Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
Þórður gaf mér handleiðslu
með mitt starf og gerði það
starfið mun auðveldara og
lærði ég töluvert af því að
vinna sjálfstætt og taka frum-
kvæði. Þórður hafði þann eig-
inleika að vinna sjálfstætt og
líta á hvert verk sem verkefni.
Mér fannst einkar auðvelt að
skilja hans fyrirmæli og fannst
mér Þórður hafa svo góða yfir-
sýn.
Hann var einnig maður sem
hafði mikið að gefa og gerði
hann mikið fyrir Austurbæjar-
skóla og veit ég að þeir voru
ansi margir sem kunnu vel að
meta hann. Mér fannst Þórður
vera mjög sanngjarn og auð-
velt var að eiga við hann. Þórð-
ur gat verið hreinn og beinn en
sanngirni var alltaf í fyrirrúmi
hjá honum. Það gleður mig að
hafa fengið að kynnast þessum
öndvegismanni og mun ég
varðveita minningu hans um
aldur og ævi og í hvert skipti
sem ég mun keyra fram hjá
Austurbæjarskóla eða hugsa til
Austurbæjarskóla þá mun
Þórður húsvörður vera mér í
fersku minni.
Að lokum vil ég votta fjöl-
skyldu hans mína dýpstu sam-
úð og mun ég hugsa hlýtt til
þeirra og verða þau í mínum
bænum.
Ævin er stutt
en lífið er langt.
Ævin er aðeins meðganga
sem fylgir samdráttur
og oft harðar fæðingarhríðir
inn til lífsins ljóma,
þeirrar dýrðar
sem koma skal
og engan endi mun taka.
Ævin er stundleg og stutt,
en lífið,
tímalaus eilífð.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Guðmundur Árni
Sigurðsson.
Kveðja frá Gömlum Fóst-
bræðrum
Enn berst andlátsfregn.
Einn okkar félaga i Gömlum
Fóstbræðrum er látinn. Söng-
bróðir okkar, Þórður Á. Júl-
íusson, andaðist á Landspítal-
anum 17. september
síðastliðinn. Þórður gekk til
liðs við Karlakórinn Fóstbræð-
ur 1967; þá vanur söngmaður,
og söng 1. tenór í þeim kór og
síðar sömu rödd með Gömlum
Fóstbræðrum meðan heilsan
leyfði.
Árið 2016 söng Þórður sína
síðustu vortónleika með starf-
andi kórnum. Á 100 ára afmæli
Karlakórsins Fóstbræðra hinn
16. nóvember 2016 ætlaði Þórð-
ur að syngja með Gömlum
Fóstbræðrum. Hann var mætt-
ur til leiks í Hörpu, en veiktist
snögglega áður en söngurinn
hófst og var fluttur í skyndi á
sjúkrahús. Hann náði sér að
nokkru eftir þessi veikindi, en
aldrei til fulls.
Hverjum þeim, sem kynntist
Þórði, duldist ekki að þar fór
mannkostamaður. Hann var ró-
legur í fasi, ekki margmáll, en
tillögugóður og fylginn sér;
vann sér vináttu manna. Síðast
en ekki síst var Þórður af-
bragðs söngmaður og munu
margir verða til að minnast
hans og veru hans í Karlakór
Fóstbræðra.
Þórður var kvæntur Ernu
Gunnarsdóttur; mætri konu og
indælli, sem tók mikinn þátt í
félagsstarfi Fóstbræðra ásamt
manni sínum. Þórður og Erna
eignuðust þrjú börn.
Við félagar hans í Gömlum
Fóstbræðrum sendum Ernu og
börnum þeirra, sem og öðrum
aðstandendum öllum, innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll og
blessuð sé minning Þórðar,
okkar ágæta félaga og vinar.
F.h. Gamalla Fóstbræðra,
Garðar Jökulsson.
✝ Valur Ingólfs-son fæddist í
Reykjavík 25. júní
1957. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi þann 22.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Ingólfur
Hannesson, f. 8.
janúar 1924, d. 24.
júlí 1990, og Sig-
ríður Sólveig Runólfsdóttir, f.
23. nóvember 1925, d. 1. mars
2005. Valur var níundi í röð
15 systkina. Hann ólst upp í
Kópavogi, en foreldrar hans
voru meðal fyrstu íbúa Kópa-
vogs og ráku þar myndarlegt
eggjabú um áraraðir. Valur
lærði húsasmíði í Iðnskóla
Reykjavíkur og
vann við smíðar.
Hann var fráskil-
inn en lætur eftir
sig tvær dæturr:
1. Janu Maren
Valsdóttir, f. 16.
nóvember 1977,
gift Leifi Sigþóri
Sigurðssyni. 2. Íris
Ósk Valsdóttir, f.
14. mars 1981, gift
Tómasi Haarde og
barn þeirra er Hanna Ósk
Haarde.
Valur var náttúruunnandi
mikill og eyddi löngum stund-
um við að njóta þess sem nátt-
úran hafði upp á að bjóða.
Jarðarför fer fram frá
Digraneskirkju, í dag, 28.
september 2020, klukkan 13.
Pabbi. Pabbi minn er dáinn.
Ég trúi því varla enn. Þetta er
svo sárt. Seint hefði mér dottið
í hug að við myndum þurfa að
kveðja þig svona ungan.
Ég á svo margar minningar
um þig og mig að elta þig. Við
að tannbursta okkur fyrir fram-
an spegilinn á Þinghólsbraut
áður en við fórum til Harðar
tannlæknis, við að veiða í Þing-
vallavatni, Kleifarvatni, úti á
bryggju, við í ísbíltúr í Dairy
Queen þar sem þú fékkst þér
þinn súkkulaðijarðarberjasjeik,
við að rúnta um bæinn, og land-
ið. Þú að smíða og ég að snigl-
ast í kringum þig. Ég að spyrja
þig hvort að ég mætti horfa á
hryllingsmynd, þú sagðir nei og
ég á enn eftir að sjá þessa
hryllingsmynd. Pabbi með
myndavél, pabbi í fjöruferð,
pabbi að baka, pabbi að elda.
Þetta mun ég eiga að þó ég
glöð myndi vilja hafa minninga-
bankann miklu stærri.
Þú sem vildir alltaf allt fyrir
okkur Írisi gera en passaðir
samt litlu stelpurnar þínar
ofsalega alveg fram á síðustu
stundu.
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Jana Maren Valsdóttir.
Elsku pabbi. Það er erfitt að
skrifa minningargrein um þig,
aðeins rúmlega sextugan.
Þegar ég hugsa til baka þá
minnist ég þess þegar við fór-
um saman í bíltúra og ferðalög
hingað og þangað; út á land,
upp á Sprengisand, yfir Kjöl og
hringferðir um landið. Þú fórst
með mér að veiða fiska og í
fjöruferðir. Þú unnir nátt-
úrunni og varst mikill útivist-
armaður og gafst mér fyrstu
gönguskóna mína.
Þú varst vandvirkur smiður
sem allt kunnir og veittir mér
ómetanlega aðstoð við endur-
bætur á heimilinu. Í sumar
ákvaðstu að smíða kofa fyrir
afabarnið, hana Hönnu, stuttu
eftir að krabbameinslyfjameð-
ferð hófst. Hanna dansaði af
gleði inni í kofanum meðan á
smíði stóð. Henni finnst gaman
að leika með fallegu steinana
sem þú gafst henni og geymir
þá í kofanum sínum. Þú varst
mikið hjá okkur síðustu mán-
uðina og erum við fjölskyldan
þakklát fyrir þann tíma. Það er
erfitt að kveðja eftir þessi erf-
iðu veikindi. Nú ertu kominn á
betri stað og hvílir í friði.
Íris.
Elsku hjartans bróðir.
Hér sitjum við hjónin og
skrifum nokkur minningarorð
um þig. Penninn er þungur og
það er erfitt að koma minning-
unum í orð. Þær eru margar,
góðar, fallegar og skemmtileg-
ar.
Ég, þú og Guðjón bróðir vor-
um mikið saman í æsku og allt-
af þegar einn okkar sást, var
næsta víst að hinir tveir voru
innan seilingar, enda kallaði ég
okkur alltaf; Við og Valur. Í
stórum systkinahópi er lífið oft
öðruvísi en tíðkast í dag enda
hópurinn stór eða 15 talsins.
Ég, þú og Guðjón deildum her-
bergi í æsku og þar fórst þú
fremstur í uppátækjunum. Ég
man þegar þú varst búinn að
setja girni í alla stóla og borð
og sagðir okkur draugasögu.
Þegar borð og stólar fóru að
hreyfast hélt ég að það væri
draugagangur sem varð til þess
að ég var myrkfælinn langt
fram á fullorðinsár, en það er
löngu fyrirgefið enda hlógum
við oft að þessu uppátæki. Það
eru óteljandi margar skemmti-
legar sögur sem ég get sagt af
þér og uppátækjunum þínum.
Þær bíða betri tíma, en eitt er
víst að ég mun segja litlu
dótturdóttur þinni, Hönnu Ósk,
þær allar.
Þú varst mikið náttúrubarn,
hagleikssmiður og listamaður.
Það eru til ófá listaverkin eftir
þig út um allt. Núna, þegar ég
skrifa þetta, glittir í bláan
vörubíl með steinum sem á eru
teiknuð andlit. Þennan gerðir
þú handa Guðna syni okkar
þegar hann var lítill drengur.
Stundum gat ég pirrast yfir því
hvað þú varst vandvirkur og
nákvæmur, enda þekktur fyrir
það og aldrei var stressinu fyr-
ir að fara. Rólegheit og yfirveg-
un voru þitt aðalsmerki.
Það var með ólíkindum hvað
þú varst í miklu uppáhaldi hjá
mörgum börnum í fjölskyld-
unni. Okkar börn og barnabörn
eiga fallegar minningar um
spjall og uppátæki með þér,
minningar sem ylja.
Allar stundirnar á Þingvöll-
um og allt sem þú dundaðir þér
við að gera þar. Líkt og að taka
myndir, smíða armbönd, búa til
hálsmen úr steinum og svo auð-
vitað fallega húsið þitt sem þú
varst svo natinn við. Þú vildir
gera það alveg einn og óstudd-
ur og þetta hús mun eflaust
standa af sér allar náttúruham-
farir. Þú varst líka mikill veiði-
maður og í miklu uppáhaldi hjá
Sigurði bónda á Villingavatni.
Hann var afar ánægður þegar
þú hélst vargnum í burtu, allt
fugla- og dýralíf tók mikinn
kipp fyrir vikið.
Við hjónin fórum aldrei aust-
ur án þess að spyrja þig út í
færðina, veðrið fyrir austan og
hvort þú hefðir séð örninn sem
þú tókst fallegu myndina af.
Það verður skrýtið að fara á
Þingvelli án þess að hitta þig.
Að þinni ósk hvílir þú þar enda
var það þitt draumaland.
Ég skal að sjá um fuglana
þína, gefa þeim að éta í vetur
og fylgjast með sumarbústaðn-
um þínum.
Mikið er ég glaður yfir að
hafa átt með þér stundirnar í
sumar og ferðirnar sem við fór-
um í Skagafjörð. Þú naust þín í
fjörunni, tíndir fallega steina
sem þú ætlaðir að búa til lista-
verk úr. Við vorum svo glöð að
þú gast komið með okkur í
þessar ferðir.
Takk fyrir allar ómetanlegu
stundirnar – fyrir að hafa
hjálpað mér að byggja bæði
húsin mín – fyrir að hlusta á
mig –fyrir að skamma mig þeg-
ar ég fór fram úr mér – fyrir að
kenna mér á náttúruna – fyrir
að kenna mér þolinmæði – fyrir
að gera mig myrkfælinn – fyrir
að gleðja börnin og barnabörn-
in okkar – fyrir að vera í lífi
okkar Guðnýjar – fyrir að vera
þú!
Ég var hjá þér síðustu and-
artökin og þrátt fyrir að það
hafi verið mér erfitt mun ég
varðveita þetta augnablik út
ævina og fyrir það er ég líka
þakklátur.
Ég mun alltaf sakna þín
elsku Valur minn.
Hvíl í friði litli stóri bróðir.
Kári og Guðný.
Við kveðjum Val bróður
minn í dag.
Valur var átta árum eldri en
ég og ég minnist Vals frá fyrstu
árum mínum sem krullaðs
fjörugs og lífsglaðs stráks.
Hann eignaðist síðar gyllta
VW-bjöllu sem ég man eftir að
hafa ferðast í með honum um
landið ásamt Ósk, þáverandi
konu hans, og Jönu, eldri dótt-
ur hans.
Þegar við hjónin fluttum í
nýtt hús á fyrstu hjúskaparár-
um okkar var Valur okkur inn-
an handar við að fullgera húsið
og hann smíðaði m.a. palla við
það sem voru hin mesta lista-
smíð. Hann hafði alltaf tíma til
að sinna litlu frændum sínum
sem vildu gjarnan „hjálpa“ til
við að smíða með frænda sínum
og hann útbjó sverð fyrir þá úr
smíðavið sem vöktu mikla
lukku hjá þeim.
Þegar maðurinn minn fékk
skotvopnaleyfi tók Valur hann
með sér á fuglaveiðar til að
kenna honum hvernig ætti að
bera sig að. Valur hafði bæði
næmt auga til að sjá fugla í
felubúningi sínum og það var
einnig eins og hann hefði góðan
skilning á því hvar þá væri
helst að finna. Á sínum yngri
árum var Valur mikill veiðimað-
ur og skaut bæði fugla, refi og
hreindýr. Síðar fékk hann meiri
áhuga á að taka myndir af fugl-
unum frekar en að skjóta þá.
Valur var mikið náttúrubarn
og passaði kannski ekki full-
komlega inn í nútímaborgar-
samfélag. Hann undi sér best í
sveitinni við að safna steinum
og myndum af fuglum.
Valur var umfram allt mjög
góður maður og veröldin er
verri við fráfall hans.
Sólveig.
Valur bróðir minn lést á líkn-
ardeildinni í Kópavogi 22. sept-
ember sl. eftir erfið veikindi.
Hann er annar bróðir minn sem
kveður úr okkar stóra systk-
inahópi.
Valur kvæntist ungur en
hjónabandið stóð stutt, hann
eignaðist tvær dætur, Jönu
Maren og Írisi Ósk, sem á litla
dóttur.
Við ólumst upp í Kópavogi
sem er allt annar Kópavogur en
hann er í dag. Foreldrar okkar
voru Ingólfur Hannesson
hænsnabóndi ættaður úr Grafn-
ingi og Sigríður Sólveig Run-
ólfsdóttir úr Skagafirði.
Valur ólst upp í stórum
systkinahópi en hann og Kári
sem er tæpum tveimur árum
yngri voru nánir. Við eldri
systkin Vals og Kára stríddum
Kára stundum þegar hann
sagði frá ævintýrum með Val
sem upphófst alltaf á orðunum:
„Við og Valur.“
Valur var mjög mikið nátt-
úrubarn og fjaran hafði mikið
aðdráttarafl. Eitt sinn þegar
það var mjög mikil fjara var ég
send að sækja Val því hann átti
að mæta í leikfimitíma. Ég ösl-
aði niður í fjöru í hnéháum
gúmmístígvélum. Fyrst var
grasbali, síðan stórir steinar,
þari og þang og svo tók við
leðjan. Það var háfjara og
þarna stóð hann með hrokkna
ljósa hárið, bláu fallegu augun
og blíða brosið niðri við sjáv-
armál að skoða dýralífið.
Krabbarnir gengu á ská og það
gera sumar manneskjur líka.
Ég bar upp erindið við hann og
hann hristi bara hausinn og
spurði hvort ég vissi ekki að
fjöruferðin væri bráðnauðsyn-
leg en ekki einhver leikfimitími.
Þar við sat.
Valur var listrænn og ég
man eftir mörgum fallegum
teikningum eftir hann þegar
hann var yngri. Hann var einn-
ig mjög laghentur og hann
lærði til smiðs í Iðnskólanum í
Reykjavík og vann við smíðar.
Þegar hann varð eldri urðu
fuglar og steinar hans uppá-
hald. Valur útbjó fallega skart-
gripi úr steinunum sem hann
tíndi úti í náttúrunni.
Valur bjó mestan part ævi
sinnar á tveimur stöðum. Ann-
ars vegar í okkar ástkæra
Kópavogi, þar sem búa enn
mörg af systkinum hans. Hins
vegar bjó hann lengi vel í sum-
arbústað sínum við Villingavatn
í Grafningi.
Ég veit að fuglarnir sakna
Vals eins og við hin.
Hamingjan er skammvinn en
sorgin er eilíf.
María.
„Náttúrubarn: Sá eða sú sem
er í nánum tengslum við nátt-
úruna, náttúruunnandi.“
Hann Valur bróðir minn var
náttúrubarn í orðsins fyllstu
merkingu. Þekking hans á
landinu var yfirgripsmikil og
skemmtileg. Hann kunni nöfn á
hverju fjalli og á hverjum steini
og hann gat lesið í náttúruna
eins auðveldlega og aðrir lesa
blaðið. Það var eins og landið
hefði af honum persónuleg
kynni og byði hann velkominn
eins og vin, enda leið honum
best þegar hann var úti í nátt-
úrunni. Hann skoðaði, upplifði
og lærði um landið á sinn ein-
staka hátt og gat stundum
horfið upp á fjöll dögunum
saman.
Valur varði miklum tíma á
Þingvöllum í gegnum árin og
sumarbústaðurinn hans þar var
hans heimili undanfarin ár.
Hann var einstaklega barngóð-
ur og dætur mínar sóttu mikið í
að fá að heimsækja Val á Þing-
velli eða fá að fara með honum í
ævintýraleit. Hvort sem það
var að veiða úti á vatni, fara í
fjársjóðsleit í fjörunni eða að
byggja forláta fuglahús þá var
hann Valur alltaf tilbúinn að
bralla eitthvað með börnunum.
Þá standa sérstaklega upp úr
allir steinarnir sem hann safn-
aði en dætur mínar „erfðu“
þennan steinaáhuga frá honum
og oftar en ekki voru svalirnar
heima hjá okkur undirlagðar
hinum ýmsu steinum sem þær
voru spenntar að sýna Vali.
Valur var glaðlyndur, góður
og rólegur. Hann var hjálpsam-
ur, talaði aldrei niður til neins
og hann var alltaf tilbúinn í æv-
intýri. Hann gaf okkur öllum
svo margt og kenndi okkur svo
margt og það er sárt að þurfa
að kveðja hann svona snemma.
Eftir lifir falleg minning í
hjörtum okkar um einstakan
mann.
Hvíldu í friði, elsku bróðir.
Lára Ingólfsdóttir.
Valur Ingólfsson
Við þökkum innilega samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar
ARA HARÐARSONAR.
Þökkum starfsfólki Heru og
krabbameinsdeilda Landspítalans
sérstaklega fyrir góða umönnun.
Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir
Steinunn Aradóttir Örn Ýmir Arason
Sólveig Anna Aradóttir Andri Þór Arason
og fjölskyldur
Frændi okkar,
ÁRNI HAUKUR BRYNJÚLFSSON,
Lönguhlíð 8,
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 13. september.
Útför hans fer fram frá kirkju Óháða
safnaðarins miðvikudaginn
30. september kl. 15.00.
Margrét Thordersen Einar Björn Sigurðsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar