Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fjölbreytileiki í verðmæta-
sköpun er afar mikilvægur. Sú
staðreynd finnst mér hafa komið
vel í ljós á þessu ári, þegar að-
stæður hafa gjörbreyst og ferða-
þjónustan – sú atvinnugrein sem
hvað mestu skilaði á efnahags-
reikning samfélagsins – er nánast
dottin út,“ segir Álfheiður Ágústs-
dóttir, nýr forstjóri Elkem Ísland
á Grundartanga. „Okkur hjá El-
kem er metnaðarmál að starfa í
góðri sátt við samfélagið og taka
þátt í sameiginlegum verkefnum
heimsins á sviði umhverfismála.
Nýting vistvænna orkugjafa, til
dæmis í framleiðslu á íblöndunar-
efni fyrir vel leiðandi rafmagns-
stál, er ef til vill stærsta framlag
Íslands til alþjóðlegra loftslags-
verkefna. Við teljum okkur leggja
mikið af mörkum.“
Ferlar og flókið gagnvirki
Álfheiður tók við forstjóra-
starfinu fyrr í þessum mánuði, en
hún á að baki langan feril hjá El-
kem. Byrjaði á gólfinu, eins og
slíkt er kallað, og heillaðist strax
af framleiðslunni, ferlunum og því
flókna, fjölbreytta en áhugaverða
gangvirki sem starfsemin er.
„Helsta verkefni mitt sem
forstjóri er að virkja sem best
þekkingu og sterka liðsheild inn-
an fyrirtækisins,“ sagði Álfheiður
þegar Morgunblaðið hitti hana í
Hvalfirðinum fyrir helgina. Þar
kynnti hún blaðamanni helstu
drættina í starfseminni, en hjá El-
kem vinna um 180 manns. Það er
fólk sem af stærstum hluta býr á
Akranesi og í Borgarfirði. Þá
koma verktakar að mörgum þátt-
um starfseminnar hér.
„Ég tel að starfsfólk okkar
geti verið sátt með sitt og við
borgum ágætlega. Launakostn-
aður Elkem Ísland er sá hæsti inn-
an samstæðunnar sem rekur alls
27 verksmiðjur víða um heim.“
Háþróuð framleiðsla
Elkem Ísland framleiðir kís-
ilmálm; sem er blanda af kísli og
járni. Úr verksmiðjunni kemur
vara sem er að stærstum hluta
með 75% kísilinnihald á móti
járni. Framleiðslan er þróuð til
íblöndunar í stáliðnaði og í járn-
steypu og eru seld út um allan
heim. Þá er á Grundartanga einn-
ig framleitt kísilryk, það er
íblöndunarefni í sement og
steypu.
„Þetta er háþróuð fram-
leiðsla sem við erum stolt af, ekki
síst vegna sterkrar markaðs-
hlutdeildar í rafmagnsstáli sem
heldur viðnámi í orkuflutningum í
lágmarki og sparar mikla og dýr-
mæta orku. Á þessu sviði erum við
stærsti framleiðandinn innan El-
kem samstæðunnar. Þessar afurð-
ir eru notaðar í spenna og mótora
fyrir rafmagnsbíla, hástyrktarstál
fyrir vindmyllur, hnífapör, kúlur,
legur og bara allt milli himins og
jarðar,“ eins og Álfheiður kemst
að orði.
Erfiðir samdráttartímar
Heimsmarkaðsverð afurða,
gengi gjaldmiðla og launakostn-
aður ráða miklu um afkomu El-
kem og daglegt verkefni stjórn-
enda fyrirtækisins er að tryggja
alþjóðlega samkeppnishæfni þess.
Þar vegur flutningskostnaður
hátt, því mikið kostar flytja hrá-
efni til verksmiðjunnar um langan
veg og afurðir til kaupenda. Þá er
raforkuverð stór áhrifaþáttur.
„Úrskurður um rafmagnsverðið
sem gerðardómur kvað upp í maí í
fyrra, eftir árangurslausar samn-
ingaviðræður við Landsvirkjun,
hefur gjörbreytt samkeppn-
ishæfni okkar til hins verra. Því er
að ýmsu að huga við að tryggja
áframhaldandi rekstur til fram-
tíðar,“ segir Álfheiður.
Fjöldi fyrirtækja í iðnaði er
með starfsemi á Grundartanga.
Elkem Ísland og Norðurál eru þar
stærst, en einnig má nefna smiðj-
ur, rafmagnsfyrirtæki, fóðurverk-
smiðju og svo mætti áfram telja.
Undirstaða þessa alls er höfnin,
sem stór flutningaskip sigla til og
frá.
„Sambýli fyrirtækja hér er
gott og meðal annars eru upp
hugmyndir um hátæknilegt klasa-
samstarf á svæðinu, til dæmis með
nýtingu glatvarma og CO2 frá El-
kem. Vonandi komast þau áform
aftur á dagskrá þegar aðeins rof-
ar til í viðskiptaumhverfinu á
þessum erfiðu samdráttartímum,“
segir Álfheiður sem víkur aftur að
umhverfismálum og áhersluefn-
um Elkem þar. Fyrirtækið hefur
meðal annars gefið út, fyrst stórra
iðnfyrirtækja á Íslandi, að það
stefni á að verða kolefnishlutlaust
framleiðslufyrirtæki fyrir árið
2040. Áherslna að því markmiði
sjái stað í öllum rekstrinum.
Nákvæmir mælikvarðar
„Markmiðin eru skýr og
mælikvarðar nákvæmir. Þetta
vinnum við í meginatriðum sam-
kvæmt stefnu móðurfélagsins, El-
kem ASA, í umhverfismálum og
við höfum tækifæri til þess að
vera fremst í flokki innan sam-
stæðunnar á þessu sviði. Við reyn-
um til dæmis að nýta til fullnustu
allar aukaafurðir sem til falla,
höldum útblæstri í lágmarki,
reynum að draga úr kolefnis-
áhrifum og svo framvegis. Einnig
notum við í stað kola timbur í ofna
verksmiðjunnar, til að mynda við-
arflís úr íslenskum skógum og
endurnýtum timbur frá sorpfyr-
irtækjum. Þó verður að viður-
kennast að þessar áherslur í um-
hverfismálum eru dýrar.
Viðkvæm samkeppnisstaða okkar
um þessar mundir hefur hægt á
okkur enda þótt markmiðin um
kolefnishlutleysi eftir tuttugu ár
standi óbreytt,“ segir Álfheiður
að síðustu.
Viðkvæm samkeppnisstaða í rekstri Elkem á Íslandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forstjórinn Þetta er háþróuð framleiðsla sem við erum stolt af, segir Álfheiður Ágústsdóttir um starfsemina.
Markmiðin eru skýr
Álfheiður Ágústsdóttir
fæddist árið 1981 og ólst upp í
Grundarfirði. Útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá Háskól-
anum á Bifröst, bætti við sig
námi í reikningshaldi og endur-
skoðun við Háskóla Íslands og
lýkur senn meistaranámi í for-
ystu og stjórnun á Bifröst.
Byrjaði hjá Elkem á Íslandi
2006 sem sumarstarfsmaður í
framleiðslu. Hóf að loknu há-
skólanámi störf á fjármálasviði
og tók við stöðu framkvæmda-
stjóra fjármála- og innkaupa-
sviðs 2016. Álfheiður býr á
Akranesi, gift Jóhanni Steinari
Guðmundssyni, og eiga þau
þrjú börn.
Hver er hún?
Grundartangi Starfsemi í verksmiðju Elkem hófst árið 1979.
Vinnur gegn
Laktósaóþoli
Fæst í næsta apóteki
Sláum nýjan
tón í Hörpu
Við óskum bæði eftir áhugasömum
rekstraraðilum og hugmyndum
einstaklinga að skemmtilegum
nýjungum á neðri hæðum í Hörpu
Nánar á harpa.is/nyr-tonn
.
Fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Vest-
urbyggðar munu á næstu misserum
skoða mögulega stofnun þjóðgarðs á
sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta
verður gert í samstarfi við forsætis-,
umhverfis og menntamálaneyti, Um-
hverfisstofnun og landgræðslusjóð.
Ef þjóðgarðurinn yrði að veruleika
myndi hann ná
yfir Dynjandis-
heiði og nærliggj-
andi svæði. Dynj-
andi, sá fagri og
friðlýsti foss, yrði
ásamt hinum
skógi vaxna
Vatnsfirði, sem
sömuleiðis er
friðlýstur, innan
mögulegs þjóð-
garðs. Samstarfs-
hópurinn mun safna ýmsum gögnum
þessu máli viðvíkjandi sem verndar-
áætlun fyrir svæðið myndi byggjast
á og kynna þarf áður en ákvörðun er
tekin.
Skv. upplýsingum frá umhverfis-
ráðuneytinu, sem stýrir verkefninu,
býður svæðið upp á mikla möguleika
til útivistar og náttúruverndar. Sam-
kvæmt viðmiðum náttúruverndar-
laga eru þjóðgarðar svæði þar sem
finna má sérstakt landslag, heild-
stæð vistkerfi, söguslóðir, fornar
minjar, dýralíf og sögustaði, svo sem
Hrafnseyri.
Á síðasta ári færði RARIK ríkinu
jörðina Dynjanda í Arnarfirði til
eignar og varðveislu án endurgjalds.
Um leið var undirritað samkomulag
sem miðar að því að tryggja útivist-
ar- og náttúruverndargildi staðarins
og fossins Dynjanda sem er innan
marka jarðarinnar.
Skv. ráðuneytinu var gjöf RARIK
fólki hvatning til að hugsa hlutina í
stóru samhengi, því að mögulega
gera svæðið að þjóðgarði. Þarna sé,
auk Dynjanda og Vatnsfjarðar,
sögusvæðið Langibotn í Geirþjófs-
firði og surtarbrandsgil við Brjáns-
læk. Þá myndi þjóðgarðurinn ná yfir
Dynjandisheiði, þar sem nú stendur
til að leggja uppbyggðan heilsársveg
eftir opnun Dýrafjarðarganga.
Spennandi verkefni
„Verkefnið er spennandi og í því
felast tækifæri,“ segir Birgir Gunn-
arsson, bæarstjóri Ísafjarðarbæjar.
„Þjóðgarður hefur aðdráttarafl í
ferðaþjónustu. Það er misskilningur
að í þessu felist boð og bönn. Mik-
ilvægt er í undirbúningsvinnu að
draga fram kosti og galla. Eiga jafn-
framt samtal við íbúa og kynna hvað
í þessu felst og hver þýðingin fyrir
svæðið getur verið.“ sbs@mbl.is
Þjóðgarður á Vest-
fjörðum í skoðun
Dynjandi, Vatnsfjörður og Hrafnseyri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dynjandi Fossinn hái er fallegur.
Birgir
Gunnarsson