Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Það kemur ekki á óvart að eittmegináhersluefni Viðreisnar á nýafstöðnu landsþingi flokksins skuli hafa verið innganga í Evr- ópusambandið og upptaka evr- unnar, sem er raunar skilyrði fyrir inngöngu í sambandið.    Það er meðmiklum ólík- indum þegar horft er til ástandsins í Evrópusambandinu að hér á landi skuli finnast flokk- ur – og systurflokkar að auki – sem enn heldur fast við þessa stefnu. Þeir sem fylgjast með brexit- átökunum og óbilgjarnri kröfu ESB um að Bretar afsali sér yf- irráðum yfir fiskimiðum sínum þrátt fyrir að hafa yfirgefið sam- bandið hljóta líka að verða mjög hugsi yfir þessum óbreyttu áherslum Viðreisnar.    En forysta Viðreisnar veit líkaað ESB sýndi líka með afdráttarlausum hætti í aðildar- viðræðum Íslands, í tíð vinstri- stjórnar Samfylkingar og VG, að Íslandi stæði ekkert til boða í tengslum við sjávarútveginn.    Viðreisn er sama um þettaenda telur flokkurinn sjálf- sagt að fórna bæði landbúnaði og sjávarútvegi eins og sést á því að í stjórnmálaályktuninni er talað um að kasta núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi og setja þessa undirstöðuatvinnugrein í algert uppnám.    Tæpast er hægt að gera sér íhugarlund meira ábyrgðar- leysi, einkum á þeim viðkvæmu tímum í efnahag landsins sem nú ríkja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ábyrgðarlaus stjórnmálaályktun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Nöfn 411 Íslendinga eru í gagnabanka kínversks fyrirtækis sem fylgist með hegðun fólks á samfélags- miðlum í meintu samstarfi við kínverskar varnar- mála- og leyniþjónustustofnanir. Fyrirtækið, Zhenhua Data Information Techno- logy, segir ekkert athugavert við gagnabankann, sem hefur að geyma nöfn alls 2,4 milljóna einstak- linga. Á meðal nafna í gagnabankanum eru stjórn- málamenn, opinberir starfsmenn víðs vegar um heiminn og listamenn. Gagnabankinn er ekki að- gengilegur, en um 10% nafnanna hafa verið birt í fjölmiðlum erlendis. Í frétt Guardian kemur fram að í gagnabankanum sé að finna persónulegar og oft ítarlegar upplýsingar um einstaklinga. Netöryggisfyrirtæki í Ástralíu, sem þjónustar bæði yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkj- unum, hefur náð að staðfesta um 250.000 nöfn í gagnabankanum. Á meðal þeirra eru 52.000 Banda- ríkjamenn, 35.000 Ástralar og um 10.000 Bretar. Á meðal nafna í gagnabankanum eru Boris Johnson og Scott Morrison, forsætisráðherrar Bretlands og Ástralíu, fjölskyldur þeirra, breska konungsfjöl- skyldan og hernaðarleiðtogar. liljahrund@mbl.is Nöfn 411 Íslendinga í gagnaleka  Fylgjast með hegðun fólks á samfélagsmiðlum AFP Gagnabanki Fyrirtækið segir ekkert athugavert við bankann, sem geymir 2,4 milljónir nafna. Kjörnir fulltrúar, sem eru formenn ráða og nefnda Akureyrarbæjar, verða talsmenn bæjarins í viðkom- andi málaflokkum í stað þess að bæj- arstjóri svari fyrir mál og sé fulltrúi sveitarfélagsins út á við. Þetta er meðal áherslna sem nú eru boðaðar í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem all- ir fulltrúar koma nú að stjórn mála, svo minni- og meirihluti eru ekki til skv. því sem ákveðið var í síðustu viku. Gunnar Gísla- son, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn, greindi frá þessu í þættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar sagði bæjarfulltrú- inn að ætlunin væri „… að reyna að ná því fram að fulltrúar flokkanna fái svona nokkuð jafna athygli“. Þungur rekstur Akureyrarbæjar, meðal annars vegna kórónuveir- unnar, er meginástæða þess að meiri- og minnihluti í bæjarstjórn- inni tóku höndum saman. Við þessar aðstæður segir Gunnar Gíslason í samtali við Morgunblaðið að bæj- arstjórinn, sem nú er Ásthildur Sturludóttir, hafi nóg að gera við að stýra umfangsmiklum rekstri bæj- arins. Leiti fjölmiðlar til bæjarstjóra eftir upplýsingum um tiltekin mál verði þeim þá vísað á formenn við- komandi nefnda. Formaður um- hverfis- og mannvirkjasviðs svari fyrir framkvæmdir í bænum, for- maður fræðsluráðs svari fyrir skóla- mál og svo framvegis. Sjálfur er Gunnar ekki í forsvari fyrir neitt af ráðum bæjarins – og kveðst því þurfa að finna aðrar leiðir til að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. „Hverjir eigi að svara fjölmiðlum er hluti af sáttmála sem við bæjar- fulltrúar gerðum við breytingar á meirihlutanum. Þar verðum við auð- vitað 100% sammála en ætlum þá að ræða okkur til niðurstöðu í málum sem ólíkar skoðanir eru á. Megin- málið nú er að koma rekstri bæj- arins í jafnvægi,“ segir Gunnar. sbs@mbl.is Bæjarfulltrúarnir fái meiri athygli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Kjörnir fulltrúar til svara. Gunnar Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.