Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 13
SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í Svíþjóð segir að hún eigi í erfiðleikum með að hafa hemil á skipulagðri glæpastarfsemi, sem birtist í formi „fjölskyldna“. Þessar glæpaklíkur halda uppi sínu eigin „réttarfari“ sín á milli, á sama tíma og ofbeldisfullum glæpum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Sérfræðingar, sem AFP-frétta- stofan ráðfærði sig við, segja að þessar glæpafjölskyldur hafi nú talsverð ítök í sumum af fátækustu hverfum Svíþjóðar. Skotárásir og sprengingar eru reglulega í frétt- um, og vitni eru of óttaslegin við af- leiðingarnar til þess að gefa vitn- isburð sinn fyrir dómi. Deilan útkljáð á hóteli Glæpafjölskyldurnar og ofbeldið sem fylgir illdeilum þeirra komust í hámæli í Svíþjóð í byrjun ágúst, þegar 12 ára stúlka lést í skotárás í Stokkhólmi, en hún varð fyrir byssukúlu þegar skotið var á með- lim einnar fjölskyldunnar úr bíl sem ekið var hjá. Málið vakti mikla reiði í Svíþjóð og umræðu um stöðu mála. „Hefurðu séð Guðföðurinn? Þá veistu hvernig þetta er,“ sagði blaðamaðurinn Johanna Bäckström Lerneby við AFP-fréttastofuna, en hún skrifaði bók um eina af fræg- ustu glæpafjölskyldum Svíþjóðar. Meðlimir þeirrar fjölskyldu kom- ust nýlega í fréttir í Svíþjóð þegar þeir settu upp vegartálma og kröfðu akandi vegfarendur um skilríki, en þá átti fjölskyldan í útistöðum við aðra glæpafjölskyldu. Sagði einn af þeim sem stóðu að tálmunum við sænska ríkissjónvarpið SVT að þeim væri ætlað að „verja íbúa og börn í hverfinu“. Deilan var útkljáð í lok ágúst, þegar fulltrúar fjölskyldnanna tveggja ásamt öðrum sem hlut áttu að máli hittust á hóteli í Gautaborg og sömdu um vopnahlé sín á milli. Þó að talsmenn lögreglunnar væru vopnahléinu fegnir kvörtuðu þeir hástöfum yfir því að vandamálið hefði verið leyst án aðkomu lögregl- unnar. Hún hefði í raun verið sett til hliðar í baráttu gengjanna. Mats Löfving vararíkislögreglu- stjóri vakti einnig athygli á málinu í byrjun þessa mánaðar, en hann sagði við sænska ríkisútvarpið SR að gróft áætlað væru að minnsta kosti 40 glæpafjölskyldur nú í Sví- þjóð, og bætti við að þær hefðu komið gagngert til landsins til þess að stunda skipulagða glæpastarf- semi. Um leið hefðu fjölskyldurnar tekið með sér sitt eigið réttarfar og stjórnkerfi, sem sænsk lög næðu ekki yfir. „Eitur“ í sænsku samfélagi Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur einnig tjáð sig um vandann, en hann kallaði glæpafjöl- skyldurnar „eitur í samfélagi okkar sem við þurfum að losna við“. Löfven hefur hins vegar neitað að tengja hina skipulögðu glæpastarf- semi við þjóðerni fólks, en umtals- efnið þykir mjög viðkvæmt í Sví- þjóð, þar sem Svíar hafa viljað taka á móti sem flestum sem þangað vilja flytja og gera það sem best. Áhöld eru hins vegar um árang- urinn. Lögreglan hefur einnig neitað að greina frá þjóðerni þeirra sem til- heyra glæpagengjunum, eða hvaða hópar það eru sem helst hafa fallið í „glæpafjölskyldu“-farið. Löfven greindi hins vegar frá því að marg- ar fjölskyldnanna hefðu sett niður rætur sínar í þeim hverfum þar sem hátt hlutfall íbúanna telst vera inn- flytjendur eða afkomendur þeirra. Er vandamálið því að hluta til rakið til þess, að Svíar hafa ekki náð að tryggja að allir þeir sem flust hafa til landsins hafi lært tungu- málið, sem aftur hefur sett þá í laka stöðu á sænskum vinnumarkaði, og þá aftur gert útsettari fyrir því að hrekjast á glæpabrautina. „Þeir sem búa á þessum svæðum eru oft tiltölulega fátækt fólk, sem hefur ekkert val, jafnvel þótt það vildi flytja annað,“ segir Bäckström Lerneby. AFP Fórnarlambsins minnst Skotárás í gengjastríði, sem felldi 12 ára stúlku í Stokkhólmi í ágúst síðastliðnum, olli mikilli reiði í Svíþjóð. Komu með sitt eigið réttarfar  Áætlað að um 40 „glæpafjölskyldur“ leggi stund á skipulagða glæpastarfsemi í Svíþjóð  Skotárás sem felldi 12 ára stúlku olli mikilli hneykslan  Skjóta helst rótum í fátækari hverfum sænskra borga FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Donald Trump Bandaríkja- forseti tilnefndi dómarann Amy Coney Barrett í hæstarétt Banda- ríkjanna við formlega athöfn í Hvíta húsinu á laugardag. Í ávarpi sínu lýsti Trump Barrett sem mikilli afrekskonu. Hin 48 ára Amy Coney Barrett tekur við dóm- arastöðu Ruth Ginsburg, sem féll frá í síðustu viku, samþykki öld- ungadeild Bandaríkjaþings tilnefn- ingu hennar. Þykir Barrett íhalds- söm og er líklegt að tilnefningin verði umdeild. Taki Barrett sæti við dómstólinn áður en forsetakosn- ingar fara fram í Bandaríkjunum verða repúblikanar með meirihluta hæstaréttardómara, sex talsins gegn þremur. Trump tilnefndi Barrett í hæstarétt Amy Coney Barrett BANDARÍKIN Glæpatíðni í Svíþjóð hefur jafnan verið lág, og ofbeldisglæpir enn sjald- gæfari. Morðtíðni í landinu mældist 1,07 á hverja 100.000 íbúa árið 2018, en meðaltalið í Evrópu var 2,39 samkvæmt Eurostat, og 5,0 í Bandaríkj- unum samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni FBI. Á Íslandi var morð- tíðnin sama ár 0,86 á hverja 100.000 íbúa. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 hafa aftur á móti 20 manns látist í 163 mismunandi skotárásum í Svíþjóð, en 42 létust í 334 skotárásum allt árið 2019 samkvæmt tölum sænsku lögreglunnar. Minnst 20 manns látist á árinu MORÐTÍÐNI Í SVÍÞJÓÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.