Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ...betra fyrir umhverfið Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 TAUBLEIUR bambus.is Ný og endurbætt netverslun Ferðaþjónustukreppa að mati ASÍ  „Söguskoðun sem aldrei hefur komið fram á fundum ASÍ og SA,“ segir Halldór  SA kynna efna- hagsgreiningu samhliða atkvæðagreiðslu  „Slæmt ef til átaka kemur nú,“ segir forsætisráðherra Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við vitum það að ferðaþjónustan er að taka höggið núna og launalækk- anir eru ekki að fara að búa til fleiri störf þar. Að því leyti er þetta mjög sérstök kreppa. Við höfum stutt ým- is úrræði stjórnvalda og það eru verkefni sem eru óháð kjarasamn- ingunum,“ segir Drífa Snædal, for- seti ASÍ, um stöðuna í efnahags- málum. Tilbúin að skoða allar leiðir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, telur að sú söguskoðun að fyrst og fremst sé um að ræða kreppu ferðaþjónust- unnar standist ekki. „Ég hef lýst því yfir við forseta ASÍ, bæði í einrúmi og hjá ríkissáttasemjara, að við séum tilbúin í að skoða allar leiðir. Ég hef ekki fengið umræður um einn einasta lið. Í fyrsta lagi er þetta ekki kreppa sem er takmörk- uð við ferðaþjónustuna. Það er rétt að áhrifin eru mest þar, en hennar gætir víðsvegar í atvinnulífinu. Í könnunum meðal félagsmanna okk- ar kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur orðið fyrir miklum áhrifum af kórónuveirunni. Þetta er því einhvers konar sögu- skoðun sem aldrei hefur komið fram á fundum ASÍ og SA og ég hafna al- farið,“ segir Halldór. SA vill bregðast við Í dag fer fram atkvæðagreiðsla á meðal forsvarsmanna fyrirtækja um það hvort segja beri upp samning- um á vinnumarkaði vegna forsendu- brests. Samhliða verður greining SA á efnahagsmálum kynnt félags- mönnum. Í henni segir m.a. að áætl- að sé að tekjur atvinnulífsins á næsta ári verði 300 milljörðum króna lægri árið 2021 en gert var ráð fyrir þegar lífskjarasamningur var undirritaður. Þar kemur einnig fram að 63% stjórnenda allra atvinnugreina sjái fram á tekjusamdrátt á seinni hluta þessa árs frá árinu 2019 og að hlut- fallslega sé atvinnuleysi mest í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Er atvinnuleysi t.a.m. 16,9% í gist- inga- og veitingageiranum og hefur vaxið um 249% frá 2019. Þá er at- vinnuleysi 13,2% í flutningastarf- semi og hefur vaxið um 306% á sama tíma. Miðað við tölurnar sem þar koma fram hefur atvinnuleysi einnig vaxið um 71-170% í öðrum atvinnugrein- um. Út frá tölunum má ætla að nærri sjö af hverjum tíu atvinnu- lausum tengist öðrum atvinnugrein- um en ferðaþjónustu. Þar af er at- vinnuleysi rúm 12% í verslun, tæp 7% í mannvirkjagerð og rúm 7% í iðnaði svo dæmi séu tekin. Í kynn- ingunni kemur fram það mat SA að innistæðulausar launahækkanir ógni ríkjandi stöðugleika og setji þrýsting á verðbólgu og frekara at- vinnuleysi. Þá segir í niðurlagi: „Nú hafa efnahagslegar forsendur kjara- samninga brostið og aðstæður gjör- breyst til hins verra meðan óvissa ríkir um hvort og hvenær bóluefni finnst.“ Eins segir í kynningunni að mat SA sé að óábyrgt sé að bregð- ast ekki við. Stjórnvöld meta stöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra fundaði með aðilum vinnu- markaðarins í gær. Í samtali við mbl.is sagði hún slæmt ef til átaka kæmi á vinnu- markaði á þessum tímum. „Það væri mjög slæmt ef til átaka kæmi á vinnumarkaði og því eru stjórnvöld að meta hvað þau geta gert til þess að einfalda líf fólks á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og launþega,“ bætir Katrín við. Kjaramál » Stjórnendur SA munu í dag greiða atkvæði um það hvort lífskjarasamningi verður sagt upp. » SA kynna í dag níu liða greiningu á efnahags- málum fyrir félagsmönnum sínum. » Í kynningu segir að 58% stjórnenda telji launakostn- að hafa mest áhrif til hækkunar verðlags. » Drífa Snædal segir að ASÍ hafi stutt úrræði stjórnvalda og þau séu óháð kjarasamningum. Drífa Snædal Halldór Benjamín Þorbergsson Jarðskjálfti, 4,8 að styrk, varð í austanverðri Bárðar- bungu laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Nokkr- ir minni skjálftar komu í eftirleiknum. Síðast urðu skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu í janúar og apríl á þessu ári, sá öflugasti sömuleiðis 4,8 að stærð. Gufa steig upp úr öðrum sig- katlinum í Bárðarbunguöskjunni þeg- ar flugvél Landhelgisgæslu fór þar yfir í fyrri viku og myndir voru tekn- ar. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðl- isfræðingur við HÍ, segir skjálftana nú vera hluta af langvarandi atburða- rás. Eldgosið í Holuhrauni haustið 2014 hafi tengst miklum umbrotum í eldstöðinni undir Bárðarbungu. Skjálftavirkni á þessum slóðum hafi verið viðvarandi síðan þótt æ lengri tími sé milli öflugra skjálfta. Nú líti vísindamenn svo á að hugs- anlega sé Bárðarbunga enn að jafna sig eftir umbrotin 2014. Önnur skýring sé að kvika úr jörð streymi inn í ræt- ur eldstöðvarinnar í Bárðarbunguöskju en sennilega sé atburðarásin þetta tvennt í bland. sbs@mbl.is Kvikustreymi í Bárðarbungu  Órói í eldstöð  Skjálfti 4,8  Atburðarásin er löng Landhelgisgæslan/TF-SIF Bárðarbunga Gufubólstur steig upp úr sigkatlinum. Freysteinn Sigmundsson Skógræktarfólk var við öllu búið og flestir með grímu fyrir vitum þegar gengið var um Heiðmörkina á laug- ardaginn og þar safnað birkifræj- um undir leiðsögn fróðra manna. Allur er varinn góður, því veiran vonda er enn á meðal vor og veru- leg smithætta fyrir hendi sé ógæti- lega farið. Fréttir af því hvort Covid-19, hinn smitandi vágestur, sé á und- anhaldi eða ekki eru afar misvís- andi, en vonir eru bundnar við að bóluefni verði tilbúið öðru hvoru megin við áramót. Því verða grím- ur, handþvottur, fjarlægðarmörk og annað slíkt væntanlega enn um sinn áberandi þarfaþing í daglegu lífi fólks, á fordæmalausum tímum. Þannig eru farþegar í strætis vögnum margir með grímur, af- greiðslufólk í verslunum og svo má áfram telja. Þá hafa viðskipti og samskipti fólks mikið færst yfir í hinn stafræna heim, þótt maður sé jafnan manns gaman. sbs@mbl.is Með grímu í Heiðmörk Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.