Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 16
aðgerðum. Til að bæta gráu ofan á svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samn- ingagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsyn- lega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekju- lágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launahækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verð- mætasköpun þjóðarinnar, sjá mynd. Eins og málin hafa þróast eru ekki miklar líkur á að hagvaxt- arauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verður eina hækkunin sem kemur til með að hækka laun. Í dag eru dag- vinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir fimm ára starf hjá sama at- vinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA munu laun hækka um 24.000 kr. hinn 1. janúar 2021. Dag- vinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir fimm ára starf hjá sama at- vinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taki á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Við uppgang og út- breiðslu Covid-19- veirunnar um heiminn hafa staða og horfur í efnahagsmálum versn- að mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingageirann. Ís- lenskir skattgreið- endur hafa lagst á ár- arnar með fyrir- tækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamn- ingagerðar aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samn- ingaviðræður stóðu sem hæst var það öllum ljóst sem við samninga- borðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum Eftir Eið Stefánsson »Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar fé- lagsmenn á þessum launum taki á sig launa- skerðingu. Höfundur er formaður Félags versl- unar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Eiður Stefánsson Áskorun á atvinnurekendur 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Landamærastöðvar Íslands eru í raun anddyri landsins á sama hátt og anddyr- ið heima hjá okkur. Við viljum ekki að hinir og þessir geti vaðið þar um án þess að við höfum eitthvað um það að segja. Þess vegna erum við með útidyr sem við höfum lokaðar og við læsum flest þegar við yfirgefum híbýli okkar eða göngum til hvílu. Á heimilum okkar erum við með okkar venjur og siði, nokkurs konar heim- ilismenningu, sem við viljum halda í. Lengi vel læstu íbúar í smærri þéttbýliskjörnum og sveitum ekki útidyrum sínum og var lykillinn jafnvel gróinn fastur í skránni að utanverðu. Með auknum straumi fólks frá útlöndum hefur þetta breyst á síðustu árum. Til múgæs- ingar efnir oft fámennur en hávær hópur í því augnamiði að safna undirskriftum fyrir misgóð mál- efni. Þegar vísa á einhverjum út- lendingum úr landi sem hafa kom- ið hingað án þess að hafa sótt um vegabréfsáritun eða án þess að hafa tilskilda pappíra til að koma inn í landið fer oftar en ekki af stað þessi fámenni hópur og held- ur til ábekingaveiða. Áður voru flestir þessara aðila réttilega kall- aðir ólöglegir innflytjendur en nú er búið að færa þetta í sparifötin og þetta fólk kallað flóttafólk í leit að alþjóðlegri vernd. Yfirleitt kem- ur þetta fólk frá fjarlægum lönd- um þar sem siðir þeirra og venjur, þ.e. menning, eru gjörólík okkar. Nú nýverið ákváðu þar til bær yfirvöld að vísa úr landi fjölskyldu sem komið hafði með þessum hætti til landsins fyrir talsvert löngu og við þá ákvörðun var farið að gildandi lögum. Þá fór fámenn- ur en hávær hópur „góða“ fólksins af stað í söfnun undirskrifta með kröfu um að hætt yrði við að vísa þessu fólki frá landinu. Í sjón- varpsviðtali vísaði lögmaður þess- arar fjölskyldu sem fær sína þókn- un greidda frá skattgreiðendum í að 6.500 manns hefðu skrifað sig á listann og því væri meirihluti þjóð- arinnar andvígur þessari brott- vísun. Eitthvað virðist fólksfjöldi þjóðarinnar hafa skolast til í koll- inum á lögmanninum en um miðja 19. öld var fólksfjöldi hér í kring- um 60.000 og fólki ekki fækkað síðan. Þeir sem skrifa sig á svona lista gera það yfirleitt án þess að leiða hugann að því hvaða auka- verkunum sá verknaður sem verið er að lýsa stuðningi við veldur. Væri slíkt tekið fram við söfnun undirskriftanna er ljóst að fjöldi ábekinga yrði talsvert miklu minni, að ekki sé minnst á ef þeir ættu sjálfir að gangast í persónu- lega ábyrgð fyrir þeim kostnaði sem lendir á samfélaginu og þar með skattgreiðendum. Á slíkum listum þarf nefnilega að vera pláss fyrir kortaupplýsingar viðkomandi ábekinga þar sem þeir gangast í óskipta ábyrgð fyrir þeim kostnaði sem til fellur við að hleypa þessu fólki inn í landið og hýsa það. Að sjálfsögðu þyrfti þá að liggja fyrir greiðslumat viðkomandi svo undir- skriftin sé marktæk en eignalausir einstaklingar sem þiggja framfærslu sína frá samborgurum sín- um eru tæplega af- lögufærir. Hjá Rauða krossinum á Íslandi telst mér til að séu u.þ.b. 30 manns á sviði sem kallast mannúð og alþjóðleg vernd, flestir lögfræðingar. Lögmaður þeirrar fjöl- skyldu sem hér er vís- að í er ekki á þeim lista. Ljóst er að vegna offram- leiðslu á lögfræðingum eru margir slíkir í harki innflytjendamála og hvatinn til að gera út á flutning ólöglegra innflytjenda til landsins er því meiri sem mótstaða við að- gang þeirra að okkar samfélagi er minni. Ekki má annað ráða af hrópum „góða fólksins“ en að hingað til lands eigi að hrúga sem flestum af þeim sem bágstaddir eru og helst leita þá uppi til að flytja þá jafnvel nauðuga hingað. Er þá ekki bara tímabært að rífa útidyrahurðina af hjörunum og henda henni um leið og við leggj- um alfarið niður landamæra- vörslu? Þá geta þeir lögfræðingar sem gera út á þennan málaflokk sparað sér slagsmál við stjórnvöld og einhent sér í að koma sem flestum bágstöddum til landsins. „Góða fólkið“ er þá væntanlega tilbúið til að henda útidyrahurð- unum að sínum híbýlum um leið og það býður þetta fólk velkomið í frítt húsnæði og uppihald. Þeir hinir sömu ætla þá væntanlega að greiða þann samfélagslega kostnað sem annars lendir á skattgreið- endum en rétt er að hafa í huga að bara kostnaður á hvern nemanda í grunnskóla er rétt um milljón á ári. Þá er eftir að horfa til dekkri hliða þessara mála. Ef horft er til Svíþjóðar má sjá hvers konar ógöngur sú þjóð er komin í vegna innflytjendamála þótt helst megi ekki minnast á hver glæpatíðni er meðal þess fólks samanborið við innfædda. Víst er að við eigum fjölda glæpamanna meðal inn- fæddra og því er enn minni ástæða til að hækka það hlutfall með innflutningi á fólki með óþekktan bakgrunn í raun. Al- mennt samlagast þetta fólk sem hefur þröngvað sér inn í okkar samfélag ekki en heldur þvert á móti fast í þá menningu og siði sem það hefur yfirgefið. Margt af þeim siðum hugnast okkar sam- félagi lítt. Það er því augljóst að tilgangur þess með að hreiðra um sig hér er annar en látið er í veðri vaka. Hið rétta væri að gera flutn- ingsaðila þess fólks sem hingað kemur án fyrirframútgefinna leyfa til að ganga um okkar anddyri ábyrga fyrir því að flytja það um- svifalaust til baka. Útidyrahurðina af hjörunum Eftir Örn Gunnlaugsson Örn Gunnlaugsson »Er þá ekki tímabært að rífa útidyrahurð- ina bara af hjörunum og henda henni um leið og við leggjum niður landa- mæravörslu? Höfundur er fv. atvinnurekandi. orng05@simnet.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.