Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Árnason, prófessor í hag-
fræði við Háskóla Íslands, telur að
stofna beri fjárfestingarsjóð til að
styrkja vænleg ferðaþjónustufyrir-
tæki í gegnum tekjubrestinn í faraldr-
inum.
„Við þessar aðstæður væri rétt að
stofna fjárfestingarsjóð til að fjárfesta
í vænlegum ferðafyrirtækjum. Og ef
það er rétt, sem allir virðast halda, að
það sé framtíð í ferðaþjónustu á Ís-
landi þá ætti svona sjóður að geta skil-
að hagnaði. Það þarf hins vegar að
fjármagna hann. Sú leið hefur þann
kost að í stað þess að stjórnmálamenn
séu að taka ákvarðanir um ríkisaðstoð
meira og minna á
hlaupum og af
mikilli vanþekk-
ingu myndu sér-
fræðingar í fjár-
festingum úthluta
þessum fjármun-
um. Þetta yrði
ekki ólíkt Fram-
takssjóði Íslands á
sínum tíma,“ segir
Ragnar.
Sýna hefði þurft meira aðhald
Til upprifjunar stofnuðu 16 lífeyr-
issjóðir framtakssjóð árið 2009 til að
styðja endurreisnina.
Ragnar gagnrýnir að ekki skuli
sýnt meira aðhald í ríkisrekstrinum.
„Við þessar aðstæður hefði kannski
verið ástæða til að draga úr umsvifum
ríkissjóðs. Það er að mæta þessari
kreppu með niðurskurði á útgjöldum
sem eru ekki beinlínis notuð til að
hjálpa íslenskum þegnum. Þá til
dæmis skuldbindingar erlendis og
skuldbindingar gagnvart útlending-
um sem koma til landsins.
Skera niður fituna en forðast þó að
skera niður laun til starfsmanna á
þessum atvinnuleysistímum. Það er
ekki skynsamlegt að reka fólk sem fer
svo á atvinnuleysisbætur.
Útgjöld ríkissjóðs í ár hafa mörg
verið illa hugsuð, illa undirbúin og
ekki nýst vel. Það er gripið til þeirra í
örvæntingu tel ég vera,“ segir Ragnar
um aðgerðapakkana.
Stofna ber fjárfestingarsjóð
Prófessor telur að horfa beri til Framtakssjóðs Íslands
Aðgerðapakkar stjórnvalda hafi skilað litlum árangri
Ragnar
Árnason
Aðalfundur
Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður
haldinn í húsi félagsins að Sævarhöfða 12,
fimmtudaginn 15. okt. nk. og hefst kl. 20:00.
Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga
Vörubílstjórafélagsins Þróttar.
Stjórnin.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fyrstu níu mánuði ársins var salan í
Vínbúðunum tæplega 15% meiri í
lítrum talið heldur en á sama tíma í
fyrra. Alls voru seldir 19.325 lítrar af
áfengi, en tæplega 16.844 lítrar á
sama tíma í fyrra. Aukin sala hefur
verið í öllum flokkum nema í flokki
ávaxtavíns, þar sem er lítils háttar
samdráttur. Hástökkvarar ársins í
Vínbúðunum eru í flokki annarra
bjórtegunda heldur en lagerbjórs og í
flokki freyðivíns og kampavíns.
Salan í lítrum jókst í kringum 8% á
mánuði fyrstu þrjá mánuði ársins
miðað við sömu mánuði í fyrra. Síðan
varð mikil söluaukning í apríl þegar
salan jókst um tæplega 32%. Aukn-
ingin nam 18,5% í maí, tæpum 15% í
júní og 27% í júlí. Í ágústmánuði varð
rúmlega 4% samdráttur og skýringin
á því er m.a. sú að sala áfengis fyrir
verslunarmannahelgina var í júlí í ár,
en í ágúst í fyrra. Í september nam
aukningin tæplega 19%.
Samanburður erfiður milli ára
Hæpið er að bera saman tölur á
milli ára því margt er breytt frá síð-
asta ári vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Færri Íslendingar hafa farið til
útlanda, starfsemi margra veitinga-
staða hefur verið takmörkuð og í kjöl-
far faraldursins dró mjög úr komum
erlendra ferðamanna. Þessir þættir
og fleiri gera allan samanburð erf-
iðan. aij@mbl.is
Sala á áfengi í janúar-sept. 2019 og 2020
27% aukning í sölu á rauðvíni fyrstu
9 mán. 2020 m.v 2019
20%
aukning í sölu
á hvítvíni
42% aukning í sölu á öðrum bjórtegunum
en lager- og pilsnerbjór
Sala í janúar til september, þúsundir lítra 2019 2020 Breyting
Lager- og pilsnerbjór 12.267 13.663 11%
Rauðvín 1.387 1.757 27%
Hvítvín 903 1.087 20%
Aðrar bjórtegundir en lager og pilsner 367 523 42%
Blandaðir drykkir, s.s. Smirnoff Ice og Breezer 426 522 23%
Freyðivín og kampavín 167 228 37%
Ávaxtavín, s.s. Sangría og Mojito 200 192 -4%
Ókryddað brennivín og vodka 181 190 5%
Viskí 79 101 28%
Sala áfengis samtals þús. lítra 16.845 19.325 15%
Samtals
19.325
þús. lítrar
fyrstu 9 mán.
2020
Sala Vínbúðanna
jókst um tæp 15%
Aukin sala flesta mánuði ársins
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur staðfest ákvörðun
sveitarstjórnar Reykhólahrepps um
að veita Vegagerðinni framkvæmda-
leyfi fyrir Vestfjarðavegi um Teigs-
skóg. Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, segir ákvörðunina mikið gleði-
efni. Úrskurðarnefndin segir sveit-
arstjórnina hafa fært fram rök fyrir
því að þeir samfélagslegu hagsmunir
sem hafi í för með sér aukið umferð-
aröryggi vegfarenda feli í sér brýna
nauðsyn. Það séu almannahagsmun-
ir og margir kostir hafi verið skoð-
aðir áður en ákvörðun var tekin.
„Í dag er gleðidagur, úrskurðar-
nefndin hefur kveðið upp sinn dóm
skýrt og skorinort. Stöðvun fram-
kvæmda í gegnum Teigsskóg er af-
létt,“ skrifaði ráðherrann á Face-
book.
„Vegagerðin hyggst bjóða út þver-
un Þorskafjarðar í haust og hefja
framkvæmdir í vetur. Þetta er verk
upp á 2,5-3 ár. Samhliða verður unn-
ið að öðrum köflum verksins þannig
að verklok ættu að geta orðið 2024.“
Staðfestir ákvörðun
um veg um Teigsskóg
Gleðidagur, segir samgönguráðherra
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Ákveðinn kosningabragur var á ræð-
um þeirra þingmanna og ráðherra
sem til máls tóku í umræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra á Al-
þingi í gær, þegar 151. löggjafar-
þingið var sett. Fer um leið í hönd
síðasti þingveturinn fyrir næstu
þingkosningar að ári.
Forsætisráðherrann Katrín Jak-
obsdóttir hóf umræðurnar og sagði
að ríkissjóði yrði beitt af fullum
krafti til þess að styðja við almenn-
ing og fyrirtæki í landinu andspænis
djúpri efnahagslægð í kjölfar
kórónuveirufaraldursins. Hún
minnti þó á að faraldrinum og lægð-
inni lyki fyrir rest og að mikilvægt
væri að standa saman. Jafnframt
sagði Katrín að ánægjulegt hefði
verið að náðst hefði samkomulag í
deilu aðila á vinnumarkaði.
Friður á vinnumarkaði hefði hald-
ist og aðgerðir stjórnvalda hefðu þar
hjálpað til. Sömuleiðis minnti hún á
mikilvægi málaflokka á borð við jöfn-
uð, umhverfis- og loftslagsmál og efl-
ingu heilsugæslunnar. Þá sagði hún
að þingið fengi tækifæri til þess á
komandi þingvetri að ræða stjórnar-
skrárbreytingar og sagðist hún vona
að það yrði gert með almannahags-
muni að leiðarljósi, að umræðan fest-
ist ekki í hjólförum liðinna áratuga.
Stefna stjórnarinnar fáránleg
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, tók næstur
til máls á eftir Katrínu og sagði
stefnu ríkisstjórnarinnar í hinum
ýmsu málum fáránlega. Hann sagði
bákn hins opinbera hafa þanist gríð-
arlega út í tíð sitjandi ríkisstjórnar
og að Miðflokkurinn væri svarið við
þeim spurningum sem vöknuðu þeg-
ar störf ríkisstjórnarinnar væru
rædd.
Ræða Sigurðar Inga „ónýt“
Þingmönnum Viðreisnar, Sam-
fylkingarinnar og Pírata varð tíð-
rætt um kerfisbreytingar. Sagði
Logi Einarsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, að fullyrðingar hægri-
manna dæmdu sig sjálfar og sagði
hann það skyldu Samfylkingarinnar
að mynda ríkisstjórn eftir næstu
kosningar um málefni er snúa að
jöfnuði í íslensku samfélagi og lofts-
lagsmálum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
og formaður Framsóknarflokks,
sagði þá að eftir ræðu Loga væri sín
ræða „ónýt“. Logi hefði rakið öll
stefnumál Samfylkingarinnar og
gert að sínum en þau væru í raun og
veru stefnumál framsóknarmanna.
Við það uppskar hann hlátur og
frammíköll þingmanna.
Þá tóku hinir ýmsu fulltrúar
flokka í minnihluta í sama streng og
Logi og ræddu kerfisbreytingar. Oft
var talað um að valið væri kjósend-
anna í næstu kosningum. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður Við-
reisnar, orðaði það svo að þjóðin
gæti valið á milli „fortíðarflokkanna“
í ríkisstjórn eða flokka sem þora að
ræða úrbætur á íslensku samfélagi
og vísaði þar með í tillögu ríkis-
stjórnar um breytingu á auðlinda-
ákvæði stjórnarskrárinnar sem hún
sagði „merkingarlausa“.
Dregið út 25 milljarða
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins, sagði að aldrei áður hefði
hún séð viðlíka hagsmunagæslu
þeirra ríku eins og í tíð sitjandi ríkis-
stjórnar. Hún sagði að Samtök at-
vinnulífsins hefðu á einum degi dreg-
ið 25 milljarða út úr ríkisstjórninni á
meðan níu mismunandi hjálparsam-
tök fyrir fátæka þyrftu að skipta
með sér 25 milljónum – og það á vakt
Vinstri grænna.
Karpað um stefnu
ríkisstjórnarinnar
Síðasti þingvetur fyrir kosningar að ári Ýmis mál rædd
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hlátur Þingmenn leyfðu sér að hlæja, meðal annars að ræðu Sigurðar Inga.
Sóttvarnir Þingfundir hafa breiðst út í hliðarsali og herbergi.