Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Meðalfjöldi legudaga á bráðamóttöku, sem eiga helst ekki að fyrirfinnast, hefur dregist verulega saman á milli ára, eða um 48,5%, á tímabilinu janúar til ágúst. Fjöldi legudaga á legudeildum og bráðadeild í Fossvogi hefur dregist saman um 7,7%. Legudagar á bráðamóttöku voru 5.221 frá janúar til ágúst á síðasta ári en 2.688 á þessu ári og fækkar þeim því um 2.533 á milli ára, að því er fram kemur í starfsemisupplýsingum Landspítalans fyrir tímabilið. Covid líklega helsta ástæðan Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækn- inga hjá Landspítala, segir að helst megi ætla að um sé að ræða áhrif Covid sem og verkefni sem farið hefur verið í til þess að taka á flæð- isvanda bráðamóttöku, vanda sem er til dæmis tilkominn vegna skorts á hjúkrunarrýmum. „Ef við horfum fyrst á fjölda legudaga á legudeildum og bráðadeild í Fossvogi þá hefur Covid ábyggilega áhrif á þær tölur og líklegast að það sé helsta orsökin fyrir þeirri fækkun,“ segir Ólafur. „Ef við lítum síðan á legudaga á bráðamót- töku, sem eiga í raun ekki að vera til – það á enginn að vera lengur en 24 tíma á bráðamót- töku – þá er veruleg fækkun þar. Í viðleitni til að útskýra það myndi ég nefna tvær ástæður. Í fyrsta lagi verkefni sem sett hafa verið á dag- skrá til þess að taka á flæðisvandanum á bráða- móttökunni hér innanhúss og svo einhver fjölg- un rýma utan spítalans.“ Þau síðarnefndu varða hjúkrunarrými sem hafa verið opnuð við Sléttuveg. „Það hjálpar en að auki höfum við sett ýmis verkefni af stað innanhúss til að bæta flæði sjúklinga frá bráðadeild og upp á legudeildir,“ segir Ólafur. Önnur ástæða fyrir færri legudögum á bráðamóttöku er líklega Covid en fólk virðist veigra sér við því að leita til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum. Ólafur ítrekar að engin ástæða sé til þess. „Við höfum velt fyrir okkur áhrifum þess að fólk leiti síður til spítalanna og heilbrigðisþjón- ustunnar í þessu Covid-ástandi. Bæði forstjóri Landspítala og forstjóri Heilsugæslunnar hafa hvatt fólk til að hika ekki við að leita til heil- brigðisþjónustunnar,“ segir Ólafur. Mikilvægur lærdómur Hann bendir einnig á að Landspítali hafi lært mikið af fyrstu bylgju faraldursins og nú hefur verið unnin skýrsla um lærdóminn sem verður birt fljótlega. Skýrslan er unnin sam- kvæmt hugmyndafræði Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og í henni er lærdómur af faraldrinum útlistaður í tíu atriðum. „Eitt af því sem mikilvægast er er að við lærðum að þjóna sjúklingum meira í gegnum síma og fjarheilbrigðisbúnað en áður. Þessi að- ferðafræði er byrjuð að smita út frá sér í ýmsa þjónustu á spítalanum. Sem langtímaverkefni munum við skoða og leita allra leiða til að auka símaþjónustu við sjúklinga og aðra fjarheil- brigðisþjónustu eftir því sem tæknin leyfir. Það er mín tilfinning að þetta sé þegar farið að hafa ýmis áhrif á þjónustuna okkar,“ segir Ólafur. Hluti almennings er nú í sóttkví sem og hluti starfsmanna á spítalanum. Gjarnan hefur þurft að brúa bilið með símtölum og leysa þannig ýmis mál sem annars hefðu kostað ferð á spít- alann, að sögn Ólafs. „Í vor notuðum við símtöl af ásettu ráði til þess að alvarleikaflokka sjúklingana. Þetta varð til þess að meirihluti þeirra þurfti aldrei að koma í hefðbundna skoðun á spítalann, og var heima meðan á þessu fjar-eftirliti stóð. Flestir sem voru svo óheppnir að fá Covid í vor fengu símtöl daglega eða annan hvern dag, og flestir létu vel af þessari þjónustu. Í þessu var fólginn mikill lærdómur fyrir okkur sem við getum notað í þessari bylgju sem við erum í núna. Ég tel að þetta sé aðeins upphafið að mun víðtækari þróun í átt að fjarheilbrigðis- þjónustu og að við munum sjá samsvarandi breytingar á starfsemistölum, hefðbundnum komum mun fækka en ýmiss konar fjar-við- tölum mun fjölga. Sjúklingar og heilbrigðis- starfsmenn munu þurfa að aðlagast nýjum raunveruleika sem verður áhugaverð áskorun fyrir alla og þarf að skipuleggja vel, bæði út frá ferlum og rekstri. Þetta eru flókin tengsl, ég get ekki fullyrt að þetta hafi áhrif en mér finnst það líklegt,“ segir Ólafur að lokum. Mun færri legudagar en áður  Meðalfjöldi legudaga á bráðamóttöku dregst saman um tæp 50%  Líklega afleiðingar COVID sem og verkefna sem taka á flæðisvanda  Engin ástæða til að veigra sér við því að leita heilbrigðisþjónustu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttaka Enginn á að þurfa að dvelja þar lengur en í 24 klukkustundir, að sögn Ólafs. Einstaklingur á sextugsaldri er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala vegna kórónuveirunnar og fjórir alls á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir segir að við þessu hafi mátt búast. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við máttum búast við þó svo að allir voni að ekki komi til þessa. Líkt og við sáum í upphafi faraldurs koma alvar- legustu veikindin fram svona einni til tveimur vikum eftir að viðkomandi finnur fyrst fyrir einkennum.“ Spurður hvort þetta sé eitthvað sem muni færast í aukana á næstu dögum vegna þess fjölda smita sem upp hafa komið undanfarið segist Þórólfur svo sannarlega vona að svo verði ekki. Hins vegar sé erfitt að segja beinlínis fyrir um slíkt. Þórólfur segir að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hertar að- gerðir eða tilslakanir og segir hann að það ráðist á næstunni. Tuttugu ný kórónuveirusmit greindust innanlands á laugardag. Alls voru tólf í sóttkví við grein- ingu. Nýgengi smita síðastliðna 14 daga á 100.000 íbúa mældist í gær 118,1 og hefur ekki verið hærra í ann- arri og þriðju bylgju faraldursins hérlendis. 38 smit greindust á föstu- dag. Þórólfur segist vona að gærdag- urinn gefi fyrstu vísbendingu um að þriðju bylgju kórónuveirunnar hér á landi sé að slota. Þó sé of snemmt að segja fyrir um það þar sem áður hafa sést viðlíka sveiflur í fjölda tilfella milli daga. oddurth@mbl.is Kórónuveirusmit á Íslandi Nýgengi smita frá 30. júní 2.623 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 26. sept. 118,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 4 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 1 á gjörgæslu 273.448 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 149.051 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.614 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 118,1 6,3 1.895 einstaklingar eru í sóttkví 455 eru með virkt smit og í einangrun Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri júlí ágúst september Fjórir alls á sjúkrahúsi  Vonar að þriðju bylgju sé að slota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.