Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020 Sá ágæti maður, sem ég kalla „skim- unarpáfann“, gekk hart fram í því fyrir sex til átta vikum að landinu yrði með hert- um sóttvarnaaðgerð- um lokað fyrir ferða- mönnum. M.a. vegna hræðslu- áróðurs „skimunarpáf- ans“ var landamærum Íslands í reynd lokað 19. ágúst sl. Þetta átti að bjarga flestu eða öllu gagnvart veirunni og frekari útbreiðslu hennar. Vera nokkuð pottþétt lausn. Það var um að gera að halda hættulegum útlendingum frá þrátt fyrir stórskaðlegar afleið- ingar á atvinnu- og mannlíf í land- inu. Hvað um það. Það er gott ef hægt er að skima sem mest finnst sumum. Fyrir vísindin og mikil- vægar rannsóknir. Fyrir allan heiminn. Meira að segja þó að önn- ur alda veirunnar valdi varla sjúk- dómseinkennum, hvað þá alvar- legum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum sem menn verða vart varir við. „Skimunarpáfinn“ mikli getur auðvitað kallað veiruna marg- víslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýmis vísindaleg og lítt skiljanleg orð og útskýringar um hana, talað um alls kyns stökk- breytingar, svona til að sýna vís- dóm sinn og speki, en það breytir ekki því að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýskalandi, sem hefur þurft að komast af án „skimunarpáfans“ mikla sem Ís- landi áskotnaðist, kannski illu heilli, og kannski er það lán Þjóðverja að vera án hans, en hérna í Þýska- landi er staðan þessi:  Allir ganga með grímu þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum.  Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns.  Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum.  Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veit- ingastað taka menn grímu ofan.  Þegnar 25 þjóða mega koma til lands- ins frjálslega, hindr- unarlaust og án skim- ana á landamærum.  Í 1. bylgju, mars/ maí, létust þegar mest var nær 300 manns á dag, nú í annarri bylgju er dagleg dán- artala 0-10 (af 83 milljóna manna þjóð).  Landsframleiðsla, sem fyrst var talið að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leið- rétt í 5-6% samdrátt; atvinnulífið er að taka við sér af fullum krafti.  Fjölgun smita hér er þessa dagana hlutfallslega vel undir helmingi af því sem gerist á Ís- landi. Varðandi ferðafrelsi er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES-samningunum ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim sem eru með þeim í Schengen-samkomulag- inu, eftir fremsta megni, af yfirveg- un og samkvæmt meðalhófsregl- unni. Þegar afstaða er tekin til þess hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu er miðað við að þær þjóðir sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar og Þjóðverjar sjálfir megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlutfalli meðal heimamanna. Þegnar eftirfarandi þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýskalands í stöðunni: Dan- mörk, Eistland, Finnland, Grikk- land, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Nor- egur, Pólland, Portúgal, San Mar- ínó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía og Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður-Írlands. Ef við innleiddum sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum myndi það eflaust endurræsa flestar þær afl- vélar þjóðfélagsins sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjón- ustuna og flest sem henni tengist heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hinar Norður- landaþjóðirnar fjórar og Þýskaland, myndi sennilega endurlífga ferða- þjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi þar til bæta mætti betur um. Í Þýskalandi virðist helsta vörnin gegn útbreiðslu vírussins ekki vera einangrun eða sóttkví heldur stíf grímunotkun og afgerandi fjar- lægðarreglur. Í mínum huga mættu stjórnvöld á Íslandi hugleiða að færa þyngdina frá einangrun og sóttkví yfir á lögboðna grímu- notkun og fjarlægðarskyldu. Allar aðgerðir eru hvort sem er undir sjálfvilja þeirra sem í hlut eiga komnar. Ekki er hægt að neyða neinn til sóttvarna. Í öllu falli finnst mér tími til kominn að mönnum sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannski líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun Covid-19-mála á Íslandi. Menn verða að líta til heildar- myndarinnar, ekki bara hluta henn- ar, ef bestur mögulegur heildar- árangur á að nást við stjórnun þessara Covid-19-mála á Íslandi! Eftir Ole Anton Bieltvedt »Ef við innleiddum sömu stefnu myndi það ræsa flestar aflvélar þjóðfélagsins, ekki bara ferðaþjónustuna heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Þýskaland opið fyrir 25 þjóðum en nýsmit margfalt færri en hér „Pólitísk rétt- hugsun“ er ekki fyr- irbæri, sem orðið hef- ur til í samtíð okkar, heldur má sjá hennar gæta á ferli mann- kynsins langt aftur í aldir, þó að heitið eigi sér skamma sögu. Það varð í raun til innan hinna föllnu Sovétríkja og náði til þess, hvaða viðhorf mönnum var leyfilegt að hafa til þess, sem bolsévikar, eða kommúnistar, töldu við hæfi. Viðbrögðin við því að stíga út af fyrirskrifaðri línu voru jafnan harkaleg. Mönnum var út- húðað, þeir útskúfaðir og síðan fangelsaðir, pyntaðir, drepnir eða þá settir í hinar síberísku gúlag- búðir, þar sem þeir vesluðust upp við hraklegan aðbúnað. Á áratugum tuttugustu ald- arinnar gekk hin pólitíska rétt- hugsun í gegnum þróun. Á tímabili var hún nokkurs konar illkvittn- islegt skop á meðal vinstrimanna, en var síðar tíðnotuð í málflutningi heitra hægrimanna gegn pólitísk- um andstæðingum sínum. Á nokkr- um síðustu áratugum hefur póli- tísk rétthugsun þróast í skaðbeitt vopn í höndum sérhagsmunahópa, sem hafa nýtt hana til framgangs sértækum baráttumálum sínum. Þannig hefur pólitísk rétthugsun að verulegu leyti færst út fyrir hið eiginlega svið stjórnmála (pólitík- ur) og snýr nú orðið ekki síst að ýmsum þáttum, sem kalla má al- menn samfélags- eða þjóðfélags- mál, tíðast sértæk þó, þar sem í hlut eiga oft fámennir, en háværir minnihlutahópar, sem gjarna líta svo á að þeir tali fyrir munn alls samfélagsins, þó að fullu án um- boðs þess sé. Heitið hefur þó hald- ið sér, en orðið „pólitísk“ hlotið víðari tilvísun. Hvernig virkar hún? Helsta virkni pólitískrar rétt- hugsunar felst í því að móta við- horf og skoðanir og, í framhaldi af mótuninni, hafa áhrif á ákvarðanir og gerðir ráðamanna, sem talin hefur verið trú um það, að hið póli- tískt rétta viðhorf sé í samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar. Því má yfirleitt treysta, að meiri- hlutaviljinn sé aldrei kannaður. Því eiga hinir kröfuhörðu forsvars- menn pólitískrar rétthugsunar jafnan léttan leik, þegar í hlut eiga veiklundaðir menn, sem álíta, að þeir verði að beygja sig fyrir vilja hins ætlaða meirihluta. Um þetta eru mörg dæmi og má nefna mál tengd innflytjendum, umhverf- ismálum, dómsmálum, stöðuveit- ingum og kynjajafnrétti, svo nokk- uð sé til tínt. Allt er þetta í raun ekki annað dans í kringum gullkálf ætlaðs tíðaranda, sem þó þarf eng- an veginn að vera sá, sem talið er. Dæmi um kirkjuna Eitt harkalegasta dæmið um undirgefni ráðamanna við ætlaðan tíðaranda á grundvelli pólitískrar rétthugsunar lýtur að nýorðnum atburðum innan íslensku þjóðkirkj- unnar, eða er ef til vill réttara að nefna hér til sögunnar það, sem leiðarahöfundur Morg- unblaðsins kallaði fyrir skömmu „sér- trúarsöfnuðinn“ á biskupsstofu. Fyrst er til að tína afsökunarbeiðni, sem toppurinn á stofunni sá ástæðu til þess að bera fram við „hinseg- in fólk“. Afsökunar- beiðnir eru í samtímanum orðnar að nokkurs konar afláti eða beiðn- um um syndafyrirgefningu sem næst í anda skriftastólsins. Í þessu tilfelli virðist vera um að ræða þjónkun við ætlaðan tíðaranda, sem toppurinn taldi sig þurfa að sýna fyrir hönd allra kristinna í landinu, en gerði það án nokkurs umboðs, hvort heldur stofnana kirkjunnar eða þjóðarinnar. Annað sem nefna má er und- arleg auglýsing safnaðar nokkurs, sem sækist eftir fleiri „rassgötum“ á kirkjubekki sína. Orðið „rassgat“ hefur aldrei verið talið ýkja pent orð og ekki líklegt, að safnaðar- meðlimir hafi hug á því að vera taldir í rassgötum. Er hér vænt- anlega verið að reyna með heldur fráhrindandi hætti að nota „alþýð- legt“ orðalag, þó að vafalítið sé ólíklegt, að almenningur í landinu vilji upp til hópa láta kenna sig við endaþarmsopið. Loks má ekki láta ógetið hins síðasta, eða hinnar fálkalegu aug- lýsingar á vegum sunnudagaskóla- starfs þjóðkirkjunnar, sem birtist fyrir ekki löngu og hefur eðlilega vakið sterk viðbrögð. Um hana sagði toppurinn á biskupstofu í kastsljóssviðtali, að þeir, sem að komu, hefðu verið með „puttann á púlsinum“. Puttann á hvaða púlsi? Væntanlega á púlsi hinnar póli- tísku rétthugsunar. Það fólk vann verk sín í anda hennar í því að túlka höfund kristinna trúarbragða sem trúð, sem gapa, sem af- skræmi, og síðan fer bisk- upsstofutoppurinn, og reyndar fleiri úr „sértrúarhópnum“, á stúf- ana til þess að fyrst réttlæta og síðan afsaka að vanhugsuð uppá- koman hafi fallið í „grýttan jarð- veg“ og kallar „harminn í þessu máli“ sinn. Menn geta harmað og afsakað sem þeir vilja. Skaðinn hverfur ekki. Hann verður ekki bættur með innihaldslitlum orðum einum. Hann varð fyrir vindhanalega gerð í anda pólitískrar rétthugsunar, sem leiddi afvega. Hann mun liggja eins og mara á öllum, sem að komu, allt frá toppnum og niður úr. Hann mun lita viðhorf almenn- ings til þjóðkirkjunnar um veru- lega framtíð. Hann gæti orðið enn einn dropinn í banabikar hennar. Sú spurning leitar á, hvort ekki ættu ýmsir að stíga til hliðar eftir að hafa opinberað með afgerandi hætti algert dómgreindarleysi sitt. Eftir Hauk Ágústsson Haukur Ágústsson » Skaðsemi pólitískrar rétthugsunar. Höfundur er fyrrverandi kennari. Pólitísk rétthugsun Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.