hinsegin unglingum er að komast í kynni við hinsegin jafnaldra sem skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum og eins til þess að prófa sig áfram með skilgreiningar, nöfn og fornöfn í öruggu umhverfi. Samtökin ’78 reka hinsegin fé- lagsmiðstöð í samstarfi við Reykjavíkurborg og þangað eru unglingar á aldrinum 13-17 ára velkomnir. Eins eru hópar starf- andi á landsbyggðinni og geta Samtökin ’78 veitt frekari upplýs- ingar um þá. Margir unglingar leita líka mik- ið í netið, þar sem þeir finna bæði upplýsingar og félagsskap í hinum ýmsu hópum. Þetta þarf ekki að vera slæmt og kjósa margir trans unglingar að koma út á netinu löngu áður en þeir ná að koma orðum að því hverjir þeir eru í hinum raunverulega heimi. Það er þó eðlilegt að foreldrar hafi áhyggjur af barni sem lítur ekki upp úr tölvunni og að sjálfsögðu er mikilvægt að þeir fylgist þá með þeim. Foreldrar geta líka leitað til Samtakanna ’78 en þar eru starf- andi ráðgjafar sem sérhæfa sig í starfi með trans börnum og ung- mennum og aðstandendum þeirra. Þar er m.a. hægt að fá viðtal og taka þátt í vinnu með stuðnings- hópum bæði fyrir trans börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Ef unglingur segist vera trans er m.ö.o. mikilvægt að taka hann alvarlega og styðja hann í því ferli sem fram undan er. Þar sem ung- lingsárin eru mjög flókinn tími er eðlilegt að unglingar séu ekki allt- af með á hreinu hvað er í gangi hjá þeim. Ef unglingur heldur að hann sé trans er mikilvægt að hann hafi aðgang að fagaðila sem getur hjálpað honum að komast að því hvort sú sé raunin. Enda þótt umræða og meðvit- und um málefni trans barna og unglinga sé alltaf að aukast er gott að hafa í huga að margir heil- brigðisstarfsmenn hafa ekki mikla þekkingu á þessum málum og fáir eru sérfróðir um þau. Best er því að reyna að finna fagaðila sem hefur einhverja þekkingu á þeim til að auðvelda barninu eða ung- lingnum samskiptin og ferlið sem hann kann að eiga eftir að ganga í gegnum. Gæti þetta verið skeið sem gengur yfir? Ekki eru öll börn með ódæmi- gerða kyntjáningu trans, stundum breytist kyntjáningin en því leng- ur sem barn heldur því fram að það sé trans þeim mun auðveldara verður fyrir foreldra þess að svara spurningunni hér að ofan. Burtséð frá því hvað verður er sjálfsmynd, líðan og öll heilsa barnsins að miklu leyti undir því komin að það njóti takmarkalausrar ástar, stuðnings og samkenndar foreldra sinna. Barn sem hefur haldið því stað- fastlega fram í lengri tíma að það sé trans mun að öllum líkindum verða sannfærðara um það með tímanum. Ef til dæmis 12 ára gamalt barn sem var úthlutað karlkyni við fæðingu hefur stað- fastlega haldið því fram síðan það var þriggja ára gamalt að það sé stelpa er mjög líklegt að sú sann- færing breytist ekki. Aftur á móti er alveg inni í myndinni að mjög ungt barn sem upplifir sig af öðru kyni en því var úthlutað eigi eftir að skipta um skoðun. Þetta gerist ekki oft en ef það gerist er það yfirleitt áður en kynþroskinn kemur til, einkum við 9–10 ára aldur. Þó hefur ekki verið rannsakað nægilega hvernig kyntj- áning og kynvitund þessara barna þróast á fullorðinsárum. Þannig er óljóst hvort þessi breyting felur í sér að fyrri upplifun hafi gufað upp eða hvort hún tilheyrði bernskuskeiði sem gekk yfir. Kynhneigð Kyntjáning og kynhneigð eru aðskildir þættir en oft samofnir. Kynhneigð segir til um hverjum við löðumst að, tilfinningalega eða kynferðislega. Með ódæmigerðri kyntjáningu er vísað til kynjaðrar hegðunar og áhugamála sem falla ekki að kynjanormum eða því sem samfélagið telur dæmigert fyrir úthlutað kyn einstaklingsins. Hlutfallslega fleiri börn með ódæmigerða kyntjáningu en dæmi- gerða koma út sem samkynhneigð þegar þau eldast. Samt er ekkert samasemmerki þarna á milli: mörg þeirra eru gagnkynhneigð og á sama hátt koma mörg börn með dæmigerða kyntjáningu út sem samkynhneigð. Rannsóknir sýna að kynhneigð er ekki val. Það er nákvæmlega ekkert sem foreldrar eða aðrir gera sem annaðhvort veldur eða kemur í veg fyrir að barn verði samkynhneigt (eða gagnkynhneigt, tvíkynhneigt o.s.frv.). Kynhneigð er meðfæddur hluti af sjálfsmynd einstaklings. Því miður átta margir sig ekki á þessu. Fáfræði margra um kynhneigð er mikil. Þess vegna er algengt að rangar uppeldis- aðferðir foreldra, sem þó er beitt í góðri trú, valdi börnum sem eru samkynhneigð eða óörugg með kynhneigð sína miklum þjáningum og fylli þau neikvæðni gagnvart sjálfum sér. Rannsókn á vegum Family Acceptance Project sýnir að stuðningur fjölskyldna getur dregið úr neikvæðum áhrifum af höfnun foreldra og úr líkunum á því að hún leiði til þess að samkyn- hneigður eða tvíkynhneigður ung- lingur taki líf sitt. Sama rannsókn sýnir að jafnvel örlítið aukin við- urkenning og stuðningur fjölskyldu við þessa unglinga getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu þeirra og líð- an. Uppeldisaðferðir sem efla sjálfs- virðingu barns eru dýrmætar. Sé barnið með ódæmigerða kyn- tjáningu eru slíkar aðferðir jafnvel enn mikilvægari. Í þessari bók eru skoðaðar uppeldisaðferðir sem for- eldrar barna með ódæmigerða kyntjáningu og trans barna geta nýtt sér. Eins og fram kom í rann- sókn Family Acceptance Project hafa viðbrögð og stuðningur for- eldra við börn – eða skortur á stuðningi þeirra – meiri áhrif á framtíðarhorfur þeirra en nokkuð annað. Talið er að kynhneigð mót- ist á æskuárum. Flest börn virðast finna fyrir því að þau laðist að börnum af sínu eigin kyni við 10 ára aldur. Samt segja þau oft eng- um frá þessari upplifun sinni í eitt til tvö ár eða á meðan þau eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau bíða líka gjarnan með að deila þessari tilfinningu með foreldrum sínum, sérstaklega ef þau halda að þau gætu í kjölfarið orðið fyrir höfnun. Áhrif fordóma í garð hinsegin fólks Börn með ódæmigerða kyn- tjáningu geta allt frá þriggja ára aldri fundið fyrir fordómum sem valda þeim vanlíðan. Sum börn og unglingar verða fyrir fordómum og/eða áreitni á borð við höfnun og stríðni daglega og eru iðulega gerðar kröfur til þeirra um að þau tjái sig í takt við ríkjandi kynja- norm. Þannig fá þau stöðugt skila- boð um að þau séu ekki nógu góð. Börn og unglingar með ódæmi- gerða kyntjáningu fá oft þau skila- boð frá félögum sínum að þau séu samkynhneigð eða verða fyrir for- dómum og áreitni og eru jafnvel lögð í einelti vegna þessa burtséð frá því hver kynhneigð þeirra er. Staðalmyndir um samkynhneigða gera það að verkum að fólk ákveður hver er samkynhneigður og hver ekki án þess að hafa nokkra hugmynd um hver raun- veruleg kynhneigð fólks er. Það er staðreynd að fordómar í garð hinsegin fólks fyrirfinnast í samfélagi okkar og oft hafa upp- eldi, hugmyndir og umhverfi þau áhrif að slíkir fordómar leynist í hugum okkar sjálfra jafnvel án þess að við veitum þeim eftirtekt. Alla tíð hefur samfélagið kennt okkur hvernig kynjakerfið virkar, hvað er karl og hvað er kona, og því er ekki undarlegt að eitthvað fari af stað innra með fólki og að foreldrar verði jafnvel hræddir þegar þeir sjá og heyra að barnið þeirra er ekki með dæmigerða kyntjáningu, eða að það er hinseg- in á einhvern hátt. Foreldrar gætu jafnvel orðið barni sínu gramir og haft neikvæðar tilfinningar gagn- vart því, meira að segja fólk sem telur sig ekki fordómafullt á neinn hátt. Það er stundum erfitt að sjá fram á að börn okkar muni ekki feta í fótspor okkar, að átta sig á því að sonur okkar eða dóttir hafi alls ekki sömu áhugamál og við höfðum og taka allt aðra stefnu í lífinu en við höfum ætlað þeim. Rannsóknir hafa sýnt að foreldrar líta ómeðvitað á börn sín sem framlengingu af sjálfum sér og því getur barn með aðra kyntjáningu og/eða kynhneigð ógnað verulega hugmyndum okkar um t.d. karl- mennsku og kvenleika og jafnvel valdið því að foreldrar ásaki hvort annað um að hafa á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á barnið. For- dómar og staðlaðar hugmyndir okkar um kyn og kynhneigð geta því haft mjög neikvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldna. Það er mjög mikilvægt að for- eldrar geri sér grein fyrir þessu og séu tilbúnir að veita börnum sínum stuðning og ræða við þau um fordóma og sýni þeim með skýrum hætti að þeir séu ekki for- dómafullir heldur styðji baráttu alls hinsegin fólks. Ef við gætum upprætt fordóma í garð hinsegin fólks myndum við um leið gera börnum með ódæmigerða kyn- tjáningu kleift að tjá sig á ná- kvæmlega þann hátt sem er þeim náttúrulegur; það myndi hreinlega bjarga lífi margra barna. Kyntjáning eða kynvitund Bókarkafli | Í bókinni Trans barnið – Handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk fjalla Stephanie Brill og Rachel Pepper um það sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Trausti Steinsson kennari þýddi bókina og rýnihópur á vegum námsbrautar í kynjafræði við Háskóla Íslands staðfærði hana. AFP Barátta Þeldökkt transfólk fyrir framan Stonewall-skemmtilstaðinn í New York. Frægt uppþot samkynhneigðra í júlí 1969 sem spratt af lögregluofbeldi er kennt við þann stað, en þeldökkar transkonur hrintu uppþotinu af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.