Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Sam Edelman Loraine
23.990 kr.
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Alls verður 264 milljarða kr. halli á
ríkissjóði á næsta ári og skuldir rík-
isins vaxa stórum skrefum. ,,Krepp-
an sem við erum stödd í nú er sú
dýpsta sem við höfum lent í í árarað-
ir, mesti samdráttur í um 100 ár en
með því að leyfa halla á rekstri hins
opinbera og með markvissum öðrum
aðgerðum, þá teljum við að við mun-
um bjarga verðmætum og verðum á
betri stað þegar ástandinu lýkur til
að spyrna okkur inn í framtíðina,“
sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, þegar hann
fylgdi úr hlaði á fréttamannafundi í
gær fjárlagafrumvarpi ársins 2021 og
kynnti fjármálaáætlun til næstu
fimm ára.
Bjarni sagði að unnið væri eftir
þeim hugmyndum að nýta beri styrk-
inn í opinberum fjármálum til að tak-
ast á við yfirstandandi kreppu. ,,Við
nýtum okkur það að hafa á undan-
förnum árum lækkað skuldir ríkis-
sjóðs og á meðan dregur úr tekjum
atvinnustarfseminnar og skatttekjur
gefa eftir, þá taki ríkið lán í stað þess
að bregðast við með skattahækkun-
um. Á gjaldahliðinni sættum við okk-
ur við að ýmis útgjaldakerfi, stuðn-
ingskerfi, blási út án þess að
fjármögnun sé til staðar og að það
verði sömuleiðis fjármagnað með
hallarekstri og lánum.“
Það væri ekki kostur að fara nú í
harkalegan niðurskurð og aukna
tekjuöflun þegar ekki væri neinu að
skipta með ríkinu hjá fyrirtækjunum
í landinu. Algert lykilatriði er að sögn
Bjarna að örva fjárfestingu og hag-
vöxt og meginmarkmiðið í opinberum
fjármálum til næstu ára sé að stöðva
skuldasöfnunina.
Mikill samdráttur skatttekna
Veruleikinn sem blasir við er sá að
sögn ráðherra að hallinn er núna
kominn yfir 10% af landsframleiðslu
og samanlagðar skuldir ríkis og sveit-
arfélaga landsins rjúka upp.
Afkoma ríkissjóðs versnar á næsta
ári um 192 milljarða vegna beinna
efnahagslegra áhrifa kórónu-
veirufaraldursins og ákvarðana til að
sporna við afleiðingum hans. Þyngst
vegur samdráttur skatttekna vegna
minni umsvifa en hann nemur um 89
milljörðum kr. Tekjurnar minnka
einnig mikið vegna aðgerða sem grip-
ið hefur verið til vegna faraldursins
sem metnar eru á um 17 milljarða. Þá
er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbæt-
ur hækki á næsta ári um 23 milljarða.
,,Við erum á þessu og næsta ári að
greiða yfir 100 milljarða í atvinnu-
leysisbætur,“ sagði Bjarni og bætti
við að borga þyrfti 40 til 50 milljarða
á næstu árum þar á eftir ef ekki tæk-
ist að auka hagvöxtinn.
Í frumvarpinu kemur fram að út-
gjöld vegna ýmissa mótvægisaðgerða
eru áætluð um 35 milljarðar kr. svo
sem vegna fjárfestingar- og upp-
byggingarátaks, framlaga til eflingar
háskólum og framhaldsskólum og
aukinna endurgreiðslna vegna rann-
sókna og þróunar. Jafnframt er búist
við að arðgreiðslur fyrirtækja og fé-
laga í eigu ríkisins lækki á næsta ári
um 27 milljarða.
Halli ríkissjóðs á næsta ári kemur í
framhaldi af gríðarlega miklum halla
á yfirstandandi ári að sögn fjármála-
ráðherra. ,,Það hefur orðið algjört
hrun í afkomu ríkisins,“ sagði Bjarni.
Augljóst væri af afkomutölunum að
Íslendingar hefðu ekki til lengri tíma
efni á að halda úti þeirri opinberu
þjónustu sem veitt er í dag, ,,en við
gerum það engu að síður vegna þess
að við trúum því að þetta sé tíma-
bundið ástand og við ætlum að vinna
okkur út úr því,“ sagði hann.
Í frumvarpinu er lagt til að fram-
lög til heilbrigðismála hækki á næsta
ári um ríflega 15 milljarða kr. að frá-
töldum launa- og verðlagsbreyting-
um, framlög til mennta- og menning-
armála eiga að aukast um tæpa 6
milljarða og útgjöld vegna nýsköp-
unar hækka á næsta ári um 5 millj-
arða frá áætluðum framlögum í ár og
verða 25 milljarðar.
Í kynningu á meginefni frum-
varpsins kemur fram að skattar verði
34 milljörðum kr. lægri á næsta ári
en þeir hefðu orðið ef ekki hefði kom-
ið til skattabreytinga sem ákveðnar
voru árið 2017. Skattar á næsta ári
verði þegar allt er talið tæpum 52
milljörðum kr. lægri en þeir hefðu
orðið án skattabreytinganna sem
ákveðnar voru á sínum tíma.
430 milljarða aðgerðir til að
styðja við hagkerfið
Hvað heildartekjur ríkissjóðs
varðar þá kom fram í máli Bjarna að
umskiptin væru mjög mikil eða úr
væntingum um 850 milljarða tekjur
yfir í áætlun nú upp á 710 milljarða
tekjur ríkisins. „Breytingar í efna-
hagsumhverfinu eru að valda tæp-
lega 90 milljarða samdrætti á tekju-
hliðinni á meðan sérstakar
covid-tengdar aðgerðir draga úr
tekjum upp á 18 milljarða og kerf-
isbreytingar af ýmsum toga sem
teygja sig yfir kjörtímabilið hafa hér
sömuleiðis áhrif,“ sagði hann.
Bjarni sagði að lagðar væru til um-
fangsmiklar sértækar ráðstafanir
bæði á tekju- og gjaldahlið fjárlaga-
frumvarpsins. ,,Samtals eru þetta um
430 milljarða efnahagslegar aðgerðir
til að styðja við hagkerfið.“
„Algjört hrun í afkomu ríkisins“
Halli ríkissjóðs á næsta ári áætlaður 264 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021
Fjármálaráðherra segir lykilatriði að örva hagvöxt og geta til lengri tíma stöðvað skuldasöfnunina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjárlagafrumvarpið kynnt ,,Ef okkur tekst að örva hagvöxtinn, þá lítur framtíðin miklu betur út,“ sagði Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið og fjármálaáætlun í gær.
Áformað er í fjárlagafrumvarp-
inu að leggja fyrir Alþingi til-
lögu um hækkun á skattleysis-
mörkum erfðafjárskatts úr einni
og hálfri milljón upp í fimm
milljónir, þannig að fyrstu fimm
milljónir hvers dánarbús verði
skattlausar. Tekjur ríkisins
lækka vegna þessa um 500
milljónir á næsta ári.
Verið er að leggja lokahönd á
endurskoðun á stofni fjár-
magnstekjuskatts sem gæti
numið 2,1 milljarðs króna lækk-
un hans. ,,Þar erum við að horfa
til þess að draga úr skattlagn-
ingu sem er umfram skattlagn-
ingu raunávöxtunar og inni í
þeirri vinnu er líka verið að
horfa til góðgerðarsamtaka,
styrktarfélaga og annarra slíkra
um hvernig við getum beitt fjár-
magnstekjuskattinum til þess
að styðja betur við slíka starf-
semi í landinu,“ sagði Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
í gær. Gert er ráð fyrir 2,1 millj-
arðs kr. tekjutapi vegna nýrra
eða aukinna skattastyrkja til að
styðja við slík félög.
Lokaáfangi tekjuskattsbreyt-
inga sem ákveðnar voru 2017
tekur gildi um næstu áramót og
er áætlað að tekjur ríkissjóðs
muni lækka um ríflega 14 millj-
arða á næsta ári vegna lækkun-
arinnar. Segir í greinargerð
frumvarpsins að ráðstöfunar-
tekjur heimilanna aukist sem
því nemur og hjá þeim tekju-
lægstu um rúmlega 120 þúsund
kr. á ári. Krónutölugjöld s.s.
vörugjöld á áfengi og eldsneyti
hækka frá áramótum um 2,5% í
takt við verðbólguspá.
Skattalækk-
anir boðaðar
FJÁRLAGAFRUMVARP 2021
Í nýrri þjóðhagsspá sem Hagstofa
Íslands birti í gær kemur fram að
horfur séu á að landsframleiðsla
dragist saman um 7,6% í ár sem
yrði einn mesti samdráttur á síð-
ustu 100 árum. Gert er ráð fyrir
bata á næsta ári og að landsfram-
leiðsla aukist um 3,9% milli ára og
jafnframt er áætlað að þjóðar-
útgjöld dragist saman um 3,6% í ár
en að viðsnúningur verði á næsta
ári og þau aukist um 3,9%. Í spánni
er gert ráð fyrir að einkaneysla
muni taka við sér á ný og aukast um
4,2%. Fjárfesting dregst hins vegar
saman um 8,9% á yfirstandandi ári
á að aukast um 5,5% á næsta ári.
Búist er við að atvinnuleysi verði
7,8% á þessu ári og um 6,8% á árinu
2021.
Spá einum mesta samdrætti í 100 ár
Fjárlagafrumvarp 2021 og Fjármálaáætlun 2021-2025