Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
✝ Þórður Ás.Júlíusson
fæddist 19. maí
1944 á Akranesi.
Hann lést 17.sept-
ember 2020 á
Landspítalanum í
Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Hans Júlíus
Þórðarson, út-
gerðarmaður á
Akranesi, f. 11.
mars 1909, d. 28. október
1998, og Ásdís Ásmundsdóttir
húsmóðir, f. 18. ágúst 1912, d.
26. júlí 1985. Systkini hans
eru Guðrún Edda, f. 1938,
Emilía Ásta, f. 1942, Ragn-
heiður, f. 1940, d. 2019, Ásdís
Elín, f. 1946, og Gunnhildur
Júlía, f. 1951.
Þórður giftist 11. nóvember
1972 Ernu Gunnarsdóttur líf-
eindafræðingi, f. 26.2. 1946.
Börn Þórðar og Ernu eru: 1)
eldi í Svíþjóð á árunum
1962-1963. Einnig dvaldi
hann veturlangt í Cambridge,
Bretlandi í enskuskóla. Þórð-
ur gekk frá unga aldri í ýmis
störf á vegum útgerðarfyr-
irtækis fjölskyldunnar, rak
um hríð fiskverslun á Akra-
nesi en hóf störf í Lands-
banka Íslands árið 1966 og
vann þar í ýmsum störfum,
þ.á m. í afurðalánadeild, hag-
deild og að lokum sem úti-
bússtjóri um árabil bæði á
Hellissandi og Seyðisfirði.
Þórður lét af störfum hjá
Landsbankanum við 60 ára
aldur skv. 90 ára reglu. Réð
hann sig þá sem umsjónar-
mann fasteigna í Austurbæj-
arskóla, þar sem hann undi
hag sínum vel og starfaði þar
til hann fór á eftirlaun. Hann
var Fóstbróðir af lífi og sál,
en hann söng 1. tenór með
kórnum, með stuttum hléum,
frá 23 ára aldri.
Útför Þórðar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 28. sept-
ember 2020, klukkan 15.
Útförinni verður streymt.
www.facebook.com/groups/
thordurjul
Hans Júlíus, f.
25.7. 1972,
kvæntur Soffíu
Guðrúnu Kr. Jó-
hannsdóttur og
eru börn þeirra
Snær, f. 1996,
Salóme, f. 2001,
og Þóra Andrea,
f. 2007. 2) Gunn-
ar Kristinn, f.
15.7. 1974, barns-
móðir hans er
Eva Hrund Egilsdóttir og
barn þeirra Agnes Marí, f.
2002. 3) Ásdís Rósa, f. 15.10.
1978, gift Ívari Páli Jónssyni,
og eru börn þeirra Jón Stein-
ar, f. 2008, Erna Rún, f.
2011, og Þórður Orri, f.
2014.
Þórður ólst upp á Akranesi
og bjó á Vesturgötu 43. Hann
lauk gagnfræðaprófi á Akra-
nesi 1960, nam við lýðhá-
skóla í Noregi og lærði lax-
Nú samvist þinni ég sviptur er
– ég sé þig aldrei meir!
Ástvinirnir, er ann ég hér,
svo allir fara þeir.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt,
og sömu leið ég fer.
Já, sömu leið! En hvert fer þú?
Þig hylja sé ég gröf,
þar mun ég eitt sinn eiga bú
um æfi svifinn höf.
En er þín sála sigri kætt
og sæla búin þér?
Ég veit það ekki! – sofðu sætt!
– en sömu leið ég fer.
(Kristján Jónsson Fjallaskáld)
Erna.
Pabbi minn var stór maður.
Hann var reyndar svo stór
að hann bar alltaf við himin,
hvert sem við fórum – það var
ógjörningur að týna honum. Og
það er dálítið þannig sem hann
var í lífinu mínu líka.
Hann var Skagamaður, Fóst-
bróðir og Landsbankamaður.
Hann var tenór og tónlistar-
unnandi og hans tenging við
eitthvað æðra var í söng.
Hann var dagfarsprúður og
kurteis en þegar hann dansaði,
þá tók hann sér pláss.
Hann var handlaginn og hag-
sýnn, keypti Moggann og missti
aldrei af fréttum.
Hann tjáði sig með glettni og
húmor og var sólginn í lífið og
samvistir við okkur, allt til
enda.
Aldrei týndur, ávallt fundinn,
elsku pabbi minn.
Ásdís Rósa.
Dauðinn sótti að pabba sem
líkn í miklum þrautum. Hann
fékk hjartastopp í svefni eftir
áralanga baráttu við Lewy
body-heilabilun og hvítblæði.
Fyrir um ári byrjaði hann að
veikjast alvarlega af þrálátum
sýkingum. Hreyfifærni og dóm-
greind létu smám saman und-
an, en aldrei svo að hann gerði
sér ekki grein fyrir stöðu sinni
og í hvað stefndi.
Þrátt fyrir þessar miklu
þrautir, sérstaklega síðastliðna
12 mánuði, passaði hann sig á
því að sýna alltaf sitt besta and-
lit; grínaðist í okkur og heil-
brigðisstarfsfólki og tók sjúk-
dómum sínum eins og hverju
öðru verkefni. Ég vil meina að
pabbi hafi sýnt á þessum tíma
sína fegurstu liti og slíka hug-
prýði sem maður getur aðeins
vonast til að öðlast sjálfur í
manns eigin ýtrustu aðstæðum.
Þrátt fyrir langan aðdrag-
anda og náðuga dauðastund er
erfitt að kveðja pabba. Ég syrgi
sumt það sem var sagt, og ann-
að sem var ósagt, en að mestu
þá góðu vináttu sem þroskaðist
milli okkar með tímanum.
Nú er hann genginn inn í
ljósið og lífið, og þykir mér
sumarlandið orðið góðmennt.
Er það trúuðu hjarta huggun
og mildi.
Gunnar Kristinn Þórðarson
Faðir minn, Þórður Júl-
íusson, er látinn eftir hetjulega
baráttu við erfið veikindi. Mig
langar í nokkrum orðum að
minnast pabba, þessa stolta,
sterka en viðkvæma heiðurs-
manns sem nú er fallinn frá.
Pabbi bjó yfir mörgum kost-
um sem ég öfundaði hann af
alla tíð og því meira eftir því
sem ég eltist. Einn þeirra var
algjört óþol gagnvart ókláruð-
um verkefnum, sem jaðraði við
þráhyggju. Pabbi var mikill
framkvæmdamaður og ham-
hleypa til vinnu. Ég minnist
margra ákafra vinnulota með
honum í gegnum tíðina þar sem
hamast var eins og í akkorði
þar til verki og frágangi var
lokið með sóma. Fyrr var ekki
hægt að slaka á.
Tengdir þræðir í skapgerð
pabba voru skylduræknin og
réttsýnin. Fátt var honum mik-
ilvægara en æran; að gera hið
rétta í stöðunni hverju sinni,
segja satt frá og koma rétt
fram. Stundum gekk skyldu-
ræknin út í öfgar. Hann hafði
þungar áhyggjur af því síðustu
mánuði sína á Hrafnistu að
hann skuldaði stórfé í leigu fyr-
ir herbergi sitt og mat sem
hann hafði fengið á „hótelinu“,
og var oft órólegur yfir því að
vera ekki að vinna, fannst hann
vera að svíkjast illa um, liggj-
andi uppi í rúmi lon og don.
Iðjuleysi fór pabba afskaplega
illa.
Já, pabbi var þessi stóri,
kröftugi maður, kletturinn í lífi
okkar barnanna sem einhvern
veginn kunni allt og vissi allt.
Eins og pabbar eiga að vera.
En hann átti líka til mikið
skap og viðkvæmt geð. Kvíðinn
var stór hluti af hans tilfinn-
ingalífi, sem í dag má ræða
opinskátt, sem betur fer. Það
gat snöggfokið í hann þannig að
bylmings tenórhvellir skáru í
gegnum allt, en hann var jafn-
fljótur niður aftur. Tilfinninga-
kvikan þýddi líka að alltaf var
stutt í glettni og stríðni, og
hlátursrokurnar voru innilegar
og ákafar. En það þýddi lítið að
tala um tilfinningar. Það var
ekki hans „forte“.
Af sömu rót var hlédrægnin
og varkárni í samskiptum.
Hann var íhaldssamur á vin-
skap og naut sín best heima
við. Þó hélt hann góðu sam-
bandi við gamla vini af Skag-
anum, sérstaklega seinni árin,
en annars fékk hann útrás fyrir
félagsþörf sína í kórstarfi, enda
átti söngurinn allan hug hans
og hjarta.
Pabbi leit fyrst og fremst á
sig sem söngvara – eða 1. ten-
ór, öllu heldur. Þar var sjálfs-
mynd hans kirfilega greypt.
Söngurinn var hans tilfinninga-
lega akkeri í lífsins ólgusjó.
Með bræðrum sínum gat hann
sungið burt kvíða og þyngsli,
fengið útrás fyrir tilfinningar
sem hann átti erfitt með að tjá
með öðrum hætti eða skilja.
Í síðasta skiptið sem ég hitti
pabba á sjúkrabeðinum sat þar
með mér yfirsetustúlka sem
reyndi að ná sambandi við hann
þrátt fyrir mikið óráð og reik-
ulan huga. Hún spurði: „Þórð-
ur, veistu hvar þú ert staddur
núna?“ Hann var mjög máttfar-
inn, röddin horfin og tuldraði
eitthvað sem ekki heyrðist.
Hún hváði. Pabbi sneri sér að
henni og setti ögn í brýrnar.
Augun voru skýrari en ég hafði
séð í marga mánuði og hann hóf
upp raust sína þannig að ég
hrökk við: „Nú, ég er í Fóst-
bræðraheimilinu, hvar ætti ég
annars staðar að vera?“ Það
voru lokaorð pabba.
Hann lést þá um nóttina.
Hvíl í friði, Þórður Júlíusson,
1. tenór.
Hans Júlíus Þórðarson.
Yfir tengdaföður mínum var
látlaus reisn, sem hann hélt
fram á síðustu stundu. Hann
var ekki maður margra orða en
hann tjáði mildi sína og mann-
leika með kurteisi og blíðu fasi
svo engum gat dulist að þar fór
góður maður. Hann var ekki
mikið fyrir að tjá tilfinningar
sínar en þeir sem honum þótti
vænt um velktust ekki í vafa
um að velferð fjölskyldunnar
væri það sem skipti hann mestu
máli í lífinu. Hann var séntil-
maður, í fallegasta skilningi
þess orðs. Ljúfur og hógvær í
öllum samskiptum sínum við
fólk.
Sárþjáður á dánarbeðinum
kveinkaði hann sér hvorki né
kvartaði, heldur svaraði „jú,
bara gott“, þegar hann var
spurður hvernig hann hefði
það. Það lýsir þessum einstaka
manni vel sem vildi sem minnst
láta hafa fyrir sér en sýndi öll-
um sem hann umgekkst
ómælda virðingu og kurteisi.
Eftir því sem árin færast yfir
verður maður meira efins um
dauðann. Að manni læðist sá
grunur að tilvera manneskjunn-
ar takmarkist ekki af jarðnesk-
um líkama hennar, heldur
markist hún frekar af því yl-
spori sem hún skilur eftir sig í
hjörtum samferðafólksins.
Þórður Júlíusson lifir, í hugum
og hjörtum okkar allra sem
vorum svo heppin að fá að
kynnast þessum sómamanni á
meðan hann heiðraði okkur
með jarðneskri tilveru sinni.
Ívar Páll Jónsson.
Í dag kveðjum við Þórð bróð-
ur okkar sem féll frá 17. sept-
ember síðastliðinn. Hann lést
eftir erfið veikindi.
Við vorum sex systkinin sem
ólumst upp á Vesturgötu 43 á
Akranesi en við misstum Ragn-
heiði systur okkar sumarið
2019. Hann var eini strákurinn
í kraftmiklum hópi systra og
var fjórði í röðinni. Á Akranesi
á okkar uppvaxtarárum var
mikið líf og frelsi þar sem
frændsystkini og vinir léku
saman á neðri Skaganum. Þar
var fjaran og víðáttumikil tún
og leiksvæði sem buðu upp á
skemmtilega frjálsa leiki þar
sem við systkinin undum okkur
vel.
Þórður var góður drengur,
hjálpsamur og umhyggjusamur
bróðir. Segja má að líf hans
hafi verið söngur allt frá því
hann var lítill drengur. Hann
hafði fallega tenórrödd og söng
í áratugi með Fóstbræðrum.
Hann hafði einnig unun af því
að syngja í góðra vina hópi og
var ávallt mikið sungið þegar
við systkinin og fjölskyldur
komum saman. Þá var m.a.
sungin trúarleg sálartónlist og
naut Þórður sín þar vel meðal
jafningja.
Við áttum margar góðar
samverustundir í gegnum árin
og hittumst m.a. oft síðari ár í
fallega sumarbústaðnum þeirra
Ernu í Skorradal. Þórður var
einstaklega iðinn og sást það
greinilega á hversu vel hann
hugsaði um sumarbústaðinn og
aðrar eigur sínar.
Við kveðjum þig elsku bróð-
ir, minningarnar munu lifa, hvíl
þú í friði.
Þínar systur,
Edda, Emilía, Dísella
og Gunnhildur.
Kveðja frá Karlakórnum
Fóstbræðrum
Á vorhátíð Fóstbræðra árið
2015 hlaut Þórður Júlíusson
viðurkenningu fyrir 35. vortón-
leikana þar sem hann stóð á
palli. Hann átti þá eftir að
syngja eina vortónleika til við-
bótar. Það eru ekki margir kór-
félagar sem afreka það að
syngja svo marga vortónleika.
Það segir þó ekki alla söguna
því þegar hann hætti hafði eng-
inn bræðra í starfandi kór verið
svo lengi hluti af samfélagi
Fóstbræðra því hann gekk í
kórinn haustið 1967, aðeins 23
ára gamall. Þá voru Fóstbræð-
ur nýbúnir að halda upp á 50
ára afmæli kórsins og Þórður
náði því að taka þátt í hátíða-
höldum í kringum aldarafmælið
2016 og söng sína síðustu vor-
tónleika það ár. Vera hans í
samfélagi Fóstbræðra spannaði
því rúmlega hálfa öld.
Til er upptaka af viðtali við
Þórð í norsku útvarpi þegar
hann var við nám í lýðháskól-
anum í Jessheim. Hann er þá
aðeins 17 ára og gerir sér lítið
fyrir þegar hann er beðinn að
syngja eitthvert íslenskt lag og
syngur „Ó blessuð vertu sum-
arsól“ eins og ekkert sé. Þar
má heyra hvað hann hefur haft
fallega og bjarta tenórrödd af
náttúrunnar hendi.
Þórður bjó og starfaði um
árabil á sitthvorum landsend-
anum frá vestri til austurs og
átti því ekki hægt um vik að
mæta á æfingar hjá Fóstbræðr-
um. En jafnóðum og hann flutt-
ist aftur á svæðið tók hann á ný
þátt í kórstarfinu. Það var ekki
að undra því hann var með ein-
dæmum söngelskur og góður
söngmaður. Sonur hans Hans
Júlíus gekk til liðs við kórinn
og sver sig í ætt við föður sinn
á söngsviðinu. Þórður tók einn-
ig þátt í félagsstarfi innan kórs-
ins, sat meðal annars í stjórn
og skemmtinefnd.
Nú er 1. tenórinn og glæsi-
mennið af Skaganum fallinn frá
langt um aldur fram að okkur
finnst því það er stutt síðan
hann tók fullan þátt í söngstarf-
inu. Við urðum varir við að það
dró hratt af honum undanfarin
misseri. Kona hans tjáði mér að
hann hefði aldrei kveinkað sér í
þeirri baráttu en verst hefði
honum þótt að missa röddina.
Þá eftirsjá eiga Fóstbræður
auðvelt með að skilja og hans
er sárt saknað í hópnum.
Vegna þeirra takmarkana
sem við búum við um þessar
mundir ná ekki allir Fóstbræð-
ur að kveðja félaga sinn en
myndarlegur hópur bræðra
mun syngja yfir honum í Linda-
kirkju í dag, kjólklæddir eins
og venja er þegar gullhörpuhaf-
ar eru kvaddir. Efst í huga er
þakklæti fyrir margar ljúfar
endurminningar úr kórstarfinu
um meira en hálfrar aldar
skeið.
Fyrir hönd Karlakórsins
Fóstbræðra sendi ég Ernu og
fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Þórðar Á. Júlíussonar.
Arinbjörn Vilhjálms-
son, formaður Karla-
kórsins Fóstbræðra.
Góður vinur, Þórður Júl-
íusson, er fallinn frá eftir erfið
veikindi. Ég flutti á Akranes
þegar ég var 11 ára þar sem ég
kynntist Þórði og félögum hans
fljótlega bæði í skólanum og
íþróttum. Við Þórður, Jonni og
Gummi urðum góðir vinir og
síðar komu í hópinn Kiddi og
Kristófer. Ekki má gleyma
stelpunum okkar sem voru og
eru yndislegir vinir í dag. Við
vorum mikið í íþróttum, fót-
bolta, handbolta og sundi, en
Þórður var mikill keppnismað-
ur og var mjög liðtækur í öllu
sem hann tók þátt í. Þórður átti
heima á Vesturgötu 43, en hann
átti stórt herbergi á neðri hæð-
inni og þar vorum við oft eftir
skóla og um helgar. Við vorum
ávallt velkomnir heima hjá
Þórði, en Júlli pabbi Þórðar
hafði gaman af að hafa svona
stráka hjá sér til að spjalla við.
Eftir skóla fórum við allir á sjó
að veiða síld, en eftir sumarið
fóru Þórður og Kiddi að
mennta sig meira en við hinir
héldum áfram á sjónum. Þegar
við hittumst eftir þetta áttum
við oft góðar stundir saman
stundum allir, fórum á fótbolta-
leiki og böll og fleira. Síðan
komu tímar sem urðu til þess
að við hittumst sjaldnar, við
giftum okkur og eignuðumst
börn eins og gengur. Fyrir um
tíu árum fórum við Þórður,
Gummi og Kiddi að hittast einu
sinni í mánuði og borða saman.
Þar áttum við mjög góðar
stundir og verður Þórðar sárt
saknað í okkar hópi. Elsku
Erna, börn og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína innilegustu
samúð, minningin um góðan
dreng lifir. Sendi einnig systr-
um og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Þórðar Júlíussonar.
Ingvar Friðriksson.
Á margan hátt eru það for-
réttindi að alast upp í litlu sam-
félagi. Nálægðin verður meiri í
uppvextinum, tengslin og vin-
áttan halda áfram á lífsgöng-
unni ef garðurinn er ræktaður.
Við sem nú kveðjum Þórð Júl-
íusson erum aldir upp á Akra-
nesi og erum fermingarbræður.
Þráinn og Þórður voru systk-
inasynir. Við eigum góðar
minningar frá uppvextinum
bæði í leik og starfi. Félagslíf
unglinga á Akranesi var öflugt.
Í barnastúkunni og skátahreyf-
ingunni var mikil starfsemi.
Tónlist var ríkjandi. Við sung-
um í barnakór Barnaskóla
Akraness og Friðrik Hjartar
skólastjóri leiddi daglegan
söng. Sumir okkar lærðu á
hljóðfæri en svo skildi leiðir.
Þrír okkar útskrifuðust sam-
an frá Gagnfræðaskóla Akra-
ness árið 1961. Söngur og tón-
list hefur löngum átt hug okkar
félaga. Þrír okkar sungu m.a. í
tvöföldum kvartett á árshátíð
skólans. Þar leiddi Þórður
sönginn með sinni tæru ten-
órrödd. „Stúlkurnar“ okkar í
fermingarárganginum á Skag-
anum hafa verið duglegar að
standa fyrir árlegum óvissu-
ferðum fermingarárgangsins.
Hámark ferðar var ef Þórður
og Steinunn Ingólfsdóttir
sungu dúett fyrir hópinn.
Kórsöngur endurnýjaði svo
tengsl okkar fermingarbræðr-
anna fjögurra í hópi góðra fé-
laga í Karlakórnum Kátum
körlum. Í kaffitímum á kóræf-
ingum sátum við saman og rifj-
uðum upp sögur af Akranesi og
urðum aftur „strákarnir“. Af
nógu var af að taka, mikið hleg-
ið og við skemmtum okkur vel.
Ýmsir atburðir og sögur um
menn og málefni voru rifjuð
upp og minnið tók miklum
framförum. Ein frásögn kveikti
aðra. Stundum þurfti stjórn-
andinn að minna okkur á að
kaffitíminn væri búinn eins og
þegar sussað var á okkur í upp-
hafi nýrrar kennslustundar.
Þórður var einstaklega geð-
þekkur maður, ljúfur í um-
gengni, hlýr og með góða
kímnigáfu. Hann var mikill
söngmaður með fallega tenór-
rödd. Kórastarf var honum
hugleikið og hann söng lengi í
karlakórnum Fóstbræðrum þar
til erfið veikindi fyrir tveimur
árum gerðu honum kórstarfið
ómögulegt. Þórðar verður sárt
saknað í hópi okkar.
Guð veri með Ernu og fjöl-
skyldu.
Einar Einarsson,
Sigurður Ingi
Georgsson,
Þráinn Þorvaldsson.
Hvað getur maður sagt þeg-
ar góður maður eins og hann
Þórður fellur frá og engin svör
fást við þessari spurningu. Það
sem skiptir máli og hefur mikið
að segja er hversu mikill öð-
lingur Þórður var og hvað hann
var afskaplega duglegur og af-
kastmikill maður. Hann tók við
erfiðu búi sem umsjónarmaður
í Austurbæjarskóla en lét verk-
in tala og gerði það með stakri
prýði. Það verður ekki hægt að
segja neitt annað en að mikill
dugnaðarforkur var hann.
Ég kynnist Þórði í Austur-
bæjarskóla og var ég hans und-
irmaður. Minn fyrsti dagur í
Austurbæjarskóla fól í sér að
passa upp á ganginn, „gang-
avörður“ hét það þegar ég var
ungur drengur í skóla. Ég
minnist þess sérstaklega þegar
Þórður Ás.
Júlíusson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar