Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 4

Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Samba einingasóf i horntungusófi / 275x233 cm / kr. 387.800 -- margar stærðir og útfærslur í boði staða, einkaferð um óbyggðir Finn- lands í sérútbúinni snjóbifreið, sleða- ferð með hreindýrum, skoðunarferð í Snow village, skoðunarferð á sleða dregnum af husky-hundum, mögu- leikar á göngu til að skoða norður- ljósin og skíðaferð. Fyrir herlegheit- in voru greiddar 17.853 evrur sem jafngildir rúmum 2,9 millj. kr. Þegar viðskiptavinirnir sáu verð- lagið í Finnlandi runnu á þá tvær grímur og töldu þeir sig hafa ofgreitt fyrir þjónustuna. Á þeim forsendum endurgreiddi argentínska ferðaskrif- stofan þeim 6.000 evrur og krafðist þess síðan að íslenska fyrirtækið greiddi þá upphæð til baka. Íslenska kærunefndin vísaði málinu frá. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Argentínsk ferðaskrifstofa fær ekki greidda kröfu á íslenskt fyrirtæki sem hafði milligöngu um að skipu- leggja lúxusferð fyrir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar til Finnlands en ferðin þótti allt of dýr. Vildi argent- ínska ferðaskrifstofan að íslenska fyrirtækið endurgreiddi 6.000 evrur eða tæpa milljón króna. Argentínska ferðaskrifstofan setti sig í samband við íslenska fyrirtækið um skipulagningu ferðarinnar en fram kemur í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem fékk málið til meðferðar, að bæði fyrir- tækin eru aðilar að Traveller Made, samstarfsvettvangi valinna ferða- þjónustuaðila sem setja saman og selja háklassaferðir til viðskiptavina sinna. Ekki kemur fram í úrskurð- inum hvaða fyrirtæki á Íslandi er um að ræða. Hreindýra- og hundasleðaferð Innifalið í ferðinni var m.a. gisting í tvær nætur á Levi Hotel í svokallaðri ,,Dlx“-svítu, gisting í eina nótt á hót- elinu Aurora Pyramid, akstur milli Hreindýrasleða- ferðin þótti dýr  Deilt um greiðslur fyrir lúxusferð AFP Sleðaferð Meðal annars var farið í sleðaferð með husky-hundum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kórastarf samfara kórónuveikinni hefur í haust verið verulega frá- brugðið því sem teljast verður eðli- legt. Talsverð smithætta getur skapast þegar kórfélagar hittast og syngja af krafti og því full ástæða til að fara varlega, að sögn Kol- brúnar Halldórsdóttur, sem syngur með Kvennakór Reykjavíkur og er formaður Gígjunnar, lands- sambands íslenskra kvennakóra. Hún segir að kórarnir hafi brugðist við stöðunni á ýmsan hátt. „Í haust byrjuðum við í Kvennakór Reykjavíkur á því að hittast og skipta kórnum upp í minni hópa, sem héldu áfram að hittast í raunheimum,“ segir Kol- brún. „Eftir að þriðja bylgjan skall á höfum við hins vegar setið heima og tekið æfingar í gegnum fjar- fundabúnað í tölvunni. Kórstjórinn er svo með hljóðið á og fylgist með. en við hinar sitjum heima með nót- urnar og syngjum við borðstofu- borðin.“ Kolbrún segir að þetta sé óneitanlega skrýtið og allir bíði spenntir eftir að geta hist að nýju. Í vor hafi kórinn tekið upp lag á þann hátt að konurnar notuðu eigin síma til að taka upp rödd og mynd. Síðan hafi raddirnar verið settar saman og þannig hafi orðið til upptaka af kórsöng þó svo að konurnar hafi sungið hver í sínu lagi. „Svo þegar við hittumst í haust og sungum þetta saman, þá var engin sam- æfing þar sem við höfðum bara sungið lagið hver í sínu horni. Út- koman var sérstök,“segir Kolbrún. Kórsöngur er undur „Ástæðan fyrir því að fólk er í kór er að því finnst gaman að syngja og félagsskapurinn er mik- ilvægur. Kórsöngur er ekkert ann- að en undur þegar stór hópur nær saman í samhljómi og það er ekki núna þegar hver og einn situr heima hjá sér og syngur fyrir fram- an tölvuna. Við viljum öll að lífið haldi áfram og bíðum eftir að geta sungið saman á ný,“ segir Kolbrún. Hún segist hafa heyrt af ýmiss konar viðbrögðum hjá kórum. Margir æfi í gegnum fjarfunda- búnað, einstakir raddhópar hittist og syngi saman og dæmi séu um að kórar komi saman úti undir beru lofti og syngi þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Þá sé hægt að fækka í kórum við einstakar at- hafnir. Kolbrún segir að Kvennakór- inn hafi bæði frestað æfingahelgi og árshátíð. Enn sé stefnt að tón- leikum í nóvember, en það fari eftir framvindu kórónuveikinnar á næstu vikum hvort af því verði. Á heima- síðu Gígjunnar er að finna verklagsreglur um æfingafyrir- komulag og áhersla m.a. lögð á fjar- lægðarmörk, persónulegar sótt- varnir og sótthreinsun húsnæðis. Ljósmynd/Gunnar Jónatansson Frænkur og nöfnur Kolbrún Halldórsdóttir og Kolbrún Lilja Pétursdóttir eftir tónleika Kvennakórs Reykjavíkur í Seljakirkju í desember 2019. Kór barna sem tengist kórkonum söng með Kvennakórnum á tónleikunum. Kórastarfið heima við borðstofuborðin  Smithætta þegar kórfélagar hittast og syngja af krafti Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almanna- varna í gær að hann væri á nippinu með að leggja til tillögur um hertar samfélagslegar aðgerðir vegna þriðju bylgju veirufaraldursins sem nú geisar. Smit væru þó ekki í veld- isvexti og því ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða. Þá sagði Þórólfur viðbúið að sam- félagstakmarkanir myndu gilda næstu mánuði og að faraldurinn nú væri með öðru sniði en í fyrstu bylgju í vetur, vöxturinn væri ekki jafn hraður og þá en búast mætti við því að bylgjan stæði lengur yfir. Þórólfur og Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítala, sátu fyrir svörum á fundinum í gær. Fram kom í máli Páls að hann telur Landspítalann í stakk búinn til þess að takast á við fyrirséðar afleiðingar faraldursins þótt miðað sé við svartsýnustu spár. Er nú svo komið að innlagnir á smitsjúkdómadeild eru að meðaltali á tólf klukkustunda fresti. Á miðvikudag greindust 36 ein- staklingar með kórónuveirusmit, 20 af þeim voru í sóttkví en 16 utan hennar. Samkvæmt upplýsingum á vefnum covid.is hafa 560 greinst með kórónuveiruna frá 15. september en sú dagsetning þykir marka upphaf þessarar síðustu bylgju. Fleiri bylgjur á leiðinni Nýgreiningum er heldur að fækka. Þrettán lágu í gær á sjúkra- húsi vegna sjúkdómsins og þar af voru tveir í öndunarvél. 2.000 sýni voru tekin á miðvikudag, nærri 1.700 eru í sóttkví og 1.793 í svonefndri skimunarsóttkví. Fram kom í máli Páls að 580 eru undir eftirliti á göngudeild spítalans en þeim mun fækka um 100 á næstu dögum. Þórólfur sagði í svari við fyrir- spurn að búast mætti við fleiri bylgj- um þangað til byrjað verður að bólu- setja gegn kórónuveirunni. „Á nippinu“ með harðari aðgerðir  Innlögn á Landspítala á 12 tíma fresti Kórónuveirusmit á Íslandi Nýgengi smita frá 30. júní 2.769 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 30. sept. 145,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 11 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 2 á gjörgæslu 281.444 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 151.388 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.793 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 120 100 80 60 40 20 0 145,4 7,1 1.697 einstaklingar eru í sóttkví 582 eru með virkt smit og í einangrun Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri júlí ágúst september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.