Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.2020, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rekstur veitingastaða og ræðis- mannsstaða í Prag í Tékklandi kem- ur eflaust upp í huga margra þegar Þóri Gunnarsson ber á góma, en maðurinn er ekki síður kunnur fyrir mikla bíladellu. „Núna ek ég um á tveggja ára Skoda-sportjeppa og fer svo í sunnudagabíltúra á gömlum Skoda-blæjubíl,“ segir hann. Þegar Þórir var sjö ára ákvað hann að verða kokkur þegar hann yrði stór. „Pabbi var vélamaður á Vatnajökli og þegar ég kom eitt sinn um borð og sá Einar Friðfinnsson kokk leika listir sínar við elda- mennskuna gat ég ekki annað en hrifist af tilburðum hans og ákvað að verða eins.“ Hann byrjaði að læra á Matstofu Austurbæjar á Laugavegi 1962, fór þaðan á Hótel Loftleiðir, þegar veit- ingarekstur hófst þar, hélt svo til Bandaríkjanna og vann við iðnina vestra 1967 til 1971. Þá tók við sjálf- stæður veitingastaðarekstur í Reykjavík og minnist hann sérstak- lega hamborgarastaðarins Vinnie’s, sem var í anda amerísku staðanna Wimpy og Wendy’s. Bílar frá barnsaldri Þrátt fyrir að hafa haslað sér völl í veitingageiranum hafa bílar verið ofarlega í huga hans frá barnsaldri. „Frá því ég var strákur hef ég alltaf haft áhuga á bílum og eftir að ég tók bílpróf leið ekki á löngu þar til ég keypti fyrsta bílinn í Sölunefnd varnarliðseigna, Ford ’56, tvennra dyra sportbíl,“ rifjar hann upp. „Ég keypti nokkra slíka bíla og lét gera þá upp.“ Amerískir bílar áttu hug hans all- an og eftir að Þórir fékk græna kort- ið og flutti til Bandaríkjanna keypti hann nýjan Ford í fyrsta sinn. „Fyrsti bíllinn sem ég flutti heim var AMC Gremlin,“ rifjar hann upp. Tenging við fótboltann varð til þess að Þórir fór sem fararstjóri með meistaraflokki Víkings til Belg- íu og þá opnuðust augu hans fyrir því sem Evrópa hefur upp á að bjóða. Hann flutti til Prag 1990, opn- aði þar veitingastað, keypti sér bandarískan GMC Sierra, síðan Benz og loks Skoda. „Eftir að ég fékk fyrstu Oktavíuna með nýja lag- inu varð ekki aftur snúið og ég hef lengstum verið á Skoda síðan, 12 til 15 bílum.“ Aðrar tegundir hafa samt flotið inn á milli. „Upp úr aldamótum keypti ég Rolls Royce 1967. Ég byrj- aði að láta gera hann upp og þegar búið var að gera við bremsurnar var kostnaðurinn orðinn sá sami og ég borgaði fyrir bílinn. Þá lét ég hann fara og hef haldið mig við Skoda síð- an.“ Þórir flutti aftur heim 2013, opn- aði veitingastaðinn Jörund hunda- dagakonung við Lækjartorg árið eftir og rak síðan kaffi- og veitinga- húsið Munnhörpuna í Hörpu. „Nú er ég bara húsvörður enda vanur því,“ segir hann og bætir við að það komi sér vel að eiga stæði í bílakjallara í miðbænum. Fyrir um 15 árum keypti Þórir Skoda Felicia-blæjubíl árgerð 1961. „Ég hef gaman af þessum bílum og eftir að hafa keypt einn fékk ég mér annan, lét gera hann upp og nota hann spari. Felician er djásnið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sparibíll Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri (t.h.) fékk að sitja í með Þóri í djásninu, Skoda Felicia árgerð 1961. Bílar, matur og fótbolti  Farartæki í forgangi hjá veitingamanninum Þóri Gunnarssyni SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. Barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara á Tíbrár- tónleikum í Salnum annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.30. Flytja þau Wanderer-lagasyrpu og Mayr- hofer-ljóð eftir Franz Schubert auk Songs of Travel eft- ir Ralph Vaughan Williams, en það er þekktasti ljóða- flokkur tónskáldsins. Í tilkynningu segir að förumenn hafi sett sinn svip á mannlífið á Íslandi um aldir og að inntak tónleikanna sé að þótt förumaður falli frá muni fegurð gjörða hans lifa áfram. Ýmsir förumenn í söngvunum sem Oddur Arnþór syngur í Salnum MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Valur og Breiðablik skoruðu samtals fimmtán mörk gegn löskuðum andstæðingum sínum, Fylki og ÍBV, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta um helgina. Breiðablik vann Eyjakonur 8:0 og Valur vann Fylkiskonur 7:0. Fram undan er viðureign Vals og Breiðabliks, sem verður nánast hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. »26 Toppliðin skoruðu fimmtán mörk ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.